Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. nóvember 1980 VÍSIR havid al höfunda sem hann gefur út eru V.H.A. Djurhuus, Heöin Brú, Martin Joensen, — hann hefur lika gefiö út þýöingar á verkum tveggja færeyskra öndvegishöf- unda sem skrifuðu á dönsku, Jörgen-Frantz Jacobsen og William Heinesen. „William hefur gert fyrir mig mikið af kápumyndum, hann er mikill myndlistarmaður sem kunnugt er, sér i lagi á sviö'i klippimynda. Fyrr á þessu ári gaf ég reyndar út mjög vandaða bók um myndlistarferil Williams og á næsta ári er fyrirhugað að gefa út bók um myndlist i Færeyjum frá upphafi, málaralist, höggmynda- list og svo framvegis.” Svo segir hann frá þeim bókum sem hann hefur látiö þýða. Hann hefur meðal annars gefið út Sölku Emil Thomsen (Mynd: BG) //Ég gaf út mínar fyrstu bækur árið 1968. Á þeim tólf árum, sem liðin eru síðan, má heita að ég hafi gef ið út eina bók á mánuði. Meðalupplagið er tvö til þrjú þúsund eintök. Emil Thomsen er bókaútgef- andi i Færeyjum og þjóðsagna- persóna þar i landi. Einn og sjálf- ur hefur hann rekiö útgáfufyrir- tækið Bókagarö i rúman áratug og staðiö fremstur i flokki fyrir varöveislu og eflingu færeyskrar tungu. An þess nokkurri rýrö sé kastað á islenska bókaútgef- endur, mættu þeir án efa sitthvað læra af þessum færeyska eld- huga, sem i aðeins 40 þúsund manna málsamfélagi gefur út hvert bókmenntaverkiö á fætur öðru og finnst sjálfsagt. Emil Kápumynd Karamasov-bræðranna en hana gerði William Heinesen. — Um færeyska bókaútgefandann Emil Thomsen hefur alla tið stutt dyggilega við bakið á færeyskum höfundum og auk heldur látið þýða fyrir sig ýmsar fremstu bókmenntaperlur veraldarinnar. Emil er nú staddur á íslandi. Hann kemur til Islands nokkrum sinnum á ári vegna þess aö hann lætur vinna bækur sinar i Prent- smiðjunni Odda, ,,ég er mjög ánægöur með samstafið við prentsmiöjuna,” segir hann. Hann er meðalmaður á hæð með grátt skegg og fjarskalega kvikur i hreyfingum, mikið á ferðinni. „Hvers vegna ég fór að gefá út bækur? Jú, það var fyrst og fremst af áhuga á færeyskunni. Færeyskan er ungt mál, þaö er aö segja á bókum þó málið hafi auð- vitað veriö talaö i meira en þúsund ár. Fyrsta bókin sem skrifuð var á færeysku kom út árið 1822, það var „Færöiske Qvæder om Sigurd Fofnersbane” en þá bók ætla ég einmitt að endurútgefa I ár. Þessi bók, eins og margar af fyrstu færeysku bókunum, var skrifuö upp eftir alþýðukveðskap fyrri alda en þaö er svo á 19. öldinni sem færeyskan raunverulega verður til sem rit- mál.” Þó Emil hafi endurútgefið mikið af hinum fyrstu ritum fær- eyskum, þar á meðal timaritið „Varðin” i 41 bindi, hefur hann ekki siður einbeitt sér að þvi aö gefa út færeyska nútimahöfunda og styrkt þá á ýmsan máta. Meö Völku eftir Halldór Laxness og áformar að gefa út fleiri bækur þess höfundar, hann hefur einnig gefiö út ýmsar Islendingasögur, siðast Grettissögu. Af nafn- kunnum höfundum öörum má nefna Knut Hamsun, Voltaire, Mark Twain, Albert Camus og Strindberg jafnvel