Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 25
hrærivél en einungis strákar eru sýndir leika sér með fótboltaspil og útidót eins og sleða og snjóbretti. Jón Páll Grétarsson, kaupmaður í Leikbæ, segir að tveir bæklingar frá Leikbæ komi út fyrir þessi jól. Ann- ar er danskur bæklingur þar sem bætt er við íslenskum texta og verði, en í þeim bæklingi er t.d. myndin af stelpunni með ræstivagninn. Hinn bæklingurinn er gerður hér á landi og þ.a.l. geta aðstandendur ákveðið sjálfir hvaða myndir eru notaðar, ís- lenskar og erlendar. Jón Páll segir að við gerð auglýs- ingabæklinga sé stuðst við ríkjandi viðmið. „Þeir sem útbúa bæklinga eru fyrst og fremst að reyna að selja vöruna. Og þeir eru búnir að setja það niður fyrir sér fyrir hvaða ald- urshóp og hvort kynið ákveðin vara hentar best. Þá reyna þeir að nota myndir sem auka sölu á vörunni og gefa sér til dæmis að ræstivagnar komi til með að seljast fyrir stelpur, eins fáránlegt og það nú er. Mér sjálfum hefði aldrei dottið í hug að setja þetta stykki í bækling og þessi mynd stakk mig. En ég breyti ekki heilum bæklingi út af einni mynd.“ Jón Páll segir vel koma til greina að útbúa bækling þar sem strákar og stelpur eru sýnd með leikföng sem alla jafna eru ekki markaðssett fyrir þeirra kyn. „Það væri mjög skemmtilegt. Hins vegar hef ég frek- ar reynt að leyfa vörunni að njóta sín í þeim bæklingum sem við útbúum sjálf. Mér finnst eðlilegra að fólk ákveði það sjálft hvort það vill kaupa leikföngin fyrir strák eða stelpu.“ Aðspurður segir Jón Páll að frek- ar ætti að beina sjónum að for- eldrum, leikskólum og skólum þegar kemur að því að gagnrýna stöðluð kynhlutverk, heldur en að beita reglum gagnvart þeim sem gefa út leikfangabæklinga, eins og Svíar hafa gert. „Það myndi ekki skipta sköpum að breyta dótabækling- unum. Fólk er búið að skilgreina kynhlutverk barna sinna þegar þau eru eins til tveggja ára gömul. Þau eru rétt farin að tala þegar þau byrja að greina stelpudót og strákadót. Foreldrar eru duglegir við að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Hagkaup flokka leikföng Í auglýsingabæklingi Hagkaupa fyrir jólin er strákur með bangsa á forsíðunni. Á baksíðunni er stelpa með púsl og spil. Sigríður Gröndal, innkaupastjóri sérvöru, bendir m.a. á þessi dæmi til að sýna fram á að Hagkaup markaðssetji sum leikföng fyrir bæði kynin jafnt, en önnur séu flokkuð sérstaklega fyrir stráka eða stelpur. Bæklingarnir eru settir saman úr íslenskum myndum og erlendum. Forsíðu- og baksíðumyndirnar eru teknar fyrir Hagkaup hér á landi, sem og myndir í bæklingnum af strák við smíðabekk og stelpu við eldavél. „Við erum að skipta þessu upp, það er alveg rétt. Reynslan sýn- ir okkur að strákar vilja ákveðin leikföng og stelpur ákveðin. Við vinnum samkvæmt því,“ segir Sig- ríður. „En mjög stór hluti er fyrir bæði kynin og það eru líka myndir af börnum með þau leikföng í bæk- lingnum.“ Spurð um hugsanlega stefnu- breytingu hjá Hagkaupum, þ.e. hvort til greina komi að birta myndir af strákum við dótaeldavél í auglýs- ingabæklingi, segir Sigríður ekki tímabært að greina frá hugsanlegum stefnubreytingum Hagkaupa í ein- stökum málum.  AUGLÝSINGAR|Leikfangabæklingar endurspegla staðlaðar ímyndir hlutverkaskiptingar kynjanna Ræstivagn á óskalistanum? Ljósmynd/Páll Bergmann Stelpudót og strákadót: Að sjá stráka að leik með eldavél og dúkkukerru á að vera alveg jafn sjálfsagt og að sjá stelpur að leik með sama dót. steingerdur@mbl.is eða eldhús- leikföng, sam- kvæmt ákvörðun nefndarinnar. Frá þessu er greint á sænska vefnum www.nyhet.nu. Nefndin telur að þegar stelpur og strákar eru sýnd í auglýs- ingabæklingum leika sér með ákveðin leikföng sem tengd hafa verið kynjunum, viðhaldi það úreltum og stöðl- uðum kynjaímyndum. Ræstivagninn stakk kaupmanninn Við skoðun á auglýsingabækling- um frá íslenskum dótabúðum er ljóst að reglur af þessu tagi eru ekki í gildi hér á landi. Í auglýsingabæk- lingi frá Leikbæ eru einungis stelpur sýndar leika sér með dúkkur og heimilisdót eins og ræstivagn og Tveggja ára: Hver ákveður að þessi unga stúlka eigi ekki að leika sér með Hulk og félaga? L jó sm yn d/ P ál l B er gm an n Um þessar mundir má víðasjá bæklinga með hug-myndum að jólagjöfum.Verslanir sem selja leik- föng gefa gjarnan út slíka bæklinga og eru þeir litríkir og fullir af upplýs- ingum. Myndirnar sýna m.a. stelpu með dótaræstivagn, stelpu við dóta- eldhús, stelpu með dúkkuvagn, strák á sleða, strák við dótasmíðabekk og strák að kubba. Sænskar dótabúðir mega ekki gefa út bæklinga sem sýna stráka og stelpur í hefðbundnum kynhlut- verkum, t.d. stelpur með dúkkur og stráka með bíla. Þetta er ákvörðun sænskrar Siðanefndar atvinnulífsins gegn auglýsingum sem mismuna kynjunum. Ef útgefendur auglýsingabæk- linga fyrir leikföng vilja hafa börn með á myndunum, verða stelpurnar að vera að leika með kubba eða stríðsleikföng og strákarnir með Barbie Smíðadót og ræstivagn: Strákur og stelpa í stöðl- uðum hlut- verkum. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 25 A u aurum Bankastræti 4 Sími 551 2770 KVENNAGULL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.