Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert hlý/r og ábyrg/ur og ert oft sú/sá sem heldur fjöl- skyldunni saman. Gerðu ráð fyrir aukinni ein- veru á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú tekur sjálfa/n þig og skoð- anir þínar mjög alvarlega í dag. Reyndu að slaka svolítið á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það eru mestar líkur á að ein- hver heilli þig upp úr skónum í dag. Taktu hrifningu þinni með fyrirvara. Það er ekki víst að hún vari. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Varastu að nota afbrýðisemi, sektarkennd eða aðrar nei- kvæðar tilfinningar til að stjórna öðrum. Þú veist að þú þarft ekki á því að halda. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur ákveðnar hug- myndir um það hvernig þú getur bætt heilsu þína og vinnuaðstæður. Haltu þínu striki. Þú veist best sjálf/ur hvað þér er fyrir bestu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hugsanlegt að þú upp- lifir ást við fyrstu sýn í dag. Þú ert ákveðin/n og ástríðu- full/ur og getur hugsanlega nýtt þessar tilfinningar til listsköpunar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fylgdu hugboði þínu varð- andi umbætur á heimilinu. Þú ert tilbúin/n í breytingar og þær breytingar sem þú gerir verða örugglega til bóta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það skiptir þig miklu máli að sannfæra einhvern um eitt- hvað í dag. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort það sem um ræðir skipti raunverulega svo miklu máli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér hættir til þráhyggju í tengslum við peninga og inn- kaup í dag. Þér finnst þú hreinlega verða að ná samn- ingum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt flýja raunveruleikann og hverfa á vit ástar og róm- antíkur. Hafðu í huga að raunveruleg ást á yfirleitt lít- ið skylt við það sem við sjáum í Hollywood-kvikmyndum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þrátt fyrir yfirvegað fas ólga ástríðurnar innra með þér. Það hreyfir eitthvað við þér í dag og það getur kallað ástríður þínar upp á yfirborð- ið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hugsanlegt að vina- sambönd breytist í ástarsam- bönd í dag. Þú gætir líka fundið til öfundar í garð ein- hvers en það líður þó fljótt hjá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki horfa öfundaraugum á þá sem eiga meira en þú. Það gerir þig bara óánægða/n. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TIL UNU Þegar inni er eyðihljótt, en úti svellin duna, geta að mér svipir sótt. Sumt er kvöl að muna. Þá kalla eg út í kalda nótt, kalla til þín, Una. Svo dreymir mig og dreymir mig, að daggir ljómi á stráum, heiðarsvanir hefji sig mót himni sumarbláum, og eg fljúgi frjáls með þig til fjallanna, sem við þráum. Þar sem eg návist þína finn, þar á andinn heima. Gegnum heiðinn huga minn heitar bænir streyma. Svo er hann fagur, söngur þinn, að sorginni má gleyma. - - - Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA LESANDINN er nú í sæti Lorenzo Lauria og verk- efnið er að spila út gegn þremur gröndum: Norður ♠ 103 ♥ K1032 ♦ 4 ♣Á86542 Vestur Norður Austur Suður Sælensm- ind Lauria Brogeland Versace Pass Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Spilið er frá leik Ítala og Norðmanna í undan- úrslitum HM í síðustu viku. Sagnir AV eru eðilegar; austur hefur sýnt sterk spil með löngum tígli og fjórlit í spaða, en vestur á veikt grandsvar. Hvert er út- spilið? Sú regla að spila út fjórða hæsta í lengsta lit hefði ekki gefið góða uppskeru í þetta sinn: Norður ♠ 103 ♥ K103 ♦ 4 ♣Á86542 Vestur Austur ♠ G52 ♠ ÁKD6 ♥ D76 ♥ G95 ♦ D10983 ♦ ÁKG52 ♣G9 ♣K Suður ♠ 9874 ♥ Á84 ♦ 76 ♣D1073 Sagnhafi hefði fengið á blankan laufkóng og tekið tíu slagi. Lauria lætur reglur ekki trufla sig. Hann kom út með lítið hjarta og vörnin tók 8 fyrstu slagina. Í móts- blaðinu segir ekkert um ástæður útspilsins, en vafa- lítið hefur Lauria hugsað sem svo að AV ættu næga slagi í tígli og spaða, og því yrði vörnin að taka sína slagi strax. Og þá leit hjart- að betur út. Á hinu borðinu fengu Nunes og Fantoni töluna í óvenjulegum bút: Vestur Norður Austur Suður Fantoni Helness Nunes Helgemo Pass Pass 1 tígull Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Allir pass Spilið lá þægilega fyrir sagnhafa og Fantoni fékk 10 slagi: 130 og 8 IMPar til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 Rbd7 7. Rxc4 Dc7 8. g3 e5 9. dxe5 Rxe5 10. Bf4 Rfd7 11. Bg2 f6 12. O-O Rc5 13. e4 Bg6 14. Rxe5 fxe5 15. Be3 Hd8 16. Dc2 Bf7 17. f4 Be7 18. Re2 Ra6 19. fxe5 Rb4 20. Dc3 Hd3 Staðan kom upp í Áskor- endaflokki Mjólk- urskákmótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Selfossi. Tóm- as Björnsson (2238) hafði hvítt gegn Jóni Árna Halldórssyni (2200). 