Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 24
24 Laugardagur 8. nóvember 1980 Börn eru mikill hluti sjónvarpsáhorfenda: Mida þarf út- sendingartima meira vid börnin Tekur sjónvarpið tillit til barnanna? Á hvaða tíma eru sýnd- ir þættir, sem eru við hæf i barna? Á sunnudögum er vel ’ séð fyrir sjónvarpsþörf- um barnanna. Nýlega hófust aftur sýningar á Húsinu á sléttunni, sem er vinsæll og góður þátt- ur, enda hafa þeir þættir víða verið sýndir árum saman. Næst eru yf irleitt fræðsluþættir, sem vafa- • laust töluvert mörg börn horfa á og njóta góðs af. Og síðan kemur Stundin okkar sem alltaf nýtur vinsælda. En um sjónvarp aðra daga vikunnar er það að segja, að laugardagarnir eru Ifka nokkuð góðir, því flestir krakkarhafa gam- an af íþróttaþáttunum og hinir sakleysislegu Lassí- þættir skaða engan. Þá daga vikunnar, sem dagskrá hefst klukkan átta, virðist hins vegar oft vera af handahófi raðað niður þáttum. Ýmsir f ræðsluþættir, sem mikill hluti barna hef ur fræðslu og ekki síð- ur ánægju af, eru settir síðasta á dagskrána. Það er ekki nógu gott. Sama gildir um ýmsa skemmti- lega f ramhaldsþætti, sem eru t.d. á sunnudags- kvöldum, þeir hef jast oft um kl. hálf tíu. Þarf að vakna snemma Mikill hluti skólabarna mætir í skóla kl. 8 á morgnana. Þau vakna því um kl. 7. Ef þau hafa reynt að halda sér vak- andi við að horfa á þessa vinsælu þætti, sem mörg gera, mæta þau í skólann þreytt og pirruð og eiga erf itt með að einbeita sér að skólanáminu. Foreldrafélög skóla á Reykjavíkursvæðinu hafa eitthvað gert af því að beina þeim tilmælum til ráðamanna sjónvarps, að dagskrá hef jist fyrr á kvöldin, og þeir þættir, sem höfða til barna, séu settirá dagskrá strax eft- ir f réttir og veðurf regnir. Fyrir um tveimur árum sendi foreldrafélag Foss- vogsskóla áskorun til sjónvarpsins um að raða dagskrárefni þannig nið- ur, að það truflaði ekki venjulegan hvíldartíma barna, þ.e. það efni, sem höfðaði til barna, yrði sett á dagskrá strax á ef t- ir fréttum. Tilmæli til sjónvarpsins Þetta rif jaðist upp fyr- ir mér, þegar ég heyrði um það nú í vikunni, að foreldrafélag Snælands- skóla í Kópavogi hefði sent til ríkisútvarpsins, akm ? 1 'V'C'1'm Brynjúlfs- dóttír sjónvarps, eftirfarandi bréf: ,,Aðalfundur foreldra- félags Snælandsskóla í Kópavogi, haldinn 3. nóvember 1980, vill beina þeim tilmælum til for- ráðamanna dagskrár sjónvarpsins, að þeir sjái til þess að dagskrárefni, sem ætla má að veki áhuga barna og sé við þeirra hæfi, verði flutt sem fyrst eftir kvöld- fréttir. Hér má nefna þætti á borð við „Dýrin mín stór og smá", náttúrufræðiþætti, gaml- ar sígildar kvikmyndir, þegar þær eru á boðstól- um og fleira þess háttar. Fyrir hönd foreldrafé- lags Snælandsskóla Gyða Helgadóttir (for- maður)." Ef fleiri foreldrafélög hafa tekið mál þetta fyr- ir, væri gaman að frétta af því. Tommi og Jenni eru vinsælt sjónvarpsefni og flestir krakkar segjast hafa gaman af þeim. Sum eru þó farin að horfa á þá gagnrýnum augum og finnst ekkert skemmtilegt að sjá Tomma brotna í þúsund mola og skríða svo saman aftur, eða springa f loft upp. En hvað um það, hér er völundarhús með Tomma og bolabítnum. Finnur hann Tomma? Hulda og Gestur. Visismyndir: G.V.A. Ásmundur. Anna Lára. „Ekki nóg efni fyrir krakka” — rætt við nokkra krakka um sjónvarpið Sjónvarpið er vinsæll fjölmiðill og börnin horfa mikið á efni þess. Ég hitti nokkur börn á förnum vegi um daginn og rabbaði við þau um dagskrá sjónvarps og svefntima barnanna. Fyrst hitti ég systkinin Huldu og Gest Pálsbörn. Hulda er sex ára og Gestur er að verða 5 ára. Þau sögðust alltaf horfa á barnatímana og líka á Tomma og Jenna. Hulda sagðist fara að sof a um kl. 9 á kvöldin, en Gestur var ekki alveg viss. Hann sagð- ist alltaf horfa á prúðu- leikarana og það væri skemmtilegur þáttur. Horfir mikið á sjónvarp Næst hitti ég Ásmund Helgason, 10 ára. Hann sagðist vera í Hlíðaskóla og mæta kl. 8. Hann færi því yf irleitt að sofa á tíma- bilinu 10-11, en um helgar kl. 12. Ásmundur sagðist horfa mikið á sjónvarp, og sér þætti „Dýrin mín stór og smá" mjög skemmti- legur þáttur, og það væri leiðinlegt að hann ætti að hætta. Ásmundur sagðist líka horfa á barnatíma og kvikmyndirnar, um helgar. Honum fannst samt ekki nóg efni fyrir krakka og sagði, að kvikmyndirnar um helgar mættu vera meira fyrir alla aldurs- flokka, því að flestir stálpaðir krakkar fengju að vaka og horfa á þær. Gaman að leikritum Að síðustu hitti ég önnu Láru Magnúsdóttur, 8 ára. Hún er í ísaksskóla. Anna sagðist horfa svolítið á sjónvarpið, alla barna- þætti, Tomma og Jenna og henni fannst skemmtileg- ast þegar leikrit eru sýnd í Stundinni okkar. Ónnu f annst gaman að þættinum „Dýrin mín stór og smá", en sagðist nú oft vera sof n- uð, þegar hann byrjar. Hún sagðist nefnilega oftast fara að sofa kl. hálftíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.