Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OFBELDI gegn konum er „þrálát- ustu mannréttindabrot sem nú er við að etja í heiminum“, segir í yfir- lýsingu frá mannréttindasam- tökunum Amnesty International. Þau hafa hvatt ríkisstjórnir heims til að efla baráttuna gegn ofbeldi á konum. Í yfirlýsingu samtakanna segir m.a. að árlega sé 700.000 konum nauðgað í Bandaríkjunum og um 120 milljónir kvenna víðs vegar um heiminn séu umskornar. Ofbeldi beinist gegn öllum hópum kvenna óháð menningu, trú, pólitík og efna- hagslegri eða félagslegri stöðu. Ein hæsta tíðni nauðgana er í Suður-Afríku, þar sem 147 konum er að meðaltali nauðgað daglega. Nú stendur þar yfir 16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum. Í Bret- landi kemur fram á mínútufresti ósk um aðstoð frá fórnarlambi of- beldis. Um 65.000 konur eru beittar heimilisofbeldi í Danmörku á ári hverju en í Portúgal urðu um 17.000 konur fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi á síðasta ári. Kvennastofnunin á Spáni segir að um 1,88 milljónir kvenna hafi orðið fyrir árásum á síðasta ári en ein- ungis 43.000 hafi haft kjark til að tilkynna yfirvöldum um glæpinn. Frá árinu 1999 hafa 315 spænskar konur látist af völdum ofbeldis. AP Fyrirsætan Pamela Bravo tók þátt í athöfn í Chile í gær í tilefni af degi baráttunnar gegn ofbeldi gegn konum. „Þrálátustu mannréttindabrotin“ London. AFP. DAGINN eftir að ríkisstjórnir Frakklands og Þýzkalands beittu þungavigtaráhrifum sínum innan Evrópusambandsins til að komast upp með að brjóta eina af grundvall- arreglum svonefnds stöðugleikasátt- mála Efnahags- og myntbandalags- ins – þ.e. að komast hjá þeim viðurlögum sem kveðið er á um í sátt- málanum fyrir að reka ríkissjóð með meira en 3% halla – nuddaði franski fjármálaráðherrann salti í sárin í gær með því að leggja til að sáttmálinn yrði allur tekinn til endurskoðunar. Ráðherrann, Francis Mer, sagði í útvarpsviðtali að endurskoðun á framkvæmd stöðugleikasáttmálans ætti að fara fram eftir um það bil ár, þegar öldurnar hefur lægt, en mjög skiptar skoðanir eru um málið meðal ráðamanna evru-svæðisins. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, lýsti í gær óánægju með samkomulag sem ráð- herrar Frakklands og Þýzkalands fengu samþykkt á fundi ráðherra evru-landanna tólf á þriðjudag, þess efnis að ríkissjóðir landanna tveggja kæmust hjá því að verða gert að greiða sektir fyrir að fara yfir 3% fjárlagahallamörkin, en um slík við- urlög er kveðið á í stöðugleikasátt- málanum. Í efnahagsniðursveiflunni sem ríkt hefur í þessum tveimur kjarnalöndum evru-svæðisins síð- ustu misseri hefur fjárlagahallinn farið yfir 3%-mörkin bæði í fyrra og í ár. Lögfræðingar framkvæmda- stjórnar að skoða valkostina Prodi sagði ekki hægt að fallast á samkomulag ráðherranna. Sagði hann lögfræðinga framkvæmda- stjórnarinnar vera að skoða hvort forsendur væru fyrir því að kæra samkomulagið til Evrópudómstóls- ins. Ráðamenn í minni ríkjum evru- svæðisins, þar á meðal seðlabanka- stjóri Finnlands, hafa gagnrýnt sam- komulagið en viðurkenna að hefði Frökkum og Þjóðverjum verið gert að greiða sektir kynni það að hafa valdið of miklum titringi í fram- kvæmd myntbandalagsins. Deilt um stöðugleikasáttmála EMU Stóru ríkin gagnrýnd Brussel, París. AFP. Óánægja með að Frakkar og Þjóð- verjar komist upp með brot á reglum VERJANDI poppstjörnunnar Michaels Jacksons segir að hverjum þeim sem reyni að sverta mannorð skjólstæðings síns verði mætt af fullum þunga. Fullyrðir lögfræð- ingur Jacksons að peningavon sé rótin að ásökununum á hendur poppgoðinu. Verjandinn, Mark Geragos, boðaði til fréttamannafundar á þriðjudaginn eftir að í ljós kom að leynilega hafði verið tekin kvik- mynd af honum og Jackson um borð í einkaþotu á leið til Santa Barbara í síðustu viku þar sem Jackson gaf sig fram við yf- irvöld. Honum var birt ákæra fyrir kynferð- islega áreitni við dreng sem gist hafði á heimili hans. Geragos hét því á fréttamannafundinum að verja Jackson með kjafti og klóm. „Mich- ael Jackson mun ekki taka þessum ásök- unum þegjandi og hljóðalaust.