William Shakespeare. „Svo gaf ég út Karamasov-- bræöurna eftir Fjodor Dosto- evskij fyrir tveimur árum, sú bók var i þremur bindum.” Hann brosir pinulitiö. „Hún er vist ekki til á islensku.” — Lesa Færeyingar mikið af bókum? „Já, það má segja það. Sérstaklega er mikið keypt af færeyskum höfundum eins og Héðin Brú sem er einhver fremsti höfundur Færeyja sem skrifar á færeysku. Ég get reyndar skotið þvi aö við úthlutun siðustu Nó- belsverðlauna i bókmenntum komu tveir færeyskir höfundar til greina: William Heinesen auð- vitað og svo Héðin Brú, það vita liklega færri.” Nánast upp á sitt eindæmi hefur Emil Thomsen veitt færeyskum rithöf'indum tækifæri til að þroska bæði sjálfa sig og tungu- máliö, hann hefur veitt fær- eyskum almenningi auöugar bók- menntir og auðugt mál. Fyrir það hefur honum hlotnast ýmis heiður, hann hefur fengið stór- riddarakross Islensku fálkaorð- unnar og hann hefur verið gerður að heiðursdoktor við Háskólann i Lundi. 1 bæklingi sem gefinn var út I tilefni af doktorstitlinum segir m.a. svoum framlaghans: „Fyrr lyftu föroyingar höv i kapping um kroppsliga styrki og um at duga röttu tökini. Við Bókagaröi hevur Emil lyft eitt Brynjumannaborð, ikki bara upp á rós, men til stórt og varandi gagn fyrir foroyingar fyrst og fremst og fyrir öll, sum áhuga og ans hava fyrir föroysk- um máli og bókmentum.” —IJ. ••eaoo«»»(»o®<»«*eoee**»ooe©o©o«®»oo®e®o»®o®®o®c>oooo9aoooo9»»<»»o®«*«#®o»9»®»oooo(»®®<»9ao(» Umhvedis jördina Guðviii Guðjánsson skrifar öldungis kýúStur ár Bæheitni 5©oooooooooo®oooooðoo©®©c©oocioo®e©ð*oOO0O*© ©©'öoo©©’©( Heisti sver myndkotra — ©<g þytt vidmót mama löóraaidi i vidsmjöri á sokkabasidsámm Herra ritstjóri! öldungis er ég ekki vandfýsinn maður. Sist þegar eiga i hlut dag- blöö. En meö leyfi, ég hefi lesiö VIsi aö staöaldri allar götur siðan hann hét Visir aö dagblaöi. Eink- um hefir helgarblaöið verið mér næsta drjúgt lesefni, altsvo hug- svölun nokkur i höröu einlifinu. Aukinheldur er ég ekki maður hraustur vel, næsta farlama. Ég er ekki langskólagenginn maður — hefi þó altént hneigö eina, mér liggur við aö segja: fýsn, til aö leggja mig eftir þvi sem umleikis er I þjóölifinu. Flest þykir mér sem á enn verra veg snúist, fer ég ekki i neinar grafgötur með það. Gruflandi geng ég ekki að því aö hinsta helgarblað Visis var mér helsti sver myndkotra aö ráða, og mun þá tæpast ofmælt nema siður sé . . . Tilamunda, Beckett titt- nefndurækki allsendis vansalaust að þekkja ekki hvað gerst hagi þess fróma Islandsvinar, ég segi vart meir! Er hann ekki oröinn yfrið nægur ágangurinn þrýsti- hópa og sértrúarsafnaða? öölingurinn og mannvinurinn Magnús páfi hafði á hraöbergi á iögunum að ekki væri þaö býsna ór fremd að eiga hann Hugh biessaðan Kenner aö einkavin i /erjum islenskum alþýöumanni, vel snöfurlegt konfektsráðiö sjálft ... (ErégSmárieöa Kári?) Leik- mæringurinn John Hurt? Mær- ingur? Heyrthef ég á skotspónum að sé fariö að siga i sokkinn á þeim undirmálstappa. Ætiö og hvarvetna sigla