Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ amazon.co.uk ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í fyrradag að fela yf- irmönnum ríkisútvarpsins að móta reglur til að leggja fyrir út- varpsráð um að fréttir og frétta- tengt efni í dagskrá útvarps og sjónvarps verði undir stjórn fréttasviðs. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, formaður útvarpsráðs, segir að það þurfi að vera á hreinu hver beri ábyrgð á efninu og sá sé til- gangurinn með samþykktinni. „Ef það eru fréttir í Speglinum þá eiga þær að vera á ábyrgð fréttastjór- ans,“ segir hann og bætir við að mótun reglnanna ætti ekki að taka langan tíma. Fjórir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sam- þykktu tillöguna í útvarpsráði en þrír fulltrúar Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins voru á móti. Svanfríður Jónasdóttir segir að tillagan sé að mörgu leyti afar óljós og þarfnist frekari skilgrein- inga. Til dæmis þurfi að velta fyrir sér hvað fréttaefni merki í því samhengi sem það sé í tillögunni vegna þess að túlka megi tillöguna þannig að nánast allir starfsmenn sem komi nálægt fréttaefni sópist undir fréttasvið Ríkisútvarpsins. „Ég hef áhyggjur af því að með þessu sé verið að koma í veg fyrir þann fjölbreytileika sem hefur verið aðal útvarpsins þar sem stefnan sé að koma á ákveðinni stýringu,“ segir hún. „Stýringu sem sé í rauninni í andstöðu við það hlutverk Ríkisútvarpsins að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og vera þannig þjóðarútvarp.“ Allar fréttir verði und- ir stjórn fréttasviðs 13 ÁREKSTRAR urðu í höfuð- borginni í gær, tveimur færri en deginum áður. Undanfarna daga hefur fjöldi árekstra verið langt yfir meðaltali, sem er 11 árekstrar á dag, en þó hefur þeim fækkað undanfarna þrjá daga, úr 26 á mánudag í 15 á þriðjudag og í 13 í gær. Að sögn varðstjóra lögreglunnar virðist því sem ökumenn séu að venjast hálkunni sem kom skyndi- lega í upphafi vikunnar. Ekki urðu slys á fólki í þessum árekstrum. Hins vegar fótbrotnuðu tveir gangandi vegfarendur er þeir duttu í hálku og voru þeir fluttir á slysadeild. Þrettán árekstrar í Reykjavík í gær „ÉG held að komið sé að gullald- arárum miðborgarinnar,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir eftir að Þró- unarfélag miðborgarinnar hafði verðlaunað hana fyrir framlag hennar til þróunar og uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur í Iðnó í gær. Ingibjörg er hönnuður og eigandi 101 Hótel við Hverfisgötu, sem hún opnaði í mars sem leið. „Óvenju margir komu til álita þegar farið var að huga að þessari viðurkenningu,“ sagði Jakob H. Magnússon, formaður Þróun- arfélags miðborgarinnar. „Í ár hafa til dæmis tekið til starfa ný hótel í miðborginni og önnur eru í bygg- ingu. Eitt þessara nýju hótela sker sig þó úr að ýmsu leyti. Þar hefur gamalli byggingu verið gerbreytt og hún tekin til annarra nota en áður var, en þó er húsið í raun óbreytt að utan – nema hvað það er mun fal- legra en áður. Mikil vandvirkni og smekkvísi er aðalsmerki þessara breytinga og greinilegt að hvergi hefur verið til sparað að hanna fyrsta flokks gististað. Höfundurinn hefur svo sannarlega lagt sál sína í verkið – og útkoman er glæsileg.“ Jakob sagði að svona hótel mætti kalla lífsstílshótel þar sem þau tækju mið af lífsstíl nútímafólks á ferð og flugi. Það hefði tekið Ingibjörgu sex ár að láta drauminn rætast og hún hafi lagt sitt af mörkum til að efla miðborgina. Þróunarfélag miðborgarinnar er hagsmunasamtök kaupmanna og veitingamanna, íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í miðborginni. Viðurkenningin var nú veitt í 12. sinn og fékk Ingibjörg verðlaunagrip eftir Kolbrúnu Björg- ólfsdóttur, leirlistamann, Koggu, en Magnús Kjartansson, myndlist- armaður og eiginmaður hennar, myndskreytti gripinn. Fyrri verð- launahafar eru Minjavernd vegna Bernhöftstorfunnar, Kaffi París, Hótel Borg, Iðnnemasambandið og Félagsíbúðir iðnnema vegna Bjarna- borgar, Verslunin Sautján, Gerpir ehf., Vöruveltan vegna Barónsfjóss- ins, Spaksmannsspjarir, Topshop, Sandholt bakarí og Gullsmiðja og listmunahús Ófeigs. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Pálmadóttir með viðurkenninguna í Iðnó í gær. Jakob H. Magnússon, formaður Þróunarfélags miðborg- arinnar, er til vinstri og Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri félagsins, til hægri. Ingibjörg Pálmadóttir verðlaunuð fyrir 101 Hótel Segir komið að gullaldar- árum miðborgarinnar Í GÆR voru 100 ár liðin frá fæðingu Thors Thors, fyrsta sendiherra Ís- lands í Bandaríkjunum og hjá Sam- einuðu þjóðunum. Þessa var minnst með athöfn í hátíðasal Háskóla Ís- lands þar sem dr. Þór Whitehead flutti fyrirlestur um ævi Thors, en Íslensk-ameríska félagið, Háskóli Íslands og Félag Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi stóðu fyrir athöfninni. Sonur Thors, Thor Thors yngri, kom hingað til lands í tilefni af þessum áfanga. Einar Benediktsson sendi- herra flutti inngangsorð. Einar sagði við það tækifæri að fátt heiðraði minningu Thors betur en sjóður sem stofnaður var í hans nafni til að styrkja íslenska námsmenn til náms í Bandaríkjunum og Banda- ríkjamenn til náms hér á landi. „Það er okkar skoðun að styrkir úr Thors Thors sjóðnum hafi í senn verið metnaðarfullum nemendum til góðrar aðstoðar og til eflingar menningar- tengsla landanna. Það er mikils vert að svo skuli heiðruð minning Thors.“ Þríþættur ferill Dr. Þór Whitehead rakti ævi og störf Thors Thors. Thor fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1903 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922. Hann lauk svo lög- fræðiprófi með hæstu einkunn 1926, og stundaði framhaldsnám í Cam- bridge og París í framhaldi af því. Thor var fyrsti íslenski sendiherrann í Bandaríkjunum, og síðar sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. „Ferill Thors Thors var þríþættur. Hann var framkvæmdamaður í ís- lensku atvinnulífi og útflutningi, stjórnmálamaður, og loks stjórnarer- indreki. Á öllum þessum sviðum skar- aði hann framúr, vann þjóð sinni og samfélagi þjóðanna gagn og skildi eft- ir sig spor sem ekki hafa út máðst,“ sagði Þór. Morgunblaðið/Sverrir Vel fór á með Thor Thors yngri (t.v.), Ármanni Snævarr, fyrrum rektor HÍ, og Sigurði Helgasyni, fyrrum forstjóra Flugleiða, við athöfnina í gær. Aldarminning Thors Thors í Háskóla Íslands í gær „Skildi eftir sig spor sem ekki hafa út máðst“ FULLTRÚAR Samkeppnisstofnun- ar áttu ekki óformleg samtöl við full- trúa Skeljungs eða Olís um mögu- legan ávinning af samvinnu við rannsókn á meintu verðsamráði olíu- fyrirtækjanna, segir Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppnis- sviðs. Samstarf þessara aðila byggðist á formlegu samkomulagi um að fyrirtækin aðstoðuðu Samkeppn- isstofnun við rannsókn málsins. Þá gæti samkeppnisráð tekið mið af því samstarfi við ákvörðun hugsanlegra stjórnvaldssekta, yrðu fyrirtækin fundin sek um brot á samkeppnislög- um. Guðmundur segir að verið sé að leggja lokahönd á seinni hluta rann- sóknar Samkeppnisstofnunar á meintu verðsamráði olíufélaganna. Skýrslan verði send fyrirtækjunum á næstunni svo að þau geti komið með athugasemdir. Í fyrri skýrslunni, sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, var fjallað um tiltekin atriði í rekstri fé- laganna eins og útboðsmál. Guð- mundur segir seinni hluta frumathug- unarinnar tengjast verðlagsmálum, markaðsskiptingu og samrekstri ým- is konar. Fundaði með Olíufélaginu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sat forstöðumaður sam- keppnissviðs óformlegan fund með tveimur stjórnarmönnum og lögfræð- ingi Olíufélagsins Esso á Grand hóteli í lok febrúar á síðasta ári. Eftir þann fund var það skilningur forsvars- manna Olíufélagsins að starfsmönn- um fyrirtækisins yrði hlíft við lög- reglurannsókn ef unnið væri með Samkeppnisstofnun að rannsókn málsins. Einnig var rætt um að Sam- keppnisstofnun myndi ekki skipta sér af eignarhaldi Olíufélagsins í Olís og fyrirkomulagi olíudreifingar. Guð- mundur vill ekki tjá sig um önnur samskipti við forsvarsmenn íslensku olíufélaganna en þau formlegu. Í kjölfar fundarins var gert form- legt samkomulag um samstarf með bréfi Olíufélagsins til Samkeppnis- stofnunar 1. mars 2002, sem síðan var svarað eftir umfjöllun í samkeppnis- ráði. Skeljungur og Olís gerðu sams konar samning seinna á árinu. Forsvarsmenn Olíufélagsins telja samkeppnisyfirvöld hafa gengið á svig við sameiginlegan skilning þeirra á því hver framgangur rannsóknar- innar ætti að vera. Stofnunin hafi haft frumkvæði að því í sumar að benda ríkislögreglustjóra á meint brot fyr- irtækisins og starfsmanna á sam- keppnislögum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins skipti það Olíufélagsmenn máli á hvaða forsend- um upplýsingar voru veittar. Vildu þeir slá skjaldborg um starfsmenn sína um leið og þeir voru hvattir til að vinna með samkeppnisyfirvöldum. Samkeppnisstofnun lýkur frum- athugun á meintu verðsamráði Allt samstarf við Olís og Skeljung var formlegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.