Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÚLALUNDUR, vinnustofa SÍBS, hefur verið starfræktur frá 1959. Þekktasta framleiðslan eru án efa EGLA möppurnar svonefndu, en þær eru nefndar eftir Egils sögu Skallagrímssonar. Múlalundur framleiðir einnig mikið úrval af öðr- um vörum, s.s. dagatöl, borðmottur, ráðstefnubúnað og skrifstofuvörur ýmiss konar. Mikilvægt endurhæf- ingar- og uppbyggingarstarf er unn- ið á Múlalundi og er vinnustaðurinn gjarnan áfangi á bataleið sjúkra aft- ur inn í samfélagið. Helgi Kristófersson, fram- kvæmdastjóri Múlalundar, segir starfið sem er unnið í Múlalundi afar mikilvægt. „Það má segja að besta jólagjöf sem fyrirtæki og almenning- ur gætu gefið hluta af fötluðum í dag væri sú að kaupa EGLA bréfabindi, því þannig er verið að styðja við bak- ið á fullt af fólki til betri framtíðar. Margt af fólkinu sem er að vinna hér fær ekki vinnu annars staðar og þessi vinna er því mjög mikilvæg. Við erum að glíma við það að fram- leiða vörur og erum í mikilli sam- keppni við innflutta vöru og bara með því að kaupa okkar vörur er fólk að gefa okkur stóra jólagjöf, það væri lottóvinningur fyrir þennan vinnustað,“ segir Helgi og bætir við að starfið sem er unnið á Múlalundi sé ekki hægt að vinna annars staðar. „Einn stærsti plúsinn við þetta allt saman er þegar maður horfir á ein- stakling koma hingað til vinnu og hann er kannski ekki í góðu jafnvægi eða góðu ástandi og maður horfir á hann styrkjast í starfinu, það gefur manni rosalega mikið. Sumir fara síðan út á hinn almenna vinnumark- að og sá liður er ómetanlegur til þjóðfélagsins, þegar fólk vinnur sig upp á við en fólk horfir mikið í krón- urnar þegar framlög til þessa vinnu- staðar eru skoðuð. Við erum að leggja til þjóðfélagsins gríðarleg verðmæti með því fólki sem styrkist og nær heilsu og getur komið aftur inn á vinnumarkaðinn. Maður horfir upp á þennan árangur á hverjum degi.“ Kjölfesta Múlalundar er happ- drætti SÍBS (www.sibs.is ) sem rek- ur jafnframt Reykjalund en þar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir sem kosta mikið. Þær eru mjög mikil- vægar í þeirri þróun sem felst í end- urhæfingu sjúkra. Meira um sérprentaðar möppur Múlalundur hefur undanfarið auk- ið mjög mikið framleiðslu á sér- prentuðum möppum. „Þá geta fyr- irtæki haft myndir á möppunum og það nýtist vel við markaðssetningu og auglýsingar á ákveðnum vörum og einnig fyrir ráðstefnur. Við letr- um einnig mikið fyrir fyrirtæki á bréfabindi og sérmerkjum,“ segir Helgi. „Við erum hér með tuttugu stöðu- gildi fyrir fatlaða sem ráðuneytið út- hlutar. Ég gæti verið með tuttugu og sjö stöðugildi hér inni og það er lang- ur biðlisti eftir störfum hér. Við höf- um meira að segja þurft að hafna verkefnum vegna þess að okkur vantar starfsfólk. Við þyrftum í rauninni að bæta við hæð ofan á hús- ið og stækka við okkur, fatlaðir þurfa mikið rými og hjólastólar þurfa að komast allstaðar um. Tæplega fjöru- tíu fatlaðir einstaklingar vinna hér á einhvern hátt og síðan eru tólf ófatl- aðir einstaklingar sem vinna við önn- ur störf, til dæmis við sölu, bókhald og stuðning í sal. Við höfum þó frek- ar reynt að hafa sem flesta fatlaða og færri ófatlaða í störfum. Við stöndum frammi fyrir því núna að ákveðin fyrirtæki eru með rammasamning við Ríkiskaup og hann átti að endurnýjast í okkar geira um áramótin, en það er búið að framlengja hann um ár og við höfum ekkert um það að segja. Þetta kemur sér mjög illa fyrir okkur.