Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MIÐAÐ við núverandi stuðnings-
kerfi myndi innganga Íslands í Evr-
ópusambandið leiða til samdráttar
og tekjumissis í landbúnaði og hjá
afurðastöðvum. Þetta yrði fyrst og
fremst vegna breytinga sem verða
myndu á markaðshlutdeild inn-
lendrar framleiðslu og innfluttrar. Á
hinn bóginn munu stefnuákvarðanir
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO), sem væntanlega koma til
framkvæmda eftir 2006, líklega
breyta öllum viðhorfum í íslenskum
landbúnaðarmálum og m.a. yrði þá
einnig að endurmeta hugsanleg
áhrif ESB og aðildar Íslendinga að
sambandinu. Þetta er meðal helstu
niðurstaðna í nýrri áfangaskýrslu
starfshóps á vegum utanríkisráðu-
neytisins, Íslenskur landbúnaðar í
alþjóðlegu umhverfi, sem kynnt var
á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.
Horfið frá framleiðslu-
tengdum stuðningi
Í skýrslunni er bent á að gangi
Íslendingar í ESB verði búvöru-
markaður hér hluti af innri markaði
sambandsins með tilheyrandi niður-
fellingu tolla og verulegum verð-
lækkunum til framleiðenda hér.
Miðað við núverandi aðstæður megi
gera ráð fyrir að framleiðsla á
mjólkurvörum muni minnka nokkuð
við inngöngu og kjúklinga- og svína-
kjötsframleiðsla hlutfallslega enn
meira. Eins megi búast við sam-
drætti í framleiðslu á kinda- og
nautakjöti auk garðyrkju. Ólíklegt
sé að heimildir fáist til að auka
heildarstuðning við búvörufram-
leiðslu frá því sem nú er. Miðað við
óbreytt stuðningskerfi verði því að
telja að staða íslensks landbúnaðar
væri verri innan ESB en utan þess.
Ekki sé þó hægt að útiloka að ein-
hver sóknartækifæri og betri út-
flutningsmarkaðir geti skapast inn-
an ESB. Þá segir í niðurstöðunum
að flest bendi til þess að Íslendingar
haldi meira sjálfræði til mótunar
eigin landbúnaðarstefnu utan ESB
en innan sambandsins en Íslending-
ar verði eftir sem áður að fylgja nýj-
um stefnuákvörðunum WTO en að
innan ESB gæti þó verið að Ísland
gæti notfært sér hluta af heildar-
svigrúmi sambandsins til tiltekinna
stuðningsaðgerða við landbúnaðinn.
„Heildarstuðningur við landbúnað
á Íslandi árið 2000 var meira en
80% af hámarksheimildum sam-
kvæmt reglum WTO. Ýmislegt
bendir til að heildarstuðningur ESB
eftir hugsanlega inngöngu Íslands
gæti orðið tæplega helmingur
þeirra beingreiðslna sem nú eru
veittar til framleiðenda. Af þeim
sökum er ljóst að til viðbótar þessu
munu umsamin viðbótarframlög
skipta miklu máli, sbr. reynslu
Finna. Auk þess má telja víst að
innlendar stuðningsaðgerðir og
framlög muni hafa mikla þýðingu á
sviði landbúnaðarmála hvort sem
Ísland gerist aðildarland að ESB
eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Ísland í flokk með
úteyjum og úthéruðum?
Þá er og bent á að í aðalsáttmála
ESB séu sérstök ákvæði um sér-
stöðu Azoreyja, Madeira og Kan-
aríeyja og stjórnsýsluhéraða Frakk-
lands utan Evrópu og samkvæmt
því hafi þessi svæði víðtæka sér-
stöðu á sviði landbúnaðar, fiskveiða
o.fl. Sú sérstaða sé hluti aðalsátt-
málans en ekki sértúlkun eða und-
anþága. Samkenni Íslands með
þessum svæðum séu svo sterk að
umrædd grein aðalsáttmálans hljóti
að verða eitt af þeim atriðum sem
Íslendingar hafi til hliðsjónar í sam-
skiptum og samningum við ESB í
framtíðinni.
