Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 20
Húsadýragarður | Fulltrúar áhugahóps um uppbyggingu húsdýragarðs á Blönduósi sóttu nú í haust fund fjárlaganefndar og greindu frá áformum sín- um. Útbúin hefur verið viðskiptaáætlun um verk- efnið sem gerir ráð fyrir að innan fimm ára verði kominn upp veglegur hús- dýragarður og ævintýra- þorp sunnan megin Blöndu sem laði að íbúa svæðisins og þá fjölmörgu ferðamenn sem aka um þjóðveg 1 yfir sum- artímann, segir á heimasíðu sveitarfélagsins. Fyrir aðra umræðu um fjárlaga- frumvarpið leggur fjárlaganefnd til að þrjár milljónir króna renni til uppbyggingar hús- dýragarðs á Blönduósi. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ber vel í veiði | Á veiðiárinu 2003, eða frá 1. sept. 2002 til ágústloka 2003, tókst alls að ná 17 refum og 49 minkum í Að- aldælahreppi að því er fram kemur á heimasíðu hreppsins. Þar kemur fram að Vilhjálmur á Sílalæk hefur séð um að koma þessum skepnum fyrir kattarnef, bæði hér í sveit og víðar, og segir hann að þarna megi sjá að raunfækkun hefur orðið á minkum und- anfarin ár en veiðiárið 2002 veiddist 61 minkur og 2001 voru það 73 dýr. Tala veiddra refa er sú sama veiðiárin 2003 og 2002 eða 17, en 2001 voru veidd 10 dýr. Árin 1996–2000 voru aðeins veidd 5 dýr, þannig að aukn- ingin er talsverð. Fram kemur einnig að ekki er staðið jafn skipulega að útrýmingu músa enda ekki eins skæðar í náttúrunni og refir og minkar og því engar tölur til um veiðar á þeim. Hafi borið allnokkuð á músum nú í haust og þær sumstaðar verið til tals- verðra leiðinda. „Enda með eindæmum forvitnar og tilbúnar að bragða rækilega á hlutunum hvort sem um er að ræða fóð- urbætispoka, bíláklæði, rafmagnssnúrur eða annað sem við tvífætlingarnir viljum hafa í upprunalegu ástandi!“ eins og segir á heimasíðunni.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN ALLS heimsóttu um3.200 gestir sýn-ingu Sauðfjárset- ursins á Sævangi á Ströndum í sumar er leið og voru gestir heldur fleiri en árið áður. Flestir komu þegar hátíðisdagar voru haldnir í tengslum við sýn- inguna, t.d. sumarhátíð í júlí og á meistaramót í hrútadómum og drátt- arvéladag í ágúst. Spurn- ingakeppni sem haldin var í ársbyrjun var einnig vin- sæl meðal heimamanna. Þegar hefur verið mótuð atburðadagskrá fyrir Sauðfjársetur frá febrúar á næsta ári og fram í ágúst. Dagskrána ásamt margvíslegum upplýs- ingum um starfsemina er að finna á heimasíðu Sauð- fjárseturs. Sauðfjársetur Fagridalur | Hin árvissa jólavillibráðarskemmtun var haldin í Leikskálum í Vík í Mýrdal um síðustu helgi. Það er Stangveiði- félagið Stakkur ásamt Víkurskála sem sá um há- tíðina. Stangveiðifélagið Stakkur gefur árlega peninga til styrktar ein- hverjum málefnum sem þarfnast hjálpar í Mýr- dalnum. Að þessu sinni styrkti Stakkur slökkvi- liðið í Vík, körfuboltalið Drangs og Björgunar- sveitinaVíkverja. Á myndinni eru Haf- steinn Jóhannesson, Ein- ar Bárðarson og Sig- urgeir Már Jensson. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stakkur í jólaskapi Jón Jens Kristjánssonyrkir um fund á tóft-um á Reykjaseli, tengdum Hrafnkelssögu. Af fyrirganginum hafi mátt ráða að Hrafnkell byggi þar enn með öllum húsbúnaði, en raunin hafi verið sú að með góðum vilja hafi mátt greina ójöfnu á sléttri grund. Austfirskum fréttum er illt að trúa og eflaust laug þessu vondur deli að Hrafnkell sé ekki hættur að búa hann er víst staddur að Reykjaseli. En hann er hættur þar öllu rápi úti stendur hann niðurgróinn kvalinn af látlausu kíkisglápi að koma auga á hrossaþjófinn. Hrökk hann þó við einn haustdag blíðan hark var í nánd og óp og söngur þetta kom nær og þagnaði síðan það voru menn að fara í göngur. Bar þá í skyndi að bæjartröðum sem beygðu þar inn um grýtta meli þá benti einn úr þeirra röðum nú, þarna er bærinn að Reykjaseli. Þó voru leiðir þessar kunnar og þarna var