Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 25
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 25 Óhætt er að segja að Reyn-ir Aðalsteinsson sé fyrstialvöru atvinnumaðurinn íhestamennskunni og sá er stærstan þátt á í því sem kalla má nútímareiðmennsku á íslenskum hestum og hann vel að því kominn að hljóta sérstök heiðursverðlaun sem nú voru veitt í fyrsta sinn. Fer- ill Reynis er einstæður. Um og upp úr 1970 fór hann að láta verulega að sér kveða á hestamótum bæði á gæðingum og í sýningu gæðinga víða um land. Hann þótti snemma afar næmur og laginn við hesta og fljótur að tileinka sér þá nýju strauma sem á þessum tíma fóru að streyma inn í íslenska hesta- mennsku við misjafnar undirtektir. Þegar Feldmann-feðgar fóru að halda hér námskeið á áttunda ára- tugnum sáu þeir fljótt að þessi ungi, efnilegi tamningamaður virtist öðr- um líklegri til að geta numið og miðlað þeim aðferðum sem þeir kynntu fyrir íslenskum hestamönn- um. Fór Reynir að stunda reið- kennslu af miklu kappi víða um land og lengi vel var hann svo gott sem einn um hituna þótt ekki liðu mörg ár þar til bættist liðsauki. Á þessum árum þótti enginn maður með mönnum í hestamennskunni nema hafa farið á námskeið hjá Reyni. Hann hefur verið afkastamikill í reiðkennslunni alla tíð síðan og ekki síður víða í Evrópu en hér heima. Glæstur keppnisferill Keppnisferill Reynis er afar glæsilegur og var hann á ferðum sínum um Evrópu ötull að kynna sér það sem voru nýjungar í augum Íslendinga og koma með þær heim og vinna úr þeim ásamt fleirum. Á þessum gullaldarárum var ávallt mikill spenningur fyrir hvítasunnu- mót að sjá hvaða snillinga Reynir kæmi með ofan úr Borgarfirði og sýndi. Hann hefur keppt á tíu heimsmeistaramótum eða Evrópu- mótum eins og þau hétu áður. Þar hefur hann orðið Evrópu- eða heimsmeistari á þremur mótum; 1970 á Stjarna frá Svignaskarði í fjórgangi, 1975 á Degi frá Núpum í tölti, árið 1987 varð hann svo þre- faldur evrópumeistari á Spóa frá Geirshlíð, sigraði í samanlögðu, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Ís- landsmeistari hefur hann orðið nokkrum sinnum og meðal annars sigraði hann á fyrsta Íslandsmótinu 1978 á Penna frá Skollagróf í fimm- gangi og samanlögðu. Ótölulegur fjöldi hrossa hefur far- ið í gegnum hendur Reynis í áranna rás og hefur hann aflað sér mikillar reynslu og þekkingar af starfi sínu með hrossum og hestamönnum. Framlag hans til hestamennskunn- ar er ómetanlegt og við hæfi að slík- um mönnum sé sýndur heiðurs- og þakklætisvottur. Allir þeir sem að valinu stóðu voru einhuga um að við hæfi væri að veita Reyni þessa við- urkenningu fyrstum manna, raunar hefði enginn annar komið til greina. Hófsemi í heiðurs- viðurkenningum Í samþykkt um þessa heiðursvið- urkenningu sem hófapressan gerði á fundum sínum í haust kemur fram að ekki er skylda að veita þau ár- lega og verður farið sparlega í þeim efnum. Lögð er áhersla á að heið- ursviðurkenningin hafi mikið vægi og því þykir við hæfi að gæta hófs í veitingu hennar. En það voru fleiri viðurkenningar veittar og ber þar hæst að sjálf- sögðu knapi ársins sem valinn var Jóhann R. Skúlason sem sigraði svo eftirminnilega í töltkeppni heims- meistaramótsins á Snarpi frá Kjart- ansstöðum. Einnig reið hann stóð- hestinum Pósti frá Dal í efsta sæti fimm vetra stóðhesta á mótinu. Þá átti Jóhann mjög gott keppnistíma- bil í Danmörku þar sem hann býr og starfar við tamningu og þjálfun hrossa, sýndi fjölda kynbótahrossa í ár eins og undanfarin ár. Jóhann þykir afar snjall reiðmaður, út- færslur hans á vellinum vekja oftar en ekki mikla athygli, hann er ná- kvæmur og afar vel skipulagður og það ásamt næmri tilfinningu fyrir hestinum, getu hans og takmörk- unum hefur fleytt honum í þær hæðir sem hann er kominn í. Jó- hann er því vel að titlinum kominn. Tveir íþróttaknapar Sæmdarheitið íþróttaknapi ársins féll að þessu sinni í skaut tveimur knöpum, þeim Sigurði V. Matthías- syni og Berglindi Ragnarsdóttur en þau eins og Jóhann færðu Íslend- ingum hvort sinn HM-titilinn, Sig- urður í fimmgangi á Fálka frá Sauð- árkróki og Berglind í fjórgangi á Bassa frá Möðruvöllum. Sigurður kom víða við á árinu því auk þess að sigra í fimmgangi á HM var hann mjög afkastamikill á öðr- um sviðum og má þar nefna kapp- reiða skeiði þar sem hann á besta tíma ársins í flugskeiði. Þá hefur Sigurður sýnt fjölda kynbótahrossa á árinu og