beitivind I kjölfar hans lortar nokkir seglum þönd- um, argól — kostar ekki einatt klof að riða röftum? Fjarska arg- ur melurinn sá. Nær þætti mér aö kúkvenda nú, heyra of ellegar van af leiköndum okkar innlendu, tilamunda nefni ég Bjarna Stein- grimsson (öldungis einn mikinn (hrikalegan) þrifnaðar-beckett- túlkara), Valdemar okkar Helga- son & Auroru sál. Halldórsdóttur, kúsks héðra ... — Ææææ ætlar nú bévuð höfuðsóttin, ámusóttin, limafallssýkin mig lifandi að flá? Ops nú datt af mér nefið, stigðu varlega Snotra! Ekki betelur sjúkrasamlegið Valentinsdrop- ana i okkur karlæga ómagana nema síður sé! Óekki, svo hugar- fikjur Carls heitins Spittelers hugnast ekki lengur hverju og einu Islensku rausnarheimili? Ai, svo Sartre er farinn aö láta á sjá að undanförnu? Mikil ósköp, hann afklœddist enda um of I björtu, orpinn molskinni, nærhaldsvana, hreöjasiöur nokkuð (meö majór- inn reiddan um öxl. ellegar bund- inn i traf (I reifum) viö lær að sið sira Þóris erkiklerks), en ivið digur of magabelti, dró likasti ekki arnsúg við mustarðsneyslu i laufskála sinum, þótt ylli þar fram eimreiðin um nónbil heit og sveitt, konan sauð gjarna niður aldinmauk hjá skiðgeröinu, draup enda smjörsýran af hverju strái: il faut cultiver son jardin . . . Öþarft, eðlilega, að nefna: þá I fans hispursmeyja nokkurra (ekki af tignum stigum þó), löör- andi I viðsmjöri og roðinn anda- nefjulýsi, beðfjandinn. Og þessi úttútnaði fressköttur Eliot: ekki par félegt kvikendi atarna, snuddandi upp I hverja lóöatik, 1), mátti þó eigi affatast við rækt sinnar ónáttúru. Er kyn þótt ofurmannlegu etats- ráði blöskri aö blaðasnápar — lik- asti vanþroska niður (að lang- feögatali) — fliki þráhyggjum sinum og nauö — við alþjóö þar sem að öðrum kosti hefðu mátt sóma sér auðar síður (ekki til minni vansa). Mál aö linni bæöi tilskrifi þessu og órum umræddra — ekki lög? Carl Spitteler. Ekki náðist mynd af þessum úttútnaða fressketti Eliot. (ÞAÐ ER GLAS) Venjulega, ég er hvort tveggja þagall maöur og hugall og svinnur og lauga mig ei I kastbjarma hvunndagsins (svo sem suuumir) að nauðsynjalausu (ekki það mig fýsi ögn . . . huh!). Verð ég seinþreyttur til frekari snupra, hvort heldur eistlensks nudds skemannsins Eðvalds Mickssonar ellegr þanþols Gylfa Hattar Glslasonar i frækilegu björgunarafreki er Guðrún Pétursdóttir var I nauðum nokkr- um stödd, og visa þvi öllum áburöi snimmendis til föðurhúsa! Legg ég nú til, þótt á minum sokkabandsárum hafi viðmót manna verið þýðara en nú er plagsiöur, að stofnað verði ráð grandvarra manna, en ekki veit ég i hverju skyni, en samt Ihugulla. Að svo mæltu, ég læt þessari yfrið frjóvu harðllfsfanta- siu lokið utinam þeir sem gefiö er á skalli. Ellegar falli. Sting svo lindarpennanum endanlega I skúffu ofan. Haf þökk nokkra (i birtingar- von, auðvitað). Guðvin Guðjánsson (sign.) dipl. faktor og beykir snöfur- legur. 1) Glutraðigebiszi slnu á dansfor- tófinu, ellegar brúklegu . . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.