margur sögurækinn. þeir héldu’að hann stæði heldur sunnar og hinum megin við bæjarlækinn. Tóftir á Reykjaseli pebl@mbl.is Egilsstaðir | Í eina tíð tóku krakkarnir í Grunnskólanum á Egilsstöðum með sér skauta í skólann, því um árabil var íþróttavöllurinn framan við skólann ruddur og gert þar skautasvell sem ganga mátti að sem vísu meðan frost héldust. Nú hefur þetta verið aflagt, en í staðinn skreppa krakkarnir í Lómatjarnargarðinn, skrúð- garð bæjarins, þar sem tjörnina hafði sléttlagt í vikunni í 6 stiga frosti. Þau renndu sér þar á stígvélunum og duttu mátulega oft á rassinn með skrækjum og hlátrasköllum. Hafa svo sjálf- sagt hlaupið heim að heimta skautana ofan úr hillu, því spáð er ágætis skautaveðri næstu dagana. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skautað á stígvélunum Í skrúð- garðinum Hafnarfjörður | Regnbogabörn, Íþrótta- bandalag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðar- bær hafa gefið út forvarnarbækling gegn einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi, sem ætlunin er að dreifa í íþróttahúsum og sundstöðum í Hafnarfirði. Bæklingurinn ber heitið Tökum á því einn, tveir og þrír og er prentaður í 2.000 eintökum. Í bæklingnum er fjallað um ein- elti í íþróttum, hvar það verður, hvernig það fer fram, almenn einkenni, hverjir eru teknir fyrir og hverjir taka fyrir. Einnig er fjallað um viðbrögð þolenda og afleiðingar, segir Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi hjá Regnbogabörnum. Einelti í íþróttum er vandamál sem þarf að taka á, og ætlunin er að fylgja bækl- ingnum eftir næstu daga og vikur með því að ræða við þjálfara, sundkennara og aðra sem vinna með börnum og unglingum, seg- ir Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi Hafn- arfjarðar. Geir segir þá sem vinna með börnunum þurfa að koma boðskapnum áfram til barnanna, og segir boðskapinn vera að þjálfarar í íþróttum hafi meira hlutverk en bara að kenna börnunum að vera góð í íþróttum. Samstarf gegn einelti í íþróttum Morgunblaðið/Eggert Sameiginlegt átak: Guðmundur Rúnar Árnason, formaður forvarnarnefndar Hafnarfjarðar, kynnti útgáfu bæklingsins. Akureyri | Menningarmálanefnd Akureyr- arbæjar fjallaði nýlega um tillögur um samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykja- vík og Akureyrarbæjar. Fyrir liggur að Seamus Heaney kemur til Akureyrar, uppi eru hugmyndir um að til Akueyrar komi frönsk djasshljómsveit og fleira er í deigl- unni. Þá er ákveðið að Listasafnið á Ak- ureyri verður þátttakandi í Listahátíð. Menningarmálanefnd samþykkti að áfram yrði unnið að þessum hugmyndum og gengið yrði frá samstarfssamningi við Listahátíðina. Samstarf við Listahátíð ♦ ♦ ♦ Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 300.000.000 kr. Stykkishólmsbær - 1. flokkur 2003 Stykkishólmsbær, kt. 620269-7009, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, gefur út skuldabréf að nafnvirði kr. 300.000.000. Skuldabréfin eru til 15 ára og bera fasta 5,0% ársvexti. Bréfin eru bundin vísitölu neysluverðs og breytist höfuðstóll þeirra á hverjum gjalddaga í samræmi við hana. Höfuðstól skuldarinnar ber svo að endur- greiða með 15 jöfnum og árlegum afborgunum, fyrst 1. september 2004 og síðast 1. september 2018. Vexti ber einnig að greiða á sömu gjalddögum og afborganir. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður STY 03 1 og mun Kauphöllin taka bréfin til skráningar hinn 1. desember 2003. Umsjónaraðili sölu skuldabréfanna og skráningar í Kauphöll Íslands er Verðbréfa- stofan hf., kt. 621096-3039, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Skráningarlýsing- una og þau gögn sem vísað er til í henni má nálgast hjá Verðbréfastofunni hf., Suð- urlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast skráningarlýsinguna á vef Verðbréfastofunnar hf. www.vbs.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.