Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK HJÓNAVERS Fátæktin var mín fylgju-kona frá því ég kom í þennan heim; við höfum lafað saman svona sjötigi vetur, fátt í tveim; – hvort við skiljum nú héðan af hann veit, er okkur saman gaf. * Kvíði’ eg fyrir kvöl og hungri, kastar að mér hugraun þungri; sjálfur þó ég velti’ í hel skaði nokkur skeður eigi, – skelfing er að hinir deyi, sem lifað gæti lengi’ og vel! --- Jón Þorláksson. LJÓÐABROT FJÓRIR spaðar eru góður samningur á NS-hendurnar, en fór þó niður á þremur borðum af fjórum í undan- úrslitum HM: Norður ♠ ÁD93 ♥ ÁDG8 ♦ D943 ♣4 Suður ♠ G872 ♥ 102 ♦ ÁG105 ♣ÁD2 Útspilið er hagstætt – laufgosinn, beint upp í gaff- alinn. Hvernig á að spila? Spilið er því aðeins í hættu að kóngarnir í tígli og hjarta liggi vitlaust og að trompið sé 4-1. Rauðu svín- ingarnar geta beðið og það hlýtur að vera fyrsta verkið að fara í spaðann. En hvern- ig á að gera það? Á að spila litlu á drottninguna eða taka fyrst á ásinn? Spil 20. Suður gefur; allir á hættu. (Áttum snúið.) Norður ♠ ÁD93 ♥ ÁDG8 ♦ D943 ♣4 Vestur Austur ♠ 10654 ♠ K ♥ 765 ♥ K943 ♦ K8 ♦ 762 ♣KG107 ♣98653 Suður ♠ G872 ♥ 102 ♦ ÁG105 ♣ÁD2 Þeir sagnhafar sem töp- uðu spilinu fengu ýmist út hjarta eða lauf. Allir þrír spiluðu strax trompi á drottninguna og gáfu á blankan kóng. Síðar meir var spaðaásinn tekinn á undan gosanum og þar með var vestur kominn með ann- an slag á tromp. Og þar eð hvorugur rauði kóngurinn lá fyrir svíningu, hlaut geimið að tapast. Var þetta rétt spilað? Reyndar. Það hefði virkað í þessari legu að leggja niður trompásinn, en ekki ef sami mótherji hefði byrjað með K10xx. Í því tilfelli verður að ramba á að spila að réttu háspili næst ef ásinn er tek- inn fyrst. Slíkur „hittingur“ er ekki til staðar ef drottn- ingunni er svínað. Norðmaðurinn Erik Sæ- lensminde var sá eini sem vann fjóra spaða, en hann fékk út tromp frá fjórlit- unum, sem hann hleypti auðvitað heim á gosann. BRIDS Guðmundur Páll Arnarsson STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikil/l og hvat- vís. Þú þarft mikið frelsi á sama tíma og þú vilt vera í góðu sambandi við fjöl- skyldu þína og vini. Kom- andi ár getur orðið kraft- mesta ár ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Á næstu vikum ættu aðstæður að vera þér hagstæðar bæði í vinnunni og í einkalífinu. Þú ert í góðu sambandi við yf- irmenn þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástvinir þínir ættu að geta kennt þér nýja lífsspeki eða eitthvað áhugavert um fram- andi menningu á næstu vik- um. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt fá alls kyns gjafir og góðar sendingar á næstunni. Alheimurinn virðist svo sann- arlega vera þér hliðhollur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það eru nokkrar plánetur á móti merkinu þínu. Þetta bendir til þess að þú munir læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig í samskiptum þínum við aðra á næsta mánuði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Heilsa þín er að batna en þú ert þó enn veik/ur fyrir sæt- indum. Þér gengur vel í vinnunni og því þarftu ekki að leita huggunar í mat. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru ást og rómantík í hjarta þínu. Þú gætir annað hvort eignast nýjan ástvin eða fundið ást þína til maka þíns endurnýjast og blómstra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla löngun til að fegra heimili þitt. Sinntu þess- ari þörf þinni. Umhverfið hef- ur meiri áhrif á vogina en önn- ur stjörnumerki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að falla ekki í þá gryfju að líta á þá sem standa þér næst sem sjálfsagða. Segðu ástvinum þínum hve miklu máli þeir skipta þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það ætti að verða mikið pen- ingaflæði hjá þér næsta mán- uðinn. Reyndu að kaupa gagnlega hluti og forðast að eyða í óþarfa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð tækifæri til að leysa úr gömlu deilumáli á næstu vikum. Sanngirni þín og já- kvætt hugarfar ættu að skapa jafnvægi í kring um þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin. Þetta þýðir ekki að þú sért í sjálfsafneitun heldur bara það að þú viljir rétta öðrum hjálparhönd. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu ráð fyrir því að það verði mikið að gera félagslíf- inu hjá þér á næstu vikum. Það ætti einnig að færast meira líf í ástarmálin hjá þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 1. Rf3 g6 2. c4 Bg7 3. e4 e5 4. d4 exd4 5. Rxd4 Rf6 6. Rc3 0-0 7. Bg5 He8 8. Df3 h6 9. Be3 d6 10. h3 Rbd7 11. 0-0-0 De7 12. Rd5 Rxd5 13. exd5 c5 14. dxc6 Re5 15. De2 bxc6 16. Dd2 Ba6 17. Bxh6 Bh8 18. Bg5 Db7 19. Dc2 Hab8 20. b3 d5 21. c5 Bxf1 22. Hhxf1 Db4 23. Hd2 Rd7 24. Rxc6 Da3+ 25. Kb1 Rxc5 26. Rxb8 Hxb8 27. Be7 Staðan kom upp í tveggja skáka einvígi táningsins tékk- neska David Navarra (2.607) og Viktors Kortsnoj (2.580) hins grimma sem lauk fyrir skömmu í Prag í Tékklandi. Eftir að unglingurinn bjargaði sér í fyrri skák einvígisins gaf hann andstæðingi sínum engin grið í þeirri síðari. 27. ... Hxb3+! 28. Dxb3 Rxb3 29. Bxa3 Rxd2+ svartur verður núna manni yfir án þess að hvítur hafi fyrir hann nægar bætur. 30. Kc2 Rxf1 31. Kd3 Be5 32. Ke2 Rh2 33. Bc1 f6 34. Be3 d4 35. Bd2 Kf7 36. Bb4 a6 37. Bc5 Ke6 38. f4 Bxf4 39. Bxd4 Bg3 40. Bc3 f5 41. Bd2 f4 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Bolla Pétri Bollasyni þau Hanna Dögg Þórðardóttir og Guðjón Már Halldórsson. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní sl. í Garðakirkju af sr. Friðriki Hjartarsyni þau Hulda Sif Þorsteinsdóttir og Erlendur Þór Gunnarsson. Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v. Fákafen, sími 553 6511. Sendum í póstkröfu Tilboðsverð á handunnum þýskum og amerískum heilsuskóm - Tilvalin jólagjöf Hefðbundnir sjúkraskór, mokkasínur og reimaðir ásamt nokkrum nýjum teg- undum. 10% afsláttur Breiðir og sparilegir 10% afsláttur Heilsuskór fyrir mjög breiða og bólgna fætur. Opnast alveg. 10% afsláttur Mikið úrval af stuðnings- og flugsokkum frá Samson og Delilah 15% afsláttur af öllum flug- og sjúkra- sokkum MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR Í KJÖLFAR umræðna um kauprétt- arsamninga o.fl. vill Frjálshyggju- félagið koma eftirfarandi á framfæri: „Frjálshyggjufélagið telur afar varasamt að setja lög um kjör starfs- manna einkafyrirtækja. Farsælla sé að eigendur fyrirtækjanna ákveði sjálfir kaup og kjör starfsmanna sinna. Ef viðskiptavinir eru ósáttir við framferði stjórnenda fyrirtækja, geta þeir látið skoðun sína í ljós, t.d. með því að fara með viðskipti sín annað. Ennfremur varar Frjálshyggjufélag- ið við auknu íþyngjandi regluverki varðandi samþykki hluthafafunda við gerð starfssamninga við lykilstarfs- menn. Ef þörf er á slíkum reglum geta fyrirtæki sett sér þær sjálf. Frjálshyggjufélgið telur að allir ríkisstyrkir til fjölmiðlaútgáfu séu ranglátir. Fjölmiðlafyrirtæki geta keppt um hylli sinna viðskiptavina rétt eins og önnur fyrirtæki þrátt fyr- ir að nú sé tímabundinn öldudalur í rekstri nokkurra fjölmiðlafyrir- tækja.“ Lagasetning varasöm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.