Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 21 AUSTURLANDAKUREYRI Njarðvík | Endur og svanir sem halda til á tjörnunum á Fitjum eru komnir á opinbert framfæri. Starfs- menn þjónustumiðstöðvar Reykja- nesbæjar, svokallaðir Hverfisvinir, gefa fuglunum á Fitjatjörnum reglulega brauð. Reykjanesbær hefur verið að láta leggja göngustíga um Fitjasvæðið og fegra umhverfið í þeim tilgangi að gera það að útivistarsvæði. Fleiri framkvæmdir í þá veru eru fyrirhugaðar. Markmiðið er að standa þannig að málum að svæðið geti státað af umhverfisviðurkenn- ingunni Bláfánanum, að sögn Við- ars Más Aðalsteinssonar, fram- kvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins. Liður í þessu er að laða fugla að tjörnunum. Í sumar þegar fuglarnir hurfu voru settir nokkrir plast- fuglar á flot og nú hafa nokkrir starfsmenn bæjarins fengið það hlutverk að sækja brauðafganga í bakaríin og fóðra fuglana reglu- lega. Óskar Ívarsson tók þetta verk að sér dag einn í vikunni. Veður var slæmt og höfðu flestir fuglarnir komið sér í skjól. Nokkrar endur syntu þó að tanganum þar sem Ósk- ar losaði sig við brauðið þótt hann og félagar hans í Hverfisvinum héldu því fram að þetta væri þriðja máltíðin þann daginn og líklegt tal- ið að fuglarnir væru saddir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fuglinn fóðraður: Sótt í brauðið sem Óskar Ívarsson henti út á tjörnina. Fuglar á framfæri hins opinbera Kárahnjúkavirkjun | Nú er verið að að ljúka framkvæmdum við hjá- veitugöng Jöklu í meginstíflustæði Kárahnjúkavirkjunar og gert ráð fyrir að ánni verði veitt hjá 18. desember. Samkvæmt upplýs- ingum frá Roberto Velo og Giov- anni Matta hjá Impregilo S.p.A. verður dagana fyrir 18. desember smám saman þrengt að ánni til beggja hliða með stórgrýti og jarðvegi, uns hún leitar í göngin. Þannig verður ekki um stór- sprengingar eða mikið sjónarspil að ræða þennan tiltekna dag, enda áin vatnslítil á þessum tíma og bú- ist við að hún leiti í sinn nýja far- veg í mestu rólegheitum. Engar stórsprengingar þegar Jökla fer í hjáveitugöngin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jökla fer brátt í göngin: Unnið að styrkingu munna hjáveituganga Jöklu í meginstíflustæði Kárahnjúkavirkjunar. Vopnafjörður | Maður var tekinn á rjúpnaveiðum á Vopnafjarðarheiði í fyrradag. Var um að ræða sölumann úr Reykjavík sem hafði ekki staðist hinar fögru veiðilendur Vopnfirðinga. Að sögn lögreglu á Vopnafirði var hann með 3 rjúpur og má búast við sekt og veiðileyfissviptingu ásamt því að bæði afli og veiðarfæri verði gerð upptæk. Hefur lögreglan á Vopnafirði verið með mikið eftirlit með heiðum nálægt Vopnafirði og ekki orðið vör við að Vopnfirðingar hafi farið til rjúpna. Tekinn á rjúpnaveiðum Fljótsdalur | Nú undirbúa menn jólahátíð til láðs og lagar og lætur skáldbóndinn Hákon Aðalsteinsson í Húsum í Fljótsdal ekki deigan síga. Hér athugar hann hvort jóla- hangiketið sé til þess bært að taka það af króknum í reykkofanum, þar sem ketið hefur hangið um nokkra hríð í kófinu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Rýnt í reykta lærið: Hákon Aðalsteinsson reykir hangikjöt til jólanna. Hangiketið tilbúið Vegagerð | Hafin er vinna við vegagerð að