Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 15

Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 15 Glæsileg gjöf! Súkkulaði-, krydd- og piparkvarnir frá WILLIAM BOUNDS Borgartúni 28, símar 520 7901 og 520 7900 AÐ MINNSTA kosti sex manns biðu bana og fjórtán særðust í sprengjutilræði í miðborg Moskvu í gærmorgun. Yfirvöld sögðu að a.m.k. ein kona hefði verið að verki og grunur léki á að hún hefði ætlað að gera árás á þinghúsið í Moskvu. Lögreglan fann höfuð konu sem talið er að hafi sprengt sig í loft upp á gangstétt við Mokhovaja- stræti skammt frá Kreml. Sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst á líki annarrar konu á gang- stéttinni. „Tilræðismennirnir voru ef til vill tveir,“ sagði Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu. Rússneskir embættismenn sögðu að talið væri að konan, sem sprengdi sig í loft upp, hefði ætlað að gera árás á byggingu dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins. Fréttastofan ITAR-TASS hafði eft- ir ónafngreindum embættismanni að lögreglan hefði leitað að konunni frá því í júlí vegna gruns um að hún væri viðriðin hryðjuverkastarf- semi. Konan hefði verið í þjálfunar- búðum skæruliða í Tétsníu. Rússneskir fjölmiðlar sögðu að tvær konur hefðu ávarpað vegfar- anda og spurt: „hvar er dúman?“ Sprengingin varð skömmu síðar. Lögreglan í Moskvu kvaðst vera að leita að manni sem talið væri að hefði tekið þátt í árásinni. Ekki var ljóst í gær hvort Vla- dímír Pútín, forseti Rússland, var í Kreml þegar sprengingin varð. Sjónvarpsstöðvar sendu út ávarp sem forsetinn flutti í Kreml í tilefni af tíu ára afmæli rússnesku stjórn- arskrárinnar á föstudag og hann sagði að Rússlandi stafaði enn hætta af hryðjuverkamönnum. Pút- ín talaði um ávinninginn af lýðræði og markaðsbúskap og bætti við: „Að öllu þessu beinast aðgerðir glæpamanna, hryðjuverkamanna, sem við berjumst nú við, til dæmis í dag.“ Pútín hóf seinna stríðið í Tétsníu 1999 þegar hann var forsætisráð- herra. Hernaðurinn naut mikils stuðnings meðal rússneskra kjós- enda og stuðlaði að því að Pútín var kjörinn forseti ári síðar. Síðan hef- ur dregið úr stuðningnum við hern- aðinn og flestir ríkisfjölmiðlarnir fjalla lítið um hann þótt nokkrar mannréttindahreyfingar áætli að á hverjum degi falli allt að fimm rússneskir hermenn í Tétsníu. Sprengingin í gær varð við hót- elið Le Royal Meridian National en engir gesta þess eða starfsmenn biðu bana í tilræðinu. Embættis- menn sögðu að á meðal þeirra fjór- tán sem særðust væru nokkrir námsmenn við ríkisháskóla Moskvu. Fimm særðust alvarlega. Sakar rússnesku leyniþjón- ustuna um hryðjuverkin Mikill öryggisviðbúnaður hefur verið við National-hótelið, enda gista þar margir stjórnmálamenn og fleiri sem eiga erindi við rúss- nesk stjórnvöld. Hinum megin við götuna er inngangurinn að Rauða torginu. Útlagastjórn Aslans Maskha- dovs, fyrrverandi forseta Tétsníu, gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hún sakaði leyniþjónustu rúss- neska hersins um að hafa skipulagt hryðjuverkin í Rússlandi í áróðurs- skyni. Hún sagði að leyniþjónustan fengi stundum menn af tétsenskum uppruna til að fremja hryðjuverk og rússnesk yfirvöld kenndu síðan tétsenskum aðskilnaðarsinnum um þau. Tétsenska þjóðin og leiðtogar hennar bæru „enga ábyrgð á hræðilegum glæpum stjórnvalda í Kreml“. „Við áréttum að við for- dæmum hvers konar hryðjuverk.“ Hryðjuverk í Moskvu kostar sex manns lífið Rússnesk yfirvöld telja að gera hafi átt sprengjuárás á þinghúsið Moskvu. AFP. Reuters Rússneska lögreglan notar fjarstýrðan róbóta til að kanna skjalatösku við National-hótelið í miðborg Moskvu eftir sprengjutilræði í gærmorgun. Rússnesk stjórnvöld saka tétsenska aðskilnaðarsinna um hryðjuverkin í Rússlandi.                                                                                   !    ! # $    % & "    ' (       )  "  #          YFIRMAÐUR innri endurskoð- unar í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, Jules Muis, segir að þörf sé á breyttum starfsanda inn- an framkvæmdastjórnarinnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, segir Muis að starfsfólk stjórnarinnar sé fyrst og fremst metið eftir hæfileikanum til að viðhalda ríkjandi ástandi. Umbætur innan stjórnarinnar, sagði Muis, verði fremur fyrir slysni en að yfirlögðu ráði. Fátítt er að Muis veiti viðtöl, en hann ræddi við BBC í kjölfar rannsóknar á umfangsmikilli fjár- málaóreiðu í hagdeild fram- kvæmdastjórnarinnar, Eurostat. Í viðtalinu sagði Muis m.a. að störf skriffinna í Brussel væru metin eftir því hversu leiknir þeir væru í að gára ekki vatnið og styggja engan. Innan fram- kvæmdastjórnarinnar ríkti „kurt- eisisamsæri“ og erfitt að segja sannleikann. Það væru því yfirleitt uppljóstrarar sem helst kæmu á breytingum. Fréttaskýrandi BBC segir það ekki nýtt að fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins sæti gagnrýni, en ekki sé ólík- legt að gagnrýni frá yfirmanni innri endurskoðunar stjórnarinnar hafi meiri áhrif. Umbótum komið á fyrir slysni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.