Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 33 avaldinu, agi ríkis- þessum ætti velta hvort Al- ekki á m fengið sem vett- órnmála- landinu. órnmála- yrðu að unni til, yrir kosn- mfjöllun í væri tak- áður. „Ef aðreyndin fyrir sér gar þetta til lengri vi. era haft á orðið af- mvörpum þingmenn að hafa mvarpa og Það hefði rumvörp. m einstak- íðustu ár- ögum. Og n flutt að umvörp á orðið að ort þessi mvarpa í i á skjön inu. Taldi Ráðherrar hefðu stjórnarskrárbundinn rétt til að leggja fram lagafrumvörp á Al- þingi. Á meðfylgjandi töflu sést að laga- frumvörpum á Alþingi hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 1950 en stöð- ugt færri frumvörp frá þingmönn- um náð fram að ganga um leið og hlutur stjórnarfrumvarpa er meiri. Fast sótt af stjórnvöldum að afgreiða frumvörp með hraði Tryggvi rifjaði upp að fyrir 50 ár- um hefði Ólafur Jóhannesson fjallað um undirbúning lagafrumvarpa af hálfu stjórnvalda og sagt að stund- um þætti æskilegt að löggjöf Al- þingis væri nokkuð vandaðri. „Ég hef stundum veitt því athygli að stjórnvöldum liggur óskaplega mikið á að leggja fram frumvörp og sækja það fast að þau séu afgreidd með hraði. Oft eru þetta mál sem hafa verið undirbúin alfarið innan ráðuneytis og þær hugmyndir og lausnir sem þar birtast koma fyrst fyrir augu almennings og hags- munaaðila, þegar frumvörpin eru lögð fram á Alþingi eftir að hafa hlotið samþykki í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna, eins og það heitir. Mér skilst að þá sé oft þungt fyrir fæti að koma að breytingum til dæmis innan þing- nefndar. Þetta varð niðurstaðan í ráðuneytinu og þar við situr. Það er auðvitað gott og gilt að segja að þingmenn geti við athugun stjórn- arfrumvarps fengið til fundar við sig þá aðila sem telja sig málið varða og rætt það í þingnefnd og á þingfundum. Breytingar séu hins vegar annað mál. Það er spurning hvort þetta sé að öllu leyti heppileg aðferð við að setja ný lög sem ætlað er að standa til frambúðar,“ sagði Tryggvi og varpaði því fram hvort ekki ætti að fara sömu leið og Danir og Norðmenn um að fá meiri um- ræðu og undirbúning við lagasetn- ingu. Í þessum löndum væru gefnar út skýrslur með greinargerðum og samantektum á lög- fræðilegum álitaefnum og tillögum. Slík um- ræða sem undanfari endanlegra lagafrumvarpa væri til þess fallin að vanda betur undirbúning þeirra og auðvelda þingmönnum störf þeirra. „Slíkur opinn undirbúningur og almenn umræða þar sem stjórnvöld eiga skoðanaskipti við borgarana áður en lagafrumvarp eru lögð fram er að mínum dómi líka betur fallin til þess að meiri sátt verði almennt í þjóðfélaginu um nýja löggjöf,“ sagði Tryggvi ennfremur. mkvæmdavaldið a til lítils ki í gegn         Morgunblaðið/Árni Sæberg og sækja það fast að þau séu afgreidd með yndin er frá síðustu setningu Alþingis. Auka ætti umræðu við undirbúning Hátt í þúsund boðsgestirverða viðstaddir hátíð-lega opnun Norður-bryggju, sameiginlegs menningar- og rannsóknarseturs Íslendinga, Færeyinga og Græn- lendinga í Kaupmannahöfn, í dag. Þar á meðal verða Davíð Oddsson forsætisráðherra, Margrét Þórhild- ur Danadrottning, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, Anfinn Kallsberg, lögmað- ur Færeyja, Josef Motzfeldt, vara- formaður grænlensku lands- stjórnarinnar, Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og danski auðjöfurinn Mærsk McKinney Møller. Vestnorræn list í fyrirrúmi Sendiráð Íslands og sendiskrif- stofur Færeyja og Grænlands verða til húsa í Norðurbryggju, og þar fá einnig ýmis fyrirtæki, stofn- anir og menningarstarfsemi að- stöðu. Meðal annars verður Ferða- málaráð með skrifstofu þar. Íslenska sendiráðið er þegar flutt í húsið og verður eins og aðrir hlutar Norðurbryggju til sýnis almenn- ingi á laugardag og sunnudag. Íslenskir, færeyskir og græn- lenskir listamenn koma fram og sýna verk sín við opnunina og um helgina þegar almenningur fær að- gang. Opnaðar verða þrjár sýningar í húsinu. Ein nefnist Kolonialen og er helguð nútímalist frá eyjunum í Norður- Atlantshafi. Þar verða meðal annars sýnd verk eftir sjö Ís- lendinga, Öldu Sigurðardóttur, Darra Lorenzen, Guðrúnu Krist- jánsdóttur, Gunnar Örn, Jón Axel Björnsson, Steinunni Þórarinsdótt- ur og Vigni Jóhannsson. Önnur sýning nefnist Veiðimenn í útnorðri, og hefur meðal annars áður verið sett upp í Reykjavík og á Akureyri. Á þriðju sýningunni verða gamlir handverksmunir frá löndunum þremur. Á laugardag verður jafnframt haldin ráðstefna á vegum Stofnun- ar Vigdísar Finnbogadóttur um norrænan málskilning, og á sunnu- dag verða norrænar bókmenntir til umræðu. Tónleikar og uppákomur Á laugardagskvöld verður opnun hússins fagnað með tónleikum og uppákomum fyrir yngra fólk á skemmtistaðnum Luftkastellet, sem er skammt frá Norðurbryggju. Mads Nordlund, blaðafulltrúi Norður- bryggju, er bjartsýnn á aðsóknina um helgina. „Þegar menningarnótt var haldin í Kaupmannahöfn síðast komu um fimm þúsund manns til að skoða sig um við Norðurbryggju, og þá var húsið sjálft ekki einu sinni opið. Það er erfitt að spá fyrir um að- sóknina en ég geri ráð fyrir að hún verði góð.