Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KALDBAKUR hf. hefur undirritað lánssamninga við tvo íslenska við- skiptabanka, Kaupþing Búnaðar- banka og Landsbanka Íslands, sem fela í sér möguleika á lántöku félags- ins fyrir allt að 10 milljarða króna. Með lánssamningum þessum hefur Kaldbakur hf. endurfjármagnað nú- verandi núverandi lántökur hjá bönkum og tryggt sér aðgang að lánsfjármagni til frekari fjárfestinga. Að sögn Eiríks S. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Kaldbaks, veitir lánsfjármögnunin þeim möguleika á fjárfestingum fyrir allt að tíu millj- arða króna. Eiríkur tekur fram að ekki liggi fyrir að fjárfesta fyrir tíu milljarða strax, heldur hafi félagið nú möguleika á því. Á þessu ári hefur Kaldbakur verið umsvifamikill í kaupum og sölu á hlutabréfamarkaði. Félagið hefur selt eignarhluta sína í Íslenskum aðalverk- tökum hf., Bústólpa ehf., Akva ehf., Fjár- stoð ehf., Nýju kaffi- brennslunni ehf., Sam- kaupum hf., Lyfjum og heilsu hf., Hafnar- stræti 83-85 ehf. og Hafnarstræti 87-89 ehf. Með þessu hefur félagið losað eignir fyr- ir um þrjá milljarða króna. Á sama tímabili hef- ur Kaldbakur keypt eignarhluti í Trygg- ingamiðstöðinni hf., Síldarvinnslunni hf., Sjöfn hf. og Ís- landsbanka hf. Eigið fé Kaldbaks hefur aukist frá ársbyrjun um liðlega þrjá milljarða og nemur nú um 8,5 milljörðum króna. Ei- ríkur segir að þessir lánasamningar við Kaupþing Búnaðar- banka og Landsbanka sýni að Kaldbakur njóti trausts og að félagið sé tilbúið í frekari fram- kvæmdir. Lánasamningurinn við Kaupþing Búnaðar- banka hljóðar upp á fimm milljarða króna sem og samningurinn við Landsbanka Ís- lands. Í tilkynningu frá Kaupþing Búnaðarbanka kemur fram að samningurinn sé einn sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur gert við einn íslenskan banka. Kaldbakur gengur frá 10 milljarða lánasamningum Eiríkur S. Jóhannsson SAMKOMULAG hefur náðst með dómsátt milli dótturfyrirtækis Öss- urar, Össur North America Inc., og Freedom Innovations Inc. um öll málaferli fyrirtækjanna fyrir ríkis- og alríkisdómstólum í Bandaríkjun- um. Báðir aðilar lýstu ánægju með niðurstöðuna, sem er trúnaðarmál en felur m.a. í sér ákvæði um not- endaleyfi, að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá félög- unum. Í mars á þessu ári hóf Össur North America, Inc. málsókn gegn Freedom Innovations Inc., vegna brots á fjórum einkaleyfum, sem bundin eru einkarétti Össurar. Málshöfðunin beinist gegn gervifó- talínu Freedom. Töldu forsvars- menn Össurar að gervifótalína Freedom líkist of mikið framleiðslu Össurar. Í níu mánaða uppgjöri Össurar kom fram að fyrstu níu mánuði árs- ins var varið tæplega 1,3 milljónum Bandaríkjadala til málsóknar vegna brota á einkaleyfarétti Össurar og til málsóknar vegna samningsbrota, þar af var kostnaðurinn 745.000 dal- ir á þriðja ársfjórðungi. Þar kom einnig fram að gert væri ráð fyrir verulegum málskostnaði á síðustu þremur mánuðum ársins. Hugverk vernduð áfram Í fréttatilkynningu er haft eftir Eyþóri Bender, forstjóra Ossur North America, „Össur fagnar því að niðurstaða hefur nú fengist í deil- unni við Freedom Innovations þannig að fyrirtækið geti nú haldið áfram að fjárfesta af krafti í vöruþróun í þágu allra stoðtækja- notenda. Við höfum þá sérstöðu í þessari atvinnugrein að við fjárfest- um 8% af tekjum okkar í rannsókn- um og þróun og við munum halda áfram að vernda hugverk okkar og standa vörð um þessa fjárfestingu okkar.“ Richard Myers, rekstrarstjóri Freedom Innovations, segir í frétta- tilkynningu: „Við erum afar ánægð með niðurstöðu sáttarinnar og við fögnum því að Össur skyldi reiðubú- inn að fallast á viðskiptalega úr- lausn á deilumáli okkar sem báðir aðilar geta sætt sig við. Við teljum að þessi niðurstaða sé báðum fyr- irtækjum hagstæð og enn hagstæð- ara er fyrir stoðtækjaiðnaðinn sjálf- an að þessi málaferli skuli nú að baki,“ að því er fram kom í frétta- tilkynningu frá fyrirtækjunum. Össur og Freedom ná sam- komulagi í dómsmáli AFL fjárfestingarfélag hefur selt ríflega helming eignar- hluta síns í Fjárfestingarfélag- inu Atorku. Afl átti áður 11,9% í Atorku en á nú 5,3%. Styrmir Bragason, sem er fram- kvæmdastjóri bæði Afls og Atorku, segir að tilgangurinn með viðskiptunum sé að draga úr tengslum milli félaganna, en