Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ #40 LAND TÆKIFÆRANNA ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR STJÓRN Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti sam- hljóða í gær ályktun þar sem Íranar eru víttir fyrir að leyna upplýsingum um kjarnorkuáætlun sína. Í ályktun- inni er Írönum ekki hótað refsiað- gerðum. Ályktunin var málmiðlun milli Bandaríkjanna, sem vildu að Írönum yrði hótað að málinu yrði vísað til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópuríkja, sem vildu ekki ganga svo langt. Íranar hafa í 18 ár gert leynilegar tilraunir með kjarnorku og m.a. framleitt plútoníum og auðg- að úran. En Vestur-Evrópuríki, sem eiga sæti í stjórn Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar, voru andvíg afstöðu Bandaríkjanna á þeim forsendum að Íranar kynnu að draga til baka lof- orð um samvinnu og skuldbindingar um að upplýsa stöðu kjarnorkumála sinna. Stjórnarfundi stofnunarinnar var frestað um þrjá daga sl. föstudag og á mánudag féllst Bandaríkjastjórn á að í ályktuninni yrði aðeins vísað til öryggisráðsins með óbeinum hætti. IAEA vítir Írana FRIÐUÐ timburbygging ger- eyðilagðist í eldsvoða á Schwei- gaards-götu í miðborg Óslóar í gærmorgun. Byggingin var 2.500 fm og hýsti stærsta flóa- markað Noregs. Sjö menn voru fluttir úr nálægri bygg- ingu en bruninn olli ekki manntjóni. Eldtungurnar stóðu 30 metra upp í loftið og reyk- mökkurinn sást víða í borginni. Almenningssamgöngur í mið- borginni röskuðust vegna elds- voðans, sem varð þegar margir borgarbúar voru á leið til vinnu, og umferðaröngþveiti varð um tíma. Saakasvili í forseta- framboð MÍKHAÍL Saakasvili, sem skipulagði mótmælin gegn Edúard Shevardnadze í Georgíu, til- kynnti í gær að hann yrði í framboði í forsetakosn- ingunum í janúar. Hann verð- ur eini frambjóð- andi stjórn- arandstöð- unnar að sögn Nino Burdzhandadze, sem tók við forsetaembættinu til bráða- birgða eftir að Shevardnadze sagði af sér. Burdzhanadze á að fara fyrir stjórnarandstöð- unni í þingkosningum. „Lífvörður“ bin Ladens dæmdur ÞÝSKUR dómstóll úrskurðaði í gær liðsmann al-Qaeda í fjög- urra ára fangelsi fyrir að að- stoða hryðjuverkamenn við skipulagningu árása á gyðinga. Shadi Abdellah, 27 ára Jórdani en fæddur í Palestínu, sagði dómstólnum að hann hefði um skamma hríð verið lífvörður Osama bin Ladens, leiðtoga al- Qaeda. Abdellah er einn níu meintra íslamskra öfgamanna sem handteknir voru í Þýskalandi í apríl 2002 vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk. Hann var sakaður um að hafa skipulagt árásir á tvo veitingastaði gyðinga í Düsseldorf og Berlín. Réttar- hneyksli í Guant- anamo? STEYN lávarður, einn af æðstu dómurum Bretlands, hefur gagnrýnt bandarísk yf- irvöld harðlega fyrir að halda meintum hryðjuverkamönnum í bandarískri herstöð í Guant- anamo á Kúbu. Lávarðurinn lýsti þessu sem miklu réttar- hneyksli í ræðu sem hann flutti á fundi breskra lögfræðinga í fyrradag. „Markmiðið með því að halda föngunum í Guant- anamo var að halda þeim fyrir utan lög og rétt, þannig að þeir nytu ekki verndar dómstóla,“ sagði hann. STUTT Eldsvoði í Ósló Saakashvili KLUKKUNA vantar aðeins eina mínútu í miðnætti hvað varðar fram- tíð fjögurra stærstu mannapateg- undanna, górillunnar, sjimpansans, dvergsjimpansans og órangútan-ap- ans. Kemur þetta fram í yfirlýsingu frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, en í gær hófst í París ráðstefna um þessa nánustu ættingja mannsins og hvað unnt er að gera þeim til bjargar. „Það eru síðustu forvöð að bjarga stóru öpunum frá útrýmingu, dýr- um, sem eiga meira en 96% af erfða- efni sínu sameiginlega með mönnum. Ef þeir deyja út, munum við missa mikilvæg tengsl við okkar eigin upp- runa og þar með hluta af okkar eigin mennsku,“ sagði í yfirlýsingunni en UNEP hefur skorað á aðildarríkin að leggja fram 25 millj. dollara, um 1,9 milljarða ísl. kr., svo unnt sé að tryggja og vernda búsetusvæði ap- anna. Segir Dr. Klaus Töpfer, fram- kvæmdastjóri UNEP, þetta algjöra lágmarksupphæð. Fulltrúum frá tuttugu og þremur Afríkulöndum og löndum í Suðaust- ur-Asíu, þar sem aparnir eiga heim- kynni sín, hefur verið boðið til ráð- stefnunnar. Að auki hefur fulltrúum landa verið boðið, sem mögulega vilja taka þátt í verkefninu. Það er maðurinn og hann einn, sem ógnar tilveru apanna, en fari fram sem horfir með námavinnslu, vegalagningu og aðrar framkvæmd- ir, verða innan við 10% af skógunum, Reuters Hann virðist vera í þungum þönkum þessi órangútan-api enda er framtíðin ekki björt. Maðurinn er á góðri leið með að útrýma öllu hans kyni. Síðustu forvöð að bjarga mannöpum frá útrýmingu Með þeim hyrfu nánustu ættingj- ar mannsins París. AFP. heimkynnum þeirra í Afríku, uppi- standandi árið 2030. Eru sjimpansar alveg horfnir úr sumum löndum álf- unnar og fáir eftir annars staðar. Ekki er útlitið betra fyrir órangútan- apann í SA-Asíu. Eftir 28 ár verður ekkert „ósnert land“ eftir fyrir hann. DÓMSTÓLL í Rússlandi úrskurð- aði í gær að stjórnendur Bolshoj- ballettsins í Moskvu hefði brotið landslög með því að reka eina af þekkt- ustu ball- erínum lands- ins, Anastasíu Volotsjkovu, úr ball- ettflokknum á þeirri for- sendu að hún væri of hávax- in og þung. Dómstóllinn fyrirskipaði Bolshoj að ráða ballerínuna aftur og greiða henni sem svarar tæpri hálfri milljón króna í skaðabætur. Volotsjkova er hér á blaða- mannafundi í Kiev í Úkraínu þar sem hún tók þátt í ballettsýningu nýlega. Stjórnendur Bolshoj höfðu sagt að ballerínan, sem er sögð vera 168 sm á hæð, væri of hávaxin og þung til að óhætt væri fyrir dans- félaga hennar að lyfta henni. Rússneskir fjölmiðlar segja þó að deilan snúist miklu frekar um eig- ingirni og ráðríki ballerínunnar en hæð hennar. Bolshoj skipað að ráða baller- ínuna aftur Anastasía Volotsjkova
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.