Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær tvo 19 ára pilta í gæsluvarðhald til 23. desember vegna vopnaðs ráns í verslun Bónuss að Smiðju- vegi í Kópavogi í fyrrakvöld. Piltarnir hafa játað á sig ránið og heldur rannsókn málsins áfram hjá lögreglunni í Kópavogi. Ránið í Bónus er fyrsta ránið í hinni gríðarlegu ránshrinu á þessu ári, þar sem saklausu fólki er ógnað með skotvopnum, en hingað til hafa hnífar einkum komið við sögu. Jafnframt er þetta fyrsta málið þar sem lögregla krefst gæsluvarðhalds yfir hinum grunuðu. Alls hefur lögreglan í Kópavogi nú þrjú ránsmál til rannsóknar og er málið í fyrra- kvöld hið langalvarlegasta. Hinir grunuðu eru báðir 19 ára gamlir og voru handteknir á flóttabíl sínum við Hafravatn um klukkan 20:30 í fyrrakvöld. Að sögn Friðriks Gunnarssonar yfirlögregluþjóns í Kópavogi er m.a. til rannsóknar hvort afsöguðu haglabyss- urnar sem drengirnir ógnuðu fólki með, hafi verið hlaðnar. Haglaskot fundust í bílnum hjá þeim og sýndu þeir ekki mótþróa við handtökuna. Samkvæmt upplýsingum Friðriks voru fjórir starfsmenn við störf þegar ránið var framið, tveir piltar og tvær stúlkur. Þremur þeirra var haldið í gíslingu á meðan ein stúlknanna var neydd til að afhenda peninga. „Það verður ekki framhjá því litið að ránstilvik- um hefur fjölgað undanfarið og hafa komið upp nokkuð oft þetta árið,“ segir Friðrik. Ekki er vitað hvort haglabyssurnar voru hlaðnar við ránið en sá þáttur sætir rannsókn sem fyrr segir. Lögreglan hafði hendur í hári drengjanna að- eins hálfri klukkustund eftir ránið og segir Friðrik lögreglutilkynningu yfir allt höfuðborgarsvæðið og víðar hafa skipt miklu um það. Gefin var lýsing á bíl og hinum grunuðu, þótt lýsingin á bílnum sjálfum hafi verið óljós. Lögreglumenn sem voru á ferðinni við Hafravatnsveg höfðu afskipti af drengjunum. Alvarlegasta málið í ránshrinu sem á sér ekki fordæmi hérlendis Í tveggja vikna gæsluvarð- hald fyrir ránið í Bónus Morgunblaðið/Júlíus Þessi skotvopn voru notuð við ránið í Bónus og eru nú í vörslu lögreglunnar. Um er að ræða af- sagaðar haglabyssur. Byssurnar eru afsagaðar til að þær séu meðfærilegari, en auk þess eru þær mun hættulegri vopn eftir breytingarnar. SYSTURNAR ungu, Kristín Sóley og Elisabeth Katr- ín Mason, horfðu hugfangnar á glæsileg og kræsileg piparkökuhúsin sem kepptu í piparkökuhúsakeppni Kötlu í Kringlunni í gær. Móðir þeirra Erna Jóns- dóttir var þeim til halds og trausts og hún gætir þess að þær bursti tennurnar vandlega fram að jólum og yfir hátíðirnar sem og endranær. Því þótt sælgæti, kökur og kruðerí séu góð á bragðið er ekkert grín að fá þá þaulsætnu gesti Karíus og Baktus í munn- inn. Morgunblaðið/Ómar Kræsilegar nýbyggingar HIN mikla hrina rána á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnum vikum og mánuðum hefur haft það í för með sér að nær daglega er nú hringt í SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu, til að komast á námskeið sem kallast Varnir gegn vágestum. Fyrir fá- einum dögum gerðu SVÞ samn- ing við öryggisgæslufyrirtækið Securitas um að annast fræðslu á námskeiðunum fyrir