Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 2

Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AFNEMA AFSLÁTTINN Forysta Sjómannasambandsins lýsir mikilli óánægju með að fjár- málaráðherra ætli að leggja fram frumvarp um afnám sjómanna- afsláttar. Var forystumönnum sam- bandsins tjáð á fundi í fjármálaráðu- neytinu í gær að frumvarpið yrði lagt fram. Howard Dean fær stuðning Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, styður framboð Howards Deans, fyrrverandi ríkis- stjóra í Vermont, vegna útnefningar Demókrataflokksins fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Gore lýsti þessu yfir í gær en hann var sjálfur frambjóðandi demókrata í síðustu forsetakosn- ingum. Yfirlýsingin styrkir mjög stöðu Deans. Tekin með 1,2 kg af hassi Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók 24 ára konu með 1,2 kg. af hassi í Leifsstöð sl. sunnudag. Í kjöl- farið voru svo tveir karlmenn hand- teknir í Leifsstöð á mánudag og hafa þeir viðurkennt aðild sína að smygl- inu. Vilja fá lengri frest Lögmenn tveggja af þremur olíu- félögum segja frest þann sem Sam- keppnisstofnun ætlar félögunum til andmæla vegna skýrslu um meint samráð of stuttan og ætlar a.m.k. Ol- íufélagið að sækja um lengri frest. Ætlar engu að breyta Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur engin áform um að breyta stjórnarskrá landsins þannig að hann geti setið á forsetastóli lengur en ella. Pútín greindi frá þessu í gær en margir hafa haft uppi getgátur um að slíkar breytingar væru líkleg- ar í kjölfar sigurs stuðningsmanna Pútíns í þingkosningum í Rússlandi. Útsvar hækkar í Kópavogi Útsvar í Kópavogi verður hækkað úr 12,7% í 12,94% á næsta ári sam- kvæmt fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins sem tekin var til fyrri um- ræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 33 Viðskipti 13/14 Viðhorf 34 Erlent 15/17 Minningar 35/39 Heima 18 Kirkjustarf 39 Höfuðborgin 19 Skák 43 Akureyri 20 Bréf 44 Suðurnes 21 Dagbók 46/47 Landið 22/23 Sport 48/51 Daglegt líf 24/25 Fólk 52/57 Listir 26/28 Bíó 54/57 Umræðan 29/34 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Vestfirska forlaginu. Blaðinu er dreift á höfuð- borgarsvæðinu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að leggja ekki fram frumvarp um að atvinnulausir fái ekki greiddar bætur fyrstu þrjá daga í atvinnuleysi. Þá verða og gerðar breytingar á frum- varpi um fiskvinnslustöðvar sem er til umfjöllunar í þinginu í kjölfar sam- komulags við fulltrúa samtaka fisk- vinnslustöðva og fulltrúa á matvæla- sviði Starfsgreinasambandsins. Mun ráðherra leggja til við félagsmálanefnd Alþingis að frumvarpinu verði breytt í takt við það samkomulag. Heildarendurskoðun mikilvægari „Ég hef ákveðið að leggja frum- varpið ekki fram að sinni og ég gerði grein fyrir því í ríkisstjórn í morgun [gærmorgun]. Ég geri þetta vegna þess að ég tel mikilvægt, eins og ég hef áður lýst yfir, að við göngum nú til heildarendurskoðunar á lögum um Atvinnuleysistryggingarsjóð og vinnumarkaðsaðgerðir og lögum þessar aðgerðir okkar að breyttu samfélagi og breyttu mynstri í at- vinnuleysi,“ segir Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra. Árni bendir á að atvinnuleysi hafi verið að þróast frá því að vera mikið skammtímaatvinnuleysi yfir í að vera í ríkara mæli langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks og það sé áhyggjuefni. „Verkalýðshreyf- ingin hefur sagt að hún sé ekki tilbúin til að koma að samningaborðinu nema hætt verði við frumvarpið þannig að ég hef eftir vandlega umhugsun, við- ræður við samráðherra mína, forystu- menn í verkalýðshreyfingunni og launþegaráð Framsóknarflokksins tekið þá ákvörðun að það sé mikil- vægara að ganga til þessarar heildar- endurskoðunar en að afgreiða þetta mál eitt og sér. Þetta mál er eftir sem áður í mínum höndum og við munum taka það til umræðu eins og annað.“ Árni segir að í gær hafi einnig tek- ist að ná samkomulagi við fulltrúa samtaka fiskvinnslustöðva og fulltrúa á matvælasviði Starfsgreinasam- bandsins um að gera ákveðnar breyt- ingar á frumvarpinu um fiskvinnslu- stöðvarnar, sem sé til umfjöllunar í þinginu. Samkvæmt núgildandi lög- um greiði Atvinnuleysistryggingar- sjóður hluta af launum fiskvinnslu- fólks í allt að 60 daga á ári. Samkomulag um 45 daga „Í frumvarpinu var lagt til að þetta yrðu 30 dagar en samkomulag er nú um það að frumvarpinu verði breytt þannig að dagarnir verði 45.