Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þið rifjið upp í bókinni gamalt mál, Kallsberg sá árin 1977– 1982 um bókhald fyrir frysti- húsið Frostvirki, stýrði einnig út- gerð tveggja báta og flutti án leyfis fé frá Frostvirki til útgerð- anna. Hann hafði áður við- urkennt að hafa stundað vafa- sama viðskiptahætti en funduð þið eitthvað nýtt? Málið var aftur rifjað upp í júlí 2002, þá sakaði einn af þingmönn- um Þjóðveldisflokksins Kallsberg nánast um þjófnað. Lögmaðurinn hótaði að boða nýjar kosningar ef hann tæki ummælin ekki aftur. Það gerði þingmaðurinn en við fórum að spyrja okkur: Hvað er það sem Kallsberg finnst svo mikilvægt að fela áfram? Fyrir nokkrum árum varð sjáv- arútvegsráðherra úr Fólkaflokki Kallsbergs að hætta vegna dóms fyrir nauðgun. Þá höfðu sumir fréttamenn og stjórnmálamenn grun um að Kallsberg þyrði ekki að taka á málinu og reka ráðherrann af ótta við að vera sjálfur sakaður um gamlar syndir. Upprunalega átti bókin okkar að fjalla almennt um fréttaöflun og pólitík, vera eins konar fagrit fyrir fréttamenn þar sem tekin væru þrjú dæmi. Eitt dæmanna óx í höndunum á okkur af því að við fengum með leynd nýjar upplýsingar og gögn. En við viljum ekki skýra frá því hverjir heimild- armennirnir eru. Er ljóst að hann vissi hvað hann var að gera, að ekki var um mistök að ræða? Alveg augljóst, þetta voru engin mistök hjá honum. Enginn vafi leikur á því að bókhaldið var falsað. Eitt dæmi: hann gaf upp birgðir af ýsu sem væru 1.260 tonn. En hann hafði bætt við tölunni 1 fyrir framan svo að birgðirnar urðu 11.260 tonn! Þetta er svo sann- arlega „skapandi bókhald“ eins og það er kallað og þetta eru ekki mistök við færslur. Fenguð þið nokkra hjálp hjá Kallsberg? Nei við sáum strax að það myndi aldrei ganga. Ég var búinn að taka tvisvar viðtal við hann í sjónvarpinu áður en við byrjuðum á bókinni, ég tók hann hálfpart- inn af lífi. Samstarf við hann var þess vegna útilokað. Kallsberg náði samkomulagi við Frostvirki um að flytja peningana sem hann fékk „að láni“, alls um 10 milljónir ísl. kr., aftur til Frostvirkis frá útgerð- unum tveim og ekki kom til málshöfðunar gegn honum. Hagnaðist hann ekkert sjálfur á svindlinu? Við getum ekki sannað að hann hafi grætt sjálfur á þessu. En Kalls- berg stýrði útgerð tveggja skipa, Rivkolli og Sundaenni, og sá um bókhald þeirra. Við göngum út frá því að hann hafi fengið laun fyrir að stjórna útgerðunum svo að hann hefur fengið eitthvað út úr þessu með óbeinum hætti. Hann átti ann- an bátinn og hvað hefði gerst ef út- gerðin hans hefði ekki fengið þessa peninga? Hún hefði kannski farið á hausinn. Er hugsanlegt að málið verði tek- ið upp og lögmaðurinn fái dóm fyrir þetta gamla mál? Hvað með pólitíska framtíð hans? Nei það er útilokað að hann verði dæmdur, það er allt of langt síðan þetta gerðist. Hann er mjög vinsæll í Færeyjum en sjálfur held ég að hann verði aldrei oftar lögmaður. Það held ég að gerist ekki. En svo er ekki víst að hann bjóði sig fram í næstu kosningum. Er mikil spilling í Færeyjum? Er mál Kallsbergs einsdæmi eða einvörðungu gott dæmi um skap- andi bókhald? Nú veit ég svei mér ekki hvað ég á segja. En ég geri ráð fyrir að spilling sé ekki síður hér en á Ís- landi, í Danmörku eða Noregi. Meira vil ég ekki segja. Fullyrt er að bókin hafi fellt samsteypustjórn Kalls- bergs áður en hún var komin út. Hvernig hefur hún selst? Hún kom út fyrir réttri viku og var prentuð í 3.500 eintökum og hún er þegar uppseld hjá forlaginu. Við erum afskaplega þakklátir Óla Breckmann, formanni þingflokks Fólkaflokks Kallsbergs, fyrir að auglýsa bókina. Hann sakaði Þjóðveldisflokkinn [einn stjórn- arflokkanna] um að standa á bak við bókina og þetta gerði hann áður en hún kom út, hann var ekki búinn að lesa hana. Það var frábær auglýsing! Hvað fannst yfirmönnum ykkar Winthereigs á sjón- varpinu um þetta framtak ykkar tveggja? Ráðamenn þar vissu að við vorum að skrifa bók en við skiptum eiginlega um efni og auðvitað hefði ég get- að sagt frá því. Winthereig var í leyfi þegar hann vann að bókinni en ég ákvað sjálfur að segja upp starfi fréttastjóra til að forðast ásakanir um að við værum að misnota aðstöðuna. En ég byrja aftur sem frétta- maður á sjónvarpinu innan skamms. Spurt og svarað | Grækaris D. Magnussen Enginn vafi að Kalls- berg falsaði bókhaldið Grækaris Djurhuus Magnussen er fréttamaður í Færeyjum og ritaði ásamt kollega sínum, Øssur Winthereig, bókina Skjótið fréttamanninn. Hún fjallar um gamlar syndir Anfinns Kallsbergs, lögmanns (forsætis- ráðherra) Færeyja. Magnussen svaraði nokkrum spurningum Morg- unblaðsins. Grækaris D. Magnussen ’ Við göngum útfrá því að hann hafi fengið laun fyrir að stjórna útgerðunum svo að hann hefur fengið eitthvað út úr þessu með óbeinum hætti. ‘ Kristján Jónsson | kjon@mbl.is ALÞJÓÐLEG ráðstefna um upplýsingasamfélagið hefst í Genf í Sviss á morgun og í tilefni af því setti svissneski listamaðurinn Johannes Gees upp þetta listaverk. Felst það í því að láta leysigeisla endurkastast af vatnssúl- unni frá hinum fræga Genfar-gosbrunni. Er hún um 140 metra há. Mynda geislarnir meðal annars orðin „Helloworld“ á vatnssúlunni og er það jafn- framt heiti listaverksins. AP „Halló heimur“ GRÍSKUR dómstóll fann í gær 15 manns, félaga í hryðjuverkasamtök- unum 17. nóvember, seka um morð og margvíslega glæpi. Meðal þeirra var leiðtogi hópsins, Alexandros Yiotopoulos, en hann var dæmdur fyrir að hafa skipulagt öll glæpa- verkin, um 2.000 talsins. Dómur yfir mönnunum verður kveðinn upp í næstu viku en búist er við, að Yiotopoulos verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann er tæplega sextugur hagfræðingur, fæddur í Frakklandi. Í 27 ára sögu 17. nóv- ember hafa samtökin myrt 23 menn, herforingja, stjórnmálamenn, kaup- sýslumenn og dómara og að auki bandarískan, breskan og tyrkneskan sendimann. Sprengjutilræði samtak- anna eru miklu fleiri og þau hafa orð- ið sér úti um fé með ótal ránum. 17. nóvember heitir eftir þeim degi 1973 er stúdentar risu upp gegn herforingjastjórninni í Grikklandi, sem fór með völd í landinu frá 1967 til 1974 og hefur það vakið furðu hve lengi samtökunum tókst að fara huldu höfði. Vegna þess taldi Banda- ríkjastjórn Grikki vera einn veikasta hlekkinn í baráttunni gegn hryðju- verkum. Hugmyndafræði samtakanna hef- ur verið hrærigrautur af marxisma, þjóðernishyggju og andúð á Banda- ríkjunum og markmiðið að reka fleyg á milli Grikklands og kapital- ískra stofnana á Vesturlöndum. Fjórir sakborninganna höfðu sam- starf við lögregluna og átti það mik- inn þátt í að greiða fyrir saksókninni. Eiga þeir að njóta þess við dóms- uppkvaðninguna. Félagar í 17. nóvember sekir AP Leiðtogi 17. nóvember, Alexandros Yiotopoulos, er hér fyrir miðri mynd en í forgrunni er Dimitris Koufodinas, helsti morðingi samtakanna. Aþenu. AFP. NORÐMENN hafa í ár aukið neyslu á sterkum vínum og léttum en dregið úr bjórdrykkju. Á þriðja ársfjórðungi jókst drykkja þeirra á brenndum vínum um tæplega 500.000 lítra miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kom í Aften- posten í gær. Alls nemur aukningin á drykkju brenndra drykkja í Noregi á þriðja fjórðungi 22,3% milli ára eða sem svarar til 477.000 lítra. Fyrstu níu mánuði ársins er aukningin 14,6% eða um 946.000 lítrar, samkvæmt upplýsingum norsku hagstofunnar. Neysla áfengisblandaðra gos- drykkja jókst um 2,4 milljónir lítra á þriðja fjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrstu níu mánuðina neyttu Norðmenn 39,9 milljóna lítra af borðvínum sem er 4,3% aukning frá í fyrra. Bjórdrykkja á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 972.000 lítra miðað við sama tímabil í fyrra eða sem svarar til 1,5% samdráttar. Fyrstu níu mánuðina drukku Norðmenn 5,5% minna af bjór miðað við í fyrra. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Norðmenn heldur bætt í drykkjuna en hitt. Því sé tekið tillit til hreins vínandamagns nemur drykkja hvers Norðmanns yfir 14 ára aldri 4,36 lítrum fyrstu níu mánuðina í ár. Er það 3,8% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Norðmenn herða áfengisdrykkjuna HARALDUR Noregskonungur var í gær skorinn upp vegna krabba- meins í gallblöðru. Læknar kon- ungs sögðu síðdegis í gær að að- gerðin hefði tekist vel. Aðgerðin hófst klukkan 8.35 að íslenskum tíma í gærmorgun og tók rúmlega fimm klukkustundir. Sögðu læknar konungs að aðgerðin hefði gengið eins og í sögu. Ekkert benti til þess að krabbameinið hefði sáð sér. Mætti því ætla að Haraldur konungur myndi ná fullri heilsu á ný. Haraldur konungur var í gær á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði í tvær til þrjár vikur á sjúkrahúsi. Haraldur konungur skorinn upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.