Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi kl. 12.30 Claus Egemose, danskur myndlistarmaður fæddur 1956, fjallar um eigin feril. Hann er þátttakandi í Carnegie- málverkasýningunni sem verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi á fimmtudag, auk þess opnar hann einkasýningu í Galleríi Sævars Karls á föstudag.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á MORGUN TVENNIR ólíkir tónleikar, sem fjallað er um í þessum pistli, þ.e. rómantískir píanótónleikar og tón- leikar þar sem jóla- og aðventu- tónlist var flutt, eiga það sameig- inlegt, að tónlistin í báðum tilfellum býr yfir fegurð en fegurð og trú eru af sama stofni, því hið góða er í eðli sínu fagurt og list sem gædd er fegurð, er í eðli sínu guðleg. Blæbriðaríkur leikur Stofnun Dante Alighieri stóð fyr- ir píanótónleikum í Ými sl. mið- vikudagskvöld og það var píanóleik- arinn Domenico Codispoti, sem lék klassísk og rómantísk píanóverk. Fyrsta verkið var sónata í B-dúr, K. 570, eftir Mozart og var leikur Codispoti einstaklega tær, leikandi léttur og klassíkur en einnig blæ- briðaríkur og tilþrifamikill, svo vart er hægt að hugsa sér glæsilegri flutning á þessu fallega verki meist- arans. Codispoti er frábær píanóleikari og var flutningur hans á E-dúr næturljóðinu op. 62. nr. 2 og póló- nes-fantasíunni í As-dúr, op. 61, eft- ir Chopin, litauðugur og syngjandi fallegur í næturljóðinu og hreint út sagt magnaður í pólónesunni. Í píanóverkinu Ástin og dauðinn, eftir Grandos, tók verulega í hnúk- ana og þar sýndi Cod- ispoti að hann er yf- irburða tekniker en þetta dramatíska og erfiða píanóverk, er nr. 5 í Goyja píanósvít- unni og er umritun höfundar á samnefndu hljómsveitarverki (Goyescas). Þrjú smáverk og það svolítið skrítin og gamansöm, eftir Alf- onso Rendano (1853– 1931), ítalskan píanista og tónskáld, voru næst á efnisskránni og voru þau auðvitað glæsileg flutt. Sama má segja um þrjú síðustu verkin; Etudes-Tabl- eaux, nr. 1, 3 og 5 úr op. 39, og þrátt fyrir að æfingarnar séu sér- lega erfiðar, eru þær einfaldar að formi, annaðhvort í tvenndar- eða þrenndarformi og þykja auk þess frekar efnislitlar og helst vera eins konar könnun á því hvað hægt sé að útfæra margbreytilegar tækni- brellur á píanóið. Hvað sem þessu líður, var leikur Codispoti ótrúlega glæsilegur, margbreytilegur í mótun blæbrigða og andstæðum í styrk, svo að vel má kalla Codispoti píanósnill- ing. Falleg aðventu- stemning Jóla- og aðventutón- leikar voru haldnir um helgina í Hallgríms- kirkju og fór undirrit- aður á þriðju tón- leikana, sem haldnir voru sunnudagskvöldið 7. desember. Það var Mótettukór Hallgrímskirkju, Elín Ósk Óskarsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson, undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem stóð fyrir þessum tónleikum. Tónleikarnir hófust með útsetningu Róberts A. Ottóssonar á Kom þú, kom, vor Immanúel, sem sunginn er við þýð- ingu Sigurbjarnar Einarssonar biskups, fagur sálmur, sem var sér- lega vel og innilega sunginn, bæði af kórnum og Elínu Ósk. Exultate Deo, eftir A. Scarlatti, Það aldin út er sprungið, í útsetningu Pretoríus- ar, O, magnum mysterium, eftir G. Gabrieli og Hodie Christus natus est, eftir Marenzio eru allt hágæða kórverk, sem Mótettukór Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar söng með glæsibrag. Elín Ósk söng við undirleik Björns Steinars aríuna, He shall