“ Meðvituð innkaup „Ég horfi oft í hillurnar fyrir aftan menn sem eru í viðtölum í sjónvarp- inu og sé hvar þeir versla. Þannig getur maður séð hvort menn eru meðvitaðir þegar þeir kaupa inn sín bréfabindi. Fólk hringir líka oft og spyr af hverju EGLA bréfabindin séu ekki til í einhverri verslun, en við getum ekki stjórnað því, það er fólk- ið sem sér um innkaupin í verslunun- um sem stýrir því. Nú er ár fatlaðra og því meiri ástæða að versla við Múlalund.“ Múlalundur tók nýlega bíl á rekstrarleigu og er það fyrsti bíllinn sem vinnustaðurinn fær inn í rekst- urinn. „Það var algjör bylting og frá- bært að þurfa ekki að kaupa hann. Þegar maður leigir svona er þetta í rauninni hluti af rekstrinum frekar en eign sem rýrnar,“ segir Helgi að lokum. Nærri fjörutíu fatlaðir starfa hjá verndaða vinnustaðnum Múlalundi Besta jólagjöfin fyrir fatlaða að kaupa framleiðslu þeirra Í Múlalundi styðja heilbrigðir við fatlaða og hjálpa mörgum að fóta sig að nýju eftir erfið veikindi. Morgunblaðið/Eggert Helgi Kristófersson og Bergþór Böðvarsson við bílinn sem Múlalundur fékk nýlega til afnota á rekstrarleigu. Hann hefur að sögn reynst afar vel. TENGLAR ..................................................... www.mulalundur.is BERGÞÓR Grétar Böðvarsson tré- smiður veiktist af geðhvarfasýki fyrir tæpum tveimur áratugum og lagðist inn á spítala árið 1989. Hann hóf störf í Múlalundi í janúar síðast- liðnum, eftir að hafa reynt að fela veikindi sín í sjálfstæðri atvinnu- starfsemi, og starfar þar fyrir há- degi, en eftirmiðdaginn nýtir hann til sjálfstæðari verkefna. Hann seg- ir erfitt fyrir fólk sem veikist á geði að starfa á almennum vinnumark- aði sökum lítillar þekkingar og um- ræðu um geðsjúkdóma. „Meðan umræðan og skilningurinn eru ekki meiri meðal fólks sem á við þessi veikindi að stríða og einnig meðal þess fólks sem vinnur við þetta er ekki hægt að ætlast til þess að það sé hægt að tala um þetta á almenn- um vinnustað,“ segir Bergþór en hann telur það mikið gæfuspor að hafa farið inn á verndaðan vinnu- stað þar sem honum mætir skiln- ingur á sjúkdómi sínum. Vinnan veitir aðhald „Skilningi fólks á vernduðum vinnustöðum er mjög ábótavant,“ segir Bergþór. „Fólk heldur að þar eigi sér einungis stað iðjuþjálfun eða að þar sé ekki verið að gera neitt af viti. Fólk sé bara að dunda sér eitthvað til að hafa eitthvað að gera. Það er alger vitleysa, fólk er að vinna og framleiða vöru sem er keypt af atvinnulífinu og ein- staklingum. Ef fólk væri ekki hér væri það bara heima að gera ekki neitt og liði ekki vel. Þessi vinna veitir manni nauðsynlegt aðhald og reglu í lífinu til að maður geti farið að virka sem manneskja. Það dugar ekki bara að dæla í sig lyfjum eins og vítamínum, þegja og taka ör- orkubæturnar. Starf á vernduðum vinnustað getur virkað sem stökk- pallur aftur inn í atvinnulífið.“ Bergþór hugsaði lengi um hvort hann ætti að hefja störf á Múlalundi og þurfti ekki síst að glíma við eigin fordóma. „Það eru bullandi for- dómar hjá sjúklingum sjálfum sem þeir þurfa að yfirvinna. Umræðan í samfélaginu er neikvæð og fólk hefur neikvæðar hugmyndir um geðsjúkdóma og nálgast þá af for- dómum þegar það sjálft veikist. Ég hugsaði að ég væri að taka niður fyrir mig, því ég hafði verið að vinna sem trésmíðaverktaki. En ég ákvað að ég þyrfti að byggja mig upp og byrja á grunninum. Ég sé ekki eftir því, hér hef ég náð mjög góðum árangri með heilsuna.