Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 57 BIRGITTA Haukdal var í góðum gír á heimavelli síðustu helgi þegar hún, ásamt félögum sínum í hljóm- sveitinni Írafári, spilaði á tón- leikum í íþróttahöllinni á Húsavík. Sýningu á söngleiknum Grease í Borgarleikhúsinu var aflýst síðast- liðið föstudagskvöld vegna skyndi- legra veikinda Birgittu. Hún var lögð inn á sjúkrahús vegna mat- areitrunar að því er talið var. Hún hlaut þó skjótan bata og virtist hafa náð fullri heilsu á laugardeginum. Tónleikarnir voru vel sóttir af aðdáendum sveitarinnar sem flutti ný lög í bland við þau eldri og tón- leikagestir virtust skemmta sér konunglega enda sagði Birgitta það ávallt mjög gaman að koma heim og spila fyrir aðdáendur sína þar. Fyrr um daginn höfðu Birgitta og strákarnir áritað af miklum móð nýútkominn disk hljómsveitar- innar, Nýtt upphaf, veggspjöld o.fl. þess háttar í Bókabúð Þórarins Stefánssonar og útibúi Landsbanka Íslands. Birgitta hlaut skjótan bata Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Birgitta var hin brattasta og heillaði heimamenn upp úr skónum. Húsavík. Morgunblaðið …Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher er sagður hafa hætt vinnu við kvikmyndina Elizabeth- town eftir að leikstjórinn Cameron Crowe krafðist þess að leik- arinn sækti leik- listarnámskeið. Kutcher átti að koma fram ásamt Kirsten Dunst í Eliza- bethtown, en tökur áttu að hefjast í janúar. Crowe vildi hins vegar að Kutcher færi á námskeiðið og hugðist fresta tökum fram á vor. Afstaða leikstjórans olli miklum deilum þeirra á milli. Nú hefur Kutcher sagt að hann ætli ekki að leika í kvikmyndinni þar sem tökurnar stangist á við önnur verkefni. Kutcher hefur áður fengið gagn- rýni fyrir slakan leik frá sam- starfsfólki. Hann átti að leika í kvikmyndinni The Village, eftir M. Night Shyamalan (Sixth Sense) en þurfti að draga sig út úr verkefn- inu. Þá hafa gagnrýnendur sagt að Kutcher, sem hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Svona var það 76 (That 70’s Show) og kvikmyndinni Just Married skorti einfaldlega hæfileika til þess að leika. …Robbie Williams hafn- aði í efsta sæti í skoðanakönnun sem var keyrð í Evrópu á dög- unum þar sem kannaður var tónlistar- smekkur 30.000 manna. Tilgangurinn var að at- huga hvað fólk hlustaði í raun réttu á, fremur en að taka mið af vinsældalistum. Í ljós kom að rokk var í meiri metum en popp. Á eftir Robbie kom Eminem, þá Metall- ica, U2 og síðan Madonna. Þátt- takendur í könnuninni komu frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Skandinavíu …Einhvern tíma hefði það þótt skrýtið að poppari eins og Justin Timberlake þætti að mati lesenda breska vikuritsins NME svalasti maður reiki- stjörnunnar. En þessi áratugur ætlar greinilega að verða áratug- ur hinna stóru poppstjarna. Á listanum, sem val- inn var í fyrsta skipti í fyrra, má finna t.a.m. Beyonce, The Strokes, Yeah Yeah Yeahs, Dizze Rascal, Christinu Aguilera, Kylie Minouge og Meg White úr White Strip- es …Tónlistardeild Universal hef- ur bannað tónlistarmanninum Ronan Keating að klæðast Gucci-fötum og láta stúlkur leika í næsta tónlistar- myndbandi sínu. Lucian Grainge, yfirmaður tón- listardeildar fyr- irtækisins, segir að aðdáendur söngvarans séu orðnir svo þreyttir á því hvernig hann klæðir sig. „Við verðum að taka áhættu. Það er ekki hægt að búa til annað tón- listarmyndband með honum þar sem hann klæðist Gucci-fötum. Það virkar hreinlega ekki lengur,“ segir Grainge. Hann hefur jafn- framt bannað Keating að láta vin- konur sínar og fyrirsætur leika í myndböndunum því aðdáendum finnist slíkt ótrúverðugt. „Lausnin felst ekki í því að láta fjölda stúlkna leika í þessum myndböndum. Það vita allir að hann er giftur og á tvö börn.“ FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.