Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Skrautkeppni | Á Djúpavogi ætla menn
að keppa um fallegustu jólaskreytinguna
nú fyrir hátíðina. Það er vefur Djúpavogs-
hrepps sem stendur að samkeppninni og
stendur til að bjóða vegleg verðlaun. Má
þar nefna siglingu í kringum Skorbein á
vélbátnum Glað SU 79, óvissuferð upp á Öxi
með Stjána á Steinsstöðum og útsýnisferð
upp á Bóndavörðu á Mazdabifreið sveit-
arstjórans, Björns Hafþórs Guðmunds-
sonar. Geri nú hver sem betur getur í
skreytingunum.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Upplestur | Rithöfundur okkar Mývetn-
inga, Björn Þorláksson, útvarpsmaður með
meiru, bauð sveitungum að hlýða á lestur
úr nýrri bók sinni, „Rottuholunni“, í Selinu
á Skútustöðum eitt kvöld í skammdeginu.
Þessari bók hefur verið veitt athygli og
hún hefur fengið afar góða dóma. Henni
hefur verið lýst sem sálfræðilegri spennu-
sögu þar sem andhetjan er í fyrirrúmi, með
kímni í öndvegi. Útgefandi bókarinnar er
Tindur í Ólafsfirði.
Björn Þorláksson gaf út smásagnasafn
fyrir 2 árum, það hlaut prýðisgóðar við-
tökur bæði almennra lesenda og gagnrýn-
enda. Þá orti sveitaskáld okkar:
Mývetnsk bók var kynnt í kveld
er kæti vakti mína.
Er hér komin að ég held
önnur Jakobína.
Björn tileinkar foreldrum sínum bókina,
þeim Lilju Árelíusdóttur og Þorláki Jónas-
syni í Vogum.
Sameining | Djúpavogs- og Breiðdals-
hreppar vilja láta kanna hagkvæmni þess
að sameinast. Leita nú sveitarstjórnirnar
eftir fjármagni í slíka athugun.
Fimmtudagkvöldin11. og 18. desem-ber verða haldnar
jólastundir í víkinga-
bænum Eiríksstöðum í
Haukadal. Á dagskrá eru
frásagnir af jólum fyrri
tíma, börnin spila jólalög
og lesa upp ljóð og sögur,
almennur söngur verður
og jafnvel er von á jóla-
sveini í heimsókn. Einnig
verður boðið upp á kaffi-
sopa. Þetta er annað árið
sem jólastundir eru haldn-
ar á Eiríksstöðum og sl. ár
komust færri að en vildu,
þar sem sætafjöldi á Ei-
ríksstöðum er takmark-
aður og fólki er bent á að
panta sér sæti. Verði á
jólastundirnar er haldið í
hófi og kostar aðeins 400
kr. fyrir börn en 800 fyrir
fullorðna.
Jólastund
Systkinin Lárus, Guðrún og Þorleifur Jónsbörn,börn Jóns Ellerts Sigurpálssonar og Unnar Þor-leifsdóttur, gáfu fyrir nokkru dvalarheimilinu
Hornbrekku í Ólafsfirði vandað Yamaha-píanó til
minningar um foreldra sína. Hafa þau áður gefið Ólafs-
fjarðarkirkju gjafir. Jóni og Unni var sérlega annt um
Hornbrekku og kirkjuna og því ákváðu systkinin þess-
ar gjafir. Við afhendinguna söng kirkjukórinn, Jakob
Kolosowski lék á píanóið og Elísabet Eiríksdóttir söng.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Valdimar Steingrímsson, Elísabet Eiríksdóttir, Guðrún
Jónsdóttir, kona Lárusar, Lárus, Guðrún og Þorleifur.
Gáfu Hornbrekku píanó
Ólínu Þorvarðar-dóttur kom í hugkvæðið Jólanótt í
norðurljósadýrðinni í
Skutulsfirði:
Norðurljósa litatraf
liðast hægt um myrkrahvel,
lýsir himin, land og haf,
litkar hjarn og frosinn mel.
Rauðbleik merlar mánasigð
á myrkum sæ um þögla nótt.
Langt í fjarska bjarmar byggð
– borgarljósin tindra rótt.
En yfir raflýst borgarból
– á bak við heimsins ljósadýrð –
ber sín helgu boð um jól
björt en þögul nætursól,
við skörðum mána skín í kyrrð
skærum loga úr órafirrð
er lúnum mönnum lýsti þrem
langan veg til Betlehem.
