Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 25

Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 25
Laugardagur 8. nóvember 1980 VÍSIR sandkasslnn Gisli Sigur- geirsson, blaðamaöur Vísis á Akur- eyri, skrifar. Velkomin í sandinn • ,.Seidu fúlan salt- fisk til að fjármagna smyglkaup", segir Dag- blaðið og á við yf irmenn á einum Fossinum. Margar sögur fara af „ofurmennum" okkar, „sem fast sækja sjó- inn", en þetta hlýtur að vera hámarkið í sölu- tækni á saltfiski. Væri nú ekki ráð fyrir sölu- samtök saltfiskfram- leiðenda að tileinka sér þessa aðferð? • „Endalaus barátta við flöskuna", segir í Vísi. Þetta kalla ég nú ekki nokkra frammi- stöðu, að sjá fram á endalausa baráttu við einu og sömu flöskuna. • Flest fyrirtæki not- ast við tvöfalt bókhald, en mörg þeirra hafa á þessum síðustu og verstu tímum tekið upp þrefalt bókhald, eitt fyrir forstjórann, eitt fyrir stjórnina og það þriðja fyrir skattinn. • Við sögðum í síðasta sandkassa klassíska söguaf Yngva í Hafnar- búðinni og hér kemur önnur. Það var fyrir páskana siðustu. Sveita- maður kom inn í búðina og hafði hug á páska- eggi. Tók hann stórt og myndarlegt egg, en fannst hálf tómlegt hljóðið í því þegar hann hristi það. „Það er ekk- ert í þessu", sagði sveitamaðurinn við Yngva. „Jú, elskan mín, það er fullt", svaraði Yngvi. „Það getur ekki verið, heyrðu bara sjálf- ur", sagði sveitamaður- inn og hristi eggið f ram- an í Yngva, sigri hrós- andi. „Þér er alveg óhætt að trúa því, ég segi það dagsatt, að egg- iðerfullt — af myrkri", sagði þá Yngvi. • „500 tunnur saltaðar á Djúpavogi", segir Mogginn. Hvert ætli þeir selji svo þessar söltuðu tunnur og hvernig skyldu þær nú vera mat- reiddar? • „Borgaðu með bros á vör", segir i Þjóð- viljanum, á síðu sem geymir „barnahornið". Sennilega ábending frá Ragnari Arnalds, fjár- mála, vegna barna- skattanna. • „Guð minn almátt- ugur", segir Tíminn í fyrirsögn að frétt um heimsmetið í höllinni. Ætli heimsmethaf inn sætti sig ekki við það áfram að vera bara kallaður Skúli. • Sagt er að kurteisar konur hlaupi ekki á eftir karlmönnum, enda sannað að músagildran hleypur ekki á eftir músinni. gang að dagheimilum", segir Tíminn. Það er al- deilis munaður. Það telst þá ef til vill ekki til syndar lengur að eiga börn í hjónabandi. • „Merkingar við ríkisframkvæmdir", segir Tíminn. Sú var tíð- in, að ástæðulaust þótti að merkja ríkisfram- kvæmdir. Þá varð þess' hending til, að mig • Yngvi í Hafnarbúð- inni hefur alltaf verið ráðagóður við „kúnna" sína. „Áttu góða hár- næringu", spurði fín frú. „Ég er nú hræddur um það, gjörðu svo vel elskan", sagði Yngvi um leið og hann rétti frúnni flösku með hárnæringu. „En ertu nú viss um að þetta sé góð hárnær- ing", spurði frúin. Ég er nú hræddur um það, hef sjálfur notað hana í 12 ár", svaraði Yngvi, og eins og þið sjáið á mynd- inni var árangurinn ekki dónalegur. En frúnni varð svo mikið um þessa yfirlýsingu, að hún keypti hárnæringuna, sennilega til að særa ekki Vngva!! • „Björgunarnetið Markús á þing", segir Þjóðviljinn. Það er greinilegt að Þjóðviljinn er viss um að þjóðar- skútan sekkur, en dugir eitt net til að bjarga þingheimi? • „Hann er fluttur til betri heimkynna", sa.gði í eftirmælum um ónefndan mann í einu ónefndu blaði. Daginn eftir hafði ekkja manns- ins höfðað meiðyrðamál gegn blaðinu. • „Börn giftra fá að- minnir um vegagerðar- menn: „Seinir til verka, en f Ijótir f rá, finnst ekki áhugavott- ur." • „Ég man aldrei hvort þú ert titlaður þingmaður eða ráð- herra", sagði virðuleg frú við Ólaf Ragnar Grímsson, í veislu ný- verið. „Sumir kalla mig nú bara blaðrara", sagði Ólafur Ragnar, og glotti við. „Það hljóta nú bara að vera þeir sem þekkja þig mjög vel", svaraði frúin. • „Dró að sér 30-föld árslaun á 8 ára tima- bili", segir Mogginn. Þetta kallar maður nú að hespa hlutunum af. • Sagt er að skynsam- ur maður lagi sig eftir umhverfinu, en heimsk- ur maður streitist við að laga umhverfið eftir sínum geðþótta. Þar af leiðandi séu allar fram- farir heimska mannin- um að þakka. Margblessuð og sæl. (P.S. Losið sandinn úr vösunum áður en þið farið.) alltafá sunnudöqum kl. 2-5 Danskt kaffihlaðborð með dönskum smásnittum Verð kr. 3.000 Strumpa-is fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina - frítt VERSALIR Hamraborg 4 * Kópavogi (gegnt Blómahöllinni) • Sími 4-56-88 Vissir þú að ^r»oí-» öí I i ry býður mesta úrva/ ungiinga■ húsgagna á /ægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum? Híldshöfba 20, Heykjavik Simar: 81410 og 81199 BIFREIÐA- EIGENDUR athugið: Höfum opið alla laugardaga kl. 8-18.40 BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF Sigtúni 3. Sími 14820 'ý1. FICHFD toppuriiw i dag * 11^1% ^=^SJÓNVARPSBÚÐIN ;;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.