Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ferðir blóðbankabílsins:
Þriðjudagur 18. nóvember Byko Breiddinni, klukkan 9.00-15.00
Miðvikudagur 19. nóvember Brimborg Bíldshöfða 6 klukkan 9.00-15.00
Fimmtudagur 20. nóvember Lyf og heilsa við Fjarðarkaup klukkan 9.30-15.00
www.blodbankinn.is
„DAGUR íslenskrar tungu hefur fest sig í
sessi í þjóðfélaginu með margvíslegum
hætti,“ sagði Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra á hátíðarræðu sinni á Mál-
ræktarþingi íslenskrar málnefndar sem
efnt var til í gær í Hátíðasal Háskóla Ís-
lands.
Ráðherra afhenti síðan verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar og tvær viðurkenningar og
sagði það hafa verið leiðarljós sitt að þessu
sinni, að beina sjónum að „formlegu upp-
eldi annars vegar og því sem best gerist á
því sviði og hins vegar að fjölmiðlum sem
þegar best lætur eru ígildi menntastofnana
og halda við því og bæta við það sem vel er
gert í formlegu skólastarfi.“
Í ræðu ráðherra kom einnig fram að
skólar, fyrirtæki, félagasamtök og ein-
staklingar hafa tekið höndum saman fyrir
hvatningu menntamálaráðuneytisins og
efnt til margvíslegra viðburða undir merkj-
um íslenskrar tungu. „Dagurinn hefur svo
sannarlega náð fótfestu í samfélaginu. Í
grunn- og leikskólum eru unnin sérstök
verkefni í tengslum við Dag íslenskrar
tungu, oft með áherslu á frumkvæði og ný-
sköpun. Stóra upplestrarkeppnin er haldin
árlega og hefst formlega á þessum degi.“
Ráðherra þakkaði Íslenskri málstöð sam-
starfið við undirbúning Dags íslenskrar
tungu og sagði ennfremur einstaklega
ánægjulegt hversu margir hefðu lagt til
viðburða dagsins með ýmsum hætti.
Dagskrá málþingsins lauk síðan með því
að Tara Sverrisdóttir, vinningshafi úr stóru
upplestrarkeppninni frá því í fyrra, las tvö
ljóð, Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá
Djúpalæk og Sáuð þið hana systur mína
eftir Jónas Hallgrímsson. Þá söng Skólakór
Kársness undir stjórn Þórunnar Guðmunds-
dóttir við undirleik Marteins H. Friðriks-
sonar.
Dagurinn hefur náð fótfestu
Morgunblaðið/Þorkell
Tara Sverrisdóttir les ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og Kristján frá Djúpalæk. Í baksýn er
Skólakór Kársness sem söng undir stjórn Þórunnar Guðmundsdóttur.
JÓN S. Guðmundsson, íslensku-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík, hlaut í gær verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar á Degi ís-
lenskrar tungu. Verðlaunin nema
500 þúsund krónum ásamt ritsafni
Jónasar Hallgrímssonar í hátíðar-
bandi. Jón S. Guðmundsson var ís-
lenskukennari við Menntaskólann í
Reykjavík í hálfa öld en tíu ár eru
nú liðin frá því hann hætti kennslu
vegna aldurs.
„Verðlaun Jónas Hallgrímssonar
eru heiðursverðlaun til einstak-
linga sem hafa með sérstökum
hætti unnið íslenskri tungu gagn í
ræðu og riti, með skáldskap,
fræðistörfum eða kennslu og stuðl-
að að eflingu tungunnar, fram-
gangi hennar og miðlun verðmæta
til nýrra kynslóða,“ sagði Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
er hann afhenti Jóni S. Guðmunds-
syni verðlaunin.
„Oft er litið á starf kennarans
sem sjálfsagt og hversdagslegt og
þá gleymist æði oft að það getur
verið ansi langt bil á milli þess
sem er vel gert í skólum og hins
sem af ber,“ sagði Tómas Ingi.
„Þegar best lætur er kennsla list.
