Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 14
2f 14 OHQt i9(ínj9vön .8 msEÍneSPBJ ’ Láúgat-dagur %. nóve'mber i&áo' DUGNAÐUR FLEYTTI HONUM A TOPPINN Gjöfin Sigurliöi Kristjánsson, Silli, lést 8. nóvember 1972. Samkvæmt gagnkvæmri erfBaskrá þeirra hjóna komu allar eigur hans I hlut Helgu Jónsdóttur, þaö er a& segja helmingur fyrirtækisins Silli og Valdi. Ariö 1977 var fyrirtækinu skipt, komu i hlut Helgu fast- eignir aö brunabótamati krónur 3.561.093.000.- Helga lést 3. júni 1978 og kom þá til kasta skipta- ráöanda, aö framfylgja erföa- skránni aö þeim báöum látnum. 25% — tæplega 900 milljónir króna — renna til Leikfélags Bflafloti Silla og Valda fyrir framan búöina i Aöalstræti. Myndin er tekin m.þ.b. 1930. Silli og Valdi eru komnir í sviðsljósið að nýju. öllu heldur Silli/ þegar megin- atriði erfðaskrár hans og konu hans/ Helgu Jóns- dóttur/ voru birt um daginn kom í Ijós að eigur sínar gáfu þau til ýmissar menn- ingarstarfsemi í landinu, sem og til efnalítilla stúd- enta í raunvísindum. Ur greinargerð skiptaráð- anda: /,Svo sem Ijóst má vera af framangreindri skýrslu um eigur þeirra hjóna voru þau stórauðug, er þau féllu frá. Trúlega er hér um að ræða gjöf aldar- innar ef ekki allra alda. Jafnframt því sem gjöfin speglar fágæta rausn þeirra hjóna varpar hún einnig Ijósi á áhugamál þeirra. Ahugasviðið var vítt: Leiklist, málaralist, sönglist, skógrækt og mannrækt. Þess má geta, að í dánarbúinu reyndust vera tæplega 270 oliumál- verk eftir Sigurliða, sem sýnir hvilíkur elju- og af- kastamaður hann var". Þau málverk eru orðin um- deild, sem kunnugt er. elstur fjögurra sona, elstur var Jóhann, fyrrum héraöslæknir á Ólafsfiröi, þá Silli og siöan Guö- mundur, fyrrum prentsmiöju- stjóri. Yngti bró&irinn Kristófer léát á barnsaldri. Þaö sýnir stór- hug og ákveöni hjónanna aö þeir synir þeirra sem upp komust skyldu allir settir til mennta, þann stórhug og þS ákve&ni erföi Silli i rikum mæli frá foreldrum sinum. Hann settist á skólabekk i Samvinnuskólanum og lauk þaöan prófi áriö 1921, tvitugur aö aldri. Hann fór aö afgreiöa i búö en stefndi hærra, árið 1925 hóf hann verslunarrekstur sjálfur og haföi fengiö til liös viö sig Valdimar nokkurn Þóröarson, kallaöan Valda. Valdi var enn yngri en Silli, aöeins 20 ára gamall, og haföi lokiö prófi frá Samvinnu- skólanum 1922, þar kynntust þeir félagar náiö. Fyrsta verslun Silla og Valda mun hafa verið aö Vesturgötu 56 en fljótlega keyptu þeir þá verslun sem þeir voru kunnastir fyrir, Aöalstrætis- búöina gömlu. Þetta elsta hús Reykjavikur hýsti starfsemi þeirra allt þar til fyrirtækiö var leyst upp og lengst af stóöu þeir sjálfir bak viö búðarboröiö og af- greiddu. Þaö var einmitt eitt af þvi sem einkenndi Silla og Valda, alla þeirra verslunartiö, aö þrátt yfir velgengnina sem lét ekki biöa lengi eftir sér, fóru þeir ekki i neinn stórbokkaleik heldur gengu aö sinum störfum við hliö ann- arra starfsmanna. I Aðalstrætis- búöinni höfðu þeir skrifstofur sinar allar götur þangaö til Austurstrætisbúöin — þar sem nú er Viöir — var opnuö áriö 1964. Reykjavikur og veröi þeim fjár- munum variö aö fullu og öllu til byggingar Borgarleikhússins. önnur 25% renna til Listasafns Islands. 