Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Ólafía Ein-arsdóttir fæddist í Klapparkoti í Mið- neshreppi 20. október 1917. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Jóns- dóttir, f. 10. ágúst 1878, og Einar Ólafs- son, f. 8. september 1877. Guðný Ólafía var yngst þriggja systra, en hinar eru Jóhanna, f. 1907, lát- in, og Jónína Helga, f. 1909. Guðný Ólafía hóf búskap í Keflavík 1938 með Lárusi Sumarliðasyni, f. 21. nóvember 1914, d. 13. október 2002. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ágústa Lárusdóttir, f. 9.9. 1938, maki Marinus Schmitz og eiga þau þrjú börn. Þau eru: a) Lárus Sum- arliði, kvæntur Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur, eiga þau þrjú börn, b) Sigurður í sambúð með Irmu Schortinghuis, eiga þau tvo syni, c) Viktoría, gift Þórði Óskarssyni og á hún tvö börn. 2) Sigríður Lárusdóttir, f. 11.2. 1941, d. 17.11. 1945. 3) Lárus Ólafur Lár- usson, f. 27.5. 1947, maki Ingibjörg Magnúsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau eru: a) Anna Lilja, gift Eðvarði Þór Eðvarðssyni, eiga þau þrjú börn, b) Guðni, í sambúð með Huldu Rósu Stefáns- dóttur, c) Gísli, í sam- búð með Jónu Hrefnu Bergsteins- dóttur. Guðný Ólafía var alla tíð heima- vinnandi húsmóðir. Þau Lárus bjuggu lengst af á Baldursgötu 8 í Keflavík, en fluttu á Aðalgötu 5 í Keflavík árið 1991. Síðustu tæpu tvö árin var hún vistmaður á Garð- vangi í Garði. Útför Guðnýjar Ólafíu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og tryggð, á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir vel, uns stríðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt, þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár ótal munu falla þakkartár. (J.M.B.) Mikið er það mér ljúft að setjast niður og skrifa þér kveðjuorð, kæra tengdamamma, þær eru orðnar ófáar stundirnar sem við áttum saman, bæði í gleði og sorg. Líf þitt breyttist mikið árið 1945 er þú misstir dóttur þína unga af slysför- um, þá var ekki neina hjálp að fá við stóru áfalli, helst ekki að tala um það, en það bjó alltaf í þér og þú náðir þér aldrei almennilega. Þú fylgdist mjög vel með börnum þínum og barnabörnum og fjölskyld- um þeirra og barst hag þeirra allra fyrir brjósti. Árin á Baldursgötu 8 standa upp úr því það var þar sem við kynntumst, þar byrjuðum við að búa í kjallaran- um hjá ykkur, síðan eftir að þið flutt- uð á Aðalgötu 5 árið 1991 í íbúðir fyrir aldraða en þar hófst nýr kafli í lífi ykkar sem var mjög ánægjulegur fyr- ir ykkur bæði og var tímabil sem þú alveg blómstraðir. Þegar heilsa Lalla bilaði og hann fór á Garðvang var eins og þú þyrftir að vera hjá honum, og það fékkst þú með hjálp góðra manna. Við vonuðum öll að sá tími yrði lengri en raunin varð, því fljótlega fór heilsu þinni að hraka og voru erfiðir tímar hjá þér síðasta árið. Ég vil koma á framfæri til starfs- fólks Garðvangs þakklæti fyrir alla þá frábæru umönnun og hlýju sem þau sýndu bæði okkur aðstandendum hennar og henni alla tíð. Við vissum alltaf að hún var í góðum höndum þar. Ég bið góðan guð að blessa okkur öll. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir. Nú þegar ég sest niður til að minn- ast ömmu minnar er margt sem kem- ur upp í hugann, því amma var ein- stök kona. Fyrir mína tilveru varð amma fyrir miklu áfalli sem mótaði hana og um- hverfi hennar allt. Hún varð fyrir því að missa hana Siggu dóttur sína fjög- urra ára gamla eftir að hún drakk heitt kaffi. Eftir þennan atburð lokaði amma sig af. Hún fékk enga aðstoð enda leitaði hún ekki eftir henni. Enda í þá daga ekki boðið upp á „áfallahjálp“ eins og þekkist nú á dög- um. Amma var alltaf á sínum stað, á Baldursgötunni þegar þau afi bjuggu þar, á Aðalgötunni og á Garðvangi. Hún talaði ekki mikið en það sem hún sagði var hnitmiðað. Það sem hún sá út um eldhúsgluggann á Baldursgöt- unni var eitthvað meira en ég sá, því hún vissi nöfnin á bátunum sem voru að sigla inn í Keflavíkurhöfn þótt hún sæi bara í mastrið á bátnum og heyrði vélarhljóðið. Út um þennan sama glugga horfði hún á mig ganga yfir túnið komandi frá hafnarbakkanum og sagði upp úr eins manns hljóði: „Hann Lalli minn verður aldrei sjó- maður.