Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AL Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við Howard Dean í forsetakosningunum vestra á næsta ári. Stuðningur Gore er talinn Dean mikilvægur en hann berst nú fyrir því að verða útnefndur frambjóðandi Demókrataflokksins í kosning- unum næsta haust. „Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að lýsa yfir því að ég styð Howard Dean til að vera næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Gore á kosningafundi með Dean í New York. Sagði hann að Howard Dean hefði einn þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins náð að kveikja þann áhuga í grasrót banda- rískra stjórnmála sem nauðsynlegur væri til að unnt reyndist að koma á breytingum í Bandaríkjunum. „Við þurfum að endurskapa Demókrataflokkinn, endurskapa Bandaríkin og ná þeim aftur fyrir fólkið sem býr í þessu landi,“ sagði Gore m.a. í ávarpi sínu. Hann ræddi einnig framgöngu George Bush forseta og stöðu mála í Írak og sagði m.a: „Geta þjóðar okkar til að heyja stríðið gegn hryðjuverkaógninni hefur minnkað vegna þeirra hroðalegu mistaka sem Bush- stjórninni urðu á með því að leiða okkur í stríð í Írak.“ Howard Dean er fyrrverandi ríkisstjóri Vermont, lítils ríkis í norðausturhluta Banda- ríkjanna. Hann var lítt þekktur er hann hóf baráttu fyrir því að verða útnefndur forseta- frambjóðandi flokksins en nýtur nú mests fylgis frambjóðenda demókrata ef marka má skoðanakannanir. Kosningabarátta Howards Deans þykir hafa einkennst af mikilli hugkvæmni. Hefur hann m.a. nýtt Netið með nýstárlegum hætti sem margir vestra telja byltingarkenndan. Gore er fyrsti þungavigtarmaðurinn innan Demókrataflokksins sem opinberar afstöðu sína til frambjóðendanna en þeir eru alls níu. Sumir stjórnmálaskýrendur vestra sögðust telja að líkur Deans á sigri í forkosningunum hefðu aukist til mikilla muna og einhverjir héldu því fram að keppninni væri í raun lokið. Dean hefur andmælt kröftuglega árásinni á Írak og var allt frá upphafi andvígur henni. Þá hefur hann tekið upp nokkur gömul bar- áttumál Gore sem einkum snúa að réttindum launafólks í Bandaríkjunum. Áfall fyrir Liebermann Gore var í átta ár varaforseti Bills Clintons. Gore var frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2000 og tapaði þá fyrir George Bush núverandi forseta. Svo naumur var sigur Bush að vísa þurfti málinu til Hæstaréttar. Gore íhugaði að fara fram á ný gegn Bush á næsta ári en féll frá því í fyrra. Stuðningur Gore við Dean er talinn umtals- vert áfall fyrir hina þá sem boðið hafa sig fram í forkosningum Demókrataflokksins. Einkum er yfirlýsing Gore talin áfall fyrir Joseph Liebermann, sem var varaforseti Gore í kosningunum árið 2000. „Þetta kom mér gjörsamlega á óvart – mér barst engin njósn af þessu,“ sagði Liebermann í sjón- varpsviðtali í gær. „Ég frétti þetta í fjöl- miðlum og það kom mér á óvart. En ég er ákveðnari en nokkru sinni fyrr að halda áfram baráttu fyrir því sem ég tel rétt fyrir flokk minn og föðurland.“ Liebermann sagð- ist ekki vilja ræða hollustu Als Gore en kvaðst jafnan vera honum þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í kosningabar- áttu sem frambjóðandi til embættis varafor- seta Bandaríkjanna. Framboð Deans fær byr undir báða vængi Stuðningsyfirlýsing Als Gore þykir hafa aukið mjög sigurlíkur ríkis- stjórans fyrrverandi í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum New York. AFP. AP Howard Dean, sem sækist eftir því að verða valinn forsetaefni demókrata, er læknir að mennt og starfaði sem slíkur ásamt eiginkonu sinni, Judy, áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Hann sat á þingi Vermont á árunum 1982–1986, var kjörinn vararíkisstjóri 1986 og varð rík- isstjóri 1991. Nú sækist hann eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forseta- kosningunum vestra á næsta ári. Á myndinni ávarpar Dean stuðningsmenn sína í New York í gær eftir að Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafði lýst yfir stuðningi við hann. RÍKISSTJÓRN Japans samþykkti í gær að senda sveitir landhermanna til Íraks. Liðs- aflanum er ætlað að sinna þar neyðaraðstoð. Áætlunin er mjög um- deild í Japan. Gert er ráð fyrir að 600 hermenn verði sendir til landsins. Ekki liggur fyrir hvenær her- mennirnir halda af stað. Talsmaður Junichiro Koizumi forsætisráð- herra sagði að áætlunin hefði verið samþykkt án mótmæla á ríkisstjórn- arfundi. Koizumi sagði á fundi með fréttamönnum að Japönum bæri skylda til að aðstoða Bandaríkjamenn í Írak. „Japanar verða að vera trúverðugir bandamenn Bandaríkj- anna,“ sagði japanski forsætisráðherrann. „Nú reynir á hugsjónir og staðfestu Japana. Við erum ekki í þeirri stöðu að við getum komist upp með að láta fjármuni af hendi rakna og komist þannig hjá því að leggja okkar af mörkum vegna þess að hættulegt sé að halda til Íraks,“ bætti hann við. Koizumi lagði ríka áherslu á að japönsku hermönnunum væri ekki ætlað að taka þátt í bardögum í Írak. „Þeir eru ekki á leið í stríð og munu ekki beita valdi,“ sagði ráð- herrann. Hann bætti við að hann teldi sjálfsvörn ekki jafngilda valdbeitingu. Kom fram í máli hans að enn væri ekki ákveðið hvenær liðs- aflinn yrði sendur til landsins. Það myndi þó gerast innan árs frá 15. þessa mánaðar og hámarksfjöldinn yrði 600 menn. Sökuð um stjórnarskrárbrot Nokkur fjöldi fólks mótmælti þessari ákvörðun nærri embættisbústað Koizumis. Sögðu andstæðingar stjórnarinnar að með því að senda herlið til Íraks væru stjórnvöld að brjóta gegn stjórnarskrá Japans sem takmarkar mjög umsvif herafla Japana utan heimalandsins. Nokkrir mótmælendur báru skilti þar sem á stóð að Koizumi og banda- menn hans væru „stríðsglæpamenn“. Kyodo-fréttastofan kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að 100 milljörðum jena, andvirði tæplega 70 milljarða króna, yrði varið til mannúðaraðstoðar í Írak. Japanar hafa þegar orðið fyrir mannfalli í Írak. Tveir japanskir sendifulltrúar voru myrtir þar í liðnum mánuði. Japanar hafa áður sent liðsafla til er- lendra ríkja til að sinna þar mannúðarhjálp og uppbyggingarstörfum. Á það m.a. við um Kambódíu, Gólan-hæðir og Mósambík. Þá hafa japanskir hermenn komið að eyðingu tundurdufla á Persaflóa og aðstoðað Banda- ríkjaflota á Indlandshafi. Þetta er hins veg- ar í fyrsta skiptið sem Japanar senda her- afla til lands þar sem segja má að raunverulegt stríðsástand sé ríkjandi. Japanar senda hermenn til Íraks Bagdad. Tókýó. AFP. Junichiro Koizumi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.