“ Meintir „dáleiðslu- hæfileikar“ Ýmsar efasemdir hafa vaknað um dreng- inn sem ákærði og fjölskyldu hans, sem hef- ur átt þátt í tveim öðrum dómsmálum vegna meintrar áreitni. Annars vegar hefur fjöl- skyldan haldið því fram að hafa sætt bar- smíðum öryggisvarða í verslunarmiðstöð, og hins vegar er um að ræða skilnaðarmál þar sem fjölskyldufaðirinn hefur ekki andmælt ásökunum konu sinnar um að hafa mis- þyrmt henni og sýnt börnunum harðneskju. Fyrir tveim árum greiddi fyrirtækið J.C. Penny fjölskyldu drengsins 137.500 dollara í dómsátt vegna ákæru um að öryggisverðir hafi misþyrmt drengnum, móður hans og bróður eftir að drengurinn hafði tekið vörur úr verslun fyrirtækisins ófrjálsri hendi. Móðir hans hélt því ennfremur fram, að hún hefði sætt kynferðislegri misþyrmingu af hálfu eins öryggisvarðarins. Mánuði áður en þessi dómsátt var gerð fór móðir drengsins fram á skilnað og varð það upphafið að hörðum deilum sem m.a. fólu í sér ákærur fyrir meint ofbeldi. Lög- maður föður drengsins, Russell Halpern, sagði að móðir drengsins hefði logið til um ofbeldið og hefði „dáleiðsluhæfileika“ til að láta börnin sín endurtaka lygarnar. Halpern sagði að skjólstæðingur sinn hefði einu sinni sýnt sér handrit sem eig- inkona hans mun hafa skrifað fyrir börnin þegar þau voru yfirheyrð vegna dómsmáls- ins. „Hún skrifaði allan vitnisburðinn fyrir þau. Ég sá handritið,“ sagði Halpern. „Ég man, að skjólstæðingur minn sýndi mér það.“ Kvikmyndaðir á laun Aðild fjölskyldunnar að fyrri dómsmálum getur ráðið úrslitum í málinu gegn Jackson takist Geragos að sýna fram á að móðir drengsins eða drengurinn sjálfur séu ekki trúverðug, sagði Leonard Levine lögmaður sem sérhæfir sig í málum er varða kynferð- islegar misþyrmingar. „Þetta er nákvæmlega það sem verjandi vill fá að heyra – að þau hafi áður farið í mál og að minnsta kosti megi halda því fram að ásakanirnar séu af svipuðum toga,“ sagði Levine. „Ef maður fær heimild til að leggja fram gögn um vísbendingar um að annaðhvort drengurinn eða foreldrarnir hafi í fyrri málum farið frjálslega með stað- reyndir þá er maður eiginlega búinn að tryggja sér sýknudóm.“ Geragos höfðaði á þriðjudaginn mál á hendur leiguflugfélaginu XtraJet í Santa Monica og fullyrti að leynilega hefði verið komið fyrir tveim myndbandstökuvélum í farþegarými þotunnar sem Jackson leigði í síðustu viku. Með myndavélunum hefðu verið tekin upp „samtöl verjanda og skjólstæðings og svo var einhver svo óforskammaður að reyna að selja þessi myndbönd þeim fjölmiðli sem hæst bauð“, sagði Geragos. Talsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sagði að lögreglumenn hefðu farið í höfuðstöðvar XtraJet og verið væri að kanna hvort ein- hver lög hafi hugsanlega verið brotin. Fulltrúar flugfélagsins sýndu nokkrum fjölmiðlum myndbandið og kváðust hafa fundið það um borð í einni véla sinna. Þeir vildu vita hvort löglegt væri að dreifa því eða selja það. Geragos sagði að lögmaður XtraJet hefði sagt sér: „Við vorum með lottómiða í höndunum og vildum nota hann.“ „Þetta er ekki lottóið,“ sagði Geragos á fréttamannafundinum á þriðjudaginn. „Þetta er líf þessa manns. Líf fjölskyldu hans. Þetta eru meiðandi ásakanir.“ Sjónvarpsstöðin Fox sýndi myndbandið á mánudaginn og sagði í frétt stöðvarinnar að Jackson hafi virst „afslappaður, brosmildur og hlæjandi“ um borð í þotunni. Í ákærunni á hendur XtraJet segir að flugfélagið hafi farið fram á „hátt í eina milljón dollara“ fyrir myndbandið. Efasemdir um trú- verðugleika ákær- anda Jacksons AP Verjandi Michaels Jacksons, Mark Geragos, talar við fréttamenn í Los Angeles á þriðjudaginn. ’ Þetta er nákvæmlegaþað sem verjandi vill fá að heyra ‘ Los Angeles. AP. KONUNGLEGI breski læknahá- skólinn og sautján aðrir læknahá- skólar í Bretlandi hafa hvatt til að reykingar verði bannaðar á öllum opinberum stöðum í landinu. Í bréfi sem birtist í The Times segja skólarnir að sannfærandi vísbend- ingar séu um að óbeinar reyking- ar séu hættulegar. Skólarnir segja, að ekki hafi náðst nægjanlega góður árangur með því að leyfa eigendum öldur- og veitingahúsa að ráða því sjálfir hvort reykingar séu bannaðar á þessum stöðum. Þörf sé á laga- setningu. Að sögn lækna deyja ár- lega um 1.000 manns á Bretlandi af völdum óbeinna reykinga. Vilja reykingabann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.