Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HJÁ okkur sem eigum börn í grunnskóla hefur töluvert verið rætt undanfarið um fyrirbæri sem kallast Foreldrasamningur og Vinahópar. Hvað skyldi nú svo felast í þessu tvennu? Foreldrasamning- urinn er samningur sem byggist í meg- inatriðum á eftirfar- andi: Fyrir yngri börnin að útivistartími sé virtur, sjónvarps-, net- og tölvuleikjanotkun sé miðuð við aldur og þroska barnanna, for- eldrar fylgist með að gestkomandi börn láti vita af sér heim, að ekki sé skilið út undan við boð í afmæli, af- mælisgjöfum sé stillt í hóf o.s.frv. Fyrir eldri börnin þá að útivist- artími sé virtur, foreldrar kaupi ekki áfengi eða vímuefni fyrir börnin, ein- hver fullorðinn sé til staðar þegar haldið er partí og foreldrar fylgist með og láti vita ef þeir verða vitni að áfengis- og vímiefnanotkun barnanna. Vinahóparnir eru svo þannig upp byggðir að börnunum er skipt upp í 4–5 manna hópa og er ágætt að kennarinn sé hafður með í ráðum við það. Hver hópur hittist svo einu sinni til tvisvar í mánuði 1–2 tíma í senn og skiptast börnin á að bjóða heim. Annað foreldri eða bæði verða að vera heima og fylgjast vel með og jafnvel taka þátt líka. Ekki má horfa á sjónvarp eða fara í tölvuleiki. Hverskyns leikir úti og inni eru æskilegir. Og foreldrar eru hvattir til að staldra við smástund þegar þeir sækja börnin. Hver er svo eiginlega tilgang- urinn með þessu? Eiga ekki foreldrar nóg með sinn frítíma að þeir fari ekki að eyða hon- um í þetta líka? Því miður er það þannig að þjóðfé- lagið sem við höfum búið okkur er fjandsamlegt því fjölskyldumynstri sem var hér fyrir aðeins nokkrum áratugum. Sífellt er talað um agaleysi barna bæði í skólum og heima fyrir. Ofbeldi sem börnin beita og eru beitt hefur aukist, orðbragð versnað o.s.frv. Hverju er um að kenna? Að hluta til er það þetta endalausa áreiti sem á börnunum okkar dynur. Börnin eru fyrir löngu orðin markhópur sem neytendur, á þeim bylur atferlismótandi áróður úr öll- um áttum, tímarit, sjónvarp, Netið, tölvuleikir, leikföng og hegðan for- eldranna sjálfra. Einn þáttur sem oft hefur verið stórlega vanmetinn þegar rætt er um uppeldi barna er félagslegi þátt- urinn, þ.e áhrif félagahópsins á börnin. Í rannsókn Prófessor Dorothy Espelage við University of Illinois sem gerð var 1999–2000 koma fram mjög sterk tengsl eineltis (bullying) og neyslu vímuefna við félagahópinn eða hið svokallaða „Peer Effect“. Tölvuleikir sem dæmi eru margir hverjir einungis ætlaðir þeim sem eru orðnir 18 ára, staðreyndin er hinsvegar sú að drengir niður í 6 ára eru að spila þá. Leikir eins og Grand Theft Auto2 þar sem sá sem spilar hefur það hlutverk að stela bílum og misþyrma þeim vegfarendum sem hann mætir, það er jafnvel boðið upp á þann möguleika að keyra inn í húsasund og fá sér munnmök hjá vændiskonu og berja hana síðan til óbóta. Aðgengi að hvers kyns klámi og einnig grófu ofbeldi er mjög auðvelt í gegnum Netið og saklausar barns- sálir skaðast léttilega af viðkynningu við slíkt efni. Hvað stúlkurnar varðar þá er áreitið á þær af öðrum toga. Þær eru til sýnis og afnota fyrir hitt kynið. Þeirra fyrirmyndir eru margar hverjar í tónlistarmyndböndum, klæðalitlar og atferlið