Fáskrúðsfjarð- argöngum, en vegstæðismælingar hófust í síðasta mánuði. Um er að ræða 6,6 km langan veg Fáskrúðs- fjarðarmegin og tæplega 2 km veg Reyðarfjarðarmegin og er efni sem til fellur úr göngunum nýtt til vega- gerðarinnar. Þessir aðliggjandi veg- ir eiga að verða fullgerðir á svip- uðum tíma og göngin eða fyrri hluta árs 2005. Myllan á Egilsstöðum hef- ur vegagerðina með höndum. Óperan | Óperustúdíó Austurlands mun ekki setja upp óperu á næsta ári, en stúdíóið hefur undanfarin fimm ár flutt óperur Mozarts á Eiðum á hátíð- inni Björtum nóttum í júní, auk þess að standa fyrir fjölbreyttu tónleikahaldi. Er talið nauðsynlegt að end- urskipuleggja starfsemi Óperustúdíós- ins og gefa innri málefnum betri gaum. Óperuuppfærslur eru afar kostn- aðarsamar og þrátt fyrir styrki og aðgöngumiðasölu hefur staðið í járnum að uppfærslur stæðu undir sér. Stefnt er að flutningi næstu óperu vorið 2005.       ÓPERUDEILD Tónlistarskólans á Akureyri flytur um þessar mundir óperuna Hans og Grétu eftir Eng- ilbert Humperdinck í Ketilhúsinu á Akureyri en frumsýning var á laug- ardag. Flytjendur eru nemendur óperudeildar ásamt kór tónlistar- skólans og píanóleikara. Leikstjóri er Sigríður Aðalsteinsdóttir og undirleik annast Daníel Þor- steinsson. Óperan er byggð á ævintýrinu um Hans og Grétu og er jafnan sýnd um jólaleytið í þýskumælandi löndum. Hún var frumflutt í Weim- ar 23. desember árið 1893, en ári síðar höfðu 50 óperuhús sýnt verkið og á næstu tveimur áratugum náði það mikilum vinsældum um allan heim.Óperan verður flutt á íslensku í þýðingu Jakobs Jóhanns Smára og er ætluð áheyrendum á öllum aldri, ekki síst grunnskólanemum sem fá ókeypis inn en almennt miðaverð er kr. 500. Sýning verður í kvöld, þriðjudag- inn 9. desember, og einnig annað- kvöld, miðvikudaginn 10. desem- ber, og hefjast sýningar kl. 18.30 í Ketilhúsinu. Morgunblaðið/Kristján Nornin vonda hefur náð taki á Hans og Grétu. Unnur Helga Möller t.v., Ingimar Guðmundsson og Harpa Björk Birgisdóttir í hlutverkum sínum. Ævintýrið um Hans og Grétu Nýr vefur HSS | Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hefur opnað nýj- an vef, www.hss.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um stofnunina og starfsfólk hennar. Stefnt er að því að halda úti lif- andi vef sem geti nýst sem upplýs- ingabrunnur fyrir skjólstæðinga og starfsfólk HSS, segir í frétta- tilkynningu frá stofnuninni. Í byrjun nóvember var einnig opnaður innrivefur HSS sem er sameiglegur gagnagrunnur starfs- manna. Í ávarpi Sigríðar Snæ- björnsdóttur framkvæmdastjóra kemur meðal annars fram að miklir breytingatímar eru fram undan og því muni vefurinn nýtast vel til upp- lýsingagjafar fyrir stofnunina.    520 7901 og 520 7900 kr. 15.580    Leki | Starfsmenn í búðum Impregilo S.p.A. við Kárahnjúkavirkjun hafa sætt óþægindum vegna þakleka í her- berjum sínum. Hafa menn brugðist við með því að strengja segl eða bygg- ingarplast í loftin til að rigndi ekki of- an í rúmin hjá þeim þegar frostleysa er. Nú eru menn frá framleiðanda húsanna komnir á virkjunarsvæðið og vinna að úrbótum. Verkalýðsforystan á staðnum ætlast til að þeim verði lok- ið á allra næstu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.