Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 27 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtal- inna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2003, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2003 og önnur gjaldfall- in álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15.nóvember 2003 á stað- greiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bif- reiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þunga- skatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana- skatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutn- ingsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt út- svar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðv- um gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af- dreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2003. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum ÆI ... menn eins og Guðmundur Guðmundarson eru orðnir gamlir og þreyttir. Bíddu við, var þetta stuðl- að? Varla. Vantaði ekki eitthvað upp á að svo væri? Sennilega. En ég, sem einn af ljóðagerðarinnar hor- tittum, tók varla eftir því. Ég hef ekki hundsvit á orðanna réttu röð og rembist sem rjúpan við staurinn að stuðla, að kalla fram söngva setning- anna. Guðmundur Guðmundarson hefur um nokkurt skeið (svo langt sem ég hef lesið Moggann, það er víst) ritað greinar um ömurleika ljóðskálda dagsins í dag. Þau eru öll frekar döpur. Þau fylgja á engan hátt hefð- inni, þau hafa kastað fyrir róða stuðlum og rími, sem samkvæmt Guðmundi eru hin einu sönnu stuðlaberg íslenskunnar. Án stuðla og ríms erum við öll glötuð, við eig- um okkur ekki nokkra von. Hin ís- lenska menning og tungumálið okk- ar hvíla á hornbjargi Egils og Hallgríms, Jónasar og Matthíasar. Það er bara eitt vandamál; þeir eru leiðinlegir. Guðmundur vitnar til Halldórs Laxness í bréfi sínu sem birtist hinn 31. október síðastliðinn. „Það ljóð- skáld, sem ekki á sér stað í hjörtum þjóðarinnar er ekki ljóðskáld.“ Mik- ið rétt. Þarna er ég hjartanlega sam- mála bæði Halldóri og Guðmundi. Misskilningur Guðmundar liggur einfaldlega í því að hjörtu okkar hvíli í stuðlum og rími, eins og hann hefur haldið fram í gegnum tíðina. Að „eiga sér stað í hjörtum þjóð- arinnar“ þýðir ekki endilega að stuðlar þurfi að vera til staðar. Ljóð á sér stað í sálinni, það kallar fram eitthvað sem við þekkjum og könn- umst við. Ísak og Gyrðir og upp- rennandi skáld komandi kynslóðar búa þar. Þau tala um það sem við skiljum og finnum. Þau nota hefðina þegar hún á við, en sleppa henni þegar hún hlekkjar þau. Rómantíkin er löngu, löngu dauð. Jónas og Matthías, og hvað þeir nú heita allir þessir kallar, eru úreltir, leiðinlegir og búnir að vera. Þeirra tími er liðinn. Þeir hafa skemmt hina svokölluðu „ljóðlist“ fyrir ófáum kynslóðum. Endalaus náttúrudýrk- un og barnaleg fantasía hafa eyði- lagt þá nautn sem tungumálið býr yfir. Utanbókarljóðalærdómur á þessum gömlu „meisturum“ eyði- lagði mína ljóðanautn lengi vel. „Ís- land ögrum skorið“ spillti fyrir „ljóð- inu“ í mínum huga alltof lengi. Enn hef ég ekki tekið í sátt þessa bláu, þreyttu „ljóðabók“ sem kennd var í grunnskólum lengi vel. Enn í dag þoli ég ekki hina „klassísku“ rím og stuðlauppsetningu ABAB eða ABBA. Breytinga er þörf. Hin svokallaða „hefð“ breytist. Í því felst fegurð tungumálsins. Það þróast. Það breytist. Fegurð mann- lífsins felst í því að það stendur ekki í stað. Það þróast. Það breytist. Við, mennirnir, gerum uppreisn gegn hefðinni, gegn hver öðrum, gegn hugmyndum, gegn draumum. Það eru að verða liðin 100 ár síðan hið blessaða „atómljóð“ hóf innreið sína á Íslandi. Fyrir mér eru upphafs- menn þess gamlir og jafnvel dauðir. Rétt eins og Egill, Jónas og Matth- ías. En ólíkt þeim eru upphafsmenn atómsins hetjur, þeir þorðu að nota tungumálið, þeir hlekkjuðu það ekki í hefðinni heldur nýttu það, stökk- breyttu hefðinni. Enda höfum við aldrei átt neitt annað. Við Íslend- ingar erum í raun frekar fátækir; við eigum fornskáldin, svo komu róm- antísku skáldin og svo módernist- arnir. Við búum að okkar hefð, við gleymum henni ekki, en að sitja föst í henni ... nei takk. Við þörfnumst hvíldar frá hinu fasta formi. Það yfirgefur okkur ekki, það þarf einfaldlega hvíld, því hefur verið nauðgað af hinu hefð- bundna og snýr eflaust aftur fyrr en síðar, eftir tíu, tuttugu, fimmtíu, hundrað ár. Hver veit? Ég veit það eitt að hefðin er í sífelldri endur- skoðun, hún breytist frá einni kyn- slóð til annarrar. ÞÓRIR BJÖRN LÚÐVÍKSSON, Reynigrund 2, 300 Akranesi. Andsvar við grein Guðmundar Guðmundarsonar Frá Þóri Birni Lúðvíkssyni Í ANNAÐ sinn er felldur hæsta- réttardómur í svonefndu öryrkja- máli án þess að niðurstaða fáist í málinu og finnst mér það mjög und- arlegt þegar Hæstiréttur á í hlut. Í fyrri dómnum varð niðurstaðan sú að óheimilt væri að tengja tekju- tryggingu við laun maka, ef rík- isvaldið væri því sammála, ef svo væri ekki, mætti ríkisvaldið setja á tekjutengingu, undir mjög takmörk- uðum skilyrðum sem ríkisstjórnin ákvæði með lögum, sem var gert. Þar með varð hæstaréttardómurinn óvirkur. Nýfallinn hæstaréttardómur taldi að tekjutengingarákvæðið hefði brotið eignaréttarákvæði og bæri því ríkinu að greiða öryrkjum tekju- tryggingarskerðinguna fram að gildistíma skerðingarlaganna 1991 og skerðingarlögin látin gilda áfram. Þar með virðast dómarnir ekki hafa orðið til annars, en sem fjárhagslegur ávinningur fyrir dóm- arana og smá eingreiðslur til ör- yrkja eftir skatta. Að öðru leyti allt í sama farinu. Þetta er að vísu mín túlkun á niðurstöðunni. Undarlegt er að ríkisvaldið skuli einangra þennan dóm Hæstaréttar við öryrkja þar sem ellilífeyrisþegar verða að lúta sama skerðingar- ákvæði. Vegna sömu laga. Eigna- réttarákvæðið hlýtur þó að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Varla getur eignaréttarákvæðið verið sérákvæði fyrir öryrkja. Því er helst að sjá sem ríkisvaldið vilji bara sýna ellilíf- eyrisþegum hver það sé sem ræður. Ég hef áður minnst á það í mín- um skrifum um tekjutengingarmál- ið að ég telji að verið sé að brjóta lög á launþegum með tekjutenging- unni, en það er eins og þeim komi þetta ekkert við því það er aldrei minnst á þá í umræðum á alþingi eða annarsstaðar. Þeir hljóta þó að vera fólk með mannréttindi. Ég hef hvergi séð nein lög um það að rík- isvaldinu sé heimilt að skerða eigna- rétt launþegans á launum hans, með því að úthluta öðrum aðila lífeyri af hluta launanna og finnst mér und- arlegt að stéttarfélögin skuli þegja yfir svona eignarnámi á launum þessa hóps launþega. Vinnulaun eiga að njóta eignaréttarverndar. Annað er varðar launþegann. Tryggingastofnun sendi mér bréf þar sem hún tilkynnti, að mér bæri að gefa Tryggingastofnun heimild til að kanna tekjur mínar, bæði hér- lendis og erlendis. Einnig óskaði hún eftir því að ég sæi um að þeir fengju heimild til að fylgjast með tekjum konunnar, Ég óskaði eftir því að þeir bæðu konuna persónu- lega um þessa heimild þar sem hún ein hefði yfirráðarétt launanna. Tryggingastofnun tilkynnti mér um hæl að ef ég léti ekki konuna skrifa undir, mætti ég búast við því að verða sviptur lífeyri. Þetta sýnir að þessir launþegar hafa engin mann- réttindi hjá ríkisvaldinu. Þann 26. okt. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Pál Þórhallsson og fjallar hann þar um öryrkja- dómana. Þar talar hann um öryrkja og aðra sem fái félagslega aðstoð. Þarna stillir hann öryrkjum og elli- lífeyrisþegum upp sem þjóðfélags- ómögum. Ég hélt að framfærslulíf- eyrir gæti aldrei flokkast undir félagslega aðstoð, fremur en laun- þegar gætu talist fá félagslega að- stoð frá fyrirtækjum í staðinn fyrir laun, þar að auki eru ellilífeyrisþeg- ar ekki að fá neina aðstoð, þeir hafa á sínum fimmtíu og fimm starfs- árum greitt inn til almannatrygg- ingakerfisins lífeyri sem þeir eiga fullan rétt til. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi, 111 Reykjavík. Öryrkja- dómur Frá Guðvarði Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.