Morgunblaðið - 27.11.2003, Side 18

Morgunblaðið - 27.11.2003, Side 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ #40 LAND TÆKIFÆRANNA ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR STJÓRN Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti sam- hljóða í gær ályktun þar sem Íranar eru víttir fyrir að leyna upplýsingum um kjarnorkuáætlun sína. Í ályktun- inni er Írönum ekki hótað refsiað- gerðum. Ályktunin var málmiðlun milli Bandaríkjanna, sem vildu að Írönum yrði hótað að málinu yrði vísað til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópuríkja, sem vildu ekki ganga svo langt. Íranar hafa í 18 ár gert leynilegar tilraunir með kjarnorku og m.a. framleitt plútoníum og auðg- að úran. En Vestur-Evrópuríki, sem eiga sæti í stjórn Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar, voru andvíg afstöðu Bandaríkjanna á þeim forsendum að Íranar kynnu að draga til baka lof- orð um samvinnu og skuldbindingar um að upplýsa stöðu kjarnorkumála sinna. Stjórnarfundi stofnunarinnar var frestað um þrjá daga sl. föstudag og á mánudag féllst Bandaríkjastjórn á að í ályktuninni yrði aðeins vísað til öryggisráðsins með óbeinum hætti. IAEA vítir Írana FRIÐUÐ timburbygging ger- eyðilagðist í eldsvoða á Schwei- gaards-götu í miðborg Óslóar í gærmorgun. Byggingin var 2.500 fm og hýsti stærsta flóa- markað Noregs. Sjö menn voru fluttir úr nálægri bygg- ingu en bruninn olli ekki manntjóni. Eldtungurnar stóðu 30 metra upp í loftið og reyk- mökkurinn sást víða í borginni. Almenningssamgöngur í mið- borginni röskuðust vegna elds- voðans, sem varð þegar margir borgarbúar voru á leið til vinnu, og umferðaröngþveiti varð um tíma. Saakasvili í forseta- framboð MÍKHAÍL Saakasvili, sem skipulagði mótmælin gegn Edúard Shevardnadze í Georgíu, til- kynnti í gær að hann yrði í framboði í forsetakosn- ingunum í janúar. Hann verð- ur eini frambjóð- andi stjórn- arandstöð- unnar að sögn Nino Burdzhandadze, sem tók við forsetaembættinu til bráða- birgða eftir að Shevardnadze sagði af sér. Burdzhanadze á að fara fyrir stjórnarandstöð- unni í þingkosningum. „Lífvörður“ bin Ladens dæmdur ÞÝSKUR dómstóll úrskurðaði í gær liðsmann al-Qaeda í fjög- urra ára fangelsi fyrir að að- stoða hryðjuverkamenn við skipulagningu árása á gyðinga. Shadi Abdellah, 27 ára Jórdani en fæddur í Palestínu, sagði dómstólnum að hann hefði um skamma hríð verið lífvörður Osama bin Ladens, leiðtoga al- Qaeda. Abdellah er einn níu meintra íslamskra öfgamanna sem handteknir voru í Þýskalandi í apríl 2002 vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk. Hann var sakaður um að hafa skipulagt árásir á tvo veitingastaði gyðinga í Düsseldorf og Berlín. Réttar- hneyksli í Guant- anamo? STEYN lávarður, einn af æðstu dómurum Bretlands, hefur gagnrýnt bandarísk yf- irvöld harðlega fyrir að halda meintum hryðjuverkamönnum í bandarískri herstöð í Guant- anamo á Kúbu. Lávarðurinn lýsti þessu sem miklu réttar- hneyksli í ræðu sem hann flutti á fundi breskra lögfræðinga í fyrradag. „Markmiðið með því að halda föngunum í Guant- anamo var að halda þeim fyrir utan lög og rétt, þannig að þeir nytu ekki verndar dómstóla,“ sagði hann. STUTT Eldsvoði í Ósló Saakashvili KLUKKUNA vantar aðeins eina mínútu í miðnætti hvað varðar fram- tíð fjögurra stærstu mannapateg- undanna, górillunnar, sjimpansans, dvergsjimpansans og órangútan-ap- ans. Kemur þetta fram í yfirlýsingu frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, en í gær hófst í París ráðstefna um þessa nánustu ættingja mannsins og hvað unnt er að gera þeim til bjargar. „Það eru síðustu forvöð að bjarga stóru öpunum frá útrýmingu, dýr- um, sem eiga meira en 96% af erfða- efni sínu sameiginlega með mönnum. Ef þeir deyja út, munum við missa mikilvæg tengsl við okkar eigin upp- runa og þar með hluta af okkar eigin mennsku,“ sagði í yfirlýsingunni en UNEP hefur skorað á aðildarríkin að leggja fram 25 millj. dollara, um 1,9 milljarða ísl. kr., svo unnt sé að tryggja og vernda búsetusvæði ap- anna. Segir Dr. Klaus Töpfer, fram- kvæmdastjóri UNEP, þetta algjöra lágmarksupphæð. Fulltrúum frá tuttugu og þremur Afríkulöndum og löndum í Suðaust- ur-Asíu, þar sem aparnir eiga heim- kynni sín, hefur verið boðið til ráð- stefnunnar. Að auki hefur fulltrúum landa verið boðið, sem mögulega vilja taka þátt í verkefninu. Það er maðurinn og hann einn, sem ógnar tilveru apanna, en fari fram sem horfir með námavinnslu, vegalagningu og aðrar framkvæmd- ir, verða innan við 10% af skógunum, Reuters Hann virðist vera í þungum þönkum þessi órangútan-api enda er framtíðin ekki björt. Maðurinn er á góðri leið með að útrýma öllu hans kyni. Síðustu forvöð að bjarga mannöpum frá útrýmingu Með þeim hyrfu nánustu ættingj- ar mannsins París. AFP. heimkynnum þeirra í Afríku, uppi- standandi árið 2030. Eru sjimpansar alveg horfnir úr sumum löndum álf- unnar og fáir eftir annars staðar. Ekki er útlitið betra fyrir órangútan- apann í SA-Asíu. Eftir 28 ár verður ekkert „ósnert land“ eftir fyrir hann. DÓMSTÓLL í Rússlandi úrskurð- aði í gær að stjórnendur Bolshoj- ballettsins í Moskvu hefði brotið landslög með því að reka eina af þekkt- ustu ball- erínum lands- ins, Anastasíu Volotsjkovu, úr ball- ettflokknum á þeirri for- sendu að hún væri of hávax- in og þung. Dómstóllinn fyrirskipaði Bolshoj að ráða ballerínuna aftur og greiða henni sem svarar tæpri hálfri milljón króna í skaðabætur. Volotsjkova er hér á blaða- mannafundi í Kiev í Úkraínu þar sem hún tók þátt í ballettsýningu nýlega. Stjórnendur Bolshoj höfðu sagt að ballerínan, sem er sögð vera 168 sm á hæð, væri of hávaxin og þung til að óhætt væri fyrir dans- félaga hennar að lyfta henni. Rússneskir fjölmiðlar segja þó að deilan snúist miklu frekar um eig- ingirni og ráðríki ballerínunnar en hæð hennar. Bolshoj skipað að ráða baller- ínuna aftur Anastasía Volotsjkova

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.