feed his flock, úr Messiasi, eftir Händel og Iðrunarbænina (Repentir) Ó, guð- dómlegi lausnari (O, divine Redeemer), eftir Gounod, af glæsi- brag og söng ekki síður glæsilega með kórnum Lautate Dominum eft- ir Mozart. Seinni hluta tónleikanna var efnisskráin hefðbundin aðventu- tónlist og þar í flokki voru fimm út- setningar eftir David Willcocks, en þessar raddsetningar eru upphaf- lega hugsaðar til safnaðarsöngs og þá oftast lagt mest í lokaerindið og kór, einsöngvara eða t.d. tromp- ettum, er lögð til rismikil yfirrödd. Þessi aðferð er sér enskt fyrirbæri og byggist á því að söfnuðurinn syngur viðkomandi sálm með full- um rómi. Elín tók þátt í þessum víxlsöng og söng t.d. mjög fallega án undirleiks 1. erindið í Einu sinni í ættborg Davíðs og síðan yfirrödd- ina í 3. erindinu. Lokaviðfangsefni tónleikanna voru Ó, helga nótt, eftir A. C. Adam, ásamt Guðs krisni í heimi, og þar fóru Elín Ósk og Mót- ettukórinn á kostum. Ef það hefur verið ætlunin að fá tónleikagesti til að taka undir, var ekki nægilega lesbjart í kirkjunni og textinn hefði auk þess þurft að vera nokkrum punktum stærri. Hvað um það, þá voru þetta stemningsríkir aðventu- tónleikar, þar sem saman fór falleg tónlist og fagur flutningur. Rómantík og aðventustemning Morgunblaðið/Eggert „Vel má kalla Domenico Codispoti píanósnilling,“ segir Jón Ásgeirsson. TÓNLIST Tónlistarsalurinn Ýmir PÍANÓTÓNLEIKAR Domenico Codispoti flutti verk eftir Moz- art, Chopin, Granados, Rendano og Rachmaninov. Miðvikudagurinn 3. des- ember, 2003. Hallgrímskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Mótettukór Hallgrímskirkju, Elín Ósk Óskarsdóttir og Björn Steinar Sólbergs- son undir stjórn Harðar Áskelssonar, fluttu jóla- og aðventusöngva. Sunnudag- urinn 7. desember 2003. Elín Ósk Óskarsdóttir Jón Ásgeirsson GOSPELSYSTUR Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox fem- inae halda aðventutónleika á fimmtu- dag kl. 20.30, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Áskel Másson, Fauré, Bach, Felix Mendelssohn- Bartholdy, Pollock og Reger. Ástríður Haraldsdóttir og Gróa Hreinsdóttir munu leika með á orgel og Hjörleifur Valsson mun leika á fiðlu og Stefán S. Stefánsson á slagverk og flautu. Mar- grét J. Pálmadóttir er stofnandi kór- anna. Kvenna- kórar á aðventunni Margrét J. Pálmadóttir BRIAN Pilkington voru í gær veitt Dimmal- imm-verðlaunin, íslensku myndskreytiverð- launin, við athöfn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Verðlaunin hlýtur hann fyrir bók sína Mánasteinar í vasanum sem Mál og menn- ing gefur út. „Ég er auðvitað mjög ánægður, enda kemur mér þetta ánægjulega á óvart,“ sagði Brian í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir hann tók Brian fram að þau breyti í sjálfu sér ekki hans vinnuaðferðum. „Ég reyni alltaf að leggja mig allan fram og gera mitt besta við gerð hverrar einustu bókar. Ég hef alltaf að markmiði að gera betur en síðast og það mun ekkert breytast.“ Dómnefnd íslensku myndskreytiverð- launanna var skipuð Aðalsteini Ingólfssyni, sem var formaður nefndarinnar, Aðalbjörgu Þórðardóttur og Kalman le Sage de Fontenay. Í umsögn dómnefndar sagði m.a.: „Mána- steinar í vasanum ber ýmis þau einkenni sem gert hafa Brian Pilkington að einum ástsæl- asta höfundi mynda í íslenskum barnabókum frá upphafi. Má þar helst nefna frábærlega vandaðan og auðþekkjanlegan frásagnarstíl hans, grundvallaðan á ítarlegri heimildar- vinnu, þar sem fara saman næmt auga fyrir hinu skoplega og ævintýralega í hversdags- legri tilveru, ríkulegt skynbragð á dramatíska framvindu í hverjum bókartexta sem hann er með undir og síðast en ekki síst mannúðlegur boðskapur.