Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 17 Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18 – Laugardaga frá kl. 10-16 Nóa konfekt í miklu úrvali á góðu verði Holda kalkúnn 499 kr/kgSkútuvogi 4 Mikið úrval af sultum frá Den Gamle Fabrik10% afsláttur við kassa á Simplots-stöngum GYÐINGAR í Banda- ríkjnum skilja ekki hvað stjórnvöld í Ísrael eru raunverulega að gera og þetta er sá vandi sem við erum að kljást við,“ segir séra Mary Lawrence, bandarískur meþódista- prestur sem hefur frá 2001 helgað sig friðar- starfi meðal Palestínu- manna í Hebron á Vest- urbakkanum. Hún var sóknarprestur í Massachusetts en fékk lausn frá störfum til að taka þátt í starfi sam- kirkjulegrar hreyfingar, Kristilegra friðarhópa (CPT). Tæp- ur tugur manna vinnur nú á vegum þeirra í Hebron. Lawrence predikaði í Neskirkju í Reykjavík um helgina. Sjálfboðaliðar CPT hafa frá 1995 veitt palestínskum börnum í Hebron vernd á leið til og frá skóla auk þess að heimsækja fjölskyldur, skrá mannréttindabrot ísraelska her- námsliðsins og reyna að fá hermenn til að draga úr hörkunni. Nokkur hundruð heittrúargyðing- ar búa í fjórum, afmörkuðum hverf- um í Hebron en flestir borgarbúar, alls um 150.000 manns, eru Palest- ínumenn. Öflugt herlið veitir gyðing- unum vernd og umhverfis byggðir þeirra eru múrar og gaddavír. „,Við göngum einfaldlega með börnum sem búa í gamla hverfinu í skólann og fylgjum þeim aftur heim,“ segir Lawrence. „En börnin þurfa að fara yfir veg sem gyðing- arnir vilja hafa fyrir sig. Yfirleitt eru ekki mikil vandræði á venjulegum, virkum dögum en þegar gyð- ingabörnin eru ekki í skólanum kemur stundum til slags- mála. Gyðingabörnin hrekja þá palestínsk börn úr götunni, krakkarnir kasta grjóti hver í annan. Þarna hefur fólk kastað grjóti síðan Davíð skaut steininum í Golíat! Mér kom á óvart að sjá gyðingabörn kasta grjóti. Áður en ég kom hélt ég að það gerðu eingöngu palestínsk börn, það hafði ég séð í sjónvarpinu.“ Bjagaður fréttaflutningur Lawrence segir að daglegt líf Pal- estínumanna muni einkennast af þjáningum þar til pólitísk lausn finn- ist. Hún segir að fjölmiðlar í Banda- ríkjunum gefi almenningi mjög bjag- aða mynd af veruleikanum og Ísraelar séu að jafnaði sýndir í mun betra ljósi en Palestínumenn. „Stuðningurinn er mjög á tilfinn- ingalegum nótum. Fjöldi gyðinga býr í stórborgunum, þannig er þetta í Boston þar sem ég á heima. Þeir bregðast ósjálfrátt við þegar eitt- hvað kemur upp á í Ísrael án þess að þeir viti allt of mikið um málið eða velti því fyrir sér. Þeim finnst að „veslings Ísrael“ sé í vanda.“ Hvernig segir hún við herskáa Palestínumenn sem segjast aðeins vera að svara ofbeldi og verjast? „Við reynum að kenna fólki að leysa málin friðsamlega og við höfum hitt nemendur í Betlehem-háskóla sem biðja okkur um að kenna sér friðsamleg viðbrögð. Skriðdrekarnir hafa nú verið í Betlehem í tvö ár og allir vita að þegar kastað er grjóti í skriðdreka veldur það engu tjóni á honum. Fólk er aðeins að lýsa þrá sinni eftir því að drekarnir sé fjar- lægðir af götunum. En við segjum þeim að reynslan hafi kennt okkur að ofbeldisfull við- brögð leiði ekki til neins, þau leiði að- eins til þess að enn fleira fólk særist eða deyi. Allir tapa því á ofbeldinu þegar upp er staðið.“ Hún segist fá dvalarleyfi í þrjá mánuði í senn. Ver hún því ávallt þrem mánuðum í Bandaríkjunum en síðan þrem í Palestínu. Þegar hún er heima predikar hún og vinnur önnur störf fyrir kirkjuna en reynir einnig að fræða landa sína um ástandið í Palestínu. „Þegar almenningsálitið byggist á raunverulegri vitneskju eru meiri líkur en ella á að því að betri ákvarðanir verði teknar af hálfu stjórnmálamanna,“ segir séra Mary Lawrence. Grjót veldur engu tjóni á skriðdreka Séra Mary Lawrence Meþódistaprestur tekur þátt í friðarstarfi í Hebron LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Þegar þú kaupir jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga styrkir þú uppbyggingu samtakanna og auðveldar þeim að styrkja þá sem haldnir eru hjartasjúkdómum. Landssamtök hjartasjúklinga hafa, allt frá stofnun, varið miklum fjármunum til kaupa á tækjum fyrir heilbrigðisstofnanir. Þessar gjafir bjarga mannslífum, eins og nýlegt dæmi sannar, en samtökin gáfu nýverið Landspítala-háskólasjúkrahúsi hjarta- og lungnadælu í tilefni 20 ára afmælis samtakanna. Þú getur pantað jólakortin á heimasíðu okkar www.lhs.is, hringt í síma 552 5744 eða komið til okkar í Síðumúla 6. Jólakortin fást einnig hjá aðildarfélögum. Gle ðile g Jólakort ABU Sayyaf-samtökin á Filippseyj- um, sem eru sögð tengjast al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, urðu fyrir miklu áfalli um helgina er leiðtogi þeirra var hand- tekinn. Galib Andang, sem einnig er kallaður Robot, féll í hendur her- mönnum eftir mikla sókn þeirra gegn múslímskum óaldarflokkum á eynni Jolo í suðurhluta landsins. Andang og menn hans hafa staðið fyrir mannránum og morðum og komust í heimsfréttirnar árið 2000 er þeir rændu 21 ferðamanni í Sip- andan í Malasíu. Fólkinu var loks sleppt gegn greiðslu lausnargjalds. Narciso Abaya hershöfðingi sagði í gær, að græðgin hefði orðið And- ang að falli. Hann hefði að eigin sögn fengið í sinn hlut 12-13 millj. ísl. kr. úr Sipadan-mannráninu en í stað þess að fara áfram huldu höfði, hefði hann verið kominn á kreik á ný til að skipuleggja nýtt mannrán. Leiðtogi Abu Sayyaf handtekinn Jolo. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.