Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Garðar ætlar að lesa upp úr Passíusálmunum fyrir ráðherrann. Ný Nordplus-menntaáætlun Mótandi og styrkjandi Nordplus, nýmenntaáætlunnorrænu ráð- herranefndarinnar, tekur gildi í ársbyrjun 2004. Karítas Kvaran, forstöðu- maður Alþjóðaskrifstofu háskólasviðsins, sem ann- ast rekstur áætlunarinnar hér á landi og mun veita upplýsingar og ráðgjöf þeim sem áhuga hafa á að sækja um styrki, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins um mál- efnið á dögunum. Segðu okkur fyrst að- eins meira frá þessari nýju menntaáætlun. „Fyrr í þessari viku var ný Nordplus-menntaáætl- un kynnt í Norræna hús- inu, en hún tekur gildi í janúarbyrjun næstkomandi. Nordplus-áætlunin styrkir marg- víslegt samstarf á sviði mennta- mála frá grunnskólum til há- skólastigs, einnig til fullorðinsfræðslu, samstarf við Eystrasaltsríkin og Norðvestur- Rússland, auk styrkja sem lúta að verkefnum er snerta norræn tungumál. Nýja Nordplus-áætl- unin leysir af hólmi ýmsar aðrar eldri menntaáætlanir norrænu ráðherranefndarinnar sem verða með breyttu sniði undir heiti Nordplus.“ Hvaða breytta snið er það? „Það hefur verið gerð talsverð samþjöppun og einföldun á þessu sviði. Nýja Nordplus-áætlunin skiptist í fimm undiráætlanir, en var áður í mun fleiri áætlunum. Þá færast ýmis stjórnunarstörf, eins og skrifstofuhald, upplýs- ingagjöf og umsóknarferli, yfir á einn og sama aðilann, en var vítt og breitt áður. Undiráætlanirnar fimm eru Nordplus fyrir háskóla- stigið, Nordplus junior fyrir grunn- og framhaldsskóla, Nord- plus sprog fyrir tungumál, Nord- plus voksen fyrir fullorðins- fræðslu og Nordplus nabo fyrir samstarf við Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland.“ Hér er um styrki að ræða ekki satt? „Alls mun norræna ráðherra- nefndin veita liðlega 997 milljónir króna til Nordplus-áætlunarinn- ar árið 2004.“ Hverjir eru það sem hafa að- gang að þessum peningum? „Þetta er upphæð sem dreifist yfir öll Norðurlöndin og þetta eru talsverðir fjármunir. Það er þó ekki regla hvernig upphæðin skiptist á milli landa. Það fer nokkuð eftir því hversu duglegir menn eru að sækja um hvernig fjármunirnir skiptast. Algengast er að styrkir séu veittir vegna samnorrænna verkefna, en ein- staklingar geta einnig fengið styrki, t.d. geta fræðimenn sem vinna að verkefnum sem lúta að norrænum tungumálum, sem falla að markmiðum áætlunarinn- ar, fengið styrki. Mest er um að samnorræn verkefni fái styrkina. Á háskólastiginu eru styrkt samstarfsnet á flestum fræðasviðum og eitt mjög stórt þverfaglegt net. Alls voru um 300 Nord- plus-samstarfsnet háskóla styrkt á þessu ári. Íslenskir háskóla- kennarar hafa verið mjög dug- legir að taka þátt í þessu nor- ræna netsamstarfi, sem dæmi má nefna að kennarar og starfsmenn Háskóla Íslands taka þátt í um 20 norrænum samstarfsnetum á flestum fræðasviðum. Þá eru stúdentaskipti innan Nordplus- kerfisins mjög vinsæl og taka um 100 íslenskir háskólastúdentar þátt í þeim árlega. Stúdentarnir geta tekið eitt til tvö misseri á Norðurlöndunum og fá það nám metið sem hluta af námi sínu hér heima. Í grunn- og framhalds- skólum eru sambærileg norræn samverkefni og hafa sumir skólar verið afar duglegir að taka þátt í slíku, jafnvel verið með bekkjar- heimsóknir inni í námskránni og farið á hverju ári utan. Hins veg- ar hafa aðrir skólar aldrei farið, e.t.v. af því að erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um þá möguleika sem eru í boði. Von- andi breytist það með tilkomu þessa nýja fyrirkomulags.“ Í hverju er þessi breyting fólg- in? „Um er að ræða breytt skipu- lag. Aðstoð og upplýsingar verða nú á einum stað, en voru áður á mörgum stöðum. Hægt verður að sækja um í tölvutæku formi og verða allar upplýsingar varðandi umsóknir aðgengilegar á heima- síðu okkar en slóðin er www.ask- ur.hi.is. Það á sem sagt að vera auðveldara að nálgast upplýsing- ar.“ Hver er umsóknarfresturinn um styrki? „Nordplus fyrir háskólastigið og Nordplus sprog fyrir tungu- málaverkefni eru með umsókn- arfrest til 1. febrúar, Nordplus junior fyrir grunn- og framhalds- skóla til 15. mars og Nordplus voksen, fullorðinsfræðsla, og Nordplus nabo, samstarf við Eystrasaltsríkin og NV-Rúss- land, eru með umsókn- arfrest til 1. mars.“ Hver eru yfirlýst markmið Nordplus? „Meginmarkmið með Nordplus-áætluninni eru í fyrsta lagi að stuðla að framgangi sameiginlegrar nor- rænnar stefnu á sviði mennta- og menningarmála, tungumála og gildismats. Í öðru lagi að styrkja þróun þekkingar, hæfni og sí- menntunar og í þriðja lagi að stuðla að aukinni efnahsglegri þróun og samkeppnishæfni á Norðurlöndunum og grannsvæð- um þeirra.“ Karítas Kvaran  Karítas Kvaran fæddist í Reykjavík. Stúdent frá MH, BA- próf í þjóðfélagsfræðum og við- bótarnám í bókasafns- og upplýs- ingafræðum frá HÍ, meist- arapróf í stjórnun frá University of Wales. Hún hefur unnið við ráðgjöf, kennslu og alþjóða- samskipti. Hefur starfað við HÍ við erlend samskipti frá 1988 og sem forstöðumaður Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins frá 1997. Maki Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri og eiga þau fjögur börn. Þá eru stúdenta- skipti algeng ar greinar og fréttir af rann- sóknum í raunvísindum og stærð- fræði og vísindagreinar á viðkomandi fræðasviðum. Tímaritið er ætlað áhugamönn- um og sérfræðingum á þessum NÝTT tímarit hefur hafið göngu sína en það nefnist Tímarit um raunvísindi og stærðfræði og er gefið út af fjórum fræðafélögum; Íslenska stærðfræðafélaginu, Eðl- isfræðifélagi Íslands, Efnafræði- félagi Íslands og Stjarnvísinda- félagi Íslands. Að sögn útgefenda er markmið tímaritsins að efla áhuga á raunvísindum og stærð- fræði á Íslandi. Ritið er bæði vefrit, www.raust.is, og hefðbundið prentað tímarit. Fyrst um sinn verður prentaða útgáfan send fé- lagsmönnum allra félaganna, öll- um skólum og bókasöfnum lands- ins og vefútgáfan verður öllum opin. Í ritinu mun birtast blandað efni og verður því skipt í nokkra meginflokka; vísindagreinar fyrir fjölfróða og forvitna skrifaðar fyrir þá sem eru læsir á vísindi en eru ekki sérfræðingar á viðkom- andi sviði, samantektir á greinum um vísindi fyrir almenning, stutt- fræðasviðum, ekki síst kennurum og nemendum í þessum greinum. Tímaritinu er jafnframt ætlað að örva umræðu um stöðu þessara greina í skólakerfinu og auka áhuga á þeim hér á landi. Morgunblaðið/Sverrir Ritstjórn tímaritsins skipa Sigmundur Guðbjarnason frá Efnafræðifélag- inu, Ragnar Sigurðsson frá Stærðfræðafélaginu, Ari Ólafsson frá Eðl- isfræðifélaginu og Gunnlaugur Björnsson frá Stjarnvísindafélaginu. Nýtt tímarit um raunvísindi og stærðfræði hefur göngu sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.