eftir því. Þessu er fylgt eftir með leikföngum á borð við Bratz og My Scene dúkk- urnar. Í mörgum búðum fást föt fyrir litlu stelpurnar okkar í stíl, buxur sem rétt ná upp fyrir nára og maga- bolir. Nú og auðvitað G strengur eða eitthvað álíka, tattoo og skrautpinn- ar svona til að setja punktinn yfir iið. Þetta mætti kalla paradís barna- níðingsins og hana erum við sjálf að skapa. Ósjálfrátt hafa viðmið okkar færst niður og um leið gerum við umhverfi barnanna okkar síðra. Kynferðislegt ofbeldi gegn stúlk- um og konum færist sífellt í vöxt og ofbeldið gegn þeim verður æ hrotta- legra. Er ekki kominn tími til að við for- eldrar virkilega tökum þá ábyrgð sem lögð er á herðar okkar? Bæði Foreldrasamningurinn og Vinahóparnir eru tæki sem við get- um nýtt okkur til að skapa betra um- hverfi fyrir börnin okkar og okkur sjálf. Vinahóparnir eru frábært tæki til að berjast gegn einelti. Börnin fá einstakt tækifæri til að kynnast betur, tengjast böndum og hafa betri skilning á sjálfum sér og hvert öðru. Hér er gott tækifæri fyrir börnin til að kynnast öllum börnum í bekkn- um hvort sem það eru strákar eða stelpur og jafnvel einhverjum sem barninu hefur hingað til kannski staðið ógn af. Tækifæri skapast fyrir barnið og foreldra þess til þess að nálgast þetta barn og foreldrum þess betur og kynnast þeim á öðrum vettvangi. Oft eru t.d. mjög hlédræg börn opnari á heimavelli og geta þar með betur komið sér á framfæri við bekkjarsystkini sín. Foreldrasamingurinn veitir það aðhald sem hverju barni er nauðsyn- legt og hjálpar okkur foreldrum að standa saman og um leið að ala börn- in upp. Ég hvet alla foreldra grunnskóla- barna til að sýna ábyrgð í verki og undirrita Foreldrasamninginn og taka virkan þátt í Vinahópunum og umfram allt eyða meiri tíma með börnunum sínum, tímakaupið þar er ómetanlegt og sá lífeyrir endist okk- ur fram á síðasta dag. Ábyrgð foreldra – Foreldra-samningur og Vinahópar Eftir Ásgeir Kristján Ólafsson Höfundur er húsasmíðameistari og situr í stjórn Foreldrafélags Hofsstaðaskóla. Í KJÖLFAR frumvarps sem hátt- virtur fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi nú á dögunum hefur orðið nokkur úlfaþytur. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að svipta ríkisstarfs- menn ýmsum mik- ilvægum réttindum í tengslum við ráðn- ingarkjör þeirra, t.d. hvað varðar and- mælarétt, regluna um jafnræði og meðalhófsreglu. Hér er um alvarleg tíðindi að ræða – enda þýðir þessi athöfn, eins og að- ildarfélög BHM hafa bent á, að upp- sagnir starfsmanna gætu héðan í frá orðið háðar duttlungum yfirmanna. Fyrir þroskaþjálfa er einkar fróð- legt að lesa ummæli Geirs H. Haarde í kjölfar viðbragða BHM. Þar verður sá ágæti maður uppvís að alvarlegri vanþekkingu hvað varðar sérstöðu margra starfsmanna ríkisins. Ég hlýt að spyrja háttvirtan ráð- herra hvort hann hafi yfirleitt kynnt sér starfssvið þeirra stétta er frum- varpið beinist að – og hvaða kröfur gerðar eru til þeirra? Hvað á hann t.d. við þegar hann segir að þarna sé einungis verið að leggja til að starfs- menn ríkis búi við samskonar um- hverfi og tíðkast almennt í landinu? Þetta eru einfaldlega ósannindi. Þroskaþjálfar eru t.d. bundnir af siðareglum