Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu
í dag fylgir blað
frá Bókaklúbbi
Hemma Gunn
og Vestfirska
forlaginu
FULLTRÚAR Starfsgreinasambands Íslands
áttu fund í gærmorgun með fulltrúum Samtaka
atvinnulífsins, þar sem rætt var hvort grundvöllur
væri til áframhaldandi viðræðna á grundvelli fyr-
irliggjandi kröfugerðar. Um miðjan dag í gær áttu
svo fulltrúar Flóabandalagsfélaganna fund með
fulltrúum SA.
Óraunhæft að gera ráð
fyrir samningum fyrir áramót
Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að
samningaviðræður séu á frumstigi en ákveðið hafi
verið að setja af stað vinnu við að fara yfir ákveðin
atriði. Ari segist telja óraunhæft að ætla að samn-
ingar náist fyrr en á nýju ári.
Halldór Björnsson formaður starfsgreina-
sambandsins, segir að viðbrögð SA við kröfugerð
sambandsins sem lögð var fram í seinustu viku,
hafi verið jákvæð.
Samningaviðræðurnar eru enn á frumstigi en
Halldór Björnsson gerir sér þó vonir um að skýr-
ast muni fyrir áramót hvaða stefnu viðræðurnar
taka.
Rætt var á fundi SA og Starfsgreinasambands-
ins um kröfur sambandsins um breytingar á
launaflokkakerfinu. Að sögn Halldórs var ákveðið
að setja á fót nefnd til að fara sérstaklega yfir það
hvernig breytingar á launatöflunni kæmu út og
hvaða leiðir væru færar. Þá var ákveðið að annar
starfshópur færi yfir aðra efnisþætti.
„Þetta er allt komið í fullan gang“
„Við byrjum núna í vikunni á að fara ofan í þessi
taxtamál og efnisatriði samningsins að öðru leyti.
Þetta er allt komið í fullan gang, hver svo sem nið-
urstaðan verður,“ segir Halldór Björnsson.
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkafólks ræða um nýja samninga
Morgunblaðið/Þorkell
Fulltrúar Flóabandalagsfélaganna og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hittust á samningafundi í húsnæði ríkissáttasemjara í gær.
Fyrstu viðbrögð eru jákvæð
FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir það al-
veg ljóst og allir geri sér grein
fyrir því að ef sjómannaafslátt-
urinn verður felldur niður muni
útgerðin ekki taka við og greiða
aukin laun sem þeirri upphæð
nemur.
Friðrik segir að taka megi und-
ir þau rök að þegar sjómanna-
afslátturinn kom fyrst til sögunn-
ar fyrir áratugum síðan hafi hann
á þeim tíma verið niðurgreiðsla á
kostnaði. Þá hafi sú staða verið
uppi að erfitt var að manna ís-
lenska flotann og margir útlend-
ingar því á skipunum. Til að mæta
þessu hafi verið ákveðið að taka
afsláttinn upp til að koma til móts
við kostnað sjómanna
vegna hlífðarfatnaðar og fæð-
ispeninga. „Aðstæður hafa gjör-
breyst síðan þetta var og nú
greiðir útgerðin bæði fæðispen-
inga og hlífðarfatnað. Þessi rök
eiga því ekki við í dag. Það hafa
hins vegar einnig verið sett fram
þau rök með sjómannaafslættin-
um að sjómenn séu mikið fjarver-
andi og nýti m.a. ekki samfélags-
þjónustu með sama hætti og aðrir.
Það eru vissulega rök en það er
hins vegar alveg fráleitt að í þeim
tilfellum skuli menn sem eru bara
einhverja klukkutíma á sjó, t.d.
þeir sem eru á hafnsögubátum og
ferjum eða róa á dagróðrarbátum,
njóta sjómannaafsláttar, svo ekki
sé talað um beitningarmenn sem
gera það líka. Það eru engin rök
fyrir því að þetta fólk skuli njóta
sjómannaafsláttar,“ segir hann.
,,Ef ríkið ætlar að fella niður
sjómannaafsláttinn, þá er alveg
ljóst að þar er um skattaafslátt til
sjómanna að ræða, eins og felst í
orðinu, en hann er ekki niður-
greiðsla á útgerðarkostnaði.“
Framkvæmdastjóri LÍÚ um sjómannaafsláttinn
Útgerðin mun ekki taka
við og greiða kostnaðinn
FORYSTA Sjómannasambands Ís-
lands var boðuð á fund fjármálaráð-
herra síðdegis í gær þar sem til-
kynnt var að frumvarpið um afnám
sjómannaafsláttarins yrði lagt fram í
vikunni. Sævar Gunnarsson, formað-
ur sambandsins, segir að tíðindin
hafi í raun ekki komið sér svo veru-
lega á óvart, miðað við yfirlýsingar
ráðherrans á síðasta aðalfundi LÍÚ.
