Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 47 EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Iceland Express: „Iceland Express átelur óvönduð vinnubrögð IMG Gallup í tengslum við birtingu auglýsingar Icelandair í dagblöðum að undanförnu. Í texta auglýsingarinnar er full- yrt að til að gæta fyllsta hlutleysis hafi IMG Gallup látið báða aðila vita að könnunin færi fram á tímabilinu 10.–14. nóvember. IMG Gallup sendi Iceland Express tölvupóst eft- ir lokun 11. nóvember, þannig að vitneskja um könnunina barst stjórnendum fyrirtækisins fyrst að morgni 12. nóv., en þá hafði könn- unin staðið yfir í tvo daga. Í tölvu- pósti IMG Gallup til Iceland Ex- press var ekkert sagt um það fyrir hvern kanna ætti fargjöld. Stjórn- endur Icelandair höfðu hins vegar allan tímann vitneskju um könn- unina og gátu hagað verðlagningu fargjalda tímabundið í samræmi við það. Því er ljóst að hlutleysis hefur engan veginn verið gætt við vinnslu þessa verðsamanburðar. Í auglýsingu Icelandair segir að við verðsamanburðinn hafi verið miðað við algengustu tegund ferða, en yfir 90% farþega sem ætli til út- landa séu yfir helgi, samkvæmt könnun IMG Gallup. Af þessum texta mætti ráða að 90% þeirra sem ætla í ferðalag á því ferðatímabili sem kannað var, þ.e. 15. nóv.–31. des., ætli að vera yfir helgi. Svo er þó alls ekki. Þær upplýsingar feng- ust frá IMG Gallup að tilgreind könnun hafi verið gerð í mars síð- astliðnum, nánast í sömu vikunni og Iceland Express tók til starfa. Á þeim tímapunkti voru Íslendingar engan veginn búnir að átta sig á því að það er hægt að fá lág fargjöld án þess að dvelja endilega fram á sunnudag erlendis. Því er ljóst að orðalag um könnun IMG Gallup í auglýsingunni er afar villandi. Iceland Express lýsir furðu sinni á því að jafnvandað fyrirtæki og IMG Gallup skuli með þessum hætti aðstoða Icelandair við að afvegleiða neytendur.“ Átelur vinnu- brögð IMG Gallup Kynning á sorphirðu. Suðurvirki ehf. sem rekur Gámaþjónustu Suð- urnesja boðar í dag til kynning- arfundar um nýtt skipulag sorp- hirðu fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum. Tilefnið er að um næstu áramót hættir Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja að annast sorp- hirðu hjá fyrirtækjum og stofn- unum. Fundurinn verður í KK-húsinu á Vesturbraut 17 í Keflavík og hefst klukkan 16. Fjallað verður um nýtt fyrirkomulag sorphirðumála, gjald- skrá og fleira og Suðurvirki kynnir starfsemi sína. Í DAG Sósíalíska baráttublaðið the Militant 75 ára. Í tilefni þess verður afmælisfundur á morgun, föstudaginn 28. nóvember kl. 19.30 í MÍR–salnum, Vatnsstíg 10, Reykjavík. Meðal ræðumanna eru Joel Britton frá Sósíalíska verka- mannaflokknum í Bandaríkjunum, frambjóðandi til fylkisstjóra í Kali- forníu nýverið, og Bill Schmitt fé- lagi í Young Socialists, fulltrúi Kommúnistabandalags og einn úr hópi lesenda blaðsins. Á MORGUN Jólaskemmtun Dansráðs Ís- lands á Broadway verður sunnu- daginn 30. nóvember kl 13–15. Boðið verður upp á danssýningu frá dansskólum borgarinnar og danskennurum innan DÍ. Þátttak- endur í sýningunni eru dansnemar á öllum aldri. Að sýningu lokinni verður jóladansleikur þar sem dansað verður kringum jólatré og jólasveinar líta við. Skemmtunin er öllum opin og er aðgangseyrir 800 kr., frítt er fyrir 5 ára og yngri, að auki fá ellilífeyrisþegar frítt inn. Miðar eru seldir við inn- ganginn og hefst miðasala kl.12. Íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið. Dagana 1. og 2. des- ember verður haldið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir þá sem vilja kynnast og fræðast um íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið. Farið er yfir helstu þætti fiskveiðistjórn- unarkerfisins og fjallað um mik- ilvægustu ákvæði laga og reglu- gerða á því sviði. Umfjöllunin er studd tölulegum gögnum þegar við á. Fjallað er m.a. um úthlutun veiðiheimilda, framsal þeirra og nýtingu, vigtun og skráningu afla og reglur um hvernig afli er reikn- aður til kvóta. Kennarar eru Guðmundur Krist- mundsson sjávarútvegsfræðingur og Höskuldur Steinarsson, hag- fræðingur og forstöðumaður upp- lýsingasviðs Fiskistofu. Frekari upplýsingar og skráning eru á vef Endurmenntunar www.end- urmenntun.is. Námskeið Lookout-skjámynda- kerfi. Verkfræðistofan Vista, Höfðabakka 9c, heldur námskeið í Lookout-skjámyndakerfi fyrir iðn- aðarstýringar og sjálfvirk eftirlits- kerfi, dagana 2.–3. desember kl. kl. 9–16. Efni námskeiðsins er: gerð skjámynda, uppsetning hnappa, ljósa og línurita, teng- ingar við FieldPoint inn- og út- ganga til mælinga og stýringa o.fl. Verð á námskeiðið er kr. 29.000. Skráning er hjá vista@vista.is Á NÆSTUNNI betra lífs nefnist ný miðstöð, sem ætlað verður að sinna þjónustu og ráðgjöf við foreldra og aðstand- endur langveikra, fatlaðra og þroskaheftra barna. Caritas á Íslandi hefur und- anfarin ár skipulagt fjölda verk- efna hérlendis í þágu þeirra sem minnst mega sín og meðal annars látið ágóðann af starfinu renna til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Car- itas á Íslandi starfar innan róm- versk-kaþólsku kirkjunnar og er hluti af Alþjóðasambandi Caritas. SAMTÖKIN Caritas hafa afhent ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli hálfa milljón króna. Upphæðin er ágóði af styrktartónleikum sem haldnir voru í Kristskirkju við Landakot 9. nóvember. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas, afhenti Rögnu Mar- inósdóttur, formanni Sjónarhóls, styrkinn í biskupsstofu Kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Þekktir listamenn komu fram á tónleik- unum og gáfu þeir vinnu sína. Sjónarhóll – sérstök börn til Morgunblaðið/Eggert Caritas afhendir Sjónarhóli ágóða styrktartónleikanna í Kristskirkju. Við- stödd voru (f.v.) Jóhanna Long, stjórn Caritas, Séra George, stjórn Caritas, Gunnar Friðriksson, stjórn Caritas, Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas á Íslandi, Ragna Marinósdóttir, formaður Sjónarhóls, Arnar Páls- son, verkefnisstjóri fyrir Sjónarhól, og Vilmundur Gíslason, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Caritas afhenti Sjónar- hóli hálfa milljón króna RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Talstö›var VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Allar ger›ir talstö›va Áratuga reynsla w w w .d es ig n. is © 20 03 FÓLKIÐ á morgun ...snjórinn og rómantík ...gerð tónlistarmyndbanda ...ballerína í Kaupmannahöfn ...helstu viðburðir næstu viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.