Stuðningur minni við land-
búnað gangi Ísland í ESB
ARI Teitsson, formaður Bænda-
samtakanna, segir nokkuð augljóst
hvaða áhrif það myndi hafa á ís-
lenskan landbúnað ef Ísland gengi í
Evrópusambandið. Landbún-
aðarstefna sambandsins sé að vísu
að breytast en menn viti þó nokk-
urn veginn hvernig hún verði og
hvað það myndi þýða fyrir íslensk-
an landbúnað ef Ísland gengi í sam-
bandið, þ.e. að tekjur framleiðenda
hér myndu dragast verulega sam-
an, reikna megi með að innflutn-
ingur á landbúnaðarvörum myndi
aukast og landbúnaður og landbún-
aðartengd starfsemi á Íslandi
myndi dragast saman og mjög
verulega í sumum greinum.
Ari segir ástæðu þess að lagt var
í vinnu við áfangaskýrsluna þá að
það hafi verið misvísandi fullyrð-
ingar og ályktanir um hvað það
þýddi fyrir íslenskan landbúnað ef
Ísland gengi í Evrópusambandið.
„Menn voru ekki á eitt sáttir um
þetta og mein-
ingin var að
reyna að varpa
skýrara ljósi á
hvað innganga
þýddi í raun og
veru. Hvaða
möguleikar væru
á stuðningi og
hvernig fram-
leiðslumynstrið
liti út o.s.frv. eft-
ir aðild. Ég held að þessi vinna hafi
að því leyti verið gagnleg að það
liggur nú ljósar fyrir. Evrópu-
umræðan hér á landi er að fá á sig
miklu raunhæfari mynd. Þetta var
svolítið í slagorðastíl en það er að
breytast, finnst mér.“
Innganga myndi þýða
samdrátt í landbúnaði
SENDINEFND bandarískra
stjórnvalda er væntanleg til Íslands
annað kvöld til viðræðna við hér-
lenda ráðamenn um varnarsamstarf
ríkjanna. Munu viðræðurnar sjálfar
fara fram á föstudag.
Douglas Feith, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, fer
fyrir nefndinni en hann hefur verið á
ferð um Evrópu í vikunni ásamt
Marc Grossman, aðstoðarutanríkis-
ráðherra, og embættismönnum að
ræða við aðildarríki NATO um end-
urskipulagningu bandaríska herafl-
ans í álfunni. Í fyrstu var talið að
Grossman kæmi til Íslands en nú
hefur sú ákvörðun verið tekin að ráð-
herrarnir skipti liði vegna viðbótar-
funda sem upp hafa komið.
Að því er fram kemur í frétta-
skeytum BBC og AP áttu Grossman
og Feith fund með sendiherrum og
fastafulltrúum NATO í Brussel sl.
mánudag. Samkvæmt upplýsingum
úr utanríkisráðuneytinu sat Gunnar
Gunnarsson, fastafulltrúi NATO,
þann fund fyrir Íslands hönd. Var sá
fundur almenns eðlis. Í fréttaskeyti
AP er m.a. haft eftir Grossman að ný
ógn blasi við nú þegar kalda stríðinu
sé lokið. Bandaríkjamenn þurfi að
fullvissa sig um að herafli þeirra og
annarra NATO-ríkja séu samstiga
að takast á við þessa nýju ógn. Einn-
ig kemur fram að á næstu árum megi
vænta flutnings á þúsundum banda-
rískra hermanna, aðallega frá
Þýskalandi og til austurs í Evrópu,
til landa eins og Póllands, Rúmeníu
og Búlgaríu.
Viðræður um varn-
armál á föstudag
Douglas Feith aðstoðarvarnarmála-
ráðherra fer fyrir sendinefndinni
ÁÆTLAÐ söluverð fimm listaverka, sem eyðilögðust á
sýningu á Þingvöllum haustið 2000, er 7.350.000 krónur,
að mati Ólafs Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns
Listasafns ASÍ, og Sverris Kristinssonar, löggilts fast-
eignasala. Listamennirnir fimm kröfðust 10,6 milljóna
króna í bætur fyrir verkin en forsvarsmenn Kristnihátíð-
arnefndarinnar töldu á hinn bóginn að bótaréttur tak-
markaðist við efniskostnað verkanna og kostnað við við-
gerð og og endurgerðar á þeim. Listamennirnir töldu
aftur á móti að fjárhagslegt verðmæti verkanna réðist af
söluverði þeirra áður en þau eyðilögðust. Töldu þeir
bótaskyldu Kristnihátíðarnefndar byggjast einkum á 16.
kapítula Þjófabálks Jónsbókar frá árinu 1281.
