Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 23 RAÐAUGLÝSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtalin bifreið verður boðin upp á Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 14:00: KP-248 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 14. nóvember 2003. Guðgeir Eyjólfsson FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  18411178  Et.T./kk I.O.O.F. 19  18411178  Kk.  GIMLI 6003111719 I  HEKLA 6003111719 IV/V  HEKLA 6003171119 IV/V  MÍMIR 6003111719 III BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, segir það rangt sem konan, sem bjó um sig í tjaldi ásamt tveimur börnum sínum á Arnarhóli á dögunum, hafi sagt að hún hafi leitað til Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík en ekki fengið nein úrræði. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag hafði konan komið með búslóð sína á Arnarhól og beið þar eftir tjaldi til að gista í, ásamt tveimur börnum sínum. Hún hafi sagt að hún ætti ekki í önnur hús að venda, þar sem hún hefði enga aðstoð fengið hjá fé- lagsmálayfirvöldum. „Það má segja að hún hafi ekki fengið það sem hún hefur viljað, en það er búið að bjóða þessari fjöl- skyldu ráðgjöf, leiðbeiningar um hvernig hún getur leyst úr sínum málum á mjög farsælan hátt, en hún hefur bara ekki viljað fara að þeim leiðum sem eru færar. Hún einblínir á eina lausn sem ekki er fær og gerði þetta í mótmæla- skyni,“ segir Björk. Björk segir það að sjálfsögðu vera sveitarfélagsins að taka á að- stæðum fólks sem eru óviðunandi, og þegar börn búi við óviðunandi aðstæður verði gripið til einhverra aðgerða, eins og skylt sé að gera samkvæmt lögum. „Barnaverndarlög eru mjög skýr með það að sveitarfélaginu ber að grípa inn við óviðunandi aðstæður, og þar eru mörg úrræði. Það fer að sjálfsögðu eftir aldri barna, þörf barnanna, hver sé vilji þeirra og svo framvegis,“ segir Björk. Hægt er að vista börn hjá ætt- ingjum, á einkaheimilum eða vist- heimilum, en einnig sé möguleiki á að fjölskyldan verði saman á gisti- heimili. „Við tryggjum að sjálfsögðu það að það sé farið að lögum í þessu landi,“ segir Björk. Hún seg- ir málefni konunnar vera í þeim farvegi sem þau eiga að vera. Ekki á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins Í raun og veru eru húsnæðismál einstaklinga ekki á ábyrgð félags- málaráðuneytis heldur er það hlut- verk félagsþjónustunnar á hverjum stað, segir Sesselja Árnadóttir, staðgengill ráðuneytisstjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu, þegar við- bragða var leitað í ráðuneytinu. Konan ræddi þó við aðstoðar- mann ráðherra í vikunni og mun hann svara einhverju um málið í byrjun þessarar viku, að sögn Sess- elju. Félagsmálayfirvöld um mál konunnar á Arnarhóli Hægt að leysa málin á farsælan hátt LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands, landsamband skógræktarfélag- anna, gefur út jólakort fyrir þessi jól. Kortið er prýtt skógarmynd, af málverkinu „Stillur“ eftir myndlist- arkonuna Svanborgu Matthías- dóttur. Mynd þessi er jafnframt á kápu 2. heftis Skógræktarritsins 2003 sem er væntanlegt fyrir jólin. Kortið verður ekki í almennri sölu en verður til sölu í flestum starfsstöðva skógræktarfélaganna og á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands á Ránargötu 18, netfang skog@kog.is. Verð kortsins er kr. 100. Ef ágóði verður af útgáfunni verður hann notaður til þess að planta trjám í þágu almennings. Jólakort skógrækt- arfélaganna komið út MINNISMERKI um þá sem hafa horfið en eiga sér engan legstað verður afhjúpað í Gufunes- kirkjugarði kl. 18 í dag. Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastsdæma (KGRP) efndu seint á árinu 2001 til samkeppni um tillögu að minnismerki sem reisa skyldi í Gufuneskirkjugarði og verða athvarf þeirra sem vilja minnast aðstandenda og vina sem hafa horfið, en eiga sér engan legstað, og einnig fyrir þá ætt- ingja sem eiga ástvini sem í fjar- lægð hvíla. Eftir vandlega skoðun ákvað stjórn KGRP að velja þrjá mynd- listarmenn til að gera tillögur að minnisvarða og síðan var tillaga eins af þremenningunum valin og það var tillaga eftir listakonuna Rúrí. Dómnefnd samkeppninnar skip- uðu Björn Th. Björnsson, Guð- mundur Rafn Sigurðsson og Steinunn Þórarinsdóttir. Verk Rúríar, sem hún kallar „Hlið“, er í senn hlið og opinn skáli sem stendur í miðju steinstéttar. Stétt- in er í formi völundarhúss og snúa bæði hlið og stétt eftir höf- uðáttum. Verkið