Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 37 HJÁ Hafnarfjarðarleikhúsinu eru hafnar æfingar á Meist- aranum og Margarítu eftir Mikael Bulgakov og er frum- sýning fyrirhuguð milli jóla og nýárs. Meistarinn og Margaríta er skáldsaga sem Bulgakov skrifaði á fyrri hluta síðustu aldar og var birt í tímaritinu ,,Moskva“ sem framhaldssaga á sjöunda áratugnum, rösk- lega 25 árum eftir dauða Bulgakovs og vegna andstöðu þá- verandi valdhafa í Rússlandi fékkst bókin ekki útgefin fyrr en mörgum áratugum síðar eða í lok aldarinnar. Helsta ástæðan var sú að höfundurinn stakk á kýlum þjóðfélags- ins eins og það kom honum fyrir sjónir og þótt bókin hafi verið skrifuð á þessum tíma pólitískra þvingana og kúg- unar á hún fullt erindi við samtímann, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikgerðin er unnin af leikstjóranum Hilmari Jónssyni sem hefur verið listrænn stjórnandi Hafnarfjarðarleikhúss- ins frá upphafi og aðrir listrænir stjórnendur sýning- arinnar koma úr röðum þess. Þórunn María Jónsdóttir búningahönnuður, Börkur Jóns- son leikmynd, Margrét Örnólfsdóttir tónlist, Egill Ingi- bergsson ljósahönnuður, Ásta Hafþórsdóttir leikgervi. Leikendur eru: Kristján Franklín Magnús, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson, Erling Jóhann- esson, Hjálmar Hjálmarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Páll S. Pálsson. Stór hópur blásara úr lúðrasveitinni Svani tekur þátt í sýningunni. Ennfremur kemur til liðs við leikfélagið hópur hafnfirskra unglinga sem koma til með að gegna hlutverki borgarbúa og vinna ýmis störf sem til falla við uppfærslu á svo viðamiklu verki. Meistarinn og Margaríta í Hafnarfirði Morgunblaðið/Jim Smart Stór hópur fólks kemur að sýningunni á verki Bulgakovs í Hafnarfjarðarleikhúsinu. BJARNI Jónsson hefur á undan- förnum árum lagt sig eftir því að gera leikgerðir af skáldsögum til flutnings í útvarpi. Það er athyglisvert að hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur leitar uppi skáldsögur sem við fyrstu sýn virðist jafnvel ómögulegt að snúa í leikrænan bún- ing. Honum tekst undantekninga- laust allsæmilega að draga fram dramatískustu þætti þeirra og jafnvel finna lausnir sem gera þær að athygl- isverðum útvarpsleikritum. Að auki þessum starfa skrifar hann áfram leikrit frá eigin brjósti og verður eitt þeirra – Vegurinn brennur – vænt- anlega frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í byrjun næsta árs. Hér hefur orðið fyrir valinu skáld- saga eftir Guðberg Bergsson sem er langt í frá eitt af bestu verkum höf- undar. Ólína Þorvarðardóttir fjallaði um bókina í umsögn í Mbl. þegar hún kom út fyrir níu árum og notaði þá setningar eins og „sérkennileg og sundurlaus frásögn“, kvað söguna líða fyrir hve losaraleg hún væri í byggingu, hún væri „laus í böndum“ og „útúrdúrar margir og langir“, „örlar á klisjum“ og samtölin „óþarflega bókleg“ þó að „aðdáendur Guðbergs fá[i] þó ýmsa sælgætismola í þessu verki“ enda sé hann „jafnan orð- heppinn“ og bjóði „upp á margt óborg- anlegt spakmælið“. Það er hægt að taka undir allt þetta en hið ánægjulega við leikgerð Bjarna er að honum hefur tekist að sneiða hjá flestum vanköntum bókarinnar, draga fram snilldina í þessu verki Guðbergs auk þess að ná að komast að kjarna málsins um eðli hinnar dul- arfullu konu sem aðalpersónan, Vífill, flækist með til Grindavíkur – eitthvað sem greinilega hefur farið bæði fram hjá Ólínu á sínum tíma og undirrit- uðum þegar þau lásu bókina. Orðmargir útúrdúrar Guðbergs eru skornir niður við trog og við það kemur Bjarni böndum á skáldlegt hugarflug rithöfundarins. Útkoman verður mun meitlaðra verk, gullmol- arnir í stílnum fá að njóta sín og tengslin milli hinna upphöfnu hug- mynda um hina einu réttu og hvers- dagslegrar sambýliskonu undirstrik- uð með því að láta Eddu Heiðrúnu Backman leika þessa tvíeinu konu. Hún gerir það líka með glæsibrag, hvert tilsvar innblásið af andagift. Hjálmar Hjálm- arsson skilar líka afar vönduðu verki, hvort sem er sem Vífill