stéttarinnar – þeim eiga þeir að fylgja í öllum aðstæðum sem starfið krefst. Í þeim siðareglum er m.a. að finna ákvæði þess efnis að þroskaþjálfi skuli ávallt standa vörð um réttindi skjólstæðinga sinna. Þetta þýðir einfaldlega að við verðum ávallt að vera reiðubúnir til að gagn- rýna vinnuveitanda okkar á opinber- um vettvangi – þar á meðal ríkið – í því skyni að fullnægja ákvæðum siða- reglna um áðurnefnda réttindagæslu. Hingað til hafa þroskaþjálfar getað sinnt þessari skyldu sinni, tiltölulega öruggir um að áðurnefnd gagnrýni stofni ekki störfum þeirra í hættu. Frumvarp Geirs er því lítið annað en tilraun til að múlbinda þroskaþjálfa og aðrar stéttir sem svipað er ástatt um. Stéttir sem verða – ætli þær að sinna starfi sínu af alúð – að geta gagnrýnt yfirmenn og vinnuveit- endur á opinberum vettvangi, hvar í flokki sem þeir standa. Að halda því fram að verið sé að færa ráðningarfyrirkomulag í það horf sem tíðkast á almennum mark- aði, er vanhugsað svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fjármálaráðherrann veit fullvel að vandamál tengd brott- vikningu vanhæfra starfsmanna eru ekki fyrir hendi, sé rétt að málum staðið. Vissulega eru til þeir yfirmenn sem skortir kjark til að veita mönnum áminningu, vilja frekar reka strax svo þeir þurfi ekki að standa fyrir máli sínu. Það virðist því við fyrstu sýn að hér sé ráðherrann að semja frumvarp sérstaklega sniðið að þörfum van- hæfra yfirmanna; aðrir þurfa ekki á þessum gerningi að halda. Sú aðstaða sem ríkisstarfsmenn eru settir í með þessu frumvarpi, að þurfa að vega og meta hvort réttmæt og eðlileg gagnrýni sé áhættunnar virði, er óviðunandi. Þetta mun leiða til þess að færri sjá sér fært að fjalla opinberlega um alvarleg stjórn- arfarsleg vandamál og raunveruleg staða, t.d. í félagslega- og heilbrigð- iskerfinu mun ekki koma fram. Þessa hlið mála leyfi ég mér að álíta að hátt- virtur fjármálaráðherra hljóti að hafa hugleitt. Honum má ljóst vera að frumvarpið er bein atlaga að nauð- synlegu tjáningarfrelsi margra stétta. Spurt er: stendur honum ein- faldlega á sama eða finnst ráðherran- um þetta kannski æskileg þróun – jafnvel ástæða til að taka fleiri og stærri skref í sömu átt á komandi ár- um? Við höfum hingað til búið í lýðræð- isríki þar sem tjáningarfrelsi er bund- ið í sjálfa stjórnarskrána. Sú stefna sem tekin er í ofangreindu frumvarpi tengist hins vegar í huga okkar allt öðrum stjórnarháttum, þeim er tíðk- ast meðal ráðamanna sem vilja sem minnst vita af mannréttindum þegna sinna. Við erum hins vegar svo lán- söm að á okkar menningarsvæði er stjórnarfari af því taginu hafnað og það almennt fordæmt. Frumvarp Geirs Haarde er fyrsta skref í aðför að því tjáningarfrelsi sem telja má hornstein lýðræðisins. Frumvarpið er því stórt skref í ranga átt og sú er ein- læg von mín að það verði dregið til baka sem fyrst, en þingheimur sjái að öðrum kosti sóma sinn í að hafna þessu ískyggilega plaggi. Vinnuveitandi á villigötum Eftir Baldur McQueen Rafnsson Höfundur er varaformaður Þroska- þjálfafélags Íslands. NÚ ER aðventan að ganga í garð og jólin nálgast. Á aðvent- unni undirbúum við komu jólanna og lífið fær á sig annan blæ hjá flestu fólki. Menn gera sér