að sjálfsögðu tekið þátt í fjölda íþróttamóta. Hápunktur keppnistímabilsins var að sjálfsögðu sigurinn í Herning þar sem staðan var ekki mjög vænleg að lokinni for- keppni en Sigurður sem er mikill keppnismaður sýndi mikla festu og ákveðni í úrslitunum og tókst að ná sínu setta marki. Berglind Ragnarsdóttir var í mjög svipuðum sporum og Sigurð- ur, var í þriðja sæti eftir forkeppni fjórgangs og vafalaust hægt að full- yrða að enginn hafi haft trú á því að hún og Bassi gætu sigrað nema hún sjálf. Hún mætti með einurð og festu í farteskinu í úrslitin og vakti það nokkra athygli hversu afslöppuð hún mætti til leiks, ætlaði greinilega að sætta sig við fenginn hlut og njóta stundarinnar. En svo var það nú aldeilis ekki og eftir því sem lengra leið á úrslitin varð lýðum ljóst að Berglind og Bassi voru í bullandi baráttu um sigursætið. Sig- ur þeirra var án efa eftirminnileg- asta stund heimsmeistaramótsins. Hófapressan var í talsverðum vand- ræðum þegar kom að vali á þeim er skipa skyldi sæti íþróttaknapa árs- ins og varð niðurstaðan sú að ekki væri hægt að ganga framhjá hvorki Sigurði né Berglindi og því deila þau þessu sæti þetta árið. Gæðingaknapi ársins var valinn Sigurður Sigurðarson en frammi- staða hans á árinu var alveg einstök. Nú annað árið í röð sigrar hann í bæði A og B-flokki á Meistaramóti Andvara, hann er með efsta hest í A-flokki á fjórðungsmóti á Horna- firði, Ríður Skuggabaldri frá Litla- dal í sigursæti á opnu móti hjá Fáki. Ríður Muggi frá Hafsteinsstöðum til sigurs í B-flokki á opnu vormóti hjá Fáki og Íshestamóti Sörla á miðju sumri. Kóngurinn Þórður Kynbótaknapi ársins var valinn Þórður Þorgeirsson og kemur eng- um á óvart. Hann hefur borið æg- ishjálm yfir aðra knapa á þessum vettvangi í áratug og á því varð eng- in breyting í ár. Þórður var með flest hrossa allra knapa í kynbóta- sýningum en þótt hófapressan geri lítið með magnið eitt og sér þá var gott samræmi milli magns og gæða á sýningunum hjá honum. Þórður er enn ókrýndur konungur kynbóta- sýninganna, á því leikur enginn vafi þótt ætla megi að harðar verði sótt að honum á þeim stalli á næstu ár- um. Ekki var vandvalið í sæti skeið- knapa ársins. Sigurbjörn Bárðarson var sjálfkjörinn í þann sess með nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 250 metra skeiði sem hann setti á Óðni frá Búðardal á Íslandsmótinu á Sel- fossi í sumar. Á því móti sigraði Sig- urbjörn í öllum skeiðgreinum og var þar fyrir utan með góða sigra á mörgum kappreiðum eins og til dæmis fjórðungsmótinu á Horna- firði. Efnilegasti knapi ársins var svo valinn Eyjólfur Þorsteinsson en hann átti mjög gott ár. Hæst hjá honum ber án efa Íslandsmeistara- titill í meistaraflokki í fimmgangi á Súlu frá Hóli og svo að sjálfsögðu þátttaka hans í ungmennaflokki á heimsmeistaramótinu í Herning í Danmörku í sumar þangað sem Eyjólfur gerði góða ferð með Súlu og stóðu sig bæði með mikilli prýði. Það eru einkum þessi tvö atriði sem þyngst vega en auk þess tók Eyjólf- ur þátt í fjölmörgum mótum í ár. Hestamenn fjölmenntu á Broadway á laugardagskvöldið til að fagna vel heppnuðu keppnistímabili og heiðra þá sem best þóttu standa sig. Sú kunna kempa Reynir Aðalsteinsson var heiðruð fyrir framlag sitt til reiðmennsk- unnar. Valdimar Kristinsson brá sér á uppskeruna og fylgdist með herlegheitunum. Morgunblaðið/Árni Torfason Þau sköruðu fram úr á árinu hvert á sínu sviði: Frá vinstri talið Eyjólfur Þorsteinsson, Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Sigurðarson, Berglind Ragn- arsdóttir, Sigurður Matthíasson, Jóhann R. Skúlason, Þórður Þorgeirsson og heiðursjaxlinn Reynir Aðalsteinsson. Hestamenn fögnuðu vel heppnuðu keppnistímabili á Broadway um helgina Reynir Aðalsteinsson og Jóhann R. menn kvöldsins Morgunblaðið/Hannes Sigurjónsson Hrossaræktarbúið Auðsholtshjáleiga var nú í annað skiptið valið ræktunarbú ársins. Frá vinstri talið Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, Sólveig Ásgeirsdóttir, Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson, eigendur Auðsholtshjáleigu, og Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur. Morgunblaðið/Árni Torfason Reynir Aðalsteinsson veitir viðtöku hinni nýtilkomnu heiðursviðurkenn- ingu úr hendi Sólveigar Ásgeirsdóttur, starfsmanns LH, og formaður sam- takanna, Jón Albert Sigurbjörnsson, fylgist með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.