Tímasetningin komi sér þó á óvart
og lýsir Sævar yfir megnri óánægju
með frumvarpið. Það komi ekki til
með að liðka fyrir komandi samning-
um sjómanna við útvegsmenn þar
sem í heildina sé verið að tala um
kjararýrnun upp á 800-1.000 millj-
ónir króna fyrir sjómenn á fiskiskip-
um innan LÍÚ. Ótaldir séu þá far-
menn, hafnsögumenn, sjóliðar
Landhelgisgæslunnar og Hafrann-
sóknastofnunar og smábátasjómenn.
Sjómenn sætta sig ekki við
að þessi kjör verði skert
,,Mér finnst eins og að einn gang-
inn enn sé verið að berja á puttana á
okkur til að reyna að ljúka samning-
um. Við sjómenn munum ekki sætta
okkur við að þessi kjör okkar verði
skert með einhliða valdboði. Það er
klárt, og viðurkennt af fjármálaráð-
herra, að afslátturinn hefur verið
hluti af okkar kjörum og samning-
um. Þess vegna vil ég sjá frumvarpið
ná fram að ganga áður en ég fer að
hafa stærri orð um hvernig ráðherra
hyggst ljúka málinu,“ segir Sævar.
Hann bendir á að sjómenn og út-
vegsmenn hafi í tvö síðustu skipti
ekki náð að ljúka sínum kjaradeilum
með samningi. Frumvarpið auðveldi
ekki samningavinnuna. Kröfur sjó-
manna séu smámunir miðað við það
sem fari burtu með afslættinum.
Frumvarp um niðurfellingu sjómannaafsláttar
Mun ekki liðka fyrir
kjarasamningunum
HNEFALEIKARINN Ari Ár-
sælsson, sem fékk heilablæð-
ingu í hnefaleikakeppni í Vest-
mannaeyjum 29. nóvember,
liggur enn á heila- og tauga-
skurðlækningadeild Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss. Líðan
hans er óbreytt og mun hann
þurfa meiri tíma til að jafna sig
á meiðslum sínum, samkvæmt
upplýsingum frá spítalanum.
Hnefaleik-
ari enn
á spítala
SÉRA Sigríður Guðmarsdóttir telur
að á sér hafi verið brotið þegar séra
Sigurður Arnarson var ráðinn
prestur í London og hefur vísað
málinu til Jafnréttisnefndar þjóð-
kirkjunnar.
Í erindi sínu bendir Sigríður á að
hún sé með lengri starfsreynslu og
meiri menntun en Sigurður og að
jafnréttislög hafi verið brotin með
ráðningu Sigurðar.
Jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar er
skipuð af kirkjuráði og er úrskurð-
araðili. Sigrún Óskarsdóttir, for-
maður nefndarinnar, segir að hún
hafi óskað eftir öllum gögnum varð-
andi málið, en hafi fengið rökstuðn-
ing hæfisnefndarinnar með erindi
Sigríðar. Nefndin fari síðan yfir
málið og meti á grundvelli jafnrétt-
islaga og jafnréttisáætlunar kirkj-
unnar. Komist nefndin að þeirri nið-
urstöðu að brotið hafi verið á Sigríði
verði sú umsögn send til hennar,
sem meti síðan hvort hún fari áfram
með málið til Jafnréttisráðs.
Sigrún segir að vinnsla svona
mála taki yfirleitt um þrjár til fjórar
vikur.
Ráðningu
prests vísað
til Jafnrétt-
isnefndar
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur
leyst frá störfum lögreglumennina
tvo sem nýlega voru sakfelldir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur af ákæru rík-
issaksóknar fyrir tilefnislausar
handtökur og rangar skýrslugjafir.
Lögregluþjónarnir tveir voru leystir
tímabundið frá störfum í apríl síðast-
liðnum, en að fenginni niðurstöðu
héraðsdóms, þar sem annar ákærðu
var dæmdur í fimm mánaða fangelsi
og hinn í tveggja, voru þeir leystir
endanlega frá störfum.
Lögreglumenn
leystir
frá störfum
♦ ♦ ♦
FREKAR erilsamt var í gærkvöld
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins. Tilkynnt var um eld í bifreið í
Öskjuhlíð, skammt fyrir ofan veit-
ingastaðinn Nauthól við Nauthóls-
vík, um klukkan hálfátta. Tíu mín-
útum síðar var kallað eftir aðstoð
slökkviliðs í Espigerði 8 þar sem
pottur hafði gleymst á heitri eldavél.
Enginn eldur hafði myndast en þeim
mun meiri reykur og var íbúðin
reykræst.
Vatnstjón
Þá varð talsvert vatnstjón á
Laugavegi 58, þar sem gleymst hafði
að loka fyrir heitt vatn. Loks var
kallað á slökkviliðið í hjólbarðaverk-
stæðið Barðann en þar reyndist um
bilaðan brunaboða að ræða.
Erilsamt
hjá Slökkvi-
liðinu