dagamun oftar á aðventunni, því það er svo mik- ið í gangi. Má þar nefna allar bæk- urnar sem eru að koma út, tónlist- ina sem einnig kemur til okkar á geisladiskum og svo auðvitað alla þessa glæsilegu tónleika sem haldnir eru á aðventukvöldum kirkjunnar víða um land. Ég hvet allt fólk til að sækja þessar góðu og vönduðu samkomur kirkjunnar. Já, það er ekki ofsagt að aðvent- an lyfti mörgum upp í skammdeg- inu og hefur hún áhrif á hugs- unina og lífsmátann. En það er margt fleira í boði en bækur og tónlist. Nú er barist harðri baráttu við að auka alkóhólneyslu þjóðarinnar. Já alkóhólsalarnir eru heldur bet- ur á kreiki núna og þeir beita öll- um tiltækum ráðum, svo að sem flestir helli í sig sem mestu af alkóhóli, en það er til í misjöfnum umbúðum. Bjór er auglýstur á fullu, sum blöð og sjónvarpsþættir eru helg- uð vínum, sem ýmsir telja vera fljótandi mat. Og fólkið sem er að kynna þetta allt saman er sem ein- lægir og andaktugir prestar sem boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Hitt er að vísu fagnaðar- erindið um Bakkus, að minnsta kosti tilbrigði við það. „Það er orðið svo menningarlegt að drekka vín, og það er allt í lagi því aðrar þjóðir hafa gert það svo árþúsundum skiptir. Það hefur líka svo lítil áhrif, því að það er svo létt og þegar fólk er að drekka fær það sér bara eitt glas og svo ekki meir. Já, og svo er vínið svo ofboðslega hollt, þeir sem ekki drekka rauðvín til að mynda eiga það á hættu að fá hjartaáfall og þröngar æðar.“ Slíkum viðhorfum sem koma fram í þessum setn- ingum mætum við einatt. Það má segja að sama siðferði sé í gangi í alkóhólbransanum hjá okkur og viðgengst nú á öðrum sviðum sam- félagsins, þar sem reglan „allt er leyfilegt“ er í heiðri höfð. En á hvaða braut er þjóðfélag sem hef- ur slíka reglu að leiðarljósi? (Það sem er í gangi í dag minnir óneitanlega á þær sögulegu bíó- myndir og sjónvarpsþætti sem gerðar hafa verið af aðlinum í Róm, forðum, svona rétt fyrr fall hennar. Klám, drykkja og græðgi. Ég spyr, eru þessar eigindir ein- kenni samfélags okkar? Já hverjar eru dyggðirnar og hver eru mark- miðin? Hvað er nauðsynlegt? Þetta þurfum við öll að hugsa um hvert og eitt. Já, hvert viljum við stefna?) Leitum ekki gleðinnar í vín- drykkju um aðventu og jól undir því yfirskini að vín sé nauðsynlegt með hinum andlega mat jafnt sem hinum veraldlega, hangikjötinu, laufabrauðinu og öllu því góðgæti. Það gæti endað með því að við segjum að matur sé ekki nauðsyn- legur með víni, og hvað eiga börn- in þá að borða ef ástandið verður þannig? Fólk sem stöðugt er í léttvínum og bjórdrykkju þó það sé „ekki mikið“ ætti að hugsa um það, að alkóhólið er töluvert í þessum drykkjum og að þessir drykkir eru langt í frá alltaf sötraðir eða drukknir vegna bragðs, gæða, venjulegs þorsta eða menning- arnauðsynjar, heldur einfaldlega vegna þess að blessað fólkið þarf að fá alkóhól í kroppinn sinn því það er svo gott þegar það hríslast um æðarnar og veitir svölun, skammvinna að vísu. Megi aðventan færa okkur glaða, þroskaða, heilbrigða og já- kvæða sýn til lífsins án mariner- ingar í daufu eða sterku alkóhóli. Alkóhól á aðventu Eftir Karl V. Matthíasson Höfundur er prestur á sviði áfengis- og fíknimála. Í STEFNUYFIRLÝSINGU núverandi ríkisstjórnar segir að sérstök áhersla verði lögð á sókn á sviði starfs- og verkmenntunar. Jafnframt er talað um að setja aukið fjármagn til uppbygg- ingar í menntakerfinu. Erfitt er að koma auga á þá yfirlýsingu í verki og því líkast sem fenni stöðugt yfir leið- ina frá góðum vilja til góðra verka. Nefna skal tvö nýleg dæmi því til staðfestingar. 