Vísir - 28.10.1980, Side 7

Vísir - 28.10.1980, Side 7
- » Þriðjudagur 28. október 1980 f&ÍR 7 KA lær markvðrð frá ólafsvík Kristinn Arnarson, m.ark- vörður 3. deiidarliðs Vikings frá Ólafsvik, hefur ákveðið að ganga til liðs við nýliða KA í 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu. Kristinn er mjög snjall markvörður og hefur verið i unglingalandsliðinu — hann er 19 ára og stundar nám i MA. —SOS FATT til FEGURBAR - Þegar KR sigraöí ÍR eftír framlengingu í úrvalsdeildinni í körfuknattleiK Það er óhætt að segja að lið KR og tR hafi bæði sýnt svo lélegan körfuknattleik i Laugardalshöll- inni i gærkvöldi.að hvorugt liðið hafi átt sklilið að sigra_ i leik þeirra i Urvalddeildinni i körfu- knattleik. Enda fór svo að fram- lengingu þurfti til að knýja fram úrslitin, og þá tókst KR-ingunum að sigra með 85 stigum gegn 83. IR-ingar geta engum kenntu um nema sjálfum sér. hvernig fór. Þeir voru komnir með sigurstöðu i siðari hálfleiknum, leiddu þá 59:46 og virtust hafa öll ráð i hendisér. En þá kom sama sléniö yfir þá og hafði verið yfir KR-ing- unum fram að þvi, reyndar öllu verra og KR jafnaði og komst yfir 68:67. Siðustu minútur leiksins voru æsispennandi þrátt fyrir að þær væru aldrei vel leiknar og enn „gerðu IR-ingarnir I buxurnar”. Þeir höfðu yfir 75:72 þegar 24 sekúndur voru til leiksloka, en þremur sekúndum siöar minnkaði Keith Yow muninn fyrir KR I 75:74 og 1R hafði allan möguleika á að tefja. Það tókst þeim IR-ingum ekki, þeir glopruðu boltanum i klaufaskap og KR-ingarnir brunuðu upp. Brotið vará Bjarna Jóhannessyni undir körfunni og hann fékk þrjú vitaskot og alla möguleika á að tryggja KR sigur, er 2 sekúndur voru eftir. Fyrsta vitaskotiö var dæmt af honum vegna þess hversu lengi hann var að taka Kanalausir Vaismenn í „Ljóna- gryfjuna” „Við ætlum aö taka þá áhættu að leika án Bandarikjsamanns I ieiknum gegn UMFN á föstudag- inn” sagði Baldvin Jónsson hjá Körfuknattleiksdeild Vals er við ræddum við hann. Sem kunnugt er leika Islands- meistarar Vals um þessar mund- ir án erlends leikmanns og þeir ætla sér greinilega ekki að flana aö neinu eftir að hafa verið mjög óheppnir með Ieikmenn I haust og þurft að senda tvo leikmenn heim. „Sem betur fer eru fjórar um- ferðir i mótinu þannig að það er ekki neinn heimsendir að tapa nokkrum leikjum i upphafi” sagði Baldvin og bætti við að þeir Vals- menn ætluðu sér að vanda valið að þessu sinni. gk— það, þaö næsta fór framhjá en þaö siðasta I körfuna og staðan 75:75 og þvi framlenging. Það er siðan skemmst frá þvi að segja að i framlengingunni voru KR-ingar mun sterkari og komust fjögur stig yfir en IR- ingar skoruðu um leið og timinn rann út þannig að lokatölur urðu 85:83 KR i vil. Það er ekki ástæða til að fara að tina marga leikmenn út úr, þeir léku upp til hópa afar slakan leik. Þó má minnast á Agúst Lindal KR sem virtist eini leikmaöur liðsins með vilja til aö sigra, og Guðmund Guömundsson ÍR-ing, ungan. efnilegan leikmann i mik- illi framför. Þá var Jón Jörunds- son mjög góður i byrjun, skoraði 10 af 12 fyrstu stigum 1R en datt siðan niður á sama plan og aðrir. Stighæstu leikmenn voru Keith Yow með 36, Jón Sigurðsson 12 fyrir KR, en hjá 1R Andy Fleming með 28, Jón Jörundsson 20. Dómarar Kristbjörn Albertsson og Gunnar Valgeirsson voru slakir eins og leikmennirnir. Sér- staklega fundust mér margir dómar Gunnars orka tvimælis. gk—■ ^ ...heyröu dómari hvað er að gerast ... Bandarikjamaðurinn Andy Fleming og Kolbeinn Kristinsson 1R- ingur. A ýmsu hefur gengið hjá þeim f úrvalsdeiidinni til þessa. Vfsismynd Friðþjófur Framstúlkur á slgurbraut! - í 1. fleílú kvenna í handknattieik Lelkmenn flston Vllla gera Dað gott - fá góðar auka- greiðsiur í vasa sinn Leikmenn Aston Villa hafa fengið dágóðar peningaupphæðir 1 vasa sinn að undanförnu — þeir fengu um helgina 2 milljónir fsi. króna í aukagreiðslur fyrir sigra yfir Brighton og Southampton á útivöllum f sl. viku. Ron Saunders, framkvæmda- stjóri Aston Villa, segir aö það sé ekki lengur hægtaðvera aðborga leikmönnum sinum smáupphæöir — Strákarnireru ánægðir og eng- inn þeirra hefur áhuga að f ara frá Villa Park. Þeir hafa það gott hér og hvað er betra en að hafa leik- menn ánægða? sagði Saunders. Forráðamenn Aston Villa segja að fleiri áhorfendur þurfi að koma á heimaleiki liðsins á Villa Park, til að geta greitt leikmönn- um liösins svo háar upphæðir. —SOS Isiandsmeistarar Fram I handknattieik kvenna virðast vera algjörlega ósigrandi i kvennaboltanum hér heima og er ekki hægt að sjá i fljótu bragöi, að nokkurt iið i deildinni geti orðið til þess að koma I veg fyrir það, að Fram endurheimti Islandsmeistara- titil sinn. Fram lék gegn KR um helgina og vann örugglega 17:11 eins og sjá má af marka- tölunni. Hinsvegar gekk öllu meira á i leik Vals og FH en þar uröu úrslitin jafntefli 14:14. Loks var leikið á Akur- eyri og þar sigruöu Vikingsstúlkurnar lið Þórs með 19 mörkum gegn 14. Þá áttu Haukar að leika gegn 1A i Hafnarfirði, en þeim leik var frestað vegna þess, að tjald það, sem skiptir salnum i miðju, þegar kennsla er i hús- inu, var fast uppi og ekki hægt að ná þvi niður! — gk.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.