Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir miklum krafti og auðugu ímyndunarafli og vilt lifa lífinu til fullnustu. Á komandi ári muntu ganga frá lausum endum í lífi þínu til að skapa rúm fyrir eitt- hvað nýtt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tunglið er ekki lengur fullt og því líður þér betur en í gær. Það er alltaf gott þegar það slaknar á spennunni sem myndast þegar tunglið er fullt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú sérð líf þitt í skýrara ljósi í dag. Sýndu þolinmæði fram eftir degi og gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu í eftirmið- daginn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér mun hugsanlega takast að leysa ágreining við maka þinn eða náinn vin í dag. Nú er rétti tíminn til að fram- kvæma hugmyndir sem komu upp í huga þinn í gær. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlutirnir ættu að ganga vel í vinnunni í dag. Þú ert bjart- sýn/n á framtíðina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að endurskoða hug- myndir þínar sem tengjast listsköpun og vinnu með börn- um. Það er farið að draga úr spennunni í ástarmálunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú fannst fyrir mikilli spennu í gær en hún er nú að minnka. Þú ættir að einbeita þér að málum sem snerta heimilið og fjölskylduna. Leitaðu ráða hjá foreldrum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að tjá þig í dag. Þér finnst þú hafa eitthvað að segja og þú vilt koma því á framfæri. Hafðu ekki áhyggjur af við- brögðum annarra. Álit þitt skiptir líka máli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjármálin líta betur út en þau hafa gert að undanförnu. Þú ættir þó ekki að taka neinar stórar ákvarðanir fyrr en á fimmtudag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Spennan í samskiptum þínum við maka þinn fer minnkandi. Þér finnst aðrir vera tilbúnir að hlusta á það sem þú hefur að segja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu af skarið og komdu óskum þínum á framfæri í dag. Það mun koma þér á óvart hvað það fellur í góðan jarðveg. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að biðja vin þinn um að hitta þig í mat eða kaffi í dag. Þú þarft á örvandi sam- ræðum að halda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu ráð fyrir breytingum í lífi þínu því Mars er loksins kominn á hreyfingu. Það sem yfirleitt gengur yfir á sjö vik- um hefur tekið sex mánuði og því hefur reynt á þolrifin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA JÓLAFASTA Hægt silast skammdegið áfram með grýlukerti sín hangandi í ufsum myrkursins. Þegar búið er að kveikja vitrast mér tvennskonar stórmerki: gestaspjót kattarins og hringsól gestaflugunnar. Ég hlusta og bíð í ofvæni en það kemur enginn … Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. des- ember, er sextug Agnes Árnadóttir frá Húsavík. Agnes er stödd erlendis á afmælisdegi sínum ásamt sambýlismanni sínum, Ósk- ari Þórhallssyni. Agnes býður vinum og vanda- mönnum að koma og gleðj- ast með sér föstudaginn 19. desember í félagsheimili Þróttar í Laugardal á milli kl. 19.30 og 21.30. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. des- ember, verður fimmtugur Vignir Jón Jónasson, sölu- maður, Bergsmára 1, Kópavogi. Af því tilefni býð- ur hann, ásamt konu sinni Kristínu Ingólfsdóttur, ætt- ingjum og vinum að sam- gleðjast sér milli kl. 18 og 21 í SEM-salnum á Sléttuvegi 1–3, Reykjavík. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 h6 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 Bd7 13. d5 Re7 14. Rf1 Rg6 15. R3h2 c6 16. dxc6 Bxc6 17. Rg4 Rd7 18. Df3 He7 19. Df5 Rh8 Hannes Hlífar Stef- ánsson (2567) og Haraldur Bald- ursson brugðu sér alla leið til Dóm- íníska lýðveld- isins til að taka þátt í alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir stuttu. Sá fyrrnefndi hafði hvítt í stöð- unni gegn finnska stórmeistaranum Heikki Kallio (2493). 20. Rxh6+! gxh6 21. He3 d5 21... Bg7 yrði svarað með 22. Hg3 og svartur gæti ekki varist með góðu móti. Svarta staðan er einnig hrunin til grunna eft- ir textaleikinn enda gafst hann upp eftir 22. exd5. Hannes var á meðal efstu manna allt mótið en tap í síðustu umferð gerði það að verkum að hann endaði í 15. sæti. Haraldur tók mikinn endasprett og lauk keppni í 47.–61. sæti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HM í Monte Carlo lauk 15. nóvember og fimm dögum síðar hófust haustleikar Bandaríkjamanna í New Orleans. Drjúgur hluti þeirra spilara sem mest var áberandi í Monte Carlo var sestur við spilaborð í New Orleans á réttum tíma og sömu andlit atvinnumanna hófu aðra orustu á nýjum vígvelli. Ástæðulaust að slá slöku við. Norður ♠ 1073 ♥ Á ♦ G105 ♣ÁDG764 Vestur Austur ♠ 82 ♠ K4 ♥ 974 ♥ DG10865 ♦ 742 ♦ KD963 ♣K10532 ♣-- Suður ♠ ÁDG965 ♥ K32 ♦ Á8 ♣98 Haustleikarnir eru mikil „Board-a-match“ hátíð, en það er sveitakeppni þar sem aðeins tvö stig eru í boði í hverju spili – eins konar tvímenningur milli tveggja borða. Tvö slík mót eru haldin, annað öllum op- ið og hitt er hin virðulega Reisingerkeppni. Ítalska fjórmenningaklíkan (Lauria, Versace, Bocchi, Duboin) vann í opnu keppn- inni í sveit með Georege Jacobs og Ralph Katz, en sveit Malcoms Brachmans vann Reisingermótið (Pass- ell, Greco, Hampson, Wold). Spilið að ofan er frá opna mótinu og það er Zia Mahmood sem er í aðal- hlutverki. Hann varð sagn- hafi í fjórum spöðum í suð- ur eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 hjarta 1 spaði Pass 2 hjörtu * 3 tíglar 3 hjörtu * Pass 4 spaðar Allir pass Zia fékk óþægilegt útspil – tígultvist. Hann lét lítið úr borði og tók níu austurs með ás. Fór svo inn í borð á hjartaásinn og svínaði spaðadrottningu. Zia taldi líklegt að austur ætti 6-5 skiptingu fyrir sögnum sín- um og lagði því niður spaðaásinn. Svo var það laufið. Það var vont að missa strax innkomuna á tígulás, en Zia fann lausn á þeim vanda. Hann spilaði laufáttu og lét hana svífa yfir þegar vestur fylgdi með hundi! Þar með var hann heima til að svína aft- ur og tryggði sér þannig 13 slagi. En það dugði aðeins til að jafna spilið (1-1), því á hinu borðinu fékk suður út hjarta gegn sama samningi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Af hverju ekki? Svona fer hann pabbi þinn að því að koma traktornum í gang á köldum vetrarmorgnum! MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 H á tí ð a rf a tn a ð u r Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi Sendum í póstkröfu Grímsbæ, sími 588 8488, við Bústaðaveg Eldri konur Rauðir jólakjólar með löngum ermum 9.600 Jakki og pils svart 8.300 Peysujakki og pils gulbrúnt og svart 12.500 Úlpur 4.900 OREGON sjónvarps- skápur úr eik Lengd: 149 sm Hæð: 61/83 sm Dýpt: 52 sm Verð kr. 71. 800 Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is DÖMU OG HERRA flannel náttbuxur Fást aðeins hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.