Jólanótt
pebl@mbl.is
Hveragerði | Líkt og margir
Íslendingar söfnuðust Hver-
gerðingar saman á miðbæj-
artorginu sl. sunnudag. Til-
efnið var að tendra jólaljósin á
trénu, sem vinabæir Hvera-
gerðis á Norðurlöndum færa
bæjarbúum um hver jól. Her-
dís Þórðardóttir, fulltrúi bæj-
arstjórnar, flutti ávarp og
minnti okkur á að njóta að-
ventunnar með þeim sem okk-
ur þykir vænt um og hlúa
hvert að öðru. Að loknu ávarpi
sínu fékk hún unga stúlku,
Töru Friðgeirsdóttur, til að
kveikja á ljósunum, sem starfs-
menn bæjarins höfðu komið
fallega fyrir á trénu. Leikfélag
Hveragerðis sá um að allir
skemmtu sér vel og höfðu sam-
ið við þá Hurðaskelli, Giljagaur
og Gluggagægi að koma og
heilsa upp á fólkið. Aðspurður
sagði Hurðaskellir að færðin
væri þeim til trafala og erfitt
að þurfa að koma alltaf gang-
andi úr Reykjafjallinu. Það
væri ekki nokkur leið að nota
skíðin og sleðann í þessari
færð. Sveinarnir gáfu svo
krökkunum jólaepli, eftir að
hafa sungið nokkur lög.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Jólasveinarnir heimsóttu Hvergerðinga þegar kveikt var á jólatrénu í hjarta bæjarins.
Jólatréð á miðbæjartorginu
Jólin koma
KAUPÞINGI-Búnaðarbanka hefur bor-
ist annað tilboð í sútunarverksmiðjuna
Loðskinn á Sauðárkróki en bankinn
gerði á dögun-
um samkomulag
við félagið Stök-
ur á Akureyri,
eiganda Skinna-
iðnaðar. Voru
fyrirvarar á því
samkomulagi
sem taka átti af-
stöðu til fyrir 12.
desember.
Tilboðið nú er
komið sameiginlega frá starfsmönnum
Loðskinns og Skagafjarðarveitum ehf.,
sem er í eigu sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar, en eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu hafa þessir aðilar sýnt
áhuga á að kaupa fyrirtækið af bank-
anum.
Gísli Gunnarsson, formaður byggðar-
áðs Skagafjarðar, segir að Loðskinn sé
stór viðskiptavinur Skagafjarðarveitna
og þátttaka í tilboðinu svari til tveggja
ára viðskipta við veiturnar. Reiknað er
með að afstaða Kaupþings-Búnaðar-
banka liggi fyrir síðar í vikunni, hvoru
tilboðinu verði tekið.
Annað tilboð
komið í
Loðskinn
PÉTUR Pétursson, forstöðumaður upp-
lýsinga- og kynningarmála hjá Og Voda-
fone, segir það ekki rétt sem kom fram í
máli Evu Magn-
úsdóttur, kynn-
ingarfulltrúa
Símans, í Morg-
unblaðinu í gær,
að Síminn sé eina
fjarskiptafyrir-
tækið sem sé að byggja upp ADSL-net á
landsbyggðinni.
Og Vodafone rekur eigið ADSL-net á
höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á
Selfossi, Vestmannaeyjum og Akureyri, og
nær ADSL-net þeirra til um 75% lands-
manna, segir Pétur.
„Það er ekki langt síðan við hófum að
veita þjónustu á Selfossi og Vestmanna-
eyjum, það var á haustdögum. Við skoðum
hvern stað fyrir sig og gæti allt eins verið
að við færum víðar um landið þar sem það
er fýsilegt,“ segir Pétur.
ADSL-net
nær til 75%
landsmanna
♦ ♦ ♦
Fjárveitingar | Nú liggur fyrir hverjar
fjárveitingar verða til Héraðsskóga, Aust-
urlandsskóga og Grænsíðu, gagnagrunns
skv. fjárlögum 2004. Alls verður 136,2 millj-
ónum varið í verkefnin eystra og skiptist
þannig að Héraðsskógar fá 99 milljónir,
Austurlandsskógar 29,2 milljónir og gagna-
runnurinn Grænsíða 8 milljónir. Hann er
samstarfsverkefni allra landshlutabund-
inna skógræktarverkefna og Skógræktar
ríkisins og er unninn með Tölvusmiðju
Austurlands. Athygli vekur að fjárveiting
ríkisvaldsins hefur á tímabilinu 2002 til
2004 hækkað um 38 milljónir.
SMS
tónar og tákn