“ Nordlund segir að töluvert hafi verið fjallað um Norðurbryggju í dönskum fjölmiðlum að undan- förnu, og að um 25–30 fjölmiðla- menn hafi þegar boðað komu sína. Menningarmiðstöðin er til húsa í pakkhúsi sem byggt var á uppfyll- ingu í Kristjánshöfn, gegnt Ný- höfn, á árunum 1766–67. Þar var miðstöð verslunar við eyjarnar í Norður-Atlantshafi og Finnmörku. Húsið var upprunalega nefnt „Ís- lenska pakkhúsið“ en var síðar kennt við Grænland. Danirnir Morten Meldgaard, þá- verandi formaður dönsku heim- skautastofnunarinnar og nú fram- kvæmdastjóri Norðurbryggju, og Kaj Elkro, forstöðumaður dönsku tolla- og skatta- yfirvaldanna, áttu hug- myndina að því að gera húsið að menningarmiðstöð fyrir Norður-Atlantshaf. Þeir fengu Vig- dísi Finnbogadóttur til liðs við sig, og hún hefur síðan verið í forsvari Norðurbryggjusjóðsins, sem á hús- ið. Þegar Meldgaard og Elkro kynntu hugmyndir sínar og sýndu Vigdísi húsið sagði hún að það væri eins og „bryggja til Norður-Atl- antshafsins“. Þá var ákveðið að það fengi nafnið Norðurbryggja, en á dönsku nefnist húsið „Nordatlant- ens Brygge“. Iðnaðarmenn eru að leggja síð- ustu hönd á viðgerðir á húsinu sem staðið hafa yfir í rúmt ár, en sjö ár eru liðin frá því að undirbúningur verksins hófst. Viðgerðirnar hafa kostað um sjö hundruð milljónir króna, og að sögn Vigdísar Finn- bogadóttur er það í fullkomnu sam- ræmi við upprunalega áætlun. Þá eru ótaldir fjármunir sem lagðar hafa verið í að innrétta húsnæði sendiráðs Íslands og sendiskrif- stofur Færeyinga og Grænlend- inga. Þrjár þjóðir fjármagna Viðgerðirnar eru fjármagnaðar af áðurnefndum þremur þjóðum og með um 240 milljóna króna fram- lagi frá danska auðmanninum Mærsk McKinney Møller. Danska ríkisstjórnin lagði til húsið sjálft og lóðina, og er það framlag metið á um 600 milljónir króna. Ráðgert er að rekstur hússins verði fjármagn- aður með leigutekjum frá íslenska sendiráðinu og sendiskrifstofum Færeyja og Grænlands, og með framlögum frá fyrrnefnd- um löndum auk Danmerkur. Fram- lagið frá Danmörku er komið á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar fyrir árið 2004, en þó með því skilyrði að tilsvarandi upphæðir komi frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Morten Meldgaard, framkvæmdastjóri Norðurbryggju, sagði í samtali við dagblaðið Berl- ingske Tidende fyrir skömmu að það skilyrði væri þegar uppfyllt. Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson Menningarmiðstöðin Norðurbryggja er tæplega sjö þúsund fermetrar. Í suðurenda hússins hefur íslenska sendiráðið um 600 fermetra til umráða. Bryggjan til Norður- Atlantshafsins tilbúin Menningar- og rann- sóknarmiðstöðin Norð- urbryggja í Kaup- mannahöfn verður opnuð í dag. Þar verða m.a. sendiráð Íslands og sendiskrifstofur Færeyja og Græn- lands, auk ýmissa fyr- irtækja og stofnana og aðstaða fyrir menning- arstarfsemi. Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson Unnið í Norðurbryggjuhúsinu að uppsetningu sýningarinnar Veiðimenn í útnorðri, sem áður hefur verið sett upp meðal annars í Reykjavík, á Akureyri, í Færeyjum, á Grænlandi og á Hjaltlandseyjum. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra, Anfinn Kallsberg, lög- maður Færeyja, og Josef Motz- feldt, varaformaður grænlensku landsstjórnarinnar, hittast á fundi í menningarmiðstöðinni á Norðurbryggjunni í dag kl. 10. Þar mun Davíð Oddsson meðal annars kynna stefnu Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og fyrirhugaðan frí- verslunarsamning Íslands og Færeyja. Stjórn fiskveiða og hvalveiðimál verða einnig til um- ræðu. Að fundinum loknum verða leiðtogarnir viðstaddir formlega opnun menningar- miðstöðvarinnar. Vestnorrænn leiðtogafundur í dag Miðstöð versl- unar við Norð- ur-Atlantshaf Kostnaður í samræmi við áætlanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.