Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 1

Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 335. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kunnugleg andlit? Gunnar Karlsson hannar jóla- sveinamerki RKÍ Daglegt líf Feðgar með uppistand Laddi og sonur hans skemmta á Kringlukránni Fólk í fréttum Bílar Reynsluakstur Nýr Renault Scénic og öðruvísi Peugeot Formúla 1 Ralf Schumacher í samningsþrætu við Williams VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, fullyrti í gær að ekki væri á dagskránni að breyta stjórnarskrá landsins. Virðist sem forsetinn hafi með yfirlýsingu sinni viljað kveða niður þann orðróm að hann hygðist beita sér fyrir því að nýkjörið þing samþykkti stjórnarskrárbreytingar er myndu gera honum kleift að sitja lengur á forsetastóli en ella. „Við þurfum að binda enda á allar umræður um nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni og einbeita okkur í staðinn að því að viðhalda stjórnar- skránni og nýta þau tækifæri sem hún gefur til að þróa samfélag okkar áfram,“ sagði Pútín á fundi í Kreml sem haldinn var til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að núgild- andi stjórnarskrá var sett. Pútín ætlar ekki að breyta stjórnarskránni Moskvu. AP. FRUMVARP um afnám sjómannaafsláttarins í áföngum á árunum 2005–2008 verður lagt fram í vikunni að því er forystu Sjómannasambandsins var tjáð á fundi sem fjármálaráðherra boðaði hana til í gær. Fjármálaráðuneytið fékkst ekki til að stað- festa við Morgunblaðið í gær að frumvarpið yrði lagt fram. 800–1.000 milljóna kjararýrnun Sævar Gunnarsson, formaður sambandsins, seg- ir að tíðindin hafi í raun ekki komið sér verulega á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar fjármálaráðherra en tímasetningin komi á óvart og lýsir Sævar megnri óánægju með frumvarpið. Það muni ekki um án atbeina ríkisins í gegnum skattkerfið. „Þetta fyrirkomulag, sem á rætur að rekja áratugi aftur í tímann, er að mínum dómi úreltur arfur frá þeim tíma þegar ríkið var að reyna að niðurgreiða launa- kostnað útgerðarinnar. Sjómannaafslátturinn hef- ur minnkað að raungildi undanfarin ár vegna fækk- unar sjómanna og er áætlað að hann nemi um 1,1 milljarði króna á næsta ári. Frá mínum bæjardyr- um séð snýst málið um að flytja þennan kostnað frá ríkissjóði með samkomlagi sjómanna og útgerðar- manna í milli,“ sagði fjármálaráðherra á aðalfundi LÍÚ. liðka fyrir komandi kjarasamningum og alls sé ver- ið að tala um kjararýrnun upp á 800–1.000 milljónir kr. fyrir sjómenn á fiskiskipum. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að það sé alveg ljóst að ef sjómannaafslátt- urinn verði felldur niður muni útgerðin ekki taka við og greiða aukin laun sem þeirri upphæð nemur. Úreltur arfur Geir H. Haarde fjármálaráðherra lýsti því yfir á aðalfundi LÍÚ í haust að hann teldi tímabært að huga að afnámi sjómannaafsláttarins. Sagði hann að um væri að ræða hluta af kjörum sjómanna sem eðlilegt væri að samningsaðilar kæmu sér saman Sjómenn gagnrýna væntanlegt frumvarp um afnám sjómannaafsláttar Útgerðin ætlar ekki að taka á sig kostnaðinn  Liðkar ekki/6 HRÍMÞOKAN lá yfir öllu og myndaði sér- kennilega stemmningu í vetrarstillunum við Öskjuhlíð í gær. Víða var hálka og hiti rétt undir tíu stiga frosti síðdegis. Annað kvöld er spáð suðaustan kalda og dálítilli snjókomu vestantil, að því er segir á heimasíðu Veðurstofunnar. frostmarki. Í dag er spáð norðlægri átt og éljum, einkum norðan- og austanlands. Með deginum mun fara kólnandi og víða má búast við fimm til Vetrarþoka í Öskjuhlíðinni Morgunblaðið/Þorkell MIKIL hrina rána á höfuðborgar- svæðinu undanfarnar vikur og mán- uði hefur vakið óhug meðal verslun- areigenda og er nú hringt nær daglega í Samtök verslunar og þjón- ustu til að grennslast fyrir um nám- skeiðin „Varnir gegn vágestum“. Guðmundur Arason, fram- kvæmdastjóri Securitas, segir fyrir- tækið ráðleggja verslunum um þrjú meginatriði. „Í fyrsta lagi að búa við góðar varnir, í öðru lagi að hafa sem minnst af verðmætum til að stela og í þriðja lagi að ná myndum til að auð- veldara sé að góma menn nái þeir einhverjum verðmætum.“ Ránið í Bónus er langalvarlegasta málið sem komið hefur upp til þessa, en fólki hefur hingað til ekki verið ógnað með skotvopnum. Mikið spurt um námskeið í þjófavörnum  Mikil ásókn/10 AL Gore, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við Howard Dean í forsetakosning- unum sem fara fram í Bandaríkj- unum á næsta ári. Stuðningur Gore, sem var frambjóðandi demókrata í síðustu forsetakosningum, er talinn mikilvægur fyrir Dean og er hann nú sagður afar líklegur til að tryggja sér útnefningu sem frambjóðandi Demó- krataflokksins í forsetakosningunum. Stuðningsyfirlýsing Gores kom flest- um í opna skjöldu, þó sennilega eng- um meira en Joe Lieberman, sem keppir við Dean um útnefninguna. Lieberman var varaforsetaefni Gore í kosningunum 2000. Gore segist styðja Dean  Framboð Deans/16 Al Gore MINNA en helmingur íbúa Evrópu- sambandsríkjanna telur nú jákvætt að eiga aðild að ESB. Þetta kemur fram í nýrri könnun Eurobarometer en stuðningur við aðild hefur ekki verið minni í ESB-ríkjunum í sex ár. Rúmlega 16.000 manns tóku þátt í könnuninni. Mælist stuðningur við ESB-aðild nú 48% og hefur hrapað um sex prósentustig frá því í sam- bærilegri könnun í vor. 46% að- spurðra sögðust telja að aðild að ESB væri þeim persónulega til hags- bóta en sl. vor voru 50% þeirrar hyggju. Minna en helmingur er hlynntur stækkun ESB til austurs. Dregur úr ánægju með ESB Brussel. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.