sögumaður eða í samtölum við aðrar persónur. Það er greini- legt að María Kristjáns- dóttir hefur lagt sig fram um að ná fram afslöppuð- um leik jafnframt því að leggja áherslu á að per- sónurnar samsvöruðu hin- um undarlega hugarheimi sem þær byggja, enda eru þær „ekki afkvæmi veru- leikans“ svo vitnað sé í orð höfundar. Það er skemmtilegt að heyra í Kristbjörgu Kjeld og Pétri Einars- syni í stuttu atriði en þar hefði hljóð- myndin mátt vera áleitnari, enda þau á ferð í bifreið. Ólafur Darri Ólafsson og Örn Árnason skila sínu mætavel en rúsínan í pylsuendanum er Margrét Helga Jóhannsdóttir sem leikur frænkuna eins og hún ein getur leikið slíkar kvenpersónur. Tónlistin á stóran þátt í hve flutn- ingurinn er vel heppnaður. Það er sjaldgæft að leikgerðir séu betur heppnaðar en skáldverkið sem þær eru byggðar á – ef slíkt gerist er það vegna þess að höfundi leikgerðar tekst að skilja hismið frá kjarnanum og leyfa snilld skáldsins að njóta sín í sinni hreinustu mynd. Þessi leikgerð Bjarna Jónssonar er gott dæmi um slíkt. Hin eina rétta LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur leikgerðar: Bjarni Jónsson sem byggir á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Höfundur tónlistar: Hallur Ingólfsson. Leikstjóri: María Kristjáns- dóttir. Upptökustjórn: Björn Eysteinsson. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Hjálm- ar Hjálmarsson, Kristbjörg Kjeld, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Pétur Einarsson og Örn Árna- son. Frumflutt fimmtudag 20. nóvember; endurtekið fimmtudagskvöld 27. nóv- ember. ÆVINLEGA Sveinn Haraldsson Bjarni Jónsson . 23 34 5 &* 4 6  &*3         ! "  #"4 "0&& 7) .083&4 ,9  "  "$4 : 3* ; &00 14 < && %"$4 ;&*  <&*30&4 = >5  &  &'   4 . &3 2  0&4 "?= # -  (    ) $  4 "3 3 4 ?? 0 *)  "    )4 "3 3 4 ?? 0 +, "   -4 @-3&& ,  0&4 "?= # -  .  / 0  4 A  % 3&0&4 % &   "   /,"4 A  B && B  0&4 C- 0  &&3& 1#  4 A  B &&0&4 "?= # -  D3&  3 0 E  " # $%&& "          %"$4 ;&*  <&*30&4 = >5  1#  4 A  B &&0&4 "?= # -  2 34  4 :& ,08&4 ,9  5$4 ;&*  <&*30&4 = >5  64 ;&*  <&*30&4 = >5  7"  , 4 =3*$ B$* 34 "?= # -  "  4 =3 0 ;) <& 0&4 C- 0  &&3& &  4 F3&* =319-* 34 03 *  4 D3& 7-0&4 C- 0  &&3& 0 4 ;&*  <&*30&4 = >5   " # $%&&  ' # # # ("          ! "  #"4 "0&& 7) .083&4 ,9    "   /,"4 A  B && B  0&4 C- 0  &&3& %'"4 <&  G& ,9 3&0& 0 D H ,- * 34 C- 0  &&3& * 4 73 $& 5  B &&* 34 C- 0  &&3& +  ' 4 C*0&&4 C- 0  &&3& "  8 9 &)  " 4 D03& I0 4 "?= # -  (" : ;'  ) " <<<4 : ?3 4 "?= # -  =" '4 ,9&3 B 0& J**34 = >5  0) ,> ?@ % >4 5 3 "&0&4 23&*  * ;;  A  "4 ;&* 8 : & 0 4 = >5     #  & ("         "  "$4 : 3* ; &00 14 < && (    ) $  4 "3 3 4 ?? 0 *)  "    )4 "3 3 4 ?? 0 .  / 0  4 A  % 3&0&4 % & B  A    9 4 < 3 " 0& 0  334 "?= 0 3AC 7   4 F&* > 3 &* *> " "#4 2K  I0L4 "?= # -   ;- D " $4 %3   ,) % -&0& 3  J34 M&*& 3 "  , A 4 C3K1  C00 4 03    A ) 4 5$& ;&* 34 %  )*+,-. /01 2)*3 422  *53.. (6#  # &    #        &  &'   4 . &3 2  0&4 "?= # -  +, "   -4 @-3&& ,  0&4 "?= # -  2)  (A4 N3&&4 "?= # -  E   4 03 A 0&4 %  ** 6 , 6" 4 @ && 5 & %3 9&* 34 03 * " 9 *  4 ?-3 "&0&4 ; &&   O3 )  @ F  3,  *"  <4 B$3 ?-0&4 C- 0  &&3& +  -  4 D$& ?-* 34 = >5  G' *   9 F   HH4 B 9& 33 0&4 C- 0  &&3& %" 4 %0 *4 = >5   " # $%&& 78        G'  4 "1&&  # 7  4 C- 0  &&3& * ;' A "   4 4 % -10 # -    "'4 .& <&3 ; 3&0& *34 , # - & 5 &'A 4 %3   ?-0&4 "?= # -  *  4 713 B3&4 C &3&& +  )4 4 C- 0  &&3& G' " " G' " A 4 D D) B 9&0&4 6 ) 1 &*  ( ) I4 73 9-& 70&4 53 $ &    &&  O  4 4 = >5  7A," 4 B && :4 F         ()! & '((* , # C- 0  &&3&/ F  , # C- 0  &&3&/ %$ , # C- 0  &&3&/ C9** ,   #* &  453& D &*0&/ 73& &&3 D &*0&/ %-3&* ? &&3&&>D &*0&/ ;   P 3 ? &&3&&>D &*0&/ 5 & 3 +$, ()! & '(&&* ? &&3&&>, # 7  $ / 7  $ ,   & "& 20&/ M 3 ? &&3&&>, / 45 & P 3/ ;   ? &&3&&>D &*0&/ B - 03/ ;   5  / ;  3/ %  / D3   B3 3/ % 3 &&3 ? &&3&&/ 73& &&3 %& O $3&* 0 & & -   /   ) & ) () Q&&3 3 C0 & O $ &   #  &* 0 O  > 0 3 & &) 7 && P   3 *  / &O P    3  $  &&3 * 3 3& ) ? &&3&&/ 5 = &3 5  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.