21. e6! Hxc3 22. exf7+ Kf8 22... Kd8 hefði verið mjög slæmt eftir 23. bxc3 Rc2 24. Had1+ Kc8 25. Bh3+. Í framhaldinu varð svarta staðan mjög erfið enda samvinna hvítu mannanna mjög góð. 23. bxc3 Rc2 24. Rd4 Rxd4 25. cxd4 h5 26. e5 h4 27. g4 h3 28. Bf3 Kxf7 29. Bxc6+ Kg8 30. Bd5+ Kh7 31. Hf3 Hf8 32. Hxh3+ Kg6 33. Be4+ Kf7 34. Hf1+ Ke8 35. Bg6+ Kd8 36. Hxf8+ Bxf8 37. Hh8 De7 38. d5 Da3 39. Kf2 Kc7 40. d6+ Bxd6 41. exd6+ Kxd6 42. Hd8+ Ke5 43. Bxa7 Dxa4 44. Bd4+ Kf4 45. Be3+ Ke5 46. Kf3 Da3 47. Hd3 Df8+ 48. Bf5 Df7 49. Bd2 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst sl. í Há- teigskirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni þau Andrea Ol- sen og Einar Örn Æv- arsson. Skugginn - Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst sl. í Há- teigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Guðrún Mjöll Ólafsdóttir og Guð- mundur J. Oddsson. Skugginn - Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Háteigs- kirkju af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Rebekka Sif Kaaber og Guðjón Vil- hjálmsson. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí þau Unnur Símonardóttir og Páll Sig- urjónsson. Sr. Jeremy Grasham gaf þau saman og fór athöfnin fram í Gildru- holti í Kjós. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík             KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16- 17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomin. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sálarfræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal, líkams- ræktarþjálfari bjóða til fræðslu, íhugunar og hollrar hreyfingar með mæðrum ung- barna, þar sem unnið er með fæðingar- þunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðar- heimilis. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis- ins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Fundur Kvenfélags Laug- arneskirkju kl. 20. (Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins). Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur.Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10-12 ára börn. Amazing Race-ratleik- ur. Umsjón Munda og Sigfús. 12 sporin andlegt ferðalag kl. 20. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN - starf með sjö til níu ára börnum í safnaðar- heimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13-15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjallað og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkj- unnar kl. 15.30-15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfs- manna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára kl. 17.30-18.30 í Engja- skóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Fyrirlestur kl. 20, Sorgin og minnistap. Sr. Sigurður Arnarson lauk ársframhaldsnámi í sálgæslu (CPE) við Meriter sjúkrahúsið í Madison, Wis- consin haustið 2002. Starfaði hann þar meðal annars á deildum fyrir fólk með alz- heimer og minnistap. Í ellefu mánuði frá 2002-2003 leysti sr. Sigurður af sem sendiráðsprestur í London. Seljakirkja. KFUK 9-12 ára kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19-22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20- 22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9-16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Var- márskóla kl. 13.150-14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20:00 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árlegan jólabasar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Glerárkirkja. 12 spora starf í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband fyrir alla konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Fyrirlestur í Landakoti. Í votta viðurvist - heilög messa í vitnisburði helgra manna. Sr. Jürgen Jamin heldur áfram fyrirlestri sín- um 17. nóvember kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Að þessu sinni fjallar erindið um Frans frá Assisi: Evangelíum eða guðspjall- ið - Að heyra ekki daufum eyrum. Safnaðarstarf Sorgin og minnistap Morgunblaðið/SverrirGrafarvogskirkja. ERINDI verða flutt í Grafarvogskirkju á mánudagskvöldum í nóv- ember og hefjast þau klukkan 20:00 og lýkur klukkan 22:00 og eru þau öllum opin. Mánudaginn 17. nóvember flytur séra Sigurður Arnarson erindi sem nefnist „Sorgin og minnistap“. Sr. Sigurður Arnarson lauk árs- framhaldsnámi í sálgæslu (CPE) við Meriter sjúkrahúsið í Madison, Wisconsin haustið 2002. Starfaði hann þar meðal annars á deildum fyrir fólk með alzheimer og minnistap. Í ellefu mánuði frá 2002-2003 leysti sr. Sigurður af sem sendiráðsprestur í London. Geisli - samtök um sorg og sorgarviðbrögð SAMTÖKIN gangast fyrir fræðslufundum um mál sem tengjast sorg og líðan syrgjenda í tengslum við missi eða erfiðleika af ýmsu tagi. Alltaf er prestur og eða djákni á fundunum og gefst þá fólki tækifæri til að ræða einslega við sálusorgara ef á þarf að halda. Fundirnir eru öllum opnir, byrjað er á fræðsluerindi og síðan fara fram umræður yfir kaffibolla um efni erindisins eða annað sem fund- argestum kann að liggja á hjarta um efni sem tengd eru sorg og sorg- arviðbrögðum. Fyrsti fundur hjá Geisla á þessu hausti verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20:00 í Safnaðarheimili Selfosskirkju (efri hæð). Fyr- irlesari verður sr. Bernharður Guðmundsson, rektor í Skálholti. Er- indið nefnir hann „Er það sorgarferli að eldast“? Það er spurningin, það verður fróð- legt að heyra hvernig hann fjallar um það. Allar nánari upplýsingar veitir formaður félagsins, Eygló J. Gunn- arsdóttir, djákni í síma 482 3575 eða 694 4875.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.