verslunar- fólk. Að sögn Emils B. Karlssonar hjá SVÞ taka samtökin mjög al- varlega öll ránin sem framin hafa verið á árinu. „Okkur þykir þetta auðvitað mjög alvarlegt og sjáum að þróunin hérlendis er svipuð og annars staðar,“ segir Emil. „Ránin eru að verða alvarlegri og virðast vera framin með æ skipu- lagðari hætti. Þetta er stöðugt í umræðu innan okkar samtaka og beinskeyttasta ráðið sem við höf- um gripið til er verkefnið Varnir gegn vágestum, sem rekið er í samstarfi við lögregluna í Reykjavík. Verkefnið er unnið að skandinavískri fyrirmynd, en það hefur verið reynt í Svíþjóð og Noregi. Þar hefur það sýnt sig að rán og hnupl hafa minnkað veru- lega hjá þeim verslunum sem hafa farið í gegnum námskeiðið. Um er að ræða þríþætt nám- skeið, þar sem fjallað er um nauðsynlegan öryggisbúnað og þess gætt að aldrei sé mikið af peningum í afgreiðslukössum. Þá er fræðsla fyrir alla starfsmenn sem gerir þá miklu hæfari en ella í að taka á málum og þekkja þá úr sem ætla sér eitthvað illt. Þá er haldin ránsæfing og farið í gegnum öryggi á hverjum vinnu- stað. Að lokum kannar lögreglan þekkingu fólks og búnað og vott- ar viðkomandi verslun ef allt er í lagi.“ Hefur reynst vel Búið er að votta um 50 versl- anir, en Bónusbúðirnar eru ekki þeirra á meðal, enda hefur fyr- irtækið sína eigin öryggisdeild að sögn Emils. „Varnir gegn vágestum hafa reynst mjög vel og við höfum dæmi um verslanir hlið við hlið sem voru rændar sinn daginn hvor. Í annarri þeirra var stolið 10 þúsund krónum en í hinni 100 þúsund. Starfsfólk fyrrnefndu verslunarinnar hafði tekið nám- skeiðið Varnir gegn vágestum.“ Margir vilja komast á þjófavarnanámskeið ÍSLANDSBANKI hefur sent erindi til Samkeppnisstofnunar vegna meintra ólögmætra við- skiptahátta Landsbanka Ís- lands. Tilefni kærunnar eru auglýsingar Landsbankans sem birtar hafa verið undan- farið undir fyrirsögninni „Besti netbankinn á Íslandi 2003.“ Í erindi Íslandsbanka segir meðal annars. „Í auglýsingun- um gefur Landsbankinn í skyn að netþjónusta bankans hafi verið valin betri en annarra banka hér á landi. Svo er ekki.“ Íslandsbanki telur þannig að um villandi auglýsingaefni sé að ræða af hálfu Landsbank- ans. Þá segir í erindinu að Landsbankinn hafi einn ís- lenskra banka sótt um þátt- töku í vali tímaritsins Global Finance, sem útnefndi net- banka Landsbankans „Besta netbankann á Íslandi.“ Ósk um að stöðva birtingu Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans, sagðist ekki vilja tjá sig um málið, enda væri það í höndum Samkeppnisstofnunar. „Mér finnst ekki eðlilegt að tjá mig efnislega um málið meðan það er til afgreiðslu hjá Samkeppn- isstofnun. Hins vegar treysti ég stofnuninni vel til að úr- skurða um þetta mál á sann- gjarnan hátt,“ segir Kristján. Anna Birna Halldórsdóttir, forstöðumaður markaðsmála- sviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir að erindið hafi verið sent Landsbanka til umsagnar. „Málsmeðferðarreglur okkar gera okkur að senda þeim þetta til umsagnar og bjóða þeim að tjá sig og við fórum þess á leit við Landsbankann að birta ekki auglýsingarnar á meðan á málsmeðferð stæði. Auglýsandi verður að geta sýnt fram á að fullyrðing standist, á auðveldan hátt. Landsbankinn vísar þarna til útnefningar tímaritsins Global Finance og þeir hafa tilkynnt að svar ber- ist okkur í dag. Á föstudaginn mun liggja fyrir niðurstaða í málinu.