Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 15 UM 750.000 manns fylltu stræti og torg í London í gær til að fagna sigurliði Englands í heimsmeist- arakeppninni í „rugby“ eða ruðn- ingi. Fór hún fram í Ástralíu og í úrslitaleiknum vann enska liðið það ástralska 20-17. Urðu Englend- ingar þar með fyrsta þjóðin á norð- urhveli til að sigra í heimsmeist- arakeppninni. Elísabet drottning tók á móti lið- inu í Buckingham-höll í gær og síð- an lá leiðin í Downing-stræti 10 þar sem Tony Blair forsætisráð- herra var í hlutverki gestgjafans. Vitað var, að sigurliðinu yrði vel fagnað en fagnaðarlætin og fólks- fjöldinn kom öllum á óvart. Allt virtist þó fara vel fram undir ár- vökulum augum 500 lögreglu- manna. Reuters 750.000 manns í sigurgöngu FUNDI leiðtoga Breska samveld- isins lauk í gær og sögðu frétta- skýrendur neyðarástand nánast ríkja innan þessa samstarfsvett- vangs eftir að Robert Mugabe, for- seti Zimbabwe, tilkynnti að hann hefði ákveðið að segja skilið við hann. Á fundinum sem haldinn var í Nígeríu hafði verið ákveðið að framlengja pólitískar refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Zim- babwe. Í yfirlýsingu frá upplýsinga- málaráðuneyti Zimbabwe sagði að Mugabe væri nóg boðið og því segði ríkið sig úr samveldinu. Sagði þar að Mugabe hefði gefið þessa yfirlýsingu þegar forsetar Nígeríu, Suður-Afríku og Jamaíka hringdu í hann til að skýra honum frá ákvörðun samveldisríkjanna. Í sambandi samveldisríkja eru 54 lönd, aðallega fyrrverandi ný- lendur Bretlands. Don McKinnon, framkvæmda- stjóri Samveldisins, sagði í gær að fundurinn sem stóð í fjóra daga hefði mistekist með öllu. „Enginn okkar er ánægður,“ sagði hann. Fréttaskýrendur sögðu að Mug- abe væri nú einangraðri en nokk- urn tíma fyrr. Klofningur innan Samveldisins Evrópusambandið og Bandarík- in hafa gripið til refsiaðgerða gegn Mugabe og undirsátum hans vegna kosningasvika sem viðhöfð voru í marsmánuði þegar Mugabe var endurkjörinn forseti Zimbabwe til sex ára. Í kjölfar kosninganna var ákveðið á vettvangi Samveldsins að fresta frekara samstarfi við Zimbabwe þar til Mugabe hefði séð að sér. Á fundinum í Nígeríu var ákveðið að viðhalda refsiað- gerðum þessum og brást Mugabe við þeirri ákvörðun með því að segja Zimbabwe úr Samveldinu. Mjög var deilt um réttmæti þessa og héldu leiðtogar nágrannaríkja Zimbabwe því fram að tímabært væri að hefja samstarf á ný við Mugabe. Þeir urðu undir á fund- inum og klofningur þannig stað- festur innan Breska samveldisins. Zimbabwe yfirgefur Breska samveldið Abuja. AFP. ARNOLDO Aleman, fyrrverandi forseti Nicaragua, var á sunnudag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir marg- víslega spillingu. Var honum meðal annars gefið að sök að hafa tekið þátt í því að svíkja út úr ríkinu milljarða íslenskra króna. „Doktor Arnoldo Aleman hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að þvo illa fengið fé, fyrir að hafa misfarið með opinbert fé, fyrir svik, kosningasvindl og glæpastarfsemi,“ sagði dómarinn Juana Mendez þegar hún kvað upp dóminn. Sektaði hún einnig Aleman, sem var forseti Nicaragua 1997 til 2002, um helmingi hærri upphæð en hann hafði svikið út. Aleman verður í stofufangelsi til að byrja með vegna þess, að hann er næstum ósjálfbjarga af offitu. Þjáist hann af sykursýki og allt of háum blóðþrýst- ingi. Rakaði saman fé Aleman var sakaður um að hafa stolið um 7,4 millj- örðum ísl. kr. í forsetatíð sinni og hans eigin flokks- bræður í Frjálslynda stjórnarskrárflokknum segja, að eignir hans hafi aukist úr 3,7 millj. króna 1989 í um 18,5 milljarða kr. 2001. Bíður hans raunar enn ein ákæra um fjárdrátt upp á tæplega 100 millj. kr. Um 40 aðrir menn tengjast málinu, þar á meðal nokkrir úr fjölskyldu Alemans og 16 fyrrverandi starfsmenn hans. Nicaragua er eitt af fátækustu ríkj- um Rómönsku Ameríku. Stal milljörðum króna af opinberu fé Managua. AFP. Aleman, fyrrverandi forseti Nicaragua, í 20 ára fangelsi Arnoldo Aleman, fyrrverandi forseti, í ágúst í fyrra. Nú er hann sagður næstum ósjálfbjarga vegna offitu. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.