Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 33 lifun Frítt til áskrifenda! tímarit um heimili og lífsstíl Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. nóvember Helgi Rafn og Tinna Marína hlutskörpust Helgi Rafn Ingvarsson og Tinna Marína Jónsdóttir urðu hlutskörpust í síðustu umferð þrjátíu og tveggja manna úrslita Idol – stjörnuleitar á föstudagskvöldið. Að lokinni símakosningu stóð Helgi Rafn með pálmann í höndunum með 52% at- kvæða en Tinna kom á hæla honum með 23%. Nú er aðeins eftir ein „wildcard“-keppni, þar sem einn keppandi af þeim sem urðu eftir fær lokatækifæri til að komast áfram. TINNA Marína Jónsdóttir, átján ára Reykjavíkurmær, söng lagið „Next train out“ með Celine Dion á föstudagskvöldið og tryggði sér með því áframhaldandi þátttöku í stjörnuleitinni. „Þetta er nátt- úrulega rosaleg upplifun, þetta er eins mikil spenna og mögulegt er, get ég sagt, en þetta er líka rosa- lega gaman, að kynnast svona skemmtilegu fólki og fá svona stórt tækifæri. Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér. Ég hef samt ekki verið að læra söng að neinu ráði, fyrir utan að ég var í barnakór Grensáskirkju þegar ég var lítil. Ég vann í söngkeppni SAMFÉS 15 ára og hef verið að syngja á tónleikum með Gunnari Þórðar. Ég er búin að vera mjög dugleg að syngja und- anfarin ár og stefni að því að fá plötusamning. Tinna er ekki viss um hvað sé framundan hjá henni í tónlistini. „Það fer eftir hvort ég fer í hljómsveit eða verð ein. Ef ég finn mér hljómsveit verð ég mun rokkaðri heldur en ef ég er ein. Ég fíla „Drum’n’base“, rokk og líka rólega tónlist. Ég er í raun algjör alæta á tónlist. Mér finnst samt langskemmtilegast að syngja rokktónlist. Ég fæ mikla út- rás í því að syngja, það er það skemmtilegasta sem ég geri fyrir utan að kaupa föt.“ Tinna Marína, sem starfar á Sól- on Íslandus þessa dagana, segir framtíðarplönin enn ómótuð. „Söng- urinn er númer eitt tvö og þrjú, en plan B er að verða snyrtifræð- ingur,“ segir Tinna og segist vilja koma sérstökum þökkum á fram- færi til Hemma og Freysa í eldhús- inu á Sóloni, „fyrir að peppa mig upp í þessa keppni, og líka til nán- ustu aðstandenda minna. Það eru allir rosalega stoltir af mér í fjöl- skyldunni og þau taka þessu mjög vel. Þau sýna mér mjög mikinn stuðning. Meira að segja fólk sem ég þekki ekki neitt kemur til mín og óskar mér góðs gengis. Það er mjög góð tilfinning.“ Gaman að syngja rokktónlist Tinna Marína Jónsdóttir HELGI Rafn Ingvarsson, átján ára MH-ingur, söng sig inn í hug og hjörtu íslenskra sjónvarpsáhorfenda á föstudagskvöldið með laginu Wonderful Tonight eftir Eric Clapt- on. Helgi hefur aldrei lært söng en sungið mikið um ævina, til dæmis með hljómsveitum. „Ég var þrjú ár í hljómsveitinni Soap factory, sem spilaði mest á böllum hjá grunn- skólum, en nú er ég í sveitinni Gaur, sem spilar meira frumsamið efni.“ Helgi er nú á þriðja ári í MH og er farinn að ná að samhæfa tónlist og nám vel. Úrslitin komu Helga þægilega á óvart, en honum þykir mjög gaman að taka þátt í keppninni. „Mér finnst það rosalega skemmtilegt tækifæri að komast áfram, þetta eykur við reynsluna og svo er þetta búið að vera svo gaman að maður er kominn með Idolið í blóðið. Ef ég myndi detta út núna fengi ég mikil frá- hvarfseinkenni, því þetta er svo gam- an. Ég veit ekki hvort ég stefni á at- vinnumennsku í söng, en mig langar alltaf að hafa sönginn hjá mér, hvort það verður atvinnumennska eða ekki verður tíminn að leiða í ljós. Ég er ekki búinn að plana neitt fyrir framtíðina hvað varðar tónlistina, en ætli maður byrji ekki bara á því að gera plötu með Þorvaldi eins og stendur í samningnum.“ Framtíðaráform Helga Rafns eru fjölbreytt og óvenjuleg af ungri söngstjörnu að vera. „Mig langar til þess að verða slökkviliðsmaður, en söngferill og slökkvimennska fara kannski ekkert of vel saman af því að slökkviliðsmenn eru oft á vöktum, það gæti verið hálfneyðarlegt að þurfa að hlaupa niður af sviði í miðju setti til að fara að slökkva eld ein- hvers staðar.“ Fjölskylda Helga er að sögn afar ánægð með árangur hans. „Þau eru búin að vera frábær og styðja mjög við bakið á mér. Til dæmis kaupa þau diska með lögum sem ég er að hugsa um að syngja.“ Vill verða syngjandi slökkviliðsmaður Helgi Rafn Ingvarsson JÓLABÓKAFLÓÐIÐ er farið af stað og höfundar byrjaðir að kynna verk sín og árita og þeirra á meðal er Linda Pétursdóttir sem heim- sótti fæðingarbæ sinn Húsavík sl. laugardag í þeim tilgangi að kynna lífssögu sína „Ljós & skuggar“. Með Lindu í för var höfundur bók- arinnar, Reynir Traustason, og árituðu þau bókina í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Það er skemmst frá því að segja að þeim var mjög vel tekið og seld- ist bókin upp á skömmum tíma, það gerðist reyndar einnig daginn áður á Vopnafirði þar sem þau voru í sömu erindagjörðum. Um kvöldið var Linda síðan gestur á fjölmennu konukvöldi sem haldið var á veit- ingastaðnum Sölku. Linda Péturs- dóttir áritaði Ljós og skugga Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Reynir og Linda árita bækur í heimabyggð Lindu. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.”  SG DV „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! i lli i i i ! j i íl i i i ! ÁLFABAKKI Kl. 4,6, 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. AKUREYRI Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40. B.i.10. PIRATES OF THE CARIBBEAN Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Yfir 200 M US$ á 5 dögum!.  SG DV Tristan og Ísold Miðaverð 500 kr. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Kl. 6, 8 og 10.10 KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.05 KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Beint á toppinn í USA KVIKMYNDIR.IS ROGER EBERT Mögnuð og yfirnáttúrleg spenna sem fær hárin til að rísa. Með hinum unga og efnilega Jamie Bell úr „Billy Elliot.“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.