“ Árni segir að í lögunum sé einnig grein þar sem gert er ráð fyrir að fyr- irtæki, sem fullnægja ákveðnum skil- yrðum, eigi rétt á greiðslum úr sjóðn- um fyrir hvern heilan vinnudag að undanskildum tveimur fyrstu dögun- um á ári hverju. Í frumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að fyrstu dögun- um yrði fjölgað úr tveimur í fjóra, tvo á hvorum árshelmingi. Niðurstaðan í samkomulaginu sem nú hefur náðst sé að þetta verði þrír dagar einu sinni á ári. „Um þessi mál er nú sátt og ég mun leggja til við félagsmálanefnd að hún breyti frumvarpinu með tilliti til þessa samkomulags,“ segir Árni. Hætt við skerðingu atvinnuleysisbóta HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára karlmann, Jens Hjartarson, í 7 ára fangelsi fyrir morðtilraun og ítrekaðar sér- lega hættulegar líkamsárásir. Ákærði hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því í maí. Var hann einnig dæmdur til að greiða fjórum mönn- um, sem hann réðst á, samtals um 2,3 milljónir króna í bætur. Ein árásin var framin í mars á þessu ári en þá sló ákærði annan mann hnefahöggi í höfuðið svo hann féll í gólfið, sló hann síðan margsinnis með báðum hnefum og með bjórkönnu í höfuðið. Að morgni 10. maí lagði hann með hnífi til þriggja manna, svo af hlutust skurðir á höndum og hand- leggjum þeirra og fór slagæð í sundur í einu tilviki. Síðan stakk hann þann fjórða ofarlega í kviðinn svo af hlaust 10 sentimetra langur skurður rétt yfir lifrinni. Þá skall- aði hann fimmta manninn, með þeim afleiðingum að tennur brotn- uðu og skar hann síðan á hálsinn svo af hlaust um 15 sentimetra langur og nokkuð djúpur skurður ofan við viðbein hægra megin. Eft- ir að ákærði var fluttur í fanga- klefa beit hann lögregluþjón. Tilefnislausar árásir ákærða Fram kemur í dómi héraðsdóms, að ákærði hafi gerst sekur um grófar tilefnislausar líkamsárásir sem til þess voru fallnar að valda stórfelldu líkamstjóni. Tilefni árás- anna voru samskipti fyrrverandi unnustu ákærða við aðra, en í dómnum segir að þau samskipti hafi með engu móti getað gefið til- efni til slíkrar geðshræringar að skýrt geti athæfi ákærða. Þvert á móti virðist aðdragandi beggja til- vikanna bera merki um staðfastan ásetning að valda líkamstjóni. Þá virðist ákærði, þrátt fyrir ölv- un og fíkniefnaneyslu, hafa áttað sig á stað og stund og gert sér ljós- an alvarleika árásanna. Fram kemur í dómnum að ákærði hafi samþykkt bótakröfur og játað hluta sakar. Þá sé ekki dregið í efa það sem fram kom hjá honum um að hann hafi tekið sig á eftir atburðina, stundi vinnu reglu- lega í gæsluvistinni og sé í áfengis- og vímuefnameðferð. Hins vegar var ekki hægt að virða honum það til refsilækkunar vegna alvarleika árásanna. Málið dæmdi Valtýr Sigurðsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. Málið sótti Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. 7 ára fang- elsi fyrir morðtilraun VIÐ Hlyngerði 12 í Reykjavík stendur hús sem flestir höfuðborgarbúar kannast við, enda verður á því mikil breyting þegar líður að jólum. Sigtryggur Helgason, húsbóndi að Hlyngerði 12, er löngu orðinn þekktur fyrir glæsilegar jólaskreytingar sínar. Sigtryggur segist vera mikið jólabarn og hafa gaman af jólaskreytingum. Ljósin komin á jólahúsið í Hlyngerði Morgunblaðið/Ásdís JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, hefur bent fjármálaráðherra á að erfitt sé að reka heilbrigðisstofn- anir samkvæmt fjárlögum nema breytingar verði gerðar á fram- kvæmd kjarasamninga. Jón segir að í sumar hafi hann bent fjármálaráðherra á að það kerfi kjarasamninga og aðlögunarsamn- inga, sem farið væri eftir samkvæmt lögum um samninga við opinbera starfsmenn, reyndist forstöðumönn- um stofnana mjög erfitt. Kerfið virk- aði þannig að samninganefnd ríkis- ins sæi um að gerðir væru miðlægir kjarasamningar og fengju stofnanir fjárveitingu vegna þeirra. Í kjölfarið væru gerðir aðlögunarsamningar við einstakar stéttir inni á spítölunum sem ætti að hagræða fyrir og ættu ekki að leiða til kostnaðarauka. „Þetta hefur reynst mjög erfitt,“ segir Jón og vísar til þess að bæði hafi verið erfitt að hagræða og mikið álag sé á forráðamenn stofnananna að standast þennan þrýsting. Heilbrigðisráðherra segir að fjár- málaráðuneytinu hafi verið gerð grein fyrir þessari stöðu. „Við erum ekki að tala um að lækka launin,“ segir Jón en áréttar að nauðsynlegt sé að ræða hvernig málum skuli hag- að í framtíðinni. Hann segir að fjár- málaráðherra hafi hugleitt þessar hugmyndir en ekki stokkið á þær. Einar Oddur Kristjánsson, varafor- maður fjárlaganefndar, hafi hins vegar tekið eindregið undir þær. Heilbrigðisráðherra um fjárlög Vill breytingar á kjarasamningum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.