25% enn renna til Islensku óperunnar og skal öllu frám- laginu varið til aö koma upp söng- leikhúsi til flutnings á óperu- verkum. Þau 25% sem þá eru eftir ganga til tveggja sjóða sem báöir bera nafnið Minningarsjóöur Helgu Jónsdóttur og Sigurliöa Kristjánssonar, annar ætlaöur til aö styrkja stúdenta i raunvis- indum, hinn til stuðnings nýjung- um i læknisfræöi. Auk þessa eignast rikissjóöur hús þeirra hjóna aö Laufásvegi 72, þrir aöilar — Hjartavernd, Reykjavikurborg og Skógrækt rikisins — fá eignarjörö þeirra Asgarö I Grimsneshreppi, Reykjavikurborg meö þeim skil- málum aö þar veröi reist sumar- dvalarheimili fyrir drengi á aldr- inum 6-14 ára og þeim faliö aö hlúa aö gróöri landsins, Skóg- ræktin meö þeirri kvöö aö þar verði stunduö skógrækt. Upphaf Silla Silli, Sigurliöi, fæddist I Reykjavik áriö 1901 á þeim degi sem siöar átti eftir aö veröa þjóö- hátiöardagur íslendinga, 17. júni. Foreldrar hans voru Kristján Þórarinn Einarsson, sjómaður og trésmiöur sem fæddur var aö Ei- riksbakka I Tungum, og Sigriöur Hafliöadóttir, fædd aö Birnu- stööum á Skeiöum. Þau hjón bjuggu viö fremur litil efni en þó aldrei sára fátækt. Silli var næst- Sigurliöi Kristjánsson, Silli: ,,Voru ckkert ad slá um sig” — segir Jón Guðjónsson, kaupmaður „Ég vann hjá Silla og Valda 146 bændur”, sagöi Jón Guöjónsson, árog þaö h efö i ég ekki gert ef þeir verslunarmaöur, um kynni sin af heföu ekki veriö góöir hús- þeim félögum. Jón var um fjölda Jón Guöjónsson, fyrrum verslunarstjóri hjá Silla og Valda. (Visismynd: Ella) ára verslunarstjöri i Silla og Valda búðinni aö Laugavegi 82 og siöar skrifStofustjóri hjá fyrir- tækinu. ,,Ég byrjaði hjá þeim áriö 1936 og var þá alls ókunnugur þeim báöum, lagöi bara inn umsókn og var ráöinn. Þeir tóku mér mjög vel og almennt held ég aö starfs- fólkinu hafi lfkaö ákaflega vel hjá þeim. Til dæmis get ég fullyrt aö liklega hefur enginn fariö frá þeim vegna launakjara — sem þeirá annaö borö vildu halda I”. — Hvaö var þaö sem geröi þá Silla og Valda aö þvi stórveldi sem þeir voru? „Þaö var fyrst og fremst dugn- aöur, þeir unnu eins og þrælar myrkranna á milli. Þeir voru lika mjög samhentir — annars heföi fyrirtækiö ekki getaö gengiö — þó þaö væri viss verkaskipting á milli þeirra. Valdi var meira „inn á viö” ef svo má segja, sá mm verslanirnar sjálfar, en Silli var „út á viö”, sá um samninga, vörukaup og þessa háttar”. — En hvernig menn voru þeir félagar? „Ja, þeir voru ágætis náungar og sérstaklega var þægilegt aö vinna meö þeim. Nú, ég get nefnt þaö aö þó þeim gengi vel þá voru þeir ekkert aö slá um sig útáviö”. ,,Þeir djöfluðust °S djöfluðust” Sigurjón Þóroddsson sem nú rekur Aöalstrætisbúöina I kompunni sem hýsti skrifstofur Silla og Valda f áratugi. (Vfsimynd: Ella)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.