“ Þá ber að minnast á matinn hennar ömmu og er það aðallega tvennt sem mig langar að nefna. Fyrst ber að telja nýju ýsuna sem ég fæ ennþá vatn í munninn við að hugsa um og hins vegar pylsurnar sem voru soðnar í tíu mínútur svo þær sprungu og urðu mjög einkennilegar í laginu. Ekki átti strákurinn að fá matareitr- un af matnum. Það eru ekki margir sem vissu um hana ömmu mína og hennar kosti. En í einu stóð hún sig best: Það var að vera amma mín. Að lokum vil ég þakka ömmu minni samfylgdina. Guð geymi sálu hennar. Lárus S. Marinusson. Ekki átti ég von á því að þurfa að vera í þeim sporum að kveðja ömmu mína á Baldursgötunni einungis rúmu ári eftir að afi dó. En stundum fara hlutirnir á annan hátt en við ger- um ráð fyrir. Hugurinn reikar og minningarnar frá bernskuárum mín- um koma hver af annarri. Aðfanga- dagskvöldin á heimili ömmu og afa þar sem öll fjölskyldan var saman- komin eru perlur í minningunni. Við komum frá Reykjavík til Keflavíkur í mörg ár til að halda jól, sama hvernig veður var. Amma naut þessara stunda, hún vildi gefa öllum gott að borða og henni var mikils virði að hafa sitt fólk í kringum sig. Amma kynnt- ist ung sorginni í lífinu og má segja að sú reynsla hafi mótað hana alla tíð. Eftir því sem árin hafa liðið skil ég betur hversu erfitt þetta hefur verið hjá henni og hversu mikilvægt það er að leyfa sér að syrgja og leita hjálpar þegar erfiðleikarnir verða manni um megn. Síðustu árin dvaldi amma á Garð- vangi þar sem einstaklega vel var hugsað um hana og afa. Ferðirnar þangað eru ófáar á þessum tíma og voru orðnar stór þáttur í daglegu lífi mínu. Það verður skrýtið að eiga ekki lengur erindi út í Garð og á ég efa- laust eftir að keyra í þá áttina af göml- um vana. Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar vil ég þakka af hjarta starfsfólki Garðvangs fyrir frábæra umönnun og umhyggju sem ömmu var sýnd. Guð blessi minningu ömmu minn- ar. Viktoría Marinusdóttir. Elsku amma. Þá er komið að leið- arlokum og mikið held ég að þú sért hvíldinni fegin. Þetta ár sem liðið er síðan afi fór hefur verið þér erfitt, þó svo að þú hafir átt þínar góðu stundir og unað hag þínum vel á Garðvangi. Það er erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum að hugsa um framtíðina án þín. En yndislegar minningar um þig munu ylja okkur um ókomna tíð. Það var dýrmætt að fá að hafa þig svona lengi og minningarnar frá liðn- um dögum á Baldursgötunni, síðar Aðalgötunni, eru margar. Nú undir það síðasta var yndislegt að sjá breyt- inguna á þér þegar ég gekk inn á Garðvang með börnin mín, þá lifnaði heldur betur yfir þér og þú umvafðir þau eins og okkur öll. Elsku amma mín, nú veit ég fyrir víst að þú hvílir í fangi afa og dóttur þinnar sem þú misstir unga. Minningin um þig mun lifa með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þitt barnabarn, Anna Lilja. Elsku (lang)amma. Núna ertu farin til Guðs en ert alltaf í hjarta okkar. Það var alltaf gaman að koma til þín og afa. Þú gafst okkur góðgæti og vildir að okkur liði vel. Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarn’á himinvegi. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. (Þýð. Fr. Fr.) Guð blessi minningu þína. Guðný Helga Lárusdóttir. GUÐNÝ ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær móðir okkar, ÍSÓL FANNEY GUÐBRANDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn 7. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Ellertsdóttir, Erla Ellertsdóttir, Þórunn Ellertsdóttir, Ómar Ellertsson, Eiríkur Ellertsson. Systir okkar, mágkona og vinur, BÁRA JÓNSDÓTTIR frá Raftholti, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, laugardaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 13. desember kl. 14. Karitas, Hafsteinn og Kristjana Bjargmundarbörn, Elín Guðjónsdóttir, Hjalti Sigurjónsson og aðrir aðstandendur. ÞÓRUNN MARTA TÓMASDÓTTIR frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, Snælandi 8, lést á heimili sínu föstudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 18. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Haraldsson, Solveig Theodórsdóttir, Ingileif Svandís Haraldsdóttir, Howard Smith, Sigurður Haraldsson. Ástkær sonur minn, SIGURÐUR ARNAR SIGÞÓRSSON, Tunghaga, verður jarðsunginn frá Vallaneskirkju fimmtu- daginn 11. desember kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Þuríður Jónsdóttir. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, HALLDÓR BJÖRNSSON bóndi, Engihlíð, Vopnafirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 7. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Þorgeir Hauksson, Guðbjörg Leifsdóttir, Jóna Kristín Halldórsdóttir, Gunnar Smári Guðmundsson, Björn Halldórsson, Else Möller, Ólafía Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Kröyer, Gauti Halldórsson, Halldóra Andrésdóttir, Herdís Þorgrímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR (Lóa), áður Strembugötu 2, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, sunnu- daginn 7. desember. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Sigurður Tryggvason, Gunnar Marel Tryggvason og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.