er úr graníti sem er flutt frá Kína, en meðfram minn- isvarðanum verða svo settir upp slípaðir steinar sem á verða letr- uð nöfn hinna týndu. Mannshvörf, annarra en þeirra sem farist hafa við störf á sjó, eru talin vera fjörutíu og sjö á árabilinu 1945 til 2002. Listaverkið verður afhjúpað klukkan 18 í dag af biskupi Ís- lands og listakonunni Rúrí. Dóms- og kirkjumálaráðherra leggur því næst blómsveig á altari minn- isvarðans í virðingarskyni við hina fjölmörgu sem fóru af stað en fundu ekki leið til baka, eins og segir í fréttatilkynningu. Minnisvarði afhjúpaður í Gufuneskirkjugarði Málþing um samræmd próf við lok grunnskóla Menntamálaráðu- neytið stendur fyrir málþingi um samræmd próf við lok grunnskóla, föstudaginn 21. nóvember, í sam- vinnu við Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla Íslands og í samráði við Skólastjórafélag Íslands, Félag grunnskólakennara, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Námsmats- stofnun, Heimili og skóla og Um- boðsmann barna. Markmiðið með málþinginu er að fjalla um reynsluna af samræmdum prófum við lok grunnskóla út frá sem flestum sjónarhornum og ræða um einstök álitamál sem tengjast framkvæmd prófanna í ljósi laga, reglugerða og aðalnámskrár grunn- skóla. Málþingið er einkum ætlað skólastjórnendum og kennurum á grunnskólastigi, stefnumótunar- aðilum í menntamálum, kenn- aramenntunarstofnunum og fulltrú- um foreldra og nemenda. Skráning fer fram á heimasíðu Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skóla Íslands, rannsokn.khi.is, og skal hafa borist í síðasta lagi þriðju- daginn 18. nóvember. Málþingið fer fram í Kennarahá- skóla Íslands kl. 13–17 og er öllum opið og þátttakendum að kostn- aðarlausu. Aðalfundur Tilveru, samtök gegn ófrjósemi, verður haldinn miðviku- daginn 19. nóvember kl. 20 í Póst- skólanum að Stórhöfða 29, beint á móti Vegagerðinni. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Hægt verður að skrá sig í félagið á fund- inum. Á NÆSTUNNI Opinn félagsfundur hjá MFÍK, Menningar- og friðarsamtökum ís- lenskra kvenna, verður á morgun, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20 í MÍR-salnum. Aðalbjörg Þóra Árna- dóttir og Alfífa Ketilsdóttir, félagar í MFÍK, segja frá könnun sem þær unnu sl. sumar í rannsóknarleikhús- inu Júlía og Júlía. Hrönn Pálmadótt- ir, lektor KHÍ, Margrét Schram, kennari á eftirlaunum, Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræð- ingur, og Unnur Jónsdóttir, leik- skólastjóri, fjalla um leiki og leik- föng og hvað muni lenda í pökkum barna. Bergþóra Gísladóttir, sér- kennsluráðgjafi, leiðir umræðu. Á MORGUN MÓTMÆLT er áformum fé- lagsmálaráðherra um skerð- ingu réttinda launafólks til at- vinnuleysisbóta fyrstu þrjá daga í atvinnuleysi sem kynnt eru í fjárlagafrumvarpinu í ályktun þings Landssambands íslenskra verslunarmanna sem lauk um helgina. „Það áfall sem fylgir starfs- missi er hverjum launamanni nógu þungbært þó ekki bætist við að þær lágu atvinnuleys- isbætur sem greiddar eru verði skertar. Hér er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þvert á móti hefur það verið krafa stéttarfélaganna að unn- ið sé að auknum rétti og hærri bótagreiðslum til atvinnu- lausra sem a.m.k. fylgi lág- markslaunum. Því er þess krafist að félagsmálaráðherra dragi þessi skerðingaráform til baka,“ segir í ályktuninni. Skerðing atvinnuleysisbóta Ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur ÖRYRKJABANDALAG Íslands og World for 2 hafa gert með sér samning sem veitir handhöfum ör- orkukorts frá Tryggingastofnun ríkisins 52% afslátt af verði áskrift- arkorta fyrirtækisins. Í samn- ingnum er m.a. gert ráð fyrir því að Öryrkjabandalag Íslands leiti eftir staðfestingu á örorku þeirra hand- hafa örorkukortsins sem sækja um kort gegnum Netið eða með sím- tali. Fyrirtækið World for 2 er í sam- starfi við rúmlega 250 fyrirtæki hér á landi um afsláttarkjör fyrir hand- hafa þjónustukortsins. Öll tilboð World for 2 eru „2 fyrir 1“ eða 50% afsláttur. Fyrirtækin eru um allt land og veita margvíslega þjónustu. Með þessum samningi World for 2 og Öryrkjabandalags Íslands opn- ast öryrkjum aðgangur að margs konar þjónustu hér á landi og er- lendis, segir í fréttatilkynningu. Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri World for 2, og Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Samningur á milli ÖBÍ og World for 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.