Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 25 Hefðbundið skólastarf íleikskólanum Granda-borg var brotið upp ínóvemberbyrjun og í tvær vikur var eingöngu unnið með þemað „fiskar, fjaran og hafið“. Að sögn Guðrúnar Maríu Harð- ardóttur, leikskólastjóra á Granda- borg, hefur áður verið unnið með ákveðin þemaefni í stuttan tíma í senn sem hefur bæði reynst skemmtilegt og gefandi. Kappkost- að hefur verið að velja verkefni, sem tengjast íslensku þjóðlífi og má í því sambandi nefna íslenskar þul- ur, ævintýri, tröll og álfa. Mark- miðið með þemavikunum fyrir utan að brjóta upp hefðbundið starf er að börnin kynnist menningu og arf- leifð, að börn og starfsmenn vinni saman óháð aldri og staðsetningu í húsinu og að gera starfið fjölbreytt- ara. Undirbúningur hófst með ferða- lagi í Hampiðjuna, þangað sem sótt var fiskinet, sem hengt var í loftið og niður með veggjum í salnum, líkt og um neðansjávarveröld væri að ræða. Elstu börnin fóru í vettvangsferð á Nátt- úru- gripasafn- ið og sáu ýmsa furðufiska. Börnin fóru einnig í vettvangsferðir í fjöruna þar sem þau söfnuðu skeljum og öðru því sem þar finnst og hengdu neðan í netið. Fiskabúr úr pappadiskum Fiskar voru mótaðir úr pappa- massa, málaðir í öllum regnbogans litum og hengdir upp. Farið var í fiskbúð og keyptur karfi, sem börn- in máluðu og gerðu þrykkimynd á lakaléreft. Myndir þessar voru síð- an hengdar upp í öllum leikskól- anum. Börnin gerðu neðansjáv- arveröld á maskínupappír, sem varð að „pappírsveggteppi“. Þar mátti greina furðufiska, hafmeyjar og undur hafsins. Fiskabúr útbjuggu börnin úr ein- nota pappadiskum, en einnig var fengið að láni alvöru fiskabúr með tveimur fiskum í. Þeir vöktu mikla athygli og aðdáun barnanna og þau voru fljót að nefna þá Gunnar og Geir, í höfuðið á fiskunum tveimur í laginu um fiskana. Á meðan á þemadögunum stóð, var mikið sung- ið og lesið um fiska, en verkefninu lauk með því að bjóða foreldrum að koma og sjá afraksturinn. Elstu börnin fluttu stutt leikrit, sem þau höfðu samið sjálf og í lokin sungu allir saman nokkur lög, sem tengd- ust hafinu og íbúum þess.  ÞEMADAGAR|Börn á Grandaborg kynntust hafinu og íbúum þess Fiskar og furðuverur join@mbl.is Börnin: Fóru í vettvangsferðir í fjöru þar sem þau söfnuðu t.d. skeljum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.