“ Kæra auglýs- ingu Lands- banka Íslandsbanki HÁLFÞRÍTUGUR maður var dæmdur í 14 mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir fjölda þjófnaða, hylmingarbrot, ölv- unarakstur og fíkniefnabrot. Þá var hann sviptur ökurétti í 3½ ár. Maðurinn játaði öll brotin sem hann var ákærður fyrir en þjófnað- arbrotin fjögur framdi hann öll í október sem leið. Í einu þeirra stal hann veski sem innihélt snyrtivörur, greiðslukort og skilríki, samtals að verðmæti 30.213 krónur. Sama dag fór hann inn í bifreið við bensínaf- greiðslustöð og stal dvd-spilara að verðmæti 130.000 krónur. Á bíla- stæði við aðra bensínafgreiðslustöð braust hann inn í bíl og stal leður- skólatösku sem innihélt skólabækur, stílabækur, vasareikni, pennaveski og tölvudisk, samtals að verðmæti um 35.000 kr. Þriðja brotið af þessu tagi framdi hann um miðjan október er hann fór í heimildarleysi inn í bíl á bifreiðastæði og stal geislaspilara að verðmæti 29.900 kr. Þá var hann ákærður fyrir tvö hylmingarbrot í ár og í fyrra þar sem hann tók við skartgripum, geislaspil- urum og sjónauka sem honum mátti vera ljóst að aflað hafði verið með auðgunarbrotum. Ennfremur var maðurinn sakfelldur fyrir þrjú um- ferðarlagabrot, framin í mars, apríl og maí, en í öllum tilvikum var um ölvunarakstur að ræða. Í síðast- nefnda tilfellinu ók hann utan í bif- reiðar og grindverk og síðan á lög- reglubifreið sem veitti honum eftirför. Loks var maðurinn dæmdur fyrir fíkniefnabrot í mars sl., en þá var hann með í vörslu sinni 14,83 g af hassi sem lögregla fann við leit í íbúð í Reykjavík. Til frádráttar fangelsisrefsing- unni kemur gæsluvarðhald sem maðurinn hefur setið í frá 16. októ- ber sl. Fékk 14 mánaða fangelsisdóm ELDUR kom upp í einbýlishúsi í Bolungarvík um klukkan 4 aðfara- nótt mánudags. Reykskynjari vakti heimilisfólk í húsinu og tókst því fljótlega að slökkva eldinn en þá var talsverður reykur kominn í íbúðina. Eldurinn virðist hafa komið upp í ferðaútvarpstæki sem var tengt við rafmagn í eldhúsi. Slökkvilið Bolungarvíkur reyk- ræsti íbúðina en nokkrar skemmdir urðu af sóti og reyk. Þrennt var í húsinu og segir lögreglan í Bolung- arvík ljóst að reykskynjarinn kom í veg fyrir að ekki fór verr enda var fólk í fastasvefni er eldurinn kom upp. Reykskynjari bjargaði í Bolungarvík ELDUR kom upp í mannlausri íbúð í Hrafnhólum í Breiðholtií gær. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var gert aðvart um eldinn kl. 16:02 og slökkti eldinn, en áður hafði verið reynt að ráða niðurlögum hans með handslökkvitæki. Grunur er um íkveikju en eldur kom upp í glugga- tjöldum í eldhúsi íbúðarinnar. Eng- an sakaði. Grunur lék á að börn væru innandyra, en svo reyndist ekki vera. Skemmdir af völdum reyks og slökkvidufts voru talsverðar. Grunur um íkveikju í íbúð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.