Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 19
Glæsileg gjöf!
Pottar - hraðsuðupottar - pönnur
frá
Borgartúni 28, símar 520 7901 og 520 7900
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 13. janúar í
eina, 2 eða 3 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí og
þú getur notið 25 stiga hiti á Kanarí í janúar, og hér er auðvelt að njóta lífsins við
frábærar aðstæður. Spennandi kynnisferðir
í boði á meðan á dvölinni stendur og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 56.150
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting,
skattar. Flug, gisting, skattar, Beach
Flor. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Kanarí
13. janúar
frá 39.963
Verð kr. 42.362
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára., flug, gisting og skattar,
Beach Flor. Ferðir til og frá flugvelli kr.
1.800. Bókunargjald kr. 2.000.
Kópavogur | Gunnar Birgisson, for-
maður bæjarráðs Kópavogs, segir
fjárhagslega burði bæjarfélagsins
til að standa undir framkvæmdum
næsta árs góða. Einn mælikvarði á
það sé að skoða svokallað veltufé frá
rekstri. Sú upphæð sýni hvers
Kópavogsbær sé megnugur og nemi
samkvæmt fjárhagsáætlun næsta
árs tæpum 1,7 milljörðum króna.
Það er þó nokkru betri útkoma en í
ár. Gunnar segir veltufé frá rekstri í
Kópavogi 18% af skatttekjum en
sambærileg tala sé samkvæmt fjár-
hagsáætlunum nágrannasveitar-
félaganna 10% í Reykjavík, 13% í
Garðabæ og 9% í Hafnarfirði.
Fjárhagsáætlum Kópavogsbæjar
fyrir árið 2004 var lögð fram í bæj-
arstjórn í gær til fyrri umræðu. Þar
kemur fram að heildartekjur aukast
um tæp 10% og nema 9,4 milljörðum
króna. Þar af eru skatttekjur 7,1
milljarður. Kostnaður við rekstur
málaflokka hækkar um 10% og nem-
ur 7,8 milljörðum. Laun og launa-
tengd gjöld eru 51% af útgjöldum
bæjarsjóðs en 45% af útgjöldum
bæjarins og fyrirtækja í hans eigu.
Skuldir óbreyttar
Gunnar segir að skuldir Kópa-
vogsbæjar standi nánast í stað milli
ára og nemi nú 13 milljörðum króna.
Séu nettóskuldir bæjarins skoðaðar
án lífeyrisskuldbindinga taki tæp
sex ár að greiða þær niður með
veltufé frá rekstri, sem sé góð nið-
urstaða. Aðspurður segir hann út-
svarið hækka úr 12,7% í 12,94% og
skilar það bænum um 108 milljónum
í auknu skattfé. Gunnar segir það
gert til að sporna gegn skuldasöfn-
un án þess að minnka þjónustu við
bæjarbúa. Gífurleg uppbygging eigi
sér stað á næsta ári á mörgum svið-
um.
Stærsti framkvæmdaliður Kópa-
vogsbæjar á næsta ári er gatnagerð
í nýjum hverfum, aðallega á Vatns-
endasvæðinu. Gunnar segir áætlað
að 714 milljónir króna fari í upp-
byggingu gatna og göngustíga. Þá
verði Hjallaskóli stækkaður og upp-
bygging Salaskóla haldi áfram. Í
grunn- og leikskólana fari alls 307
milljónir króna.
Ný sundlaug í Salahverfi
Íþrótta- og æskulýðsmálin fá líka
vænan skerf af útgjöldum bæjar-
sjóðs. Gunnar segir að ný sundlaug
komi í Salahverfi á næsta ári og haf-
ist verði handa við gerð nýs íþrótta-
húss. Þá verði ný félags- og búnings-
aðstaða HK í Fossvogsdal tilbúin í
byrjun júní.