Jónas Þór Guðmundsson, lögfræðingur listamann-
anna, segir að Kristnihátíðarnefnd hafi nú verið send
kröfugerð á grundvelli matsins. Verði nefndin við ekki
við þessum kröfum eða ef ekki náist samningar sem
listamennirnir geta sætt sig við komi til greina að stefna
Kristnihátíðarnefnd.
Eyðilögðust í vondu veðri
Listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson, Hulda Hákon,
Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí og Sigurður Árni Sigurðsson
voru beðnir um að vinna myndlistarverk fyrir Kristnihá-
tíðarnefnd vegna sýningar nefndarinnar í Stekkjargjá á
Þingvöllum sumarið 2000 í tilefni þúsund ára kristni á Ís-
landi og átti sýningunni að ljúka 1. september 2000. Í
matsgerð kemur fram að nefndin hafi framlengt sýn-
inguna án samráðs við listamennina og 12. september
2000 hafi öll verkin eyðilagst í slæmu veðri.
Bjarni taldi verðmæti verks síns vera 3,2 milljónir,
Hulda Hákon mat sitt verk á 1,5 milljónir, Ósk mat sitt
verk á 1,8 milljónir, Rúrí taldi verðmæti verks síns vera
2,5 milljónir og Sigurður mat sitt verk á 1,6 milljónir
króna en samtals gerir það 10,6 milljónir.
Ólafur Jónsson og Sverrir Kristinsson voru dóm-
kvaddir af Páli Þorsteinssyni, héraðsdómara í Héraðs-
dómi Reykjavíkur, til að framkvæma mat á listaverk-
unum og áætla söluverð þeirra. Þeir mátu öll listaverkin
ónýt, en áætluðu söluverð verks Bjarna vera 2,2 millj-
ónir, söluverð verks Huldu 950 þúsund, verks Óskar 900
þúsund, verks Rúríar 2,300 milljónir og verks Sigurðar
eina milljón eða samtals 7,3 milljónir.
Morgunblaðið/Sverrir
Hér sjást nokkur verkanna í Stekkjargjá
Áætlað sölu-
verð rúmlega
7,3 milljónir
Listaverkin sem eyðilögðust á sýningu á Þingvöllum metin
Ari Teitsson
ÞJÓNUSTA efnalauga í Reykjavík
og nágrenni hefur hækkað um 12,7%
að meðaltali á rúmum tveimur árum
frá því í september árið 2001. Á sama
tíma hefur vísitala neysluverðs hækk-
að um 6,3% og og launavísitalan um
tæp 12%.
Þetta kemur fram í athugun Sam-
keppnisstofnunar þar sem kannað
var verð á hreinsun í 28 efnalaugum í
Reykjavík og nágrenni. Hreinsun á
pilsi, jakka og buxum hefur hækkað
mest á tímabilinu eða um 14% að
meðaltali, en hreinsun á silkiblússu
minnst eða um 8%.
119% munur á að
hreinsa dúnúlpu
Mikill verðmunur kemur fram milli
efnalauga fyrir hreinsun á dúnúlpum,
rykfrökkum og silkiblússum. Verð-
munur á hreinsun á buxum, jakka og
pilsi var hins vegar mun minni, en
26% munaði á hæsta og lægsta verði
samkvæmt könnuninni í öllum þrem-
ur tilvikunum. Munur á hæsta og
lægsta verði á því að hreinsa kápu var
hins vegar 57%, á peysu 66%, á jakka-
peysu 74% og á kvenblússu úr silki
79%. Munurinn á hæsta og lægsta
verði á því að hreinsa rykfrakka var
105% og mestu munaði á dúnúlpu
fullorðinna þar sem munurinn á
hæsta og lægsta verði var 119%.
Einnig var athugað hvort verðlist-
ar lægju frammi vegna algengustu
þjónustu efnalauga og reyndist það
vera tilfellið í 21 efnalaug.
Fatahreins-
un hækkaði
um 12,7%
frá 2001
ÁLFTANESIÐ er fallegur og frið-
samur staður og tilvalinn til útivist-
ar, sérstaklega þegar veður og
vindar gera hlé á vetrinum.
Þessir kumpánar mættust sinn
hvorum megin girðingarinnar um
leið og síðustu geislar sólarinnar
böðuðu nesið. Þegar Sveinn Bjarki
lallaði upp að girðingunni tölti
hesturinn á móti.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kyrrlát samverustund