“ Bergþór telur mikilvægt að yf- irvöld fari að samhæfa þjónustu sína. „Þegar fólk er að leita sér hjálpar er því sífellt vísað á milli mismunandi ráðuneyta. Þetta dreg- ur úr manni styrk. Maður fær það á tilfinninguna að maður sé að sníkja eða svíkja út eitthvað sem maður á ekki skilið,“ segir Bergþór. Byrjað á grunninum UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim til- mælum til kærunefndar jafnréttismála að hún taki aftur til meðferðar mál kvenkyns skólastjóra sem kærði viðkomandi bæjarfélag vegna meintra brota þess á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Er það niðurstaða umboðsmanns að frá- vísun kærunefndarinnar á erindi konunnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Konan kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir áliti kærunefndar jafnréttismála þar sem kæru hennar var vísað frá nefndinni á þeim grundvelli að samkomulag hefði náðst milli hennar og bæjar- félagsins um uppgjör launa. Umboðsmaðurinn seg- ir að lög um launajafnrétti séu afdráttarlaus og kveði skýrt á um að óheimilt sé að afsala sér þeim réttindum sem mælt er fyrir um í lögunum. Konan hafði árið 2002 kvartað til bæjaryfirvalda yfir því að hún hefði sem skólastjóri haft lægri laun miðað við vinnuframlag en karlkyns skólastjóri sambærilegs skóla í bænum og gerði kröfu um að sér yrði bættur launamunurinn. Í framhaldinu fóru fram viðræður milli aðila og lyktaði þeim með því að bærinn greiddi konunni ótilgreinda upphæð. Við það tækifæri undirritaði hún yfirlýsingu þess efnis að hún tæki við ákveðinni greiðslu frá bænum og lýsti því jafnframt yfir að um frekari málarekstur vegna jafnréttis og yfir- vinnu yrði ekki að ræða. Umboðsmaður segist ekki geta fallist á „þá þröngu lögskýringu“ kærunefndar jafnréttismála á 27. gr. jafnréttislaga að ákvæðið feli aðeins í sér fyrirfram ákveðna vernd og eigi aðeins við um ráðningarsamninga og aðra slíka samninga. Að áliti umboðsmanns gat samkomulag konunnar og bæj- arfélagsins ekki afnumið eða takmarkað þau rétt- indi sem konan naut samkvæmt lögunum. Niðurstaða umboðsmanns er sú að kærunefnd- inni hafi borið að taka kæru konunnar til efnis- meðferðar og gefa skriflegt rökstutt álit um það hvort bæjarfélagið hafi brotið gegn ákvæðum jafn- réttislaga gagnvart henni. Erum ekki dómstóll Andri Árnason lögmaður er formaður kæru- nefndar jafnréttismála. Hann segir við Morgun- blaðið að álit umboðsmanns verði tekið til skoðunar í nefndinni. Nefndin hafi ekki litið svo á að hlutverk sitt sé að gefa álit á samkomulagi sem þessu í um- ræddu máli. Meira hafi verið deilt um gildi sam- komulags frekar en brot á jafnréttislögum. Kæru- nefndin sé ekki dómstóll og geti ekki farið ofan í samkomulag sem gerð séu í tilefni af langvarandi ágreiningi. Ef umboðsmaður telji að nefndin eigi að gera það verði það mál að sjálfsögðu skoðað. Umboðsmaður Alþingis úrskurðar um kærunefnd jafnréttismála Frávísun máls skólastjóra ekki í samræmi við jafnréttislögJÓLAÚTVARPIÐ fm Óðal101,3 fer í loftið í dag, þriðju- daginn 9. desember, og því lýk- ur á föstudag kl. 23. Nemendur í grunnskólanum eru útvarps- menn og koma fjölmarngir að handritagerð og flutningi. Jólaútvarpið er orðið hluti af menningu og stemmningu við jólaundirbúning í Borgarnesi. Fyrirtæki og stofnanir styrkja útsendingar með kaupum á auglýsingum. Eru þær frum- samdar, bæði leiknar og sungn- ar af krökkunum. Í hádeginu á föstudag verða pallborðsum- ræður með framámönnum sveitarfélagsins. Hægt er að hlusta á útsendingu gegnum heimasíðu Óðals, www.borgar- byggd.is/odal. Jólaútvarp í Borgar- byggð Borgarnesi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.