Í skipulagsmálum verður 122
milljónum varið í yfirbyggingu
Kópavogsgjár til að styrkja miðbæ-
inn sem eina heild. Byrjað verður á
nýrri vatnsveitu í Vatnsendakrika
og bakki við höfnina lengdur. Nýtt
sambýli verður reist í Roðasölum
fyrir heilabilaða og MS-sjúklinga.
„Það verður gífurleg uppbygging
í Kópavogi á næsta ári og við teljum
rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs
góða,“ segir Gunnar Birgisson og að
áætlanir séu raunhæfar. T.d. sé gert
ráð fyrir 10,5% launahækkun á
næsta ári sem sé verulega meira en
nágrannasveitarfélögin reikna með.
Hann segir rekstur sveitarfélaga sí-
fellt að verða erfiðari og gerð sé
krafa um aukna þjónustu við bæj-
arbúa, sem stjórnendur bæjarins
reyni að koma til móts við eftir
fremsta megni. Til að þurfa ekki að
reka bæjarsjóð með halla eða hækka
skuldir hafi útsvarið verið hækkað.
Útsvar hækkar í Kópavogi á næsta ári úr 12,7% í 12,94%
Mikil uppbygging
verður í nýjum hverfum
Morgunblaðið/Þorkell
Íbúar Kópavogs greiða hærri skatta
næsta ár samkvæmt fjárhagsáætlun.
Laugarnes | Sigríði Schram, kennara
í Laugarnesskóla, og nemendum
hennar í 5. L var afhentur Ljósberinn
í gær, viðurkenning fyrir gagnrýni á
kynferðislega tengingu í auglýs-
ingum. „Við ræddum um auglýsingar
og áhrif þeirra. Í þeim tíma fjölluðu
krakkarnir um auglýsingar sem þeim
finnst blasa alls staðar við vegna kyn-
ferðislegrar tilvísunar,“ sagði Sigríð-
ur. Þetta hafi verið auglýsingar í
sjónvarpi, á strætó, í blöðum og víðar.
„Í framhaldi af þessu kom í ljós að
þeim þótti þetta óþægilegt og hálf-
partinn blygðuðust sín. Sérstaklega
þar sem sumum þessum auglýs-
ingum var beint að þeim.“
Skrifuðu auglýsanda bréf
Þann 27. október sl. skrifuðu nem-
endurnir í 5.L bréf til Sælgætisgerð-
arinnar Freyju sem notaði berar kon-
ur til að auglýsa Freyju draum.
Einnig fékk auglýsingastofan sent
bréf og Jón Jósep Snæbjörnsson
(Jónsi í Svörtum fötum), sem leikur í
auglýsingunni. „Okkur finnst naktar
konur ekki tengjast sælgæti og skilj-
um ekkert í sælgætisgerðinni að vera
með svona auglýsingu. Einu sinni var
í tísku að nota berar konur í auglýs-
ingum en nú finnst okkur það vera
virðingarleysi við stelpur og konur,
þar á meðal stelpur í bekknum okkar,
systur okkar, mæður og allar konur,“
sagði í yfirlýsingu frá krökkunum
sem lesin var upp í tilefni af því að
þeim var afhentur Ljósberinn.
Sögðu þau söngvarann fyrirmynd
margra krakka og mörg þeirra væru
með plaköt af honum í herbergjum
sínum. „Okkur finnst ekki viðeigandi
að hann glápi á naktar konur í aug-
lýsingu um sælgæti, sérstaklega af
því að það eru börn sem horfa á þetta.
Þá halda þau að það sé eðlilegt að
dreyma um berar konur. Okkur
finnst óþægilegt að horfa á svona
auglýsingar,“ sögðu krakkarnir í 5. L.
Þeim hefur ekki enn borist svar við
athugasemdum sínum.
Óþægindatilfinning
Sigríður sagði að það hefði komið
sér á óvart hvað þau höfðu sterkar
skoðanir á þessu máli og hve sterkt
þau tjáðu tjáðu sig um óþæginda-
tilfinninguna sem gripi þau við að sjá
auglýsingarnar. Hún segir að krakk-
arnir hafi verið himinlifandi yfir að fá
þessa viðurkenningu.
