Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Spenna frá upphafi til enda! „Ótrúleg endalok sem er ómögulegt a› sjá fyrir fyrr en í bláendann koma rosalega á óvart og er ég byrju› á bókinni í anna› sinn. ... Vi› höfum spennu, húmor, skemmtilegar persónur, flott umhverfi og gó›a "‡›ingu. $arf eitthva› meira?!“ – rú›ur Gu›mundsdóttir, 13 ára, Kistan.is 9. sæti Mbl. 4. des. Skáldverk því fram að bílastæðaskortur og um- ferðarálag myndi aukast. Í svari skipulagsyfirvalda í Reykjavík segir að Ingólfsstræti sé ekki skilgreint sem íbúðasvæði eða íbúðagata milli Bankastrætis og Amtmannsstígs heldur sem hliðarverslunarsvæði. Samkvæmt skilgreiningu aðalskipu- lags sé rekstur vetingastaða leyfður í hliðarverslunargötum í miðborginni. Engar takmarkanir gildi þar um fjölda veitingastaða eða aðra starf- semi. „Umsóknin fellur því bæði að ákvæðum aðalskipulags og gildandi deiliskipulags,“ segir í svarinu. Engin ábyrgð á hávaða utanhúss Þá kemur fram að í umfjöllun um leyfisveitingar segi ekkert um um- gengni og hegðun þeirra sem sæki staði af þessu tagi þegar þeir séu ut- anhúss. Rekstraraðilar beri ekki ábyrgð á hegðun gesta utan veggja veitinga- eða skemmtistaða. Það ástand sem nágrannar óttist falli und- ir almennar reglur um hegðun borg- aranna á almannafæri og sé fjallað um í lögreglusamþykkt. Ekki sé hægt að leggjast gegn umsókninni á þess- um forsendum en hægt sé að svipta rekstraraðila áfengisveitingaleyfi verði ónæði af staðnum um of. Hvað varðar áhyggjur íbúa af hljóðmengun frá þessari starfsemi segir í bréfi skipulagsyfirvalda að krafist sé greinargerðar um hljóðvist. Þar sé farið yfir hljóðvist hússins sem tryggja eigi að hljóð ofan skilgreindra marka berist ekki út fyrir veggi þess. SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur gefið Eldhuga ehf. leyfi til að innrétta kaffi- og vínveit- ingastað á fyrstu hæð og í kjallara hússins við Ingólfsstræti 5. Margar athugasemdir nágranna sem vöruðu við þessum fyrirætlunum höfðu borist nefndinni. Nágrannarnir segja í athugasemd- um að ástandið í götunni sé óviðun- andi í dag, sérstaklega á nóttunni um helgar. Með tilkomu enn eins veit- ingahússins muni háreysti og sóða- skapur versna til muna. Nú þegar þurfi þeir að þola hávaða á nóttunni og á morgnana taki á móti þeim ælur og glerbrot á götunni með tilheyrandi hlandlykt. Umferð drukkinna ein- staklinga muni aukast um götuna og í nálægum görðum. Einnig héldu þeir Íbúar við Ingólfsstræti ósáttir við nýjan veitingastað FIMM stofnbrautarleiðir verða á höfuðborgarsvæðinu er nýtt leiða- kerfi Strætó bs. verður tekið í notkun á næsta ári. Vagnar á þeim leiðum munu ganga á tíu eða jafnvel fimm mínútna fresti á álagstímum. Ökuleiðum verður fækkað úr 36 í 18, gönguvega- lengd að næstu biðstöð lengist en biðtíminn styttist. Nýja kerfið á að flytja fólk frá stærstu íbúðar- hverfunum beint til helstu vinnu- staða á höfuðborgarsvæðinu og byggist útfærsla kerfisins m.a. á ferðavenjukönnun sem gerð var meðal höfuðborgarbúa árið 2002. Nýja kerfið gerir ráð fyrir að endastöð stofnbrautanna verði í Vatnsmýrinni þar sem BSÍ er með höfuðstöðvar og þar sem miðstöð almenningssamgangna á landsvísu er fyrirhuguð. T.d. mun flugrútan aka þaðan frá áramótum. Þetta kom m.a. fram á ársfundi Strætó bs. í gær. Nýja kerfið er skipulagt með hliðsjón af umfangsmikilli könnun á ferðavenjum fólks sem gerð var árið 2002 auk þess sem tekið er mið af atvinnu- og búsetuskipt- ingu samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Erlendir ráðgjafar voru fengnir til að for- hanna kerfið í samvinnu við ís- lensk fyrirtæki. Rafrænt greiðslukerfi í febrúar Fleiri breytinga er að vænta hjá Strætó bs. því í febrúar á næsta ári verður nýtt rafrænt greiðslu- kerfi, sem er samstarfsverkefni Strætó bs., ÍTR og Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, tekið í gagnið í tilraunaskyni en það verður væntanlega komið í fulla notkun síðla næsta sumar. Kerfið felur í sér að hægt verði að greiða fyrir fargjöld með svokölluðu smart-korti. Þegar er búið að útfæra stofn- leiðakerfið að mestu og hverfa- leiðakerfið er einnig vel á veg komið. Á næstunni verður nýja leiðakerfið kynnt fyrir íbúum og hverfaráðum. Leiðakerfið er fyrsta samræmda kerfið fyrir allt höfuðborg- arsvæðið. Markmiðið með því er að bæta þjónustuna og fjölga farþegum. Vonast er til að viðskiptavinum Strætó bs. fjölgi um 50% á næstu fimm árum, fari úr 4% upp í 6%. Árið 2024 er vonast til að fjöldi viðskiptavina hafi tvöfaldast, verði orðinn um 8% af öllum íbúum höf- uðborgarsvæðisins. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að nýja leiðakerfið byggist á annarri hugs- un en það kerfi sem fyrir er, það verði einfaldara og meira tillit verði tekið til álagstíma. Áþreif- anlegasta breytingin felst að hans sögn í því að laga framboð ferða að þeirri eftirspurn sem raunveru- lega er fyrir hendi. Ferðatíðni á álagstímum, fyrst á morgnana og síðdegis, verður aukin þannig að ferðir verða á tíu mínútna fresti en lengra verði milli ferða utan álagstíma og á einstökum leiðum inni í íbúðarhverfum. Stofnbrautir skipulagðar eins og lestarkerfi Hugmyndafræðin að baki stofn- brautaleiðunum hefur verið kölluð „think train, drive bus“ á ensku, þ.e. að stofnbrautinrar eru skipu- lagðar eins og um lestarkerfi væri að ræða. Þannig á að nást hærri meðalhraði og ferðatími á að stytt- ast. Til að þetta geti orðið að veru- leika þarf að leggja aukna áherslu á aukinn og samræmdan forgang fyrir strætó í umferðinni til að tryggja sem minnstar tafir. Þetta mætti t.d. gera með forgangi við umferðarljós og sérstökum akrein- um fyrir strætisvagnana, að sögn Péturs U. Fenger, aðstoð- arframkvæmdastjóra Strætó bs., sem kynnti drögin að nýja leiða- kerfinu í gær. Pétur sagði að líkt og með lagningu járnbrautarteina væri hugsunin sú að stofnbraut- irnar yrðu til frambúðar, þeim yrði ekki breytt. Fólk myndi þá venjast því hvar og hvenær vagn- arnir kæmu og gætu gengið að því vísu. Ekki er endanlega búið að ganga frá hverfisleiðunum, þ.e. ökuleiðum þeirra vagna sem aka um einstök hverfi borgarinnar og tengjast svo stofnbrautunum. Pétur sagði að gönguvegalengd að næstu biðstöð myndi lengjast í mörgum tilfellum með tilkomu nýja kerfisins en að hún ætti ekki að verða meiri en 300–400 metrar í mesta lagi í fjölbýlis- húsahverfum og ekki miklu lengri í dreifðari byggðum. Í ein- földu máli væri stærsta breyt- ingin með tilkomu nýja kerfisins sú að leiðir yrðu færri en ferð- irnar fleiri. Farþegar fáir en ánægðir Árið 1960 voru farþegar strætó 20 milljónir, í ár eru þeir 8 millj- ónir. „Farþegafjöldi strætó er samfelld sorgarsaga,“ segir Ás- geir. „Það er þó huggun harmi gegn að farþegum hefur ekki fækkað frá því í fyrra.“ „Ætlunin er að kynna almenn- ingssamgöngur sem raunhæfan og góðan kost andspænis einka- bílnum,“ segir Ásgeir. „Meðal farþega Strætó bs. rík- ir almenn ánægja með þjón- ustuna. Viðhorf viðskiptavinanna er mælt reglulega og hefur sú mæling leitt í ljos að um það bil 80% viðskiptavina fyrirtækisins eru ýmist ánægð eða mjög ánægð með þjónustu Strætó. Þetta vilj- um við efla og endurskoðað leiða- kerfi er þáttur í þeirri viðleitni.“ Fimm stofnbrautir verða í nýja leiðakerfi Strætó bs. og þeim tengjast svo 13 safnleiðir úr ólíkum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Ferðum fjölgað en leiðum fækkað Nýtt leiðakerfi Strætó verður tekið í notkun næsta sumar. Frá vinstri: Pét- ur U. Fenger, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs., Guðjón Ólafur Jóns- son stjórnarformaður og Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri. Drög að nýju leiðakerfi Strætó bs. fyrir höfuðborgarsvæðið kynnt á ársfundi fyrirtækisins Í REKSTRARÁÆTLUN Strætó bs. fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu sem að byggða- samlaginu standa hækki um 4,5% milli ára. Gert er ráð fyrir að 38% kostnaðarins verði greidd með tekjum af fargjöldum, eða um 813 milljónir króna, en 1.329 milljónir króna eða 62% kostnaðarins komi frá sveitarfélögunum. Ekki er gert ráð fyrir að fargjöld hækki á næsta ári að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., þrátt fyrir að fyrirtækið standi í kostnaðarsömum umbótum á starf- semi sinni. Ásgeir segir að með nýju leiðakerfi breytist vinnufyr- irkomulag vagnstjóra. Á næstunni verður farið yfir málin með for- svarsmönnum þeirra. Ekki er gert ráð fyrir í rekstraráætlun fyrir næsta ár að farþegum gæti fjölgað með tilkomu nýja leiðakerfisins. Fargjöld hækka ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.