1) Síðastliðið skólaár voru 992 nem- endur í verkfræði og raunvísindum við Háskóla Íslands en menntamálaráðuneytið greiddi aðeins fyrir 850 nemendur. Háskóli Íslands reynir að koma til móts við vaxandi áhuga á raun- greinanámi en skiljanlega getur hann það ekki mið- að við þessar fjárveitingar. Mikil þörf er fyrir þetta fólk í atvinnulífinu. 2) Í sumar sem leið fékkst vilyrði hjá mennta- málaráðuneytinu fyrir því að fjölga nemum í tækni- greinum við Tækniháskóla Íslands um 50 frá og með þessu hausti. Nú kemur í ljós að fjárveiting fyrir þessa nema verður ekki greidd fyrr en á komandi fjárlagaári. Tækniháskólinn er því settur í þá að- stöðu að taka lán til þess að standa undir auknum kostnaði vegna þessarar fjölgunar. Hvaða gagn er í því að samþykkja aukinn fjölda nemenda án þess að auka fjárveitingar að sama skapi? Nauðsynlegt er að setja verk- og tækninám í fjár- hagslegt samhengi. Árleg framleiðni vinnuafls á tí- unda áratug síðustu aldar jókst í 2,17% en hafði aukist um rúmlega 1,50% á ári áratugina á undan. Á þessum tíma uxu ýmis tæknifyrirtæki býsna hratt. Ástæður þessa voru m.a. aukinn stöðugleiki í ís- lensku hagkerfi og tilkoma EES-samningsins. Eitt atriði, sem sjaldan er nefnt, skipti líka miklu máli. Fyrirtækin gengu að menntuðu vinnuafli vísu, sér- staklega raungreina- og tæknimenntuðu. Ef ekki hefði verið tiltækt framboð af menntuðum og þjálf- uðum sérfræðingum hefði vöxtur fyrirtækjanna ver- ið annar. Í samanburðarlöndum okkar er það sameiginlegt verkefni atvinnulífs og stjórnvalda að bjóða áhuga- verða valkosti í verk- og tækninámi, bæði á fram- haldsskólastigi og háskólastigi. Hér á landi er mikil eftirspurn í atvinnulífinu eftir fólki með verk- og tæknimenntun en hins vegar er óhagkvæmt fyrir skólana að mennta þetta fólk. Ungt fólk nú á dögum gerir sér ágætlega grein fyrir möguleikum sínum í lífinu. Það hefur aðgang að miklu betri og auðfengnari upplýsingum nú en fyrir áratug, þökk sé upplýsingabyltingunni. Ýmis félög og skólar hafa upplýst ungt fólk um möguleika verk- og tæknináms með umtalsverðum árangri: Ungu fólki, sérstaklega konum, hefur fjölgað í raun- greinum; háskólar eru áhugasamir um að bjóða fjöl- breyttari verk- og tæknimenntun; fyrirtæki óska eft- ir fleiri verk- og tæknimenntuðum. Mikilvægi verk- og tæknimenntunar hefur líklega aldrei verið meira en einmitt nú. Tæknimenntun á Íslandi hefur skilað sér í dýrmætum störfum hjá þróttmiklum fyrirtækjum sem hafa fært ríkissjóði góðar skatttekjur. Ef allt væri með felldu ættu stjórnvöld að keppast við að skapa þessum fyr- irtækjum sem hagstæðust skilyrði, m.a. með því að greiða fyrir verk- og tæknimenntun. Reynslan um allan heim sýnir að það er góð fjárfesting. Vilji án verka Eftir Inga Boga Bogason Höfundur er menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.