Í fyrra var Guðrúnu Gunn-
arsdóttur afhentur Ljósberinn úr
hópi fjölmiðlafólks, m.a. fyrir að neita
að tala við klámmyndaleikara, sem
kom hingað til lands. Í gær rétti hún
kyndilinn yfir til fulltrúa kennara og
nemenda.
Samstarfshópur nokkurra aðila
veitir einstaklingum Ljósberann fyr-
ir að styrkja heilbrigðan lífstíl barna
og unglinga. Í umsögn hópsins segir
að val á Ljósbera úr hópi kennara í ár
sé gott dæmi um það sem kennari
geti gert til að styrkja gagnrýna
hugsun nemenda og leiða þá til að
gagnrýna með formlegum hætti þar
sem við á. Nemendurnir fengu við-
urkenningu fyrir að fylgja eftir gagn-
rýni sinni.
Morgunblaðið/Þorkell
Nemendur í 5. L í Laugarnesskóla tóku við Ljósberanum 2003. Hér tekur Íris Einarsdóttir á móti viðurkenningunni
fyrir hönd bekkjarins en Sigríður Schram kennari tók við viðurkenningu úr hópi kennara.
„Virðingarleysi við stelpur“
Ljósberar ársins 2003 gagnrýndu nekt í auglýsingum
Reykjavík | Rekstur og viðhald umferð-
arljósa í Reykjavík er áætlað að kosti
borgarbúa um 28 milljónir á næsta ári.
Það er þremur milljónum krónum meira
en ráðgert er að reksturinn kosti í ár.
Frá árinu 1998 hefur umferðarljósum í
Reykjavík fjölgað um 13. Það ár voru 125
umferðarljós við gatnamót í borginni en í
fyrra voru ljósin 138. Þá var líka starfs-
mönnum Gatnamálastofu Reykjavíkur,
sem annast ljósin, fjölgað úr tveimur í
fimm.
Áætlað er að kostnaður við uppsetn-
ingu og viðhald umferðarmerkja verði 32
milljónir á næsta ári. Gatnalýsing kostar
230 milljónir, gatnahreinsun 145 milljónir
og snjóhreinsun og hálkueyðing 100
milljónir króna.
138 umferðarljós í Reykjavík
!"#
*
+,
&
'
-../01221
Grafarvogur | Húsnæði Víkurskóla
við Hamravík í Grafarvogi var vígt
og formlega tekið í notkun á föstu-
dag. Borgarstjóri Reykjavíkur,
Þórólfur Árnason, tók bygginguna
formlega í notkun. Fyrsta skóflu-
stungan að Víkurskóla var tekin 3.
apríl 2000, en skólinn tók til starfa
haustið 2001. Teikningin af skól-
anum var sú sem varð í þriðja sæti í
tveggja þrepa samkeppni um ein-
setinn grunnskóla í Engjahverfi
nokkrum árum áður. Þetta var til-
laga Sigurðar Gústafssonar arki-
tekts og var hún löguð að fyrirhug-
uðum nemendafölda Víkurskóla en
þar er gert ráð fyrir skóla með 300-
350 nemendum í 1.-10. bekk. Í skól-
anum eru 16 heimastofur í þremur
húsum, en hvert skólastig hefur sitt
eigið hús, sem stendur við svokall-
aða skólagötu. Skólinn er hugsaður
sem smækkuð mynd af samfélaginu
þar sem gatan og rýmið milli
húsanna tengja íbúana saman. Við
götuna eru einnig tengingar við þá
starfsemi sem þetta samfélag þarf
á að halda, s.s. íþróttahús, tækni-
turn, verkmenntahús, hátíðarsal,
mötuneyti, bókasafn og fleira.
Nemendur í Víkurskóla eru nú
220 í 1.-10. bekk og starfsmenn 32.
Skólastjóri er Árný Inga Páls-
dóttir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nemendur Víkurskóla sungu af mikilli innlifun við vígslu skólans.
Víkurskóli vígður