Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Skrautkeppni | Á Djúpavogi ætla menn að keppa um fallegustu jólaskreytinguna nú fyrir hátíðina. Það er vefur Djúpavogs- hrepps sem stendur að samkeppninni og stendur til að bjóða vegleg verðlaun. Má þar nefna siglingu í kringum Skorbein á vélbátnum Glað SU 79, óvissuferð upp á Öxi með Stjána á Steinsstöðum og útsýnisferð upp á Bóndavörðu á Mazdabifreið sveit- arstjórans, Björns Hafþórs Guðmunds- sonar. Geri nú hver sem betur getur í skreytingunum. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Upplestur | Rithöfundur okkar Mývetn- inga, Björn Þorláksson, útvarpsmaður með meiru, bauð sveitungum að hlýða á lestur úr nýrri bók sinni, „Rottuholunni“, í Selinu á Skútustöðum eitt kvöld í skammdeginu. Þessari bók hefur verið veitt athygli og hún hefur fengið afar góða dóma. Henni hefur verið lýst sem sálfræðilegri spennu- sögu þar sem andhetjan er í fyrirrúmi, með kímni í öndvegi. Útgefandi bókarinnar er Tindur í Ólafsfirði. Björn Þorláksson gaf út smásagnasafn fyrir 2 árum, það hlaut prýðisgóðar við- tökur bæði almennra lesenda og gagnrýn- enda. Þá orti sveitaskáld okkar: Mývetnsk bók var kynnt í kveld er kæti vakti mína. Er hér komin að ég held önnur Jakobína. Björn tileinkar foreldrum sínum bókina, þeim Lilju Árelíusdóttur og Þorláki Jónas- syni í Vogum. Sameining | Djúpavogs- og Breiðdals- hreppar vilja láta kanna hagkvæmni þess að sameinast. Leita nú sveitarstjórnirnar eftir fjármagni í slíka athugun. Fimmtudagkvöldin11. og 18. desem-ber verða haldnar jólastundir í víkinga- bænum Eiríksstöðum í Haukadal. Á dagskrá eru frásagnir af jólum fyrri tíma, börnin spila jólalög og lesa upp ljóð og sögur, almennur söngur verður og jafnvel er von á jóla- sveini í heimsókn. Einnig verður boðið upp á kaffi- sopa. Þetta er annað árið sem jólastundir eru haldn- ar á Eiríksstöðum og sl. ár komust færri að en vildu, þar sem sætafjöldi á Ei- ríksstöðum er takmark- aður og fólki er bent á að panta sér sæti. Verði á jólastundirnar er haldið í hófi og kostar aðeins 400 kr. fyrir börn en 800 fyrir fullorðna. Jólastund Systkinin Lárus, Guðrún og Þorleifur Jónsbörn,börn Jóns Ellerts Sigurpálssonar og Unnar Þor-leifsdóttur, gáfu fyrir nokkru dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði vandað Yamaha-píanó til minningar um foreldra sína. Hafa þau áður gefið Ólafs- fjarðarkirkju gjafir. Jóni og Unni var sérlega annt um Hornbrekku og kirkjuna og því ákváðu systkinin þess- ar gjafir. Við afhendinguna söng kirkjukórinn, Jakob Kolosowski lék á píanóið og Elísabet Eiríksdóttir söng. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Valdimar Steingrímsson, Elísabet Eiríksdóttir, Guðrún Jónsdóttir, kona Lárusar, Lárus, Guðrún og Þorleifur. Gáfu Hornbrekku píanó Ólínu Þorvarðar-dóttur kom í hugkvæðið Jólanótt í norðurljósadýrðinni í Skutulsfirði: Norðurljósa litatraf liðast hægt um myrkrahvel, lýsir himin, land og haf, litkar hjarn og frosinn mel. Rauðbleik merlar mánasigð á myrkum sæ um þögla nótt. Langt í fjarska bjarmar byggð – borgarljósin tindra rótt. En yfir raflýst borgarból – á bak við heimsins ljósadýrð – ber sín helgu boð um jól björt en þögul nætursól, við skörðum mána skín í kyrrð skærum loga úr órafirrð er lúnum mönnum lýsti þrem langan veg til Betlehem. Jólanótt pebl@mbl.is Hveragerði | Líkt og margir