Kennsla móðurmálsins er grunn-
þáttur þjóðlegrar menningar og
þjóðlegrar sérstöðu og fyrir hvert
okkar er móðurmálið málþroski og
málsmekkur samofin sjálfstrausti
og reisn og hefur þannig grund-
vallaráhrif á líf og starf sérhvers
manns. Þeir sem móta málsmekk
heilla kynslóða af smekkvísi og
með góðu fordæmi hafa því mikil
áhrif. Máltilfinning þeirra og
smekkvísi breiðist út og skýtur
rótum og öðlast sjálfstætt líf í
samfélaginu langt umfram starfs-
tíma kennarans þótt langur sé.
Það er mér bæði ánægja og heiður
að veita Jóni S. Guðmundssyni
verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
árið 2003 fyrir hans framlag til ís-
lenskrar tungu.“
Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar
menntamálaráðherra um val á
verðlaunahafa segir: „Jón S. Guð-
mundsson kenndi íslensku við
Menntaskólann í Reykjavík í hálfa
öld. Í ár eru liðin 60 ár frá því
hann hóf þar kennslu. Fjöldamarg-
ir árgangar nemenda nutu leið-
sagnar hans og átti hann ríkan
þátt í að móta málsmekk þeirra.
Hann var ætíð óþreytandi í við-
leitni sinni til að skerpa mál og stíl
nemenda sinna í ræðu og riti. Það
er hverri þjóð ómetanlegt að eiga
lærimeistara sem stunda málrækt
af slíkri alúð.“
Jón sagði í upphafi þakkarræðu
sinnar að hann hefði lent í kenn-
arastarfinu fyrir hálfgerða tilvilj-
un.
„Það var Björn Guðfinnsson, ís-
lenskukennari við Menntaskólann,
sem fékk mig upphaflega til að
kenna utanskólanemendum til
gagnfræðaprófs en ég var þá sjálf-
ur aðeins hálfs annars árs gamall
stúdent og taldi mig lítt hæfan til
kennslu. En það dugðu engar mót-
bárur gegn Birni Guðfinnssyni og
ég hóf kennsluna og lauk henni
ekki verr en svo um vorið að Björn
hringdi í mig um haustið og sagði
að í vetur ætti ég að kenna tveim-
ur fjórðubekkjum,“ sagði Jón í
þakkarræðu sinni eftir að hann
hafði tekið við verðlaununum.
„Margir urðu til þess að finna að
því við mig að ég skyldi leggja
kennslu fyrir mig. Töldu það bæði
erfitt starf og illa launað. Pálmi
Hannesson, rektor Menntaskólans,
sagði eitt sinn við mig að það væri
bara einn af hverjum tíu nem-
endum sem gætu valdið erfiðleik-
um. Að sama skapi væri það fyr-
irhafnarlaust að kenna níu
nemendum af hverjum tíu. Þetta
var reynsla mín af kennarastarfinu
og ég sá aldrei eftir því að hafa
lagt það fyrir mig,“ sagði Jón S.
Guðmundsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón S. Guðmundsson tekur við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Tómasar Inga Olrich.
Móta mál-
smekk kyn-
slóðanna
BÍLL valt út af veginum um
Fagradal klukkan hálffimm í gær,
en engin meiðsl urðu á fólki. Bíll-
inn er mikið skemmdur.
Þetta var önnur bílveltan á leið-
inni milli Egilsstaða og Reyðar-
fjarðar en einn var fluttur á
sjúkrahús á Egilsstöðum eftir
veltu um klukkan hálfþrjú í gær.
Hann var ekki talinn þungt hald-
inn.
Þá lenti þriðji bíllinn út af veg-
inum en unnt var að ná honum
upp á veg aftur svo ökumaður hélt
ferðinni áfram.
Bílveltur á
Fagradal
STUTT
BROTIST var inn í Safnahúsið í
Vestmannaeyjum. Tilkynning um
innbrotið barst lögreglu í gær-
morgun en ekki var ljóst hvenær
það hafði verið framið.
Svo virtist sem tveimur tölvum
hefði verið stolið og voru nokkrar
skemmdir unnar á húsnæðinu.
Lögregla segir mikil verðmæti í
húsinu en svo virðist sem þau hafi
að mestu verið látin eiga sig.
Innbrot í Safna-
húsið í Eyjum
EINN árekstur á mótum Reykja-
nesbrautar og Stekks var til-
kynntur til lögreglu í gær. Til-
kynning barst klukkan 14.39 og
mun einn hafa verið fluttur í
sjúkrahús með minniháttar
meiðsl, að sögn lögreglu.
Árekstur
á Reykjanes-
braut