auk eignar Afls í Atorku á Atorka rúmlega 39% í Afli. Kaupendur eru meðal ann- arra innherjar í Atorku. Félög sem tengjast eða eru í eigu stjórnarmannanna Þorsteins Vilhelmssonar, Magnúsar Jónssonar og Sigfúsar Ingi- mundarsonar, auk stjórnarfor- mannsins Margeirs Péturs- sonar, juku hluti sína í Atorku við sölu Afls á hlutabréfum sínum. Afl selur í Atorku ÍSLENSK-ameríska verslunar- félagið ehf. hefur keypt Kexsmiðj- una Bakstur ehf. á Akureyri og munu nýir eigendur taka við rekstr- inum í byrjun næsta árs. Egill Ágústsson, framkvæmda- stjóri Íslensk-ameríska, segir að fyrirtækið hafi rekið kexverksmiðj- una Frón undanfarin ár og Kex- smiðjan Bakstur fari vel saman við þann rekstur. Frón sé í hörðu kexi en Kexsmiðjan Bakstur í mýkri bakstri sem hafi skemmri ending- artíma. Framleiðslan skarist því ekki og samlegðaráhrif felist meðal annars í því að nýta markaðs- og söludeildir Íslensk-ameríska fyrir vörur Kexsmiðjunnar Baksturs. Ætlunin sé hins vegar að hafa fram- leiðsluna áfram á Akureyri í óbreyttri mynd. Egill segir aðspurður að saman- lagt velti Frón og Kexsmiðjan um 450 milljónum króna á ári og þar af sé Frón með stærri hlut, en kaup- verðið segir hann að sé trúnaðarmál. Hann segir að Íslensk-ameríska hafi viljað styrkja starfsemi sína með því að kaupa innlend fram- leiðslufyrirtæki og hafa þannig jafn- vægi á milli innfluttra vara og eigin framleiðslu. Nú sé tæplega helming- ur veltunnar innlend framleiðsla undir eigin merkjum. Gert er ráð fyrir að velta Íslensk-ameríska verði um það bil 2,5 milljarðar króna á ári. Íslensk-ameríska kaupir Kexsmiðj- una Bakstur FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Straumur hf. hefur sótt um starfs- leyfi sem fjárfestingarbanki. Stjórn félagsins hefur boðað til hluthafafundar í félaginu sem verður haldinn þann 18. desember 2003 klukkan 11.00 að Grand Hót- el. Á fundinum verða greidd at- kvæði um breytingar á samþykkt- um félagsins. Meðal annars að breyta nafni félagsins í Straumur Fjárfestingarbanki hf. Breytingu á tilgangi félagsins er felur í sér að hann verður að veita fjármálaþjón- ustu. Breytingu á orðalagi og aukna heimild til handa stjórn til að gefa út nýtt hlutafé. Bann við lánveitingu út á bréf félagsins felld niður. Lagt verður til að stjórnar- mönnum verði fjölgað úr fjórum í fimm og að undirskrift þriggja stjórnarmanna bindi félagið í stað tveggja áður. Jafnframt verður kjörin ný stjórn hjá Straumi. Stærsti hluthafinn í Straumi er Sjóvá-Almennar tryggingar með 21,729%, MK-44 ehf., sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, á 9,64%, Íslandsbanki er þriðji stærsti hlut- hafinn með 9,373%, Lífeyrissjóður verslunarmanna er með 6,583%, Lífeyrissjóður sjómanna á 6,413%, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 eiga 6,251% og Straumur á 4,461% í sjálfum sér, samkvæmt hluthafa- lista frá 4. desember sl. Í stjórn Straums sitja; Ólafur B. Thors, formaður, Kristinn Björns- son, Kristín Guðmundsdóttir og Andri Sveinsson. Straumur boðar hluthafafund Verður fjárfest- ingarbanki og fjölgað í stjórn KÖGUN hf. keypti í gær allt hlutafé hugbúnaðarfyrirtækisins Hugar hf. af EJS Group hf., en greint var frá viðræðum um kaupin í síðasta mán- uði. Viðmiðunarkaupverð er 499 milljónir króna, sem verður fjár- magnað af eigin fé Kögunar og með lántökum. Endanlegt verð getur breyst við lokauppgjör milli kaup- anda og seljanda sem fer fram innan sex mánaða frá undirskrift kaup- samnings. Velta Hugar árið 2003 er áætluð 670 milljónir króna. Starfs- menn eru 80. Helstu vörur fyrirtæk- isins eru ÓpusAllt viðskiptahugbún- aður, tímaskráningarkerfin Bakvörður og Útvörður, verslunar- kerfið Auður og ýmsar lausnir á sviði vörustjórnunar auk þess sem fyrir- tækið selur XAL og Axapta við- skiptahugbúnað frá Microsoft Bus- iness Solutions. Þá hefur fyrirtækið m.a. annast hugbúnaðargerð fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Meðal viðskiptavina Hugar eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, að því er fram kemur í til- kynningu. Kaupin á Hug eru liður í þeirri stefnu Kögunar að efla starfsemi samstæðunnar á sviði hugbúnaðar- lausna og upplýsingatækniþjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Gengið frá kaupum á Hugi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.