Íslendingar söfnuðust Hver- gerðingar saman á miðbæj- artorginu sl. sunnudag. Til- efnið var að tendra jólaljósin á trénu, sem vinabæir Hvera- gerðis á Norðurlöndum færa bæjarbúum um hver jól. Her- dís Þórðardóttir, fulltrúi bæj- arstjórnar, flutti ávarp og minnti okkur á að njóta að- ventunnar með þeim sem okk- ur þykir vænt um og hlúa hvert að öðru. Að loknu ávarpi sínu fékk hún unga stúlku, Töru Friðgeirsdóttur, til að kveikja á ljósunum, sem starfs- menn bæjarins höfðu komið fallega fyrir á trénu. Leikfélag Hveragerðis sá um að allir skemmtu sér vel og höfðu sam- ið við þá Hurðaskelli, Giljagaur og Gluggagægi að koma og heilsa upp á fólkið. Aðspurður sagði Hurðaskellir að færðin væri þeim til trafala og erfitt að þurfa að koma alltaf gang- andi úr Reykjafjallinu. Það væri ekki nokkur leið að nota skíðin og sleðann í þessari færð. Sveinarnir gáfu svo krökkunum jólaepli, eftir að hafa sungið nokkur lög. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Jólasveinarnir heimsóttu Hvergerðinga þegar kveikt var á jólatrénu í hjarta bæjarins. Jólatréð á miðbæjartorginu Jólin koma KAUPÞINGI-Búnaðarbanka hefur bor- ist annað tilboð í sútunarverksmiðjuna Loðskinn á Sauðárkróki en bankinn gerði á dögun- um samkomulag við félagið Stök- ur á Akureyri, eiganda Skinna- iðnaðar. Voru fyrirvarar á því samkomulagi sem taka átti af- stöðu til fyrir 12. desember. Tilboðið nú er komið sameiginlega frá starfsmönnum Loðskinns og Skagafjarðarveitum ehf., sem er í eigu sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa þessir aðilar sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið af bank- anum. Gísli Gunnarsson, formaður byggðar- áðs Skagafjarðar, segir að Loðskinn sé stór viðskiptavinur Skagafjarðarveitna og þátttaka í tilboðinu svari til tveggja ára viðskipta við veiturnar. Reiknað er með að afstaða Kaupþings-Búnaðar- banka liggi fyrir síðar í vikunni, hvoru tilboðinu verði tekið. Annað tilboð komið í Loðskinn PÉTUR Pétursson, forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála hjá Og Voda- fone, segir það ekki rétt sem kom fram í máli Evu Magn- úsdóttur, kynn- ingarfulltrúa Símans, í Morg- unblaðinu í gær, að Síminn sé eina fjarskiptafyrir- tækið sem sé að byggja upp ADSL-net á landsbyggðinni. Og Vodafone rekur eigið ADSL-net á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Selfossi, Vestmannaeyjum og Akureyri, og nær ADSL-net þeirra til um 75% lands- manna, segir Pétur. „Það er ekki langt síðan við hófum að veita þjónustu á Selfossi og Vestmanna- eyjum, það var á haustdögum. Við skoðum hvern stað fyrir sig og gæti allt eins verið að við færum víðar um landið þar sem það er fýsilegt,“ segir Pétur. ADSL-net nær til 75% landsmanna ♦ ♦ ♦       Fjárveitingar | Nú liggur fyrir hverjar fjárveitingar verða til Héraðsskóga, Aust- urlandsskóga og Grænsíðu, gagnagrunns skv. fjárlögum 2004. Alls verður 136,2 millj- ónum varið í verkefnin eystra og skiptist þannig að Héraðsskógar fá 99 milljónir, Austurlandsskógar 29,2 milljónir og gagna- runnurinn Grænsíða 8 milljónir. Hann er samstarfsverkefni allra landshlutabund- inna skógræktarverkefna og Skógræktar ríkisins og er unninn með Tölvusmiðju Austurlands. Athygli vekur að fjárveiting ríkisvaldsins hefur á tímabilinu 2002 til 2004 hækkað um 38 milljónir.    SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.