“ Að sögn Brians er Mánasteinar í vasanum fremur hugsuð fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er einföld saga um stúlkuna Öldu, sem líkt og mörg börn, á ímyndaðan vin, nema hvað henn- ar vinur er dreki að nafni Dínus sem getur flogið. Saman lenda þau í alls kyns ævintýrum og fljúga meðal annars til tunglsins þar sem þau safna mánasteinum. Ég ákvað að láta myndirnar um að segja sögurnar að mestu þannig að það er aðeins örlítill texti á hverri opnu.“ Þetta er í annað sinn sem Dimmalimm- verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt fyrir bestu myndskreytingarnar í barnabók sem gefin er út á árinu. Verðlaunahafinn er einn af þeim 24 myndskreytum sem sýna myndir sínar á sýningunni „Þetta vil ég sjá!“ í Gerðu- bergi. Hugmyndin að sýningunni kviknaði í fyrra þegar farið var að leiða hugann að því hversu litla athygli myndskreytingar í íslensk- um barnabókum fá. Í kjölfarið urðu Dimmal- imm-verðlaunin að veruleika og hlaut Halla Sólveig Þorgeirsdóttir þau á síðasta ári, er þau voru fyrst afhent, fyrir myndskreyting- arnar í bókinni Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur. Það eru Penninn, Félag íslenkra bókaútgefenda, Myndstef, Gerðuberg og Félag íslenskra teiknara sem standa að verðlaununum. Brian Pilkington hlýtur íslensku myndskreytiverðlaunin Dimmalimm í ár Auðþekkjanlegur og frábær- lega vandaður frásagnarstíll Morgunblaðið/Jim Smart Brian Pilkington í góðum félagsskap að lokinni verðlaunaafhendingunni í gær. Í DAG Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar safns- ins, verður með leiðsögn um sýn- inguna Raunsæi og veruleiki – Ís- lensk myndlist 1960–1980. KRISTJÁN Ingimarsson og Paolo Nani fá framúrskarandi dóma fyrir leik sinn í trúðleik sínum Kunsten at dø (Listin að deyja) sem sjá má í Kal- eidoskop-leikhúsinu í Kaupmanna- höfn um þessar mundir. Me Lund, gagnrýnandi Berlingske Tidende, gefur sýningunni fullt hús stiga í lof- samlegum dómi sem birtist í blaðinu um síð- ustu helgi. „Utan frá séð virðist þetta því lítil sýning. Aftur á móti fæðist allur heimurinn bók- staflega frammi fyrir áhorfendum – eða réttara sagt: Það mikilvægasta í heiminum, nefni- lega vinskapurinn og samkenndin með öðrum manneskjum. Kjarninn í þessari fádæma vel heppnuðu sýn- ingu felst í vitneskjunni um að dag einn munum við öll deyja. Og það er mikilvægt að njóta lífsins meðan við getum. Í lok sýningar verðum við vitni að ákveðinni staðfestingu á leiknum og vinskapnum. Það er ekki gert til þess að reyna að bæla vitn- eskjuna um dauðann heldur einmitt af því að tilvist dauðans er viður- kennd. Það felst engin sérstök list í því að fæðast. En dauðinn krefst svo sannarlega trúðs.“ Í umsögn sinni segir Lund að hin- um íslenska Kristjáni Ingimarssyni hafi bókstaflega skotið upp á stjörnu- himin „líkamlega“ leikhússins síðan hann útskrifaðist úr leiklistarskóla í Danmörku árið 1997. Hann bendir á að flestir ættu að muna eftir Paolo Nani fyrir afbragðsleik í einleik sín- um Bréfinu, sem m.a. var sýndur á Listahátíð í Reykjavík árið 2000. Trúðleikur lofaður Kristján Ingimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.