Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 11
#30 SNÆFELLSJÖKULL OG
BÚ‹IR
ICELAND REVIEW
ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517
askrift@icelandreview.com
HVERS VEGNA ÍSLAND?
40 ÁSTÆ‹UR
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
• Hagstætt verð
FRÁBÆRT VERÐ !
OSRAM flúrperur
Lumilux Daylight,
Lumilux Cool White
Lumilux Warm White
Lumilux Interna
Kaupbætir fy lg i r hver jum
100 stk af perum.
Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík
Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss
Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir
Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur
Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes
Það birtir til með OSRAM
520 7901 og 520 7900
kr. 15.580
UNDANFARIN þrjú ár hafa reynst rúmlega þrí-
tugum Reykvíkingi erfið vegna sjaldgæfrar geð-
röskunar sem nefnist stelsýki, eða kleptomania.
Hann hefur stolið hlutum úr verslunum fyrir um
eina milljón króna, oftast hlutum frá nokkur
hundruð krónum upp í 200 þúsund. Hver einasti
þjófnaður hefur verið framinn um hábjartan dag á
opnunartíma verslana og í flestum tilvikum hefur
hann tekið hluti sem hann hefur ekki sérstaka þörf
fyrir og hugsar sér þaðan af síður að koma í verð.
Samt viðurkennir hann að nokkra þjófnaði hafi
hann framið í hagnaðarskyni en fæsta þó. Hann
bíður nú dóms í héraðsdómi fyrir þjófnaði og skil-
orðsrof, játar allar sakargiftir skýlaust og vill taka
út refsingu hver sem hún verður, en umfram allt
losna undan stelsýkinni.
Fór að nota tækifærið
Hann stal einstaka sinnum frá því hann var 18
ára fram til þrítugs en þá fór hann að verða stór-
tækur.
„Vinnu minnar vegna var ég mikið á ferðinni
sem gerði það að verkum að ég heimsótti við-
skiptavini sem oft voru með aðsetur í kringum
verslanir,“ segir hann.
„Málin þróuðust á þann veg að ég fór að nota
tækifærið til að fara í þessar verslanir þótt ég ætti
ekkert erindi þangað út af fyrir sig. Mig langaði til
að kanna aðstæður þar og athuga hvað ég gæti
komist upp með. Ég hafði það á tilfinningunni að
fullorðinn maður eins og ég myndi ekki vekja
grunsemdir starfsfólksins. Maður var snyrtilega
til fara, bauð góðan daginn og brosti. Þá fannst
mér ég vera búinn að yfirstíga fyrsta hjallann í
þjófnaðarferlinu. Ýmist setti ég hluti inn á mig eða
í poka og oftast leitaði ég að smáum en dýrum
hlutum. Ég stal hlutum sem ég taldi mig e.t.v.
þurfa að nota síðar svo sem tölvubúnað og slíkt.
Ég átti í velflestum tilvikum peninga fyrir þessu,
en það var spennan sem rak mig áfram.
Mér fannst ég vera áræðinn en í sjálfu sér var
þetta bara fífldirfska og það er hún sem náttúrlega
kom mér í vanda. Mesta spennan fólst í því að
koma hlutnum út úr versluninni og síðan út í bíl og
heim. Ég vissi alveg muninn á réttu og röngu og
fann fyrir smásamviskubiti fyrst eftir þjófnaðinn
en síðan helltist vellíðanin yfir mig. Stundum
horfði ég inn í eftirlitsmyndavélar á stöðunum,
svona eins og til að ögra þeim. Hins vegar hef ég
aldrei stolið frá vinum eða kunningjum eða framið
innbrot að næturlagi. Það myndi ég og mun aldrei
í framtíðinni gera.“
Fann að ekki var allt með felldu
Hann segir stelsýkina að hluta til eiga rót í æsku
hans og uppeldi, en hann missti föður sinn mjög
ungur og ólst upp hjá móður sinni sem hann segist
hafa haft á tilfinningunni að væri þunglynd af og
til og hafi því ekki sinnt uppeldishlutverkinu sem
skyldi. „Í sjálfu sér hafði ég það bara gott sem
unglingur og mér gekk vel í skóla og var góður í
íþróttum. En síðan fór ég að loka mig af og sjálfs-
myndin var í molum.
Um 18 ára aldur fór ég að finna að ekki var allt
með felldu og hóf áfengisneyslu, sem ég hefði aldr-
ei átt að byrja á. Þegar ég komst á fullorðinsár
ágerðist drykkjan og ég tel að áfengið hafi átt
stóran þátt í því að ég fór að stela.“
Í dag er honum meinað að fara í nokkrar versl-
anir á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrri þjófnaða
og hann reynir eftir fremsta megni að forðast aðr-
ar verslanir vegna óttans við að falla í freistni.
Þannig segist hann myndi reyna að breyta stefnu-
móti ef einhver bæði hann um að hitta sig á kaffi-
húsi í nágrenni verslana.
„Ég þyrfti að búa mér til einhverja afsökun til
að hitta viðkomandi á öðrum stað,“ segir hann.
„Mig langar og verð að hætta þessu, annars er
þetta einungis leið til glötunar. Mig langar til að
verða eðlilegur þátttakandi í samfélaginu þar sem
ég finn ekki fyrir ótta og kvíða, sem leiðir af sér að
ég get komið heiðarlega fram. Þetta er sjúkdómur,
ekki ólíkur alkóhólisma og spilafíkn, sem dregur
fólk neðar og neðar. Ég er alkóhólisti en hef ekki
drukkið í 18 mánuði, en stelsýkin er miklu verri
vegna þess að hérlendis eru engin meðferð-
arúrræði til eins og er. Ég hef heimildir fyrir því
að í Bandaríkjunum sé til meðferð við stelsýki
svipað upp byggð og AA meðferð. Ég hef gengið
til sálfræðinga og geðlækna án þess að það hafi
borið mikinn árangur.“
Nokkrum sinnum hefur lögreglan verið kölluð
til þegar upp um hann kemst og segir hann sam-
skipti sín við lögregluna hafa versnað í seinni tíð,
ekki síst þegar ítrekuð brot er um að ræða. Hann
segist aldrei bera fyrir sig stelsýki þegar lög-
reglan nær honum, enda hafi það ekkert upp á sig.
Honum yrði ekki sleppt fyrir vikið.
„Ég hef heyrt að hérlendis séu allmargir sem
kljást við stelsýki og það er erfitt að segja frá
þessu. En ég hyggst í samráði við forstöðumann
Geðhjálpar setja á fót stuðningshóp stelsjúkra þar
sem fólk með þessa geðröskun gæti hist reglulega
og talað saman. Ég ætla mér að læknast af þessu
með sjálfsaga. Þetta er lítið samfélag og mann-
orðið er svo svakalega dýrt.“
Stelsjúkur maður á bannlista í nokkrum verslunum vegna ítrekaðra þjófnaða
„Spennan rak mig áfram“
Morgunblaðið/Eggert
BJÖRN Harðarson sálfræðingur
hefur á liðnum árum haft til með-
ferðar aðstandendur stelsjúkra og
segir stelsýkina hafa mikil áhrif á þá
sem næst standa hinum stelsjúka.
Batahorfur stelsjúkra eru ágætar en
mjög bundnar við vilja sjúklingsins
sjálfs til að ná bata.
„Stelsýki felur, eins og nafnið
bendir til, í sér hegðun í þá átt að
stela, en munurinn á stelsýki og ann-
ars konar þjófnaði felst í því að hinn
stelsjúki er ekki knúinn áfram af
gróðahyggju,“ sagir Björn. „Þótt um
sé að ræða afbrot liggur að baki mik-
il þörf til að losa um spennu. Oft ætl-
ar fólk sér ekki að halda í þjófnaðar-
leiðangur, heldur er statt fyrir utan
verslun og fær þá skyndilega mikla
þörf fyrir að stela. Síðan er farið inn
og einhverju stolið en að því loknu
fylgir mikil slökun. Hér er því um að
ræða áráttukennda hegðun og hún
er flokkuð með spilafíkn og íkveik-
juæði.“
Algengara meðal kvenna
Rannsóknir sýna að meðalaldur
stelsjúkra er 36 ár og helmingi fleiri
konur þjást af stelsýki en karlar.
Björn veltir upp þeirri spurningu
hvort stelsýki sé mun algengari en
tölur segja til um en margir telja að
aðeins 5% þeirra sem stela flokkist
undir það að vera stelsjúkir.
Beita má m.a. hugrænni atferlis-
meðferð við stelsýki líkt og gert er
við spilafíkn, að sögn Björns, en slík
meðferð gengur út á það í lengstu
lög að stöðva hegðunina. „Fólki er
kennt að þekkja í tæka tíð viðbrögð
sín og jafnvel hugsanir, sem réttlæta
þjófnaðinn. Það hefur þó ekki gengið
mjög vel að nota þessa aðferð vegna
þess að stelsýkinni fylgir oft svo mik-
il skömm að einstaklingar sem þjást
af henni láta ekki vita um vanda-
málið.
Björn segir aðstandendur ekki
síður en hinn stelsjúka upplifa
skömmina, þegar þeir uppgötva t.d.
að einn úr þeirra hópi, sem virðist
hafa lifað tiltölulega eðlilegu lífi,
stundar allt að því tilefnislausa
þjófnaði. Ættingjarnir spyrji þá
gjarnan að því hverju hafi verið stol-
ið og þegar í ljós kemur að um næsta
gagnslausa hluti var að ræða standa
þeir eftir án þess að botna neitt í
neinu.
„Ættingjar upplifa kannski að ein-
staklingurinn hafi farið á bak við þá í
mörg ár og finnst sem þeir þekki
ekki viðkomandi. Áfallið er meira ef
um stelsjúkan maka er að ræða og
dæmi eru um að aðstandendur þurfi
að endurskoða allt sitt líf og túlka
marga hluti upp á nýtt.“
Björn segir stelsýkina alls ekki
ólæknanlega og batahorfur eru
ágætar. Þær byggjast þó einkum á
því hversu tilbúinn einstaklingurinn
er til að takast á við vandann og við-
urkenna hann. „Ef þeir leita sér að-
stoðar er ekki svo flókið að vinna
með þeim.“
Ágætar batahorfur ef
fólk viðurkennir vandann
SVEINN Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir
fólki velkomið að leita til Geðhjálpar
ef það á við stelsýki að stríða og að
Geðhjálp geti veitt milligöngu um
sérfræðiþjónustu. „Þetta er einn erf-
iðasti hópurinn til að nálgast þegar
fjallað er um geðraskanir. Fólk get-
ur haft samband við Geðhjálp, þess
vegna nafnlaust, til að kynna sér
málið.“
Sveinn segir að ef fleiri ein-
staklingar hafi samband við Geð-
hjálp komi vel til greina að byggja
upp sjálfshjálparhóp fyrir stelsjúka.
Geðhjálp að-
stoðar stelsjúka
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll