Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Áskrifendum Morgunbla›sins
b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu
Bílar fyrir a›eins
995 kr.
Fólkið sem þú vilt ná til
les sama blað og þú!
Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu
lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar.
Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í
síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is
-alltaf á miðvikudögum
✝ Halldóra VeraElíasdóttir fædd-
ist á Njálsgötu 44 í
Reykjavík 18. mars
1922. Hún lést á
Landakoti hinn 2.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Elías
Kristján Dagfinns-
son, bryti, f. 1. júlí
1897, d. 25. mars
1968, og Áslaug
Kristrún Kristins-
dóttir, hárgreiðslu-
meistari, f. 19. ágúst
1896, d. 9. október
1979. Bróðir Halldóru var Alfreð,
f. 16. mars 1920, d. 12. apríl 1988.
Föðurforeldrar voru Dagfinnur
Björn Jónsson, sjómaður, f. 9. júlí
1858, d. 21. júlí 1908, og Halldóra
Elíasdóttir, húsmóðir, f. 20. júlí
verkfræðingur, f. 29. febrúar
1948, kvæntur Fjólu Björnsdóttur.
Börn þeirra eru: a) Halldór, f. 28.
desember 1975, sambýliskona
hans er Bryndís Lára Torfadóttir.
Dóttir Halldórs er Gerður Eva, f.
2. júlí 2001. b) Áslaug, f. 3. maí
1978, sambýlismaður hennar er
Gunnlaugur Thorarensen Einars-
son. Dóttir þeirra er Hera Huld, f.
7. desember 2002, c) Eva, f. 17. jan-
úar 1984. 2) Anna Guðrún, f. 28.
júní 1952, d. 13. júní 2002, maki
Jean Noel Lareau. Dóttir þeirra er
Þórdís Jóhanna, f. 22. október
1976.
Halldóra stundaði nám við
Landakotsskóla og kvöldskóla
KFUM og nam hárgreiðslu hjá
móður sinni. Hún stundaði fram-
haldsnám í hárgreiðslu í Kaup-
mannahöfn. Halldóra vann við
hárgreiðslu, en varð að hætta því
ung og stundaði húsmæðrastörf
eftir það. Halldóra bjó lengst af í
Eskihlíð 7 í Reykjavík.
Útför Halldóru verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
1864, d. 10. nóvember
1913. Móðurforeldrar
voru hjónin Kristinn
Guðmundsson, múr-
ari, f. 28. nóvember
1867, d. 14. desember
1928, og Guðný Guð-
mundsdóttir, húsmóð-
ir, f. 11. júlí 1864, d. 8.
mars 1945.
Hinn 23. nóvember
1946 giftist Halldóra
Halldóri Sigurjóns-
syni yfirflugvirkja hjá
Loftleiðum, f. 4. des-
ember 1917, d. 6. mars
1981. Foreldrar hans
voru Sigurjón Gíslason, f. 27. nóv-
ember 1890, d. 18. september
1964, og Anna Ágústa Halldórs-
dóttir, f. 2. nóvember 1890, d. 24.
apríl 1964. Börn Halldóru og Hall-
dórs eru tvö: 1) Kristinn, flugvéla-
Elsku besta amma mín er látin.
Ég kveð hana með miklum söknuði
en ég veit að henni líður betur
núna í faðmi afa og Önnu dóttur
sinnar sem hún missti um mitt síð-
asta ár. Amma lagðist inn á spítala
í maí síðastliðnum með sprunginn
botnlanga og greindist svo í kjöl-
farið með krabbamein.
Hún barðist hetjulega við þenn-
an sjúkdóm og lét hann ekki hefta
sig. Hún var alveg ótrúlega dugleg
og kom fólki sífellt á óvart hversu
brött hún var. Eftir tveggja mán-
aða legu á spítala fór amma mín
heim til sín. Þar bjó hún ein í
nokkra mánuði þar til hún lagðist
inn á líknardeildina á Landakoti.
Þar dvaldi hún þar til hún dó.
Síðustu dagana sem amma var
heima hjá sér var hún orðin mjög
veik. Pabbi bjó þá hjá henni og
hugsaði vel um hana. Einn eft-
irmiðdaginn þurfti pabbi að fara í
vinnu og var ég þá hjá henni. Það
voru mér dýrmætar stundir. Við
sátum tvær inni í stofu og spjöll-
uðum heillengi um heima og
geima.
Ömmu þótti matur alveg sér-
staklega góður. Hún naut þess að
borða og talaði alltaf um „þennan
dýrlega mat“ sem mamma eldaði.
Það var gaman að fylgjast með
ömmu borða jólamatinn því það
var alltaf eins og hún hefði aldrei
smakkað betri mat.
Amma var mesti dýravinur sem
ég hef kynnst og henni þótti vænt
um öll dýr. Þegar ég var barn átti
ég páfagauk sem hún passaði oft
fyrir mig og þegar hún kom í
heimsókn fór hún alltaf og heilsaði
upp á hann.
Amma sýndi mikinn áhuga á lífi
okkar barnabarnanna og lang-
ömmubarnanna og sýndi námi
okkar sérstakan áhuga. Þegar próf
stóðu yfir hrósaði hún okkur
óspart fyrir það hversu dugleg við
værum en hún skildi ekkert í þess-
um kennurum að leggja þetta á
okkur. Hún bar alltaf hag okkar
fyrir brjósti og vildi okkur aðeins
það besta. Amma hlustaði vel á
það sem við höfðum að segja og af
miklum áhuga og bað alltaf um
nýjustu fréttir. Amma sagði sjálf
skemmtilegar sögur frá sínum
yngri árum og endurspegluðu þær
oft hversu góðan húmor hún hafði.
Kynslóðabilið milli okkar ömmu
virtist ekki mikið þótt aldursmun-
urinn væri mikill. Hún spurði mig
oft hvort ég ætlaði að djamma um
helgina og hvert ég ætlaði. Svo
spurði hún hvort að það hefði verið
„villt geim“ um helgina. Hvern ég
hitti og hvað ég gerði. Hún var
líka mikið fyrir brandara og síð-
asta daginn sem við gátum spjall-
að saman bað hún mig um að segja
sér brandara, þá orðin mjög veik.
Næstum allt sitt líf þjáðist
amma af slæmri liðagigt en aldrei
heyrði ég hana kvarta og hún lét
liðagigtina ekki stöðva sig. Hún
hafði ofurtrú á gömlum húsráðum
og fór alltaf í hitalampa þegar
henni leið illa vegna liðagigtarinn-
ar og ef við vorum með kvef spurði
hún alltaf hvort við værum búin að
fara í gufu eða lampann. Ef svo
var ekki fengum við enga vorkunn.
Amma var ákveðin og viljasterk
og vissi alveg hvað hún vildi. Hún
var jafnframt mjög hógvær, góð-
hjörtuð og umhyggjusöm. Það var
henni mjög erfitt þegar hún missti
Önnu dóttur sína á síðasta ári og
hún saknaði hennar mikið. Pabbi
var henni mikill stuðningur og
stóð eins og klettur við hlið henn-
ar. Ég er mjög stolt af pabba mín-
um, hversu vel hann hugsaði um
ömmu mína. Við barnabörnin
heimsóttum hana oft heim og upp
á spítala og vorum við lengi hjá
henni og var það okkur mikið til-
hlökkunarefni að fara til ömmu.
Ég mun sakna þess mjög mikið.
Elsku amma mín, ég er þakklát
fyrir að hafa verið barnabarn þitt
og tel mig vera mjög lánsama að
hafa þekkt þig. Takk, elsku amma
mín, fyrir allt saman. Ég kveð þig
með miklum söknuði.
Áslaug.
Elsku amma mín. Jólin í ár
verða mjög skrítin. Þú og Anna
frænka eruð báðar dánar. Þið vor-
uð alltaf hjá okkur á aðfangadags-
kvöld og það verður skrítið að hafa
hvoruga ykkar hérna. Núna ertu
komin til afa og Önnu sem ég veit
að þú saknaðir mikið.
Þú varst orðin mjög veik þegar
þú varst nýkomin á Landakot og
ég hafði setið hjá þér meðan þú
hvíldir þig. En þú varst ekki á því
að gefast upp og næsta dag þegar
ég kom til þín sastu í stól og varst
að láta klippa þig. Þetta lýsir þér
svo vel, þú varst ákveðin og sterk
þrátt fyrir veikindin. Það var svo
gaman að fara að heimsækja þig
því þú varst með húmorinn í lagi
og sagðir oft eitthvað fyndið. Þú
brostir svo fallega og varst með
svo smitandi hlátur. Þú sagðir mér
líka sögur af afa, sem dó áður en
ég fæddist, og fannst mér mjög
gaman að heyra þær.
Það má læra margt af þér. Þú
varst svo mikið hörkutól og aldrei
kvartaðir þú þótt þér liði illa. Þú
varst alltaf að hugsa um aðra og
þú spurðir okkur daglega um
hvernig hinum og þessum liði. Þú
varst með allt á hreinu og vissir
allt og mundir allt.
Nýlega fórum við í bíltúr og
heimsóttum m.a. ömmu Fjólu. Þú
sagðir við mig að þú myndir nú
seint gleyma þessum degi því þér
fannst svo gaman. Á laugardaginn
baðstu pabba að fara með þér aft-
ur í bíltúr, en þegar hann ætlaði
að sækja þig varstu sofandi og
vaknaðir ekki meira.
Þú sem ætlaðir að stefna á að
sjá mig með stúdentshúfuna í maí.
Þú verður bara að sjá mig annars
staðar frá. Svo lofa ég að fara í
lampann næst þegar ég fæ kvef.
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Ég sakna þín óskaplega mikið.
Þín
Eva Kristinsdóttir.
Elsku Dóra frænka, nú ertu
sofnuð svefninum langa sem þú
kveiðst alla tíð fyrir, en undir það
síðasta varstu sátt við að takast á
við hann. Þú gast betur sætt þig
við dauðann nú því þú vissir að
Anna dóttir þín sem lést í fyrra
myndi taka á móti þér, ásamt öll-
um hinum sem eru farnir yfir. Þú
saknaðir Önnu óskaplega og tal-
aðir oft um það hversu missir þinn
var mikill eftir lát hennar. Hún
var stoð þín og stytta og besta vin-
kona. Kiddi og fjölskylda hafa
HALLDÓRA
ELÍASDÓTTIR Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning Hall-
dóru Elíasdóttur.
Fjölskyldan Selbraut 8.
HINSTA KVEÐJA