Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 33 Þegar ég kynnist henni er hún í blóma lífs síns liðlega fertug og önn- um kafin við að ala upp einkadóttur sína og drengina tvo Gísla og Krist- ján. Þetta voru skemmtileg ár og áttum við Kristín alltaf gott sam- band okkar í milli. Er mér enn í minni þegar við fórum saman á fæð- ingardeildina að líta í fyrsta sinn frumburð minn og fyrsta barnabarn hennar, Hafdísi. En lífið er ekki alltaf dans á rós- um og því fékk Kristín að kynnast þegar hún missti yngsta son sinn Kristján í blóma lífsins, aðeins 25 ára gamlan, úr krabbameini. Það var henni mikil huggun í harmi að Kristján skildi eftir sig afkomendur sem héldu minningu hans lifandi. Enn voru örlögin óvægin þegar hún missti barnabarn sitt Kristin, sem hét í höfuðið á henni, af slysförum einnig í blóma lífs síns, aðeins 27 ára gamlan. Enn höguðu örlögin því þannig að heitkona Kristins eignað- ist dreng nokkrum mánuðum eftir lát hans sem var skírður Kristinn. Öllu þessu mótlæti tók hún með æðruleysi og studdu þau Hafliði hvort annað í þessum raunum. Eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu fór Kristín að vinna utan heimilisins, vann meðal annars við verslunarstörf og sem gæslukona á leikvöllum borgarinnar. Þá skapað- ist líka tími til ferðalaga og voru þau Hafliði iðin við að ferðast. Meðal annars fórum við hjónin með þeim í ferðalög bæði austur og vestur um haf. Þau hjónin voru skemmtilegir ferðafélagar og er margs að minnast frá þeim árum. Þegar aldurinn fór að færast yfir ákváðu þau hjónin að selja íbúðina sína í Stórholtinu og fengu þau inni á dvalarheimili aldraðra við Dalbraut. Þar nutu þau frábærrar umönnunar og áttu þar gott ævikvöld saman þar til að hún missti Hafliða. Hún dvaldi áfram á Dalbrautinni í góðu yfirlæti en þegar hún fór að þjást af elliglöp- um fór að halla undan fæti hjá henni. Þetta varð til þess að hún flutti á hjúkrunarheimilið Eir og dvaldist þar síðustu tvö árin og naut góðrar aðhlynningar þar til hún kvaddi, södd lífdaga. Ég kveð með söknuði tengdamóður mína og veit að vel verður tekið á móti henni hinum megin af Hafliða, Kristjáni og Kristni. Rúnar Guðbjartsson. Elsku amma mín, það er með söknuði sem ég kveð þig nú en minn- ingarnar á ég eftir að geyma með mér um ókomna tíð. Flestar minningar mínar eru tengdar Stórholtinu þar sem þið afi bjuggu svo lengi og voru lengst af kennd við. Það var alltaf gaman að fara til ömmu og afa í Stórholtinu. Alltaf tókstu á móti mér með opnum örmum. Ég fékk ósjaldan að vera hjá ykkur þegar mamma var að vinna kvöld eða næturvaktir og allt- af var það jafn gaman. Það var föst regla hjá okkur, þegar von væri á mömmu að koma að sækja mig, að setjast út við glugga og við sungum þangað til hún renndi í hlað. Í mörg ár á eftir gátum við svo hlegið að þessari hefð okkar. Stundum fengum við svo að vera saman hjá ykkur frænkurnar, ég og Haddý, og þá var kátt á hjalla. Alltaf voru þið afi boðin og búin til að taka þátt í leikjum okkar. Þar sem þið bjugguð svo nálægt Laugaveginum var gjarnan farið niður í bæ og yfirleitt var því þannig farið að við löbbuðum saman niður á Hlemm þar sem afi tók okkur svo upp í við Búnaðarbankann. Bíltúr- arnir voru fastir liðir og afar skemmtilegir, ekki spillti það fyrir hversu liðtækur afi var við stýrið, enda reyndur bílstjóri. Í seinni tíð þegar ég gat sjálf farið að bjóða þér í bíltúr var alltaf farið Stórholtið og svo niður Laugaveginn og alltaf hafðir þú jafn gaman að því að kom- ast út í smá bíltúr. Þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því að þú hefur átt mjög stór- an hlut í kristilegu uppeldi mínu, ófáar bænirnar kenndir þú mér og alltaf fórum við með bænir bæði í upphafi og lok dags. Alltaf fórstu með mig í sunnudagaskólann þegar ég var svo heppinn að vera hjá ykk- ur á sunnudagsmorgnum. Minning- arnar eru ófáar bæði úr sunnudaga- skólanum, handavinnukennslu þinni en þú varst svo sannarlega fær í höndunum og kenndir mér að suma út. Ferðirnar með þér í Rauða kross verslunina á spítalanum þar sem þú starfaðir í sjálfboðavinnu og svo mætti lengi telja. Það voru sannkölluð forréttindi að eiga þig að og fá að njóta þín svona lengi. Þú hafðir sjálf orð á því núna á síðustu árunum þínum að það væri sko ekkert grín að verða svona göm- ul. Um leið og ég kveð þig með sökn- uði fagna ég því að nú fáir þú að hvíl- ast og að hitta afa aftur. Ég bið svo sannarlega að heilsa honum. Elsku besta amma mín mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. (Höf. ók.) Bryndís Haraldsdóttir. ✝ Aðalheiður Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 7. septem- ber 1911. Hún andað- ist á Skjóli í Reykja- vík 27. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Gísli Jóhannsson, f. í Brekkubúð á Álftanesi 1875, d. 1. apríl 1950, og Mar- grét Sigurðardóttir, f. í Vatnagörðum í Landsveit 16. októ- ber 1884, d. 17. júlí 1961. Systkini henn- ar voru Sigurður Viggó, f. 27.1. 1915, d. 30.3. 1922, Sigurbjörg, f. 23.9. 1916, d. 19.10. 1992, og Vigga Svava, f. 2.10. 1927, dvelur á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Einnig ólst þar upp systurdóttir Gísla, Katrín Kristín Hallgríms- dóttir, f. 28.5. 1903, d. 30.6. 1989. Aðalheiður giftist ung Ragnari Jensen slátrara frá Viborg í Dan- mörku, f. 5.11. 1907, d. 21.3. 1937. Þau giftu sig úti í Danmörku um 1930 og bjuggu þar skamman tíma, fluttust hingað heim og settu á stofn kjötverslun á horni Laugarnesvegar og Sundlaugar- vegar. Þau starfræktu hana í nokkur ár eða þar til Regnar lést úr bráðahvítblæði 1937. Þau bjuggu á Laugarnesvegi 49 í litlu húsi sem þau höfðu fest kaup á. Seinni maður Að- alheiðar var Jakob Jónsson lögreglu- varðstjóri og síðar yfirþingvörður, f. 29.11. 1906, d .2.7. 1985. Þau giftust 26.10. 1940. Kjör- dóttir þeirra var Guðrún Margrét, f. 29.1. 1943, d. í árslok 1999. Börn hennar eru Anna Heiða, f. 14.2. 1964, sonur hennar er Jakob All- an Samúelsson, f. 8.1. 1991, og Brian Jakob Campbell, f. 20.3. 1978, búsettur í Kaliforníu. Aðalheiður og Jakob hófu bú- skap í litla húsinu á Laugarnes- veginum en fengu síðan lóð í Sig- túni 53 árið 1945 og fluttu inn í húsið 3 árum síðar og hófu strax skrúðgarðarækt og fengu verð- laun fyrir garðinn árið 1954 frá skrúðgarðadómnefnd Fegrunar- félags Reykjavíkur. Þau bjuggu allan sinn búskap í húsinu í Sig- túninu eða þar til Jakob lést eftir skamma sjúkdómslegu og svo Að- alheiður áfram þar til hún fór á Skjól um mitt síðasta ár. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Aðalheiður, eða Alla frænka eins og hún var ævinlega kölluð í fjöl- skyldunnni, fékk hægt og hljótt and- lát eftir langa og góða ævi og var svo sannarlega hvíldinni fegin. Síðustu vikur og jafnvel mánuði kvaddi hún okkur sem til hennar komu síðustu kveðju og sagðist vera á förum og ekki verða hér næst þegar við kæm- um í heimsókn. 92 ár telst líka góður tími og mest af þeim tíma naut hún lífsins. Hún ólst upp í Skála við Grundarstíg ásamt foreldrum og systkinum og móður minni Katrínu eða Kaju eins og hún var kölluð en hún var þar til heimilis u.þ.b. 10 ár af barnæsku sinni. Þetta var ekki heim- ili sem var ríkt af auði en þeim mun ríkara af hjartagæsku og allir vel- komnir að njóta þess sem heimilið gat boðið. Oft var mannmargt og glatt á hjalla og heyrði ég margar sögur frá uppvaxtarárunum á Grundarstígnum. Þar lærðist það sem fylgdi henni alla ævi að fara vel með og hugsa um sitt. Þó bar þar einn skugga á þegar sonurinn Viggó lést aðeins 7 ára gamall og var öllum harmdauði. Alla og móðir mín voru alla tíð mjög nánar, ekki bara sem frænkur heldur líka vinkonur, en gjarnan voru þær systur allar nefnd- ar samtímis á mínu heimili Alla, Bagga og Vigga. Svo rammt kvað að þessu að börnin mín vissu lengi vel ekki hver var hvað. Alla giftist ung til Danmerkur og veit ég að faðir hennar var ekki hrif- inn af því, á þeim árum fannst fólki það vera að missa börnin sín þegar þau fluttust burt enda samgöngur aðrar á þeim tíma. Hún giftist góðum manni sem vann hug og hjörtu allra sem honum kynntust hér á landi eftir að þau fluttu heim. Hún eignaðist góða tengdafjölskyldu sem hún hélt sambandi við alla ævi og var af þeim alltaf kölluð tante Alla, en samt undi hún ekki hag sínum í Danmörku og þráði að komast heim. Á þessum krepputímum var lítið um peninga en með góðra manna hjálp tókst þeim að komast heim og hófu þá að koma und- ir sig fótunum, sem tókst vel. Náðu þau að eignast lítið hús á Laugarnes- vegi 49 og þar sem hann var slátrari að mennt settu þau einnig á stofn litla kjötbúð á næsta horni sem var seld eftir ótímabært andlát Regners. Unga ekkjan fór þá að vinna aftur í Tóbakshúsinu sem hún hafði unnið í áður. Fljótlega eftir það kom Jakob inn í líf hennar, segja má að þá hafi nýr kapituli hafist í lífi hennar. Þau hjónin voru einstaklega samhent og bar þeirra fallega heimili og fallegi verðlaunagarður vitni um það. Jakob bar hana á höndum sér allan þeirra búskap og ég held að það hafi ekki verið til það sem hann vildi ekki gera fyrir hana. Honum fannst t.d. algjör óþarfi að hún færi að vinna úti, en hún vann smátíma í Aðalbúðinni við Lækjartorg, hann gæti sem best séð fyrir henni sjálfur og það var auðvitað öruggt mál, en fyrir hana var það til- breyting að fara út af heimilinu og hitta annað fólk. Fjölskyldan og heimilið var þeim allt og sérstaklega eftir að Guðrún kom inn í líf þeirra og síðar Anna Heiða, en eftir að hún kom alveg inn á heimilið hætti Alla þeirri vinnu. Ég sagði að hún hefði fengið hægt og hljótt andlát en þannig fannst mér líf hennar hafa verið, hún var ekki kona sem fór um með hávaða og fyr- irgangi. Strax sem barn dáðist ég að henni fyrir fallegan fataburð og smekkvísi og þannig var heimili hennar ætíð. Hin síðar ár höfðum við mikil sam- skipti og ræddum margt og alltaf var Jakob litli efstur á blaði, en eftir að hann kom til sögunnar fyrir tæpum 13 árum snerist hennar líf að mestu um hann. Ég kveð nú frænku mína sem ég hef þekkt frá því að ég man eftir mér og samgleðst henni að hafa fengið ósk sína uppfyllta og tel víst að hún sé komin á fund þeirra sem hún þráði að hitta. Sigurlaug Marinósdóttir. AÐALHEIÐUR GÍSLADÓTTIR Í dag mun ég bera þig síðasta spölinn og er það mér mikill heiður, amma mín, því þú varst okkur svo góð. Við systkinin eigum svo ótal margar minningar og góðar stundir með þér, sem við munum seint gleyma. Öllum heimsóknum okkar til þín og Reynis í Efstasundið, í kot- ið ykkar. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur og oftast nær með ný- steiktum kleinum eða ilmandi pönnukökum, sem þú gerðir svo lista vel. Þegar við gistum hjá þér, í litla herberginu, þá var eins og við vær- um í paradís, því alltaf passaðir þú upp á að hafa ofan af fyrir okkur og aldrei var farið að sofa fyrr en þú varst búin að setjast á rúmstokkinn hjá okkur og hlýða okkur yfir bæn- irnar. Allir bíltúrarnir með þér og Reyni, um sveitir landsins og stund- irnar í kartöflugarðinum, þegar við sáðum á vorin og uppskárum á haustin, rabarbarinn sem þú varst með í garðinum, sem við borðuðum svo mikið af og sykur í skál sem við dýfðum í. Já, amma mín, það er margs að minnast á þessum 23 árum sem ég var þátttakandi í þínu lífi og meðan við syrgjum þig hérna, þá er ég viss um að það séu fagnaðarfundir hjá okkar manni, sem er búinn að fá Sig- nýju sína aftur á ný. Takk fyrir mig, amma mín, guð geymi þig. Þú verður þar sem sólskin. Brynjar Már Bjarnason. Gjarnan geyma menn minningar frá bernskuárum sem ylja og veita gleði. Á fullorðinsárum gera jafn- framt flestir sér grein fyrir því, að þeir standa í þakkarskuld við marga þá sem hafa gefið gjafir á lífsleiðinni – gjafir sem möl og ryð fá ekki grandað. Signý Ólafsdóttir er ein þeirra sem ég á þökk að gjalda. Eiginmaður Signýjar, Ingólfur Þórarinsson, var móðurbróðir minn en hann lést fyrir þremur árum. Þau skildu, en þrátt fyrir skilnaðinn ein- kenndust samskipti þeirra af gagn- kvæmri virðingu og hlýju, sem raun- ar var aðalsmerki þeirra beggja í samskiptum við aðra yfirleitt. Signý var því áfram hluti stórfjölskyldunn- ar og raunar átti það jafnframt við sambýlismann Signýjar í meira en þrjá áratugi, Reyni Ludvigsson. Signý var fríð kona, greind, glað- lynd og brosmild og naut þess að blanda geði við aðra. Hún var ljóð- elsk og hagmælt og fylgdist vel með umræðu um þjóðmál. Samúð hennar með málstað þeirra sem höllum fæti stóðu var einlæg – hún var mann- vinur í fyllsta skilningi þess orðs. Í áraraðir starfaði Signý hjá dag- blaðinu Tímanum. Þegar ég fór til náms í Englandi að loknu stúdents- prófi sendi hún mér Tímann reglu- lega um árabil. Hún tjáði mér að sér væri annt um að áhugi minn á þjóð- málum dofnaði ekki og að mér yrði kleift að fylgjast með hræringum ís- lensks samfélags. Sendingar hennar þóttu mér hvalreki, enda ekki auð- velt að fá fréttir að heiman fyrir þrjátíu árum. Það er bjart yfir minningu Signýj- ar Ólafsdóttur. Fyrir hönd foreldra minna og annarra í fjölskyldunni, vil ég þakka samfylgdina og votta börn- um Signýjar, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ástvinum samúð okkar. Bragi Guðbrandsson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þegar aðventan er gengin í garð og kveikt er á fyrsta kertinu í aðventukransinum kveður Signý amma þetta jarðneska líf. Tíminn stöðvast og minningarnar streyma fram í hugann. Minningin um Signýju ömmu lifir í hjarta okkar sem vorum svo lánsöm að kynnast henni og eiga hana að. Fyrir okkur var Signý amma einstök kona sem átti fáa sína líka. Hún var þeim hæfi- leikum gædd að taka fólki eins og það var, allir voru jafnir í hennar augum. Hún var alltaf hress og stutt í glens og hlátur og gleðiblik augna hennar gleymist aldrei. Í litla eldhúsinu í Efstasundinu var pláss fyrir alla og allir velkomn- ir, þar voru málin rædd og umræðu- efnin óþrjótandi, þar þekktist ekki kynslóðabil og oftast var kátt á hjalla. Það var alltaf sérstök tilhlökkun þegar von var á ömmu í heimsókn á Blönduós. Hún reyndi að koma á hverju sumri og eru þessar heim- sóknir eftirminnilegar. Ekki fór lífið alltaf mjúkum hönd- um um hana ömmu okkar en hún tókst á við alla erfiðleika með ein- stöku æðruleysi og gerði ætíð gott úr öllum hlutum. Sem ung kona varð hún að skilja móður okkar, þá þriggja ára gamla, eftir hjá föðurfólki hennar. Sú lífs- reynsla var henni mjög erfið, en veruleiki einstæðra mæðra árið 1935 var annar en í dag. Signý amma tók veikindum sínum af sama æðruleysi og öllu öðru sem fyrir bar í lífinu. Hún var sátt við að kveðja þennan heim og taldi að sínu hlutverki væri lokið. Við sjáum fyrir okkur hvar þær mæðgur fallast í faðma og leiðast saman inn í eilífðina þar sem ekkert fær skilið þær að. Við birtu jólaljósanna kveðjum við Signýju ömmu og þökkum henni samfylgdina og allt það sem hún gaf okkur með tilveru sinni. Öðrum aðstandendum vottum við samúð og megi minning Signýjar ömmu verða ljós í lífi okkar allra. Þórólfur Óli Aadnegard, Sigríður B. Aadnegard og Ingibjörg M. Aadnegard. Signý Ólafsdóttir var alltaf hress þegar ég kom til hennar. Við töl- uðum um daginn og veginn og gamla daga þegar hún vann á Tímanum. Ég sat oft lengi hjá henni og við hlógum og gerðum að gamni okkar. Ég ætlaði að kíkja til hennar um daginn en hún vissi að ég hafði mikið að gera. Við eigum erfitt með að trúa því að hún sé farin því hún var svo hress þegar við sáum hana síðast. Við minnumst þessarar góðu konu með söknuði og vonum að guð verði með ættingjum hennar og vinum. Aldís og Stefán. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Engl a s te ina r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.