Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 28 39 11 /2 00 3 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 480.000.000 kr. 1. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 480.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru til 15 ára og greiðist með 15 jöfnum afborgunum á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 10. júlí 2004. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 10. júlí 2018. Útgáfudagur bréfsins er 10. júlí 2003. Skuldabréfið ber 4,95% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður GARD 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 21. nóvember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Sveitarfélagið Garðabær ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt, að það rykti sem fer af söngkonunni Kiri Te Kanawa, nálgist að vera hreint ævintýri, og þá jafnt fyrir þá sem vandlátastir eru um túlkun og eða glæsileika radd- ar og tækni, því þar fer allt saman með ævintýra- legum hætti. Það má því segja að tónleikar Kiri Te Kanawa og Julian Reynolds séu einn stærsti tón- listarviðburður ársins. Mörgum hefði þótt við hæfi að Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefði átt þarna hlut að, svo sem flogið hefur fyrir, en af einhverjum or- sökum varð ekki af, því frægð söngkonunnar er að miklu leyti tengd glæsilegum flutningi hennar á sviði óperutónlistar. Allt um það, þá tengjast þessir tónleikar ferð Kiri Te Kanawa um Norðurlönd og með henni lék frábær píanóleikari, Julian Reynolds, sem felldi handtak sitt einstaklega vel að agaðri, fíngerðri og fallegri túlkun söngkonunnar. Tónleikarnir hófust á fjórum söngvum eftir Mozart, fyrst kansónettunni Ridente la calma, Kv. 152, og þar eftir komu lögin Wenn die Lieb’aus deinen blauen, Kv. 524, Abendempfindung, (Abend ist’s), Kv. 523 og síðast sópranarían Un moto di gioia, Kv. 579, við texta eftir da Ponte. Í þessum lögum meistarans var söngurinn einstak- lega fallega mótaður og þar sló Reynolds sínar kordur af slíkum klassískum hreinleika og fimi, að unun var á að hlýða. Á vængjum söngsins, eftir Mendelssohn, var ekki síður fallega flutt en það var í tveimur lögum eftir Schubert, Nacht und Träume og Gretchen am Spinnrade, sem þau fluttu einstaklega fallega en sérstaklega þó Nacht und Träume, sem er ein- staklega viðkvæmt og fallegt lag. Næstu fjögur lögin eru eftir Richard Strauss Die Nacht, All- erseelen, All’ mein Gedanken og Cäcilie, sem öll eru í flokki meistaraverka eftir Strauss, op. 10, samið er 1885, op. 21, 1888 og op. 27, 1894. Sagn- fræðingar hafa bent á að Strauss hafi flest samið sín bestu sönglög fyrir aldamótin 1900. Flutning- urinn var aldeilis frábær, þar sem saman var flétt- að á hrífandi máta yndislegum tónhendingum sögvanna og snjallri útfærslu Strauss fyrir píanó- ið, sem báðir flytjendur náðu að sameina í sam- fellda listræna heild. Í söngvum eftir Berlioz var fínlegur söngur Kiri Te Kanawa ótrúlega fallega mótaður, þar sem hún lék sér með veikan söng, svo að tónleikagestir gleymdu hljómdeyfðinni í Háskólabíóinu, sérstak- lega í Le Spectre de la Rose. Í þremur lögum eftir Poulenc var mesta bragð af söngvalsinum Le shemin de l’Armour en í Voyage á Paris og Hotel var tónaleikurinn glæsilega mótaður. Lokavið- fangsefni tónleika voru þrjú söngatriði eftir Pucc- ini, Morire?, Sole amore, og Canto d’anime og gat þar að heyra raddlega meiri átök en í fyrri verk- efnunum. Eftir nokkur aukalög söng Kiri Te Kan- awa án undirleiks lag úr átthögum sínum og var það sérlega hrífandi flutningur. Tónleikar Kiri Te Kanawa og Julian Reynolds voru fyrir listfengi sakir, einstæðir tónleikar, þar sem allt hið fínlegasta var glitrandi fagurt og eins og í lögum eftir Puccini og í Cecilie, eftir Strauss, mátti heyra, að undir fínleikanum býr stórkostleg hljóman þeirrar glæsilegu raddar sem Kiri Te Kanawa er sérstaklega fræg fyrir. Þessir tón- leikar voru einstaklega fallegir ljóðatónleikar og sem ljóðasöngkona er Kiri Te Kanawa ekki síðri en í átakshlutverkum óperubókmenntanna, sem segir nokkuð um hversu frábær listakona Kiri Te Kanawa er. Þá var hlutur Julian Reynolds ekki síðri og ekki oft sem getur að heyra svona frábær- an túlkanda ljóðatónlistar. Einn stærsti tónlistar- viðburður ársins TÓNLIST Háskólabíó Kiri Te Kanawa og Julian Reynolds fluttu ljóðasöngva eftir Mozart, Mendelssohn, Schubert, R. Strauss, Berlioz, Poulenc og Puccini. Laugardagurinn 15. nóvember 2003. LJÓÐATÓNLEIKAR Morgunblaðið/Kristinn „Fínlegur söngur Kiri Te Kanawa ótrúlega fal- lega mótaður,“ segir Jón Ásgeirsson. Jón Ásgeirsson VINIR Indlands halda sína árlegu styrktartónleika í Salnum, Tónlist- arhúsi Kópavogs, kl. 20 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Meðal listamanna sem fram koma eru Elísabet Waage, hörpu- leikari, Graduale kór Langholts- kirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Áshildur Har- aldsdóttir flautu- leikari, Gunnar Eyjólfsson leik- ari, Kristján Kristjánsson (KK) og Tríó Reykjavíkur skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðlu- leikara, Gunnari Kvaran, sellóleik- ara og Peter Máté, píanóleikara. Vinir Indlands er félag sjálf- boðaliða sem hefur það að mark- miði að að styðja fátæk börn og munaðarlaus í suður Indlandi til náms. Allt starf félagsins fer fram í sjálfboðavinnu og er unnið í nánu samstarfi við indverska sjálf- boðaliða og húmanista. Á síðasta ári styrkti félagið rúmlega 1000 börn til náms. Ágóði tónleikanna rennur óskiptur til skóla á Ind- landi. Morgunblaðið/Þorkell Flytjendur á tónleikunum til styrktar Vinum Indlands. Styrktartónleikar í Salnum Gunnar Eyjólfsson Hvað er málið? er eftir Berglindi Sig- marsdóttur og Sigríði Birnu Vals- dóttur. Bókin er ætluð ungu fólki og fjallar um sam- bönd, útlit, kynlíf, heilsu, sjálfsmynd og annað sem skiptir máli. Fjallað er um nám og vinnu, hamingju og óhamingju, vin- áttu og kærleik en einnig einmana- leika og ofbeldi og bent á hvað er til ráða. Um 200 tilvitnanir í ungt fólk og þekkta Íslendinga eru í bókinni. Fjölmargir sérfræðingar á ýmsum sviðum komu að vinnslu bókarinnar og m.a. Landlæknisembættið og Doktor.is, þar verður sérstök vefsíða í tengslum við bókina. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 208 bls., prentuð í Odda. Hún er öll litprentuð. Þórarinn Leifsson hannaði bókina og skreytti. Verð:3.980 kr. Unglingar Þykkskinna er eftir Helga Hannesson (1896 - 1989) fyrrverandi kaupfélags- stjóra frá Sumarliðabæ í Holtum. For- mála ritar Þórður Tómasson safnvörð- ur í Skógum. Í bókinni, sem skipt er í fjóra þætti, er úrval sagnaþátta og ljósmynda. Hér er sagt frá kunnum héraðs- draugum Rangæinga, kynntir til sög- unnar álfar og skrímsli og fjöldi Rang- æinga fyrri tíðar er leiddur fram á sjónarsviðið. Í bókinni eru um 170 ljósmyndir sem Helgi tók um og fyrir miðja 20. öld og varpa einstöku ljósi á horfinn aldarhátt. Þáttum og myndum er hér fléttað saman auk þess sem mikið af stökum myndum prýðir bókina milli þátta. Útgefandi: Sunnlenska bókaútgáf- an. Bókin er 224 bls. Verð: 3.900 kr. Sagnaþættir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.