Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Innkauparáðstefna Ríkiskaupa 2003
Innkaup í
brennidepli
InnkauparáðstefnaRíkiskaupa verðurhaldin á Grand Hótel
Reykjavík 18. nóvember
nk. undir heitinu Ný
stefna – skilvirkari inn-
kaup. Dagskráin hefst
klukkan 10 f.h. með tveim-
ur málstofum og klukkan
12.45 hefjast fyrirlestrar
innlendra og erlendra sér-
fræðinga eftir að Geir H.
Haarde fjármálaráðherra
hefur flutt setningará-
varp. Í málstofunum verð-
ur annars vegar fjallað um
undirbúning og árangur
útboða og hins vegar um
hagnýtingu rafrænna inn-
kaupa. Meðal þeirra sem
taka til máls er Finnur
Sveinsson umhverfisfræð-
ingur sem fjallar um svo-
kölluð vistvæn innkaup sem
munu verða áhrifamikill þáttur í
innkaupum stofnana og fyrir-
tækja á komandi árum.
– Um hvað snúast vistvæn
innkaup?
„Vistvæn innkaup snúast um
að velja þá vöru sem er síður
skaðleg umhverfinu eða heilsu
manna samanborið við aðrar
vörur sem uppfylla sömu þörf.
Líftímakostnaður vistvænnar
vöru á einnig að vera lægri en
annarrar sambærilegrar vöru þó
svo að innkaupakostnaðurinn sé
hærri. Sem dæmi má nefna að
vanalegar borðtölvur nota meira
rafmagn og valda miklu meira
hitaútstreymi heldur en fartölv-
ur. Vegna hitavandamálsins verð-
ur að grípa til mótvægisaðgerða
til að bæta vinnuumhverfi t.d. í
tölvuverum. Þó svo að fartölv-
urnar séu dýrari, þá getur heild-
arkostnaðurinn vegna fartölv-
anna verið lægri en fyrir
borðtölvurnar sé tillit tekið til
mótvægisaðgerða og rafmagns-
notkunar.“
– Vistvæn innkaup snúast
sem sagt ekki um að kaupa um-
hverfismerktar vörur?
„Ekki nema að vissu leyti. Um-
hverfismerktar vörur eru yfirleitt
betri fyrir umhverfið en aðrar
vörur. Hins vegar er ekki til um-
hverfismerki fyrir mikinn meiri-
hluta þeirrar vöru sem við kaup-
um. Þá fjallar það um að velja þá
vöru sem er síður skaðleg fyrir
heilsu okkar og umhverfið. Fyrir
almenning er hins vegar erfitt að
gera sér grein fyrir umhverfis-
áhrifum einstakrar vöru. Þá er
einfaldast að velja það sem er
umhverfismerkt þegar því verður
við komið.“
– Þú tengir heilsu við um-
hverfi, hvers vegna?
„Mörg þeirra efna sem eru
skaðleg umhverfinu fara ekki í
manngreinarálit og eru einnig
heilsuskaðleg. Þetta eru meðal
annars efni sem safnast upp efst í
fæðukeðjunni og þar trónum við.
Margot Wallström, sem situr í
framkvæmdastjórn ESB, lét
mæla eiturefni í blóðinu hjá sér í
sumar sem hluta af kynningar-
herferð fyrir nýja
efnalöggjöf í samband-
inu. Í blóðinu fundust
22 þrávirk efni, þar á
meðal DDT sem hefur
t.d. verið bannað í Sví-
þjóð síðan á áttunda áratugnum.
Þetta eru þrávirk efni sem hverfa
ekki svo auðveldlega úr umhverf-
inu. Þessi efni berast á milli móð-
ur og barns með móðurmjólk-
inni.“
Hver eru gæði vistvænna vara?
„Umhverfisvænar vörur eru
eins og allar aðrar vörur mjög
mismunandi að gæðum. Vöruþró-
un hefur oft barnasjúkdóma í för
með sér, sama gildir um um-
hverfisvænar vörur. Á tímabili
höfðu vistvænar vörur það orð-
spor að þær væru lélegri en aðr-
ar vörur. Þetta orðspor er sem
betur fer á undanhaldi, þökk sé
bæði framleiðendum og fyrir-
tækjum sem vinna með umhverf-
ismerkingu. Þessir aðilar gerðu
sér grein fyrir þeirri hættu sem
þessi orðrómur hafði í för með
sér og hafa unnið mjög markvisst
að því að uppræta hann. Sem
dæmi má nefna að í umhverf-
ismerkingum eru gæðaskilyrði
ekki síður en umhverfisskilyrði.“
– Ef innleiða á vistvæn inn-
kaup á Íslandi, hvar á að byrja?
„Reynslan erlendis frá sýnir að
vistvæn innkaup snúast um við-
horf og að það er mikilvægt að
ríki og sveitarfélög vinni saman
að vistvænum innkaupum. Það er
einnig mikilvægt að undirbúa
markaðinn vel, kynna fyrir stofn-
unum og ekki síður birgjum hvað
vistvæn innkaup snúast um. Til
að virkja birgja verður þeim að
gefast einhver tími til undirbún-
ings áður en farið verður út í
vistvæn innkaup.“
– Hvernig er dagskrá ráð-
stefnunnar að öðru leyti?
„Ríkiskaup hafa fengið fjölda
fræðimanna til að fjalla um ýmsa
þætti innkaupa. Aðalfyrirlesari
ráðstefnunnar er Svíinn Björn
Axelsson, prófessor við Handel-
högskolan í Stokkhólmi. Hann
segir m.a. frá hagnýtum aðferð-
um við kaup á þjón-
ustu en sá þáttur inn-
kaupa hefur reynst
afar flókið viðfangs-
efni. Fleiri sérfræðing-
ar fjalla um ýmsa
þætti innkaupa; fjallað verður um
framkvæmd innkaupastefna hjá
tveimur af stærstu stofnunum
ríkisins, Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi og Háskóla Íslands,
kynnt verður ný handbók um op-
inber innkaup, sagt frá pappírs-
lausum rammasamningum og
nýjum klúbbi innkaupafólks.
Dagskráin er kynnt ítarlega á vef
Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is.“
Finnur Sveinsson
Finnur Sveinsson er fæddur
11. september 1966 í Reykjavík.
Stúdent frá VÍ 1986 og viðskipta-
fræðingur frá HÍ 1991. Umhverf-
isfræðingur frá Gautaborgarhá-
skóla 1999. Starfaði eftir
viðskiptafræðinámið í þjónustu-
og síðan markaðsdeild Íslands-
banka til 1995. Frá 1997, að-
allega unnið sem stjórnunar- og
umhverfisráðgjafi í Svíþjóð.
Vinnur þar hjá Naturekonomi-
huset. Eiginkona Finns er Þórdís
Jóna Hrafnkelsdóttir, læknir á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu í
Gautaborg. Þau eiga tvö börn,
Svein og Arndísi Evu.
Að velja þá
vöru sem er
síður skaðleg
SURTSEYJARFÉLAGIÐ hélt há-
tíðarfund sinn á fertugsafmæli
Surtseyjar hinn 14. nóvember sl.
Við það tilefni afhenti Steingrímur
Hermannsson, formaður félagsins,
sem er lengst til vinstri á myndinni,
sex vísindamönnum heiðursskjöl
fyrir að hafa stundað rannsóknir á
Surtsey árum saman. Þeir sem
fengu viðurkenningu eru frá vinstri
á myndinni: Dr. Guðmundur E. Sig-
valdason jarðefnafræðingur, prof.
John O. Norrman landmót-
unarfræðingur, frá Svíþjóð, dr.
Sturla Friðriksson plöntuerfða-
fræðingur, Aðalsteinn Sigurðsson
sjávarlíffræðingur og Eyþór Ein-
arsson grasafræðingur.
Dr. Sigurður Jónsson þörunga-
fræðingur hlaut jafnframt heið-
ursskjal en hann gat ekki verið við-
staddur athöfnina þar sem hann
býr í París.
Stofnun Surteyjarfélagsins má
rekja aftur til gossins árið 1973.
Þegar ljóst var að Surtsey yrði var-
anleg eyja var stofnuð nefnd, og
síðar félag, áhugamanna um rann-
sóknir á eyjunni. Eitt aðalmarkmið
Surteyjarfélagsins er að stuðla að
jarðfræði- og líffræðirannsóknum á
Surtsey og á Íslandi almennt. Fé-
lagið hefur m.a. reist tvö hús á
eynni, byggt þyrlupall, haldið utan
um rannsóknir varðandi eyjuna og
sent frá sér 11 skýrslur.
Morgunblaðið/Þorkell
Heiðraðir
á afmæli
Surtseyjar
Augnablik